Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 20
20 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
JAPANIR munu
í sumar veita Al-
þjóðlegu Manga-
verðlaunin
fyrsta sinni, fyr-
ir afrek á sviði
teiknimynda-
gerðar. Þessu
greindi utanrík-
isráðuneyti
landsins frá í
vikunni, en utanríkisráðherrann,
Taro Aso, er mikill áhugamaður
um Manga-teiknimyndasögur og
-teiknimyndir.
Aso líkti verðlaununum við Nób-
elsverðlaunin í fyrra, þegar hann
bar hugmyndina um verðlaunin
fram. Verðlaunin munu þeir lista-
menn hljóta sem búa á erlendri
grundu, þ.e. utan Japans, sem tek-
ist hefur best að breiða út hróður
þessarar sérstöku og sér-japönsku
gerðar teiknimynda.
Manga-sögurnar einkennast af
nokkuð flóknum söguþræði, sam-
anborið við ofurhetjuteiknimynda-
sögur Vesturlanda, og sérstökum
teiknistíl. Mikil áhersla er lögð á
að gera söguhetjurnar fríðar eða
krúttlegar. Manga er í raun jap-
anska orðið yfir teiknimyndasögur
og hefur fest sig við ákveðna gerð
þeirra. Þessar teiknimyndasögur
eru afar vinsælar víða um heim en
stíllinn sem þær eru þekktar fyrir
var fullmótaður undir lok Seinni
heimsstyrjaldar.
Vinningshafar fá bikar
Vinningshafar Manga-verð-
launanna, þeir sem lenda í efstu
þremur sætunum, munu fá við-
urkenningarskjal og bikar hinn 2.
júlí næstkomandi. Þeir munu
dvelja í Japan í 10 daga og kynn-
ast þar teiknurum og framleið-
endum Manga-teiknimyndasagna.
Utanríkisráðherrann telur að
aðdáun á Manga í heiminum geti
bætt ímynd Japans og utanrík-
isstefnu landsins í kjölfarið. Hann
hefur lagt það til að Manga-
listamenn verði gerðir að menn-
ingarsendiherrum og nefnd verið
skipuð til að efla enn frekar út-
breiðslu Manga og japanskrar
menningar.
Manga-
verðlaun
Utanríkisráðherra
mikill aðdáandi
Manga
SJÖ BRESKAR
bókabúðakeðjur
hefja í dag mark-
aðsherferð með
bókum sem eiga
að höfða til þel-
dökkra og minni-
hlutahópa í Bret-
landi. 70 versl-
anir munu bjóða
upp á bækur eft-
ir ríflega 200 höfunda sem höfða
eiga til þessa lesendahóps.
Þessar verslanakeðjur eru Bord-
ers, Books Etc, WH Smith, WH
Smith Travel, Waterstone’s og
Foyles-bókabúðin í Lundúnum, auk
BondsBooks í Birmingham. Bóka-
búðirnar réðust í átakið í samstarfi
við enska listaráðið, Arts Council of
England, en það er hluti af átaki
sem auka á fjölbreytni í listum í
landinu.
Átakið var gert í kjölfar könn-
unar sem leiddi í ljós að aðeins 18%
bókabúða í Bretlandi byðu upp á
sérstakar deildir með lesefni fyrir
minnihlutahópa í landinu. Slíkur
markaður gæti þó aukið tekjur fyr-
irtækjanna gríðarlega.
Bækur
fyrir minni-
hlutahópa
Books etc.
Á HVÍTASUNNUDAG kl. 16
fer fram síðasta stofuspjallið
um verk mánaðarins á
Gljúfrasteini í bili. Að þessu
sinni mun Haukur Ingvarsson
skáld og einn af umsjón-
armönnum Víðsjár á Rás 2
beina sjónum sínum að Guðs-
gjafaþulu sem er síðasta eig-
inlega skáldsaga Halldórs
Laxness.
