Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 21
MENNING
Í VARÐSKIPINU Óðni dregur
maður að sér ilminn af hafi, þangi,
olíu, blóði, vallhumli; bragðar á
vatni, sætu, kaffi, kremkexi; snert-
ir kaðla, tré, járn, gler, ilmandi
krem, aðrar manneskjur; hlustar á
vélardyn, þyrludyn, lúðrasveit,
hjörtu sem syngja, öskur skrímsla;
einnig kliðandi raddir kvenna sem
flytja upphafið bundið mál, útfar-
arsálma, dægurlög, siðareglur,
mataruppskriftir og biðjast afsök-
unar, afsökunar á að vera þarna
og gera okkur til góða. Mest horfir
maður þó; á konur svífa, dansa,
bera glæsilegar við haf og himin,
erótískar í sambandi sínu við Ro-
yal-búðing, kómískar í umstangi
sínu; horfir á þær lokaðar inni í
káetum neðan þilja; í þögulli ógn-
þrunginni meyjarskemmu, við
dapurlegt dánarbeð, andsetnar
rauðum ástarsögum, við slát-
urgerð, lúbarðar, í glaðværum
brjóstaheklklúbbi, spilandi á potta
og pönnur. Myndir og aftur mynd-
ir límast við sjónhimnuna: hvítir
skúlptúrar Höllu Gunnarsdóttur,
rauðar kleinur, svart lokkaflóð,
dularfull form líkama í myrkri,
myndbandsviðtöl, fantasíur um
gyðjur og vélar á kvikmyndatjaldi.
Það merkilegasta semsé við
þetta ferðalag með Vatnadans-
meyjunum um varðskipið Óðin í
leit að horfnum og nýjum tímum
er að þar er höfðað til allra skiln-
ingarvita áhorfandans. Áreitið sem
hann verður stöðugt fyrir í þess-
um leikhúsgjörningi er svo lík-
amlegt að vitsmunirnir hætta að
leita að merkingu. Maður er bara
þarna, lyktar, bragðar, snertir,
horfir og hreyfir sig. Annað sem
er merkilegt er að hér ríkir ekki
þögn og andakt leikhússins eða
listasafna. Áhorfandinn, sem oftar
en ekki er inni á leiksviðinu miðju,
er virkur í hópi sem er rekinn
áfram af forvitni. Menn súpa
hveljur, reka upp óp, hlæja og
gera athugasemdir, spjalla. Það er
líka tími og rými til að vera einn
með myndum. Merkilegt er líka
hversu óhemjuvel þetta ferðalag
óreiðu og fjölbreytni (fjörutíu
myndir) er skipulagt undir leið-
sögn skipsfreyja.
Seinna býr maður sér vafalaust
til merkingu úr hinu merkilega.
Eftir mun sitja í líkamanum það
áhrifamesta. Núna hvet ég bara
fólk til að drífa sig um borð í Óðin,
þar sem hetjur hafsins skriðu eitt
sinn skjálfandi í koju undir bein-
frosin lök en nú ríkja gyðjur sem
ylja, gleðja og hrella með áleitnum
myndum úr hugarheimi kvenna.
Í faðmi gyðja
LEIKLIST
Vatnadansmeyjafélagið Hrafn-
hildur
Vatnadansmeyjafélagið: Guðlaug El-
ísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhann-
esdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir;
Arnar Ingvarsson, Bjartmar Þórðarson,
Davíð Þór Jónsson, Eirún Sigurðardóttir,
Frosti Friðriksson, Katrín Þorