Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Mallorca í byrjun júní.
Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú
gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á einum
vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Mallorca
1. júní
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í
viku. Aukavika kr. 14.000.
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 14.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TÍÐNI afbrota meðal útlendinga
var hærri en meðal Íslendinga á ár-
unum 2003–2005 en snarlækkaði síð-
an árið 2006 og var þá ívið lægri en
hjá Íslendingum. Ef litið er til ein-
stakra brotaflokka kemur m.a. í ljós
að á árunum 2003–2006 var nánast
tvöfalt algengara að útlendingar
væru kærðir fyrir ölvunarakstur og
kærum vegna auðgunarbrota fjölg-
aði einnig töluvert.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í rannsóknarverkefni fjögurra
lögreglumanna sem kynnt var í gær
en þetta mun vera í fyrsta skipti
sem slík könnun er gerð hér á landi.
Við vinnslu verkefnisins var leitað
eftir samanburðarupplýsingum frá
lögreglumönnum í tveimur öðrum
Norðurlöndum en þegar á hólminn
var komið reyndust þeir afar ófúsir
til að ræða málefnið. Lögreglu-
mennirnir sögðu að tekin hefði verið
pólitísk ákvörðun um að birta ekki
upplýsingar um afbrot útlendinga
opinberlega og vildu hvorki að getið
yrði um nöfn þeirra né starfsheiti en
þeir óttuðust starfsmissi ef hægt
yrði að rekja ummæli um afbrot út-
lendinga til þeirra. Einn þessara
norrænu lögreglumanna sagði m.a.
að umræðan um þessi málefni væri
eins og að vera með heita kartöflu
milli handanna.
Íslensku lögreglumennirnir sem
unnu verkefnið eru hins vegar á því
að nauðsynlegt sé að ræða þessi mál
opinskátt og fordómalaust.
Hærra hlutfall í 4 flokkum af 6
Við gerð verkefnisins var stuðst
við upplýsingar úr lögreglukerfinu
LÖKE en í kerfinu er ekki gerður
greinarmunur á því hvort erlendir
ríkisborgarar sem lögregla hefur af-
skipti af séu búsettir hér á landi eða
komi hingað sem ferðamenn. Töl-
urnar sem stuðst var við í verkefn-
inu taka því einnig til ferðamanna og
má leiða líkum að því að þetta atriði
geti haft áhrif á hlutfall útlendinga
sem eru kærðir fyrir ölvunarakstur.
Það vekur athygli að á árunum
2003–2005 var hlutfall afbrota meðal
útlendinga töluvert hærra en Ís-
lendinga og náði hæstu hæðum árið
2005 þegar afbrot mældust nærfellt
tvöfalt algengari meðal útlendinga.
Þetta hlutfall hríðlækkaði árið 2006
og varð lægra en meðal Íslendinga.
Í verkefninu segir að skýringin á
hækkuninni 2003–2005 sé ekki ljós
en hún hefði orðið á sama tíma og
virkjunarframkvæmdir hófust á
Austurlandi. Ein skýringin gæti leg-
ið í fjölmennum mótmælum útlend-
inga vegna þeirra.
Sex brotaflokkar voru teknir til
sérstakrar skoðunar og kom í ljós að
á árunum 2003–2006 voru hlutfalls-
lega fleiri útlendingar kærðir vegna
kynferðisbrota, brota gegn lífi og
líkama, auðgunarbrota og fyrir ölv-
unarakstur en það er í síðarnefnda
brotaflokknum sem munurinn var
mestur. Hlutfallslega færri útlend-
ingar voru á hinn bóginn kærðir fyr-
ir brot gegn fjárréttindum og fyrir
fíkniefnabrot.
Algengt var að pólskir og portú-
galskir ökumenn væru stöðvaðir
fyrir ölvunarakstur og benda verk-
efnishöfundar á að Pólverjar og
Portúgalir eru fjölmennastir í hópi
erlendra verkamanna sem hingað
hafa komið. Hugsanlega hefðu þeir
ekki verið fræddir nægilega vel um
viðhorf til ölvunaraksturs hér á
landi. Þá benda þeir á að brotin eru
fá og að nokkur brot til eða frá geti
haft veruleg áhrif.