Haukur mun rýna í áhugaverða kafla í skáld-
sögunni og leitast við að varpa ljósi á samtíma-
viðtökur bókarinnar sem og síðari tíma rann-
sóknir á verkum Halldórs Laxness.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Bókmenntir
Spjallað um
Guðsgjafaþulu
Halldór Laxness
KAMMERKÓR Suð-
urlands, ásamt Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur
söngkonu og Gunnari
Þórðarsyni tónskáldi,
heldur til Frakklands
núna í byrjun júní og
tekur þar þátt í ís-
lenskri menning-
arhátíð. Hátíðin er
haldin í Alsace-héraði
og mun kórinn meðal
annars halda tónleika í kirkju heilags Tómasar í
Strassborg. Kammerkór Suðurlands á 10 ára
starfsafmæli á þessu ári. Stjórnandi hans er Hilm-
ar Örn Agnarsson, tónlistarstjóri í Skálholti.
Tónlist
Kammerkór
Suðurlands í víking
Kammerkór Suðurlands
NÝ ljóðabók er komin út frá
JPV útgáfu. Kallast hún Á
mörkum og er eftir Valgarð
Egilsson, rithöfund og krabba-
meinslækni. Valgarður er
fæddur á Grenivík við Eyja-
fjörð árið 1940. Hann hefur
lengi iðkað skáldskap og gefið
út ljóð, leikrit og skáldsögu.
Ljóðin í þessari bók bera
merki æviferils höfundar sem
ólst upp í nánu samneyti við
náttúruna en lagði síðar fyrir sig rannsóknir á
frumeigindum lífvera – á mörkum.
Bókin fæst í öllum betri bókabúðum og kostar
1.990 krónur.
Bókmenntir
Ný ljóðabók frá
Valgarði Egilssyni
Valgarður
Egilsson
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
FYRSTI dómurinn sem kom var í
Evening Standard og þar fékk sýn-
ingin eina stjörnu af fimm mögu-
legum. Gagnrýnandinn sagði að ein-
hver ætti að fremja líknardráp á
þessari sýningu,“ segir Gísli Örn
Garðarsson sem fer með eitt af aðal-
hlutverkunum í A Matter of Life
and Death, leikriti sem byggt er á
samnefndri mynd frá 1946. Verkið
er sett upp á stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu í Lundúnum um þessar
mundir og hefur það valdið miklum
ritdeilum milli gagnrýnenda og
Nicholas Hytner þjóðleikhússtjóra.
Að sögn Gísla birtust fleiri slæmir
dómar um sýninguna í kjölfar þess
sem birtist í Evening Standard. „Þá
skrifaði þjóðleikhússtjórinn grein í
The Times þar sem hann kallar
gagnrýnendur „dead white men“,“
segir Gísli, og útskýrir að gagnrýn-
endur á stóru blöðunum séu flestir
karlkyns. „Hann telur að þeir þoli
ekki kvenleikstjóra, leikstjórinn er
nefnilega kona, Emma Rice. Það
sýndi sig líka nokkrum dögum
seinna þegar fimm stjörnu dómar
frá kvenkyns gagnrýnendum birt-
ust.“
Vekur mikla athygli
Ekki voru allir ánægðir með skrif
Hytners enda segir Gísli það ný-
mæli að maður í hans stöðu skuli
gagnrýna gagnrýnendur, hvað þá að
hann skuli kalla þá „dauða hvíta
menn“.
„Leikhúsfólkið hérna gagnrýnir
þjóðleikhússtjórann fyrir að hafa
farið með þetta á þetta plan, því
þetta snúist ekki um hvort þú sért
kona eða karl, heldur um að gagn-
rýnendur vilja fá meira af texta-
leikhúsi. Þeir séu að hverfa frá því
að fjalla vel um sýningar sem eru
„líkamlegar“ og stórar, þeir hæli
frekar sýningum þar sem bara er
staðið á sviðinu og talað,“ segir
Gísli, og bætir við að A Matter of
Life and Death sé mjög sjónræn
sýning.
