Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 23
Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.
GÓÐIR VIÐSKIPTAVINIR
GÓÐIR PUNKTAR
verulega, Frjálslyndir töpuðu fylgi.
Sjálfstæðisflokkur jók hins vegar
fylgi sitt en engan veginn eins mikið
og VG. Vinstrihreyfingin grænt
framboð jók fylgi sitt meira en nokk-
ur annar flokkur og var í þeim skiln-
ingi sigurvegari kosninganna. Hefði
flokkurinn ef til vill þurft að þre-
falda fylgi sitt til að formaður
Vinstrihreyfingarinnar græns fram-
boðs hlyti náð fyrir augum leið-
arahöfunda Morgunblaðsins?
Ekki svo að skilja að við séum að
leita eftir slíkri náð, síður en svo.
Það er nefnilega þannig að Vinstri-
hreyfingin grænt framboð er eini
stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem
er líklegur til að halda til streitu fé-
lagslegum vinstri áherslum. Er
þetta hið raunverulega áhyggjuefni
Morgunblaðsins?
Morgunblaðið virðist ekki mega
til þess hugsa að yfirleitt sé til slíkur
flokkur. Leiðarahöfundur vill að VG
losi sig við allar vinstri áherslur með
því að „taka skrefið til fulls og verða
grænn flokkur án þess að skilgreina
sig til vinstri sem slíkur. Með slíkri
breytingu og nýrri forystu mundi
græni flokkurinn skapa sér sterka
vígstöðu í íslenzkum stjórnmálum“.
Nú er það svo að VG hefur sér-
stöðu í íslenskum stjórnmálum sem
grænn umhverfisverndarflokkur og
erum við stolt af því mikilvæga hlut-
verki. En ef leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins ímyndar sér eitt and-
artak að við munum leggja fyrir
róða áherslur okkar á jöfnuð og fé-
lagslegt réttlæti þá fer hann villur
vegar. Hitt er svo óneitanlega svolít-
ið spaugilegt að Morgunblaðið skuli
einmitt nú tala fyrir skiptum í for-
ystu VG. Það hljómar óneitanlega
ankannalega, svo ekki sé sterkar að
orði kveðið, að vilja skipti í brúnni á
því pólitíska skipinu sem aflaði bet-
ur en nokkurt annað í nýafstöðnum
Alþingiskosningum! Er það ef til vill
þess vegna sem Morgunblaðið vill
skipta út?
Höfundur er Þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs
unartöku, svo sem skrifanlegur
geisladiskur eða iPod því að það er
innifalið í verði.
Eitt vandamál við DRM er að það
hamlar ekki einungis ólöglegri notk-
un heldur einnig löglegri notkun.
Hver kannast ekki við DRM-
auglýsingarnar á DVD-diskum sem
keyptir eru löglega úti í búð? Þetta
eru auglýsingar sem ekki er hægt að
sleppa því að spila. Einnig eru tak-
markanir á notkun tónlistar sem fólk
kaupir löglega á Netinu; lögin má til
dæmis bara afrita ákveðið oft eða
spila í einu tæki svo lengi sem mán-
aðarleg áskrift er greidd. DRM tak-
markar sömuleiðis notkun á DVD-
diski, gefur einungis rétt til þess að
spila efnið og það eingöngu í DVD-
spilara. Maður getur því ekki eign-
ast efni sem varið er með DRM,
heldur er einungis hægt að kaupa
rétt til þess að nota það.
Annað vandamál tengt DRM er
samræming við íslensk lög. Lögin
heimila rétt kaupanda til öryggis-
afrits sem þó skal ekki nota nema
frumrit skemmist. Í því tilviki býst
eigandi við því að öryggisafritið sé
af sama gæðastaðli og frumritið.
DRM kemur hins vegar í veg fyrir
að slíkt gæðaafrit sé tekið af frum-
riti. Þetta er misræmi sem ekki er
enn til viðunandi lausn á.
Í aðalatriðum er DRM ákveðin
tækni sem kemur í veg fyrir að
hægt sé að taka fullkomið afrit og
takmarkar notkun af frumeintaki.
Þetta er ekki fullkominn vörn og er
líklegri en ekki til þess að hamla
hinum almenna notanda sem hyggst
nýta efnið á löglegan hátt.
Höfundur er nemi við tölvunarfræði
í Háskóla Íslands.
ÉG HEF verið
starfandi sjúkraliði í
33 ár og í þau liðlega
25 ár sem ég hef
fylgst og starfað með
Kristínu Á. Guð-
mundsdóttur formanni
Sjúkraliðafélags Ís-
lands, að félagsmálum
sjúkraliða hef ég orðið
vitni að ódrepandi áhuga hennar á
framgangi stéttarinnar.
Sem formaður hefur Kristín
komið okkur á kortið sem fagstétt
og getum við sjúkralið-
ar verið stoltir af okk-
ar starfi og því sem
áorkað hefur verið í
okkar baráttumálum
undanfarin ár, þó bar-
áttunni sé hvergi
nærri lokið.
Ég treysti Kristínu
best fyrir formanns-
embættinu og að vinna
í þágu sjúkraliða.
Kristín hefur mikla
reynslu af fé-
lagsmálum enda verið
formaður Sjúkraliða-
félagsins í 21 ár, en stöðugleiki í
forystusveitinni er mikilvægur svo
stefnumálin nái fram að ganga.
Einnig er mjög mikilvæg sú sýn
Kristínar að hjúkrunarstéttir hafi
góða samvinnu.
Kristín á auðvelt með að virkja
félagsmenn og hrífa fólk með sér í
baráttunni, og hún nýtur sín best
þegar mest á reynir. Ég vona að fé-
lagsmenn beri gæfu til þess að
kjósa hana til áframhaldandi for-
mannsstarfa hjá Sjúkraliðafélagi
Íslands. Ég hvet alla félagsmenn til
að kjósa en kjörgögn þurfa að hafa
borist kjörstjórn félagsins fyrir kl.
17:00 föstudaginn 25. maí nk.
Kjósum Kristínu Á.
Guðmundsdóttur
Sigríður Þórarins-
dóttir skrifar
í tilefni af
formannskjöri
sjúkraliða
»Kristín hefur miklareynslu af fé-
lagsmálum enda verið
formaður Sjúkraliða-
félagsins í 21 ár, en stöð-
ugleiki í forystusveitinni
er mikilvægur...
Sigríður
Þórarinsdóttir
Höfundur er sjúkraliði.
VIÐ sem erum í hjólastólum erum
venjulegir Íslendingar. Við viljum að
tekið sé mark á okkur, við borgum
skatta, eigum okkar rétt og höfum
okkar skyldur.
En til að okkur séu tryggð borg-
araleg réttindi þarf sérstök lög um
okkur í öllu sambandi. Ef viðhorf al-
mennings væri með okkur þá væri
þessi laga-„frumskógur“ í formi
laga-„runna“. Þá mundi engum
detta í hug að opna þjónustu, ætlaða
almenningi og staðsetja hana á 3.
hæð í lyftulausu húsi. Ef „allur“ al-
menningur væri hafður í huga, en
ekki bara sumir, þá væri aðgengi
tryggt fyrir alla og þætti sjálfsagt.
Bílaleigur eru dæmi um fyrirtæki
sem bjóða þjónustu fyrir suma.
„Nei, því miður eigum við enga bíla
fyrir fólk í hjólastólum“ er svarið
þegar hringt er í þær! Nema í dag.
Þá hefur ein bílaleiga sýnt þann
kjark og það þor að bjóða innlendum
og erlendum ferðamönnum bíla með
búnaði fyrir hjólastólafólk. Hertz
heitir þessi leiga sem hefur starfs-
menn og eigendur með þá framtíð-
arsýn að ekki skuli mismuna fólki
sem bundið er hjólastól. Mín von er
að almenningur láti heyra í sér ef að-
gengi er ábótavant en beini líka sín-
um viðskiptum til þeirra sem gera
vel. Viðhorfið hjá Hertz er að mínu
skapi. Þangað mun ég beina við-
skiptum ef þess er nokkur kostur.
Ég skora á alla sem veita þjónustu
til almennings að líta í kringum sig
þegar mætt er í vinnu næst. Kemst
hjólastóll t.d. að inngangi þjónust-
unar? Oft vantar auman fláa á gang-
stéttina. Hvernig opnast dyrnar?
Hve breiðar eru þær? Er þröskuldur
sem enginn á hjólastól kemst um?
Hvernig er rýmið inni? Allt eru
þetta atriði sem koma ófötluðum vel
að sé í lagi en er okkur í hjólastóla-
genginu alger nauðsyn.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
formaður MND-félagsins.
Lög eða skynsemi?
Frá Guðjóni SigurðssyniBréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is