Mikilvægt að ræða málin
Það var niðurstaða verkefnahóps-
ins að ástæða væri til að hafa
áhyggjur af þeirri þróun sem hefði
átt sér stað í afbrotum útlendinga en
athugun þeirra hefði leitt í ljós að
hlutfallslega brytu útlendingar frek-
ar af sér en Íslendingar. Á hinn bóg-
inn yrði að taka fram að í lög-
reglukerfinu LÖKE væri ekki
gerður greinarmunur á því hvort út-
lendingur sem væri kærður fyrir af-
brot væri búsettur hér á landi eða
hefði skamma viðdvöl sem ferða-
maður. Lögðu þeir til að úr þessu
yrði bætt.
Við þetta má bæta að í verkefninu
var ekki tekið tillit til aldurs og kyns
brotamanna en margoft hefur komið
fram að ungir karlmenn eru líklegri
en aðrir til að fremja afbrot en ætla
má að þeir séu stór hluti þeirra er-
lendu ríkisborgara sem hingað hafa
komið undanfarin ár.
Í samtali við Morgunblaðið sögðu
Ásgeir Karlsson og Ómar Þorgils
Pálmason, tveir af fjórum höfundum
verkefnisins, að afbrot útlendinga
væru þekkt vandamál á Norð-
urlöndunum. Þar væri málið nánast
ekkert rætt en þeir væru þeirrar
skoðunar að þessa hluti ætti að ræða
opinskátt og án allra fordóma. Ás-
geir tók sérstaklega fram að lang-
flestir útlendingar sem væru búsett-
ir hér á landi væru hið mætasta fólk
og vildu alls ekki að samlandar
þeirra væru bendlaðir við afbrot hér
á landi. Það sæist m.a. á því að tölu-
vert hefði fjölgað tilkynningum til
Alþjóðahúss frá útlendingum sem
hér búa og vildu koma á framfæri
upplýsingum um samlanda sína sem
væru að flýja fangelsisdóma í
heimalöndum sínum og einnig um
gamla afbrotamenn sem hingað
kæmu.
Afbrot meðal útlendinga al-
gengari í 4 brotaflokkum af 6
FYRIRTÆKIÐ
Dregg á Akur-
eyri hefur fest
kaup á 3.200
brúttótonna
flutningaskipi,
Greenland Saga,
frá Danmörku.
Skipið verður af-
hent fyrirtækinu
í Lettlandi á þriðjudaginn og hefur
senn siglingar á milli Íslands og
hafna í Danmörku og Lettlandi. Siglt
verður með vörur á milli síðarnefndu
landanna og ýmsan varning til og frá
Íslandi. Dregg flytur mikið af vörum
til landsins; fyrirtækið hefur umboð
fyrir einn stærsta framleiðanda
heims á fráveitulögnum, og þegar
hefur verið samið um flutning á
frystum afurðum frá Ísafirði og
Sandgerði til Danmerkur. Ari Jóns-
son, framkvæmdastjóri Dregg, segir
að vitaskuld verði komið við á fleiri
höfnum verði þess óskað „og hags-
munir okkar og þeirra sem vilja
flytja vörur fara saman“. Því má
segja að strandsiglingar séu hafnar á
ný við Ísland. „Skipið siglir hringinn
og þá verður möguleiki á að koma við
í hvaða höfn sem er.“
Strandsigl-
ingar hefj-
ast aftur
Akureyringar eign-
ast 3.200 t fraktskip
HLUTI af verkefni lögreglumann-
anna fjögurra fólst í könnun meðal
lögreglumanna á viðhorfi þeirra til
afbrota útlendinga. Af þeim 154
lögreglumönnum sem svöruðu
könnuninni töldu 96% að afbrot út-
lendinga væru vandamál.
Spurningalisti var sendur til lög-
reglumanna í þremur lögregluemb-
ættum; lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, Seyðisfirði og á Eskifirði.
Könnunin náði til um 340 lögreglu-
manna og var svarhlutfall um 45%.
Ungir og eldri lögreglumenn
höfðu töluvert ólíka sýn á málið en
98,5% ungra lögreglumanna, þ.e. á
aldrinum 20-35 ára, töldu að um
vandamál væri að ræða en hlut-
fallið var 88,5% hjá þeim eldri.