Gagnrýnendur hafa svarað grein
leikhússtjórans og hefur ritdeilan
vakið mikla athygli á sýningunni.
„Þetta er búið að stútfylla húsið hjá
okkur, menn mæta og svo er spurn-
ing hvort þeir hata þetta eða elska.
En þetta er allavega umtalaðasta
sýningin hér núna þannig að það er
pakkað á öllum sýningum.“
Verkið gerist í síðari heimsstyrj-
öldinni og hefst á því að bresk her-
flugvél hrapar til jarðar. Flugstjór-
inn nær sambandi við bandaríska
stúlku í gegnum talstöð og verður
ástfanginn af henni áður en vélin
ferst. Hann lifir hins vegar af þar
sem engill sem sendur var til að
sækja hann gerir mistök, en Gísli
leikur einmitt engilinn.
Gísli segir að myndin sé í miklu
uppáhaldi hjá Bretum. „Mér fannst
myndin hins vegar hundleiðinleg –
sýningin er miklu betri.“
Gagnrýnendur gagnrýndir
Gísli Örn Garðarsson fer með eitt aðalhlutverkanna í umdeildri sýningu í Lund-
únum Þjóðleikhússtjórinn svarar gagnrýnendum fullum hálsi í The Times
Líf og dauði Tristan Sturrock í hlutverki flugmannsins og Gísli Örn sem engillinn í A Matter of Life and Death.
Þótt verkið hafi fengið misjafna dóma hafa leikararnir víðast hvar fengið lof fyrir frammistöðu sína í verkinu.
Í HNOTSKURN
» Nicholas Hytner þjóðleik-hússtjóri kallaði gagnrýn-
endur „ dauða, hvíta menn“ í
grein í The Times.
» Gísli hefur áður unniðmeð leikstjóranum Emmu
Rice en hann lék í Nights at
The Cirkus sem sett var upp
fyrir ári.
» A Matter of Life andDeath verður sýnt til 21.
júní.
KVENNAKÓR Reykjavíkur mun
næsta miðvikudag, 30. maí, kl. 11.30,
halda tónleika í hinni víðfrægu og
ægifögru Notre Dame-kirkju í Par-
ís. Þar flytur kórinn kirkjuleg verk,
flest íslensk, í hálfa klukkustund.
Sigrún Þorgeirsdóttir kórstýra
segir ekki hafa verið hlaupið að því
að fá að halda tónleika í kirkjunni.
„Það var ekki svo einfalt, við fengum
dygga aðstoð í Frakklandi við að
koma skilaboðum á milli,“ segir Sig-
rún. Kórinn hafi sent umsókn með
lýsingu á kórstarfinu og geisladiska
með söng kórsins.
Íslensk kona sem búsett er í París
og kallar sig Kristínu Parísardömu
var milliliðurinn. „Hún aðstoðar fólk
með hitt og þetta og útvegaði fyrir
okkur leyfi til að syngja í kirkjunni
og fyrir utan hana. Það þarf leyfi
borgaryfirvalda fyrir því,“ segir Sig-
rún. Efnisskrá kirkjutónleikanna
hafi kórinn sungið í nóvember síð-
astliðnum. Fyrir utan kirkjuna verð-
ur svo flutt veraldlegt efni, íslensk
þjóðlög og fleira á færibandi. Kórinn
heldur að Parísarferð lokinni til Mið-
Ítalíu, fer þar á alþjóðlegt kóramót,
Orlando di Lasso, kennt við sam-
nefnt tónskáld.
Kórinn fær að syngja í kirkju í
borginni Loreto, sem er mikill píla-
grímastaður. „Það er alltaf gaman
að komast í kórferðir, það hvetur
kórinn til að gera enn betur og hann
heyrir um leið hvað aðrir eru að
gera,“ segir Sigrún.
Kvennakór Reykja-
víkur í Notre Dame
Frúarkirkjan Notre Dame stendur á eyju í miðri Signu í Parísarborg.
♦♦♦