Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 2

Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is KOMIN Í KILJU „Frábær höfundur ... stigmagnandi spenna.“ BOSTON GLOBE „Maður getur ekki hætt að lesa ...“ ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ, DV 2006 „Skelfilega heillandi“ PUBLISHERS WEEKLY JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segir allra leiða munu verða leitað til að aðstoða þá erlendu starfs- menn fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri sem eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum sökum þess að þeir séu frá ríkjum ut- an Evrópska efnahagssvæðis- ins, EES. Finnbogi Svein- björnsson, formaður Verka- lýðsfélags Vestfirðinga, skor- aði í fyrradag á ráðherrann að beita sér í málinu og segir Jóhanna að reynt verði að finna fólkinu ný störf. „Þetta eru líka einstaklingar sem kannski samkvæmt ströngustu túlkun væri hægt að vísa úr landi,“ segir Jóhanna, sem bætir því við að þeim verði gefið svigrúm til að sækja um at- vinnuleyfi út frá nýjum forsendum. Síðan myndu þeir ganga með sama hætti og aðrir í allar vinnu- marksaðgerðir sem yrðu gerðar á svæðinu. „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem eru með lög- heimili á staðnum eigi rétt á að fá fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu sveitarfélaga þó að þeir eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum, þann tíma sem það tekur að útvega þeim ný störf.“ Litið til reynslunnar af Glámu Á sama tíma lagði meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðar fram tillögu sem felur í sér að atvinnu- málanefnd bæjarins kanni möguleika á að stofna almenningshlutafélag sem einstaklingar, sveit- arfélög, félagasamtök og fyrirtæki á norðanverð- um Vestfjörðum ættu aðild að. Yrði markmið fé- lagsins að kaupa veiðiheimildir og þannig tryggja fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Litið verður til reynslu af eignarhaldsfélaginu Glámu, en Gláma ehf. var stofnað 2002 með aðild Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja á suð- urhluta Vestfjarða, Þingeyri og á Drangsnesi. Í tillögunni er atvinnumálanefnd gert að skila til- lögum til bæjarstjórnar eigi síðar en 15. júní nk. Mun leita allra leiða til að aðstoða verkafólkið Í HNOTSKURN »Farið var yfir réttindi erlends verka-fólks hjá Kambi á nokkrum tungu- málum á fjölmennum starfsmannafundi á fimmtudag og þótti fjöldi spurninga til vitn- is um þá óvissu sem uppi væri. »Ekki gilda sömu kjarasamningar fyriralla, munur er á samningum land- verkafólks og sjómannasamningum. »Túlkur og fulltrúar fjölmenningarset-urs Ísafjarðar, fræðslumiðstöðvar Vest- fjarða og Rauða krossins aðstoðuðu við að skýra stöðuna fyrir starfsfólkinu en alls munu um 120 manns missa vinnuna. Jóhanna Sigurðardóttir LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði framleiðslu á fíkniefn- um í fjölbýlishúsi í austurborginni síðdegis í gær. Innandyra voru fimmtíu og fimm maríjúanaplöntur og voru þær flestar í miklum blóma að sögn lögreglunnar. Tveir karl- menn á fertugs- og fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslu en málið telst upplýst. Nokkuð hefur borið á kannabis- ræktun og aðgerðum lögreglu vegna slíkra brota á liðnum miss- erum og hlaut kannabisræktandi fimm mánaða fangelsi í fyrra fyrir kannabisræktun. Nokkur munur er á maríjúana og hassi, en fyrrnefnda efnið samanstendur af blóm- sprotum og laufi kannabisplantna sem eru þurrkuð og grófmulin. Magn hins vímugefandi efnis, THC, í maríjúana er mun minna en í hassi, eða um þrisvar til sjö sinnum minna í hverju grammi. Tekinn fyrir maríjúana- ræktun „KLEPPUR er víða“ – sjúkrahús í eina öld er yfirskrift afmælis- ráðstefnu sem hófst á Grand hóteli í gær og lýkur í dag. Að sögn Ey- dísar K. Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði Landspítalans, var afar góð mæt- ing á fyrra degi ráðstefnunnar og sagði hún sérstakt fagnaðarefni að nýr heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, var meðal gesta. Að sögn Eydísar var á fyrri ráð- stefnudeginum einkum horft til for- tíðar þar sem fjallað var um sögu Kleppsspítalans. Sjálf flutti hún er- indi um geðhjúkrunarkonurnar sem störfuðu við spítalann á upp- hafsárum hans. „Þetta voru miklar hugsjónakonur sem helguðu sig al- gjörlega starfinu, því þær bjuggu í risinu á Kleppsspítala og voru því í raun alltaf á vakt,“ segir Eydís og minnir á þessar konur hafi einnig verið vel menntaðar heimskonur því flestar sóttu þær menntun sína til útlanda enda var ekki farið að kenna hjúkrunarfræði hérlendis fyrr en á 4. áratug 20 aldar. Aðspurð segir Eydís margt fróð- legra erinda á seinni degi ráðstefn- unnar sem hefst kl. 8.25 í dag og stendur til kl. 17. Nefnir hún í því samhengi erindi Tytti Solantaus, barna- og unglingageðlæknis, sem ætlar að fjallar um reynslu Finna af fjölskyldustuðningi þar sem for- eldrar glíma við geðsjúkdóma. Kam Bhui, prófessor í fjölmenning- argeðlækningum, fjallar um geð- heilbrigðisþjónustu á tímum fjöl- menningar. Af öðrum erindum má nefna að Páll Biering geðhjúkr- unarfræðingur og Héðinn Unn- steinsson ráðgjafi fjalla um geð- heilsueflingu og geðsjúkdóma- þjónustu. Þess ber að geta að ráðstefnan er öllum opin og þátt- taka ókeypis. Að sögn Eydísar verður á morg- un opið hús á Kleppi frá kl. 11– 17.30 þar sem m.a. verður boðið upp á handverkssýningu og tónlist- aratriði. Klukkan 14 verður síðan málþing um fordóma gagnvart geð- sjúkdómum í samkomusalnum á Kleppi. Að sögn Eydísar er tilvalið fyrir fólk í síðdegisbíltúr að koma við á Kleppsspítalanum og skoða spítalann. „Það eru allir velkomnir og við ætlum að vera með heitt á könnunni.“ Fagna 100 ára starfsafmæli Klepps Morgunblaðið/Eyþór Fjölmenni Fyrri dagur afmælisráðstefnunnar var afar vel sóttur. Dagskráin heldur áfram í allan dag. Opið hús á Kleppi í dag og málþing um fordóma SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund í Morg- unblaðinu að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjara er nú boðin sú þjónusta að láta leiðréttingarpúka lesa færslur yfir og gera nauðsyn- legar breytingar. Til að virkja púk- ann er smellt á hnappinn Púki sem er að finna á síðunni þar sem færsl- urnar eru skrifaðar. Púkinn merkir með rauðu þau orð sem hann telur að séu rangt stafsett. Í framhaldi er hægt að smella á undirstrikuðu orðin og fá tillögur að leiðréttingum. Inn- setning púkans er í samvinnu við Friðrik Skúlason ehf. Fólki er bent á þann möguleika að skrá atburði og uppákomur á mbl.is. Þá birtast upp- lýsingar um atburðinn bæði á mbl.is og í Morgunblaðinu. Þá hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkju- starfs tvo mánuði fram í tímann. Texti sem birtist í Morgunblaðinu er lesinn yfir. Breytingar á skráningu á Stað og stund ♦♦♦ ELÍAS Mar rithöfund- ur andaðist á heimili sínu sl. miðvikudag, 82 ára að aldri. Hann fæddist 22. júlí 1924 í Reykjavík, sonur Elísa- betar Jónu Benedikts- dóttur iðnverkakonu og Cæsars Hallbjörnsson- ar Marar kaupmanns. Elías ólst upp í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1942 og nam við Kennaraskóla Ís- lands fram til ársins 1944. Hann vann sem rithöfundur og þýðandi frá árinu 1946. Elías var blaðamaður á Alþýðublaðinu 1945– 1946 og Þjóðviljanum 1953. Þá starf- aði Elías um árabil sem prófarkales- ari. Elías var einn stofnenda Rithöf- undasambands Íslands árið 1974 og Finnlandsvinafélagsins Suomi 1949. Meðal ritverka Elíasar eru skáld- sögurnar Eftir ör- stuttan leik (1946), Man eg þig löngum (1949), Vögguvísa (1950) og Sóleyjarsaga (1954). Meðal ljóðabóka eft- ir Elías eru Ljóð á trylltri öld (1951), Speglun (1977), Hinu- megin við sólskinið (1990) og Mararbárur. Úrval ljóða 1946–1998 (1999). Smásagnasöfn Elíasar eru tvö, Gam- alt fólk og nýtt: 12 smásögur (1950) og Það var nú þá (1985). Smásögur Elíasar hafa verið þýddar á norsku, færeysku, þýsku, eistnesku og esperantó. Elías þýddi og las í útvarp nokkr- ar framhaldssögur og þýddi einnig um 20 leikrit fyrir útvarp. Þá þýddi hann verk eftir Georges Duhamel, Leonid Leonov og William Heine- sen. Andlát Elías Mar UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti umboðsmanns barna rann út þriðjudaginn 22. maí síðastliðinn. Þrettán umsóknir bárust um stöð- una til forsætisráðuneytisins. Umsækjendur eru: Árni Guð- mundsson uppeldis- og menntunar- fræðingur, Bergþóra Sigmundsdótt- ir lögfræðingur, Elín Vigdís Hall- varðsdóttir lögfræðingur, Eygló S. Halldórsdóttir lögfræðingur, Guð- rún Ögmundsdóttir félagsfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lög- um, Hrafn Franklín Friðbjörnsson sálfræðingur, Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, Margrét María Sig- urðardóttir lögfræðingur, Ólína Þor- varðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum, Sigurður Ragnarsson sálfræðingur, Sverrir Óskarsson fé- lagsfræðingur og Vigdís Erlends- dóttir sálfræðingur Miðað er við að forsætisráðherra skipi í embættið til fimm ára frá 1. júlí nk. Ingibjörg Rafnar, sem gegnt hef- ur embættinu, sagði því lausu fyrir nokkru. Á undan henni gegndi Þór- hildur Líndal embætti umboðs- manns barna. 13 sækja um embætti um- boðsmanns ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.