Þátttakendur í könnuninni voru
spurðir hvort þeir óttuðust að af-
skipti þeirra af útlendingum kynnu
að vera skýrð á þann hátt að um
fordóma væri að ræða og kom í ljós
að um 65% svaranda töldu að svo
væri. Um 87% töldu að tungu-
málaörðugleikar gætu haft áhrif á
afskipti lögreglu af útlendingum.
Vandamál að mati 96%
!!
"#!
"$!
"%!
" !
"!!
#!
!!& !!% !!' !!$
(
)
Í HNOTSKURN
» Erlendum ríkisborgurumhefur fjölgað hratt hér á
landi á síðustu árum, ekki síst
vegna virkjunar- og stóriðju-
framkvæmda á Austurlandi.
» Í ársbyrjun 2003 voru er-lendir ríkisborgarar um
10.000.
» Um síðustu áramót voru er-lendir ríkisborgarar um
18.563 talsins og voru þá um 6%
allra íbúa landsins, en það er litlu
lægra hlutfall en á hinum Norð-
urlöndunum.
» Fjórir lögreglumenn unnuverkefni um afbrot útlend-
inga hér á landi í tengslum við
námskeið á vegum Endurmennt-
unarstofnunar Háskóla Íslands
og Lögregluskólans. Þeir voru
Ásgeir Karlsson, Guðjón
Grétarsson, Ómar Þorgils
Pálmason og Þorleifur Njáll
Ingason.
Nauðsynlegt að ræða afbrot útlendinga hér á landi opinskátt og án fordóma
TVEIR ógæfumenn stálu á dögun-
um biblíu og sálmabók úr Krísuvík-
urkirkju og er ekki vitað hvað mönn-
unum gekk til að fjarlægja guðsorð
úr húsi drottins. Hitt er víst að þjóf-
arnir voru handteknir fyrir austan
fjall skömmu eftir innbrotið og þýfið
gert upptækt af lögreglu.
Bækurnar góðu voru í framhald-
inu sendar á svæðisstöðina í Hafn-
arfirði og í gær gengu tveir laganna
verðir á fund sóknarprestsins þar og
komu þeim til skila.
Presturinn var ánægður með að fá
biblíuna og sálmabókina aftur í
hendur eftir þessar hremmingar og
verður guðsþjónusta í Krísuvíkur-
kirkju skv. áætlun á hvítasunnudag
klukkan 14. Því segja heimamenn að
lögreglan hafi bjargað messuhald-
inu, en fyrir greiðann var lögreglu-
þjónunum tveimur boðið til bæna-
stundar. Munu bjargvættirnir hafa
gengið að störfum sínum léttir í lund
eftir að hafa hlýtt á orð prestsins.
Björguðu
bænahaldi
♦♦♦
VERÐLAUN fyrir þátttöku í hjól-
areiðaátakinu Hjólað í vinnuna voru
veitt í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum í gær. Alls áttu 409 vinnustaðir
frá 38 sveitarfélögum á landinu með
913 lið. Þátttakendur voru 6.642 og
hafa þeir aldrei verið fleiri. Farnir
voru 417.106 km dagana 2.–22. maí
sl. eða 311,5 hringir í kringum landið.
Til samanburðar má geta þess að
þátttakendur Hjólað í vinnuna voru
5.300 árið 2006 frá 246 vinnustöðum
og 34 sveitarfélögum.
Í flokki fyrirtækja með 400 starfs-
menn eða fleiri sigraði Alcan, en 72%
starfsmanna tóku þátt og hjóluðu
þeir 36.423 kílómetra í átakinu. Er
þetta í fjórða skiptið sem Alcan sigr-
ar í þessum flokki. Í flokki vinnu-
staða með 150–399 starfsmenn var
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
son með 85% þátttöku, en Íslensk
erfðagreining var hins vegar með
flesta km, eða rétt rúma 13 þúsund,
og er þetta þriðja árið í röð sem ÍE
vinnur þennan flokk. Þrír vinnustað-
ir í flokknum 3–9 starfsmenn náðu
100% þátttöku. Í flokki sveitarfélaga
bar Tálknafjarðarhreppur sigur úr
býtum. Allar nánari upplýsingar um
úrslit má nálgast á vefslóðinni: á
www.isi.is.
Metþátttaka í Hjólað í
vinnuna þetta árið
Verðlaunuð Fulltrúar sigurvegara ásamt Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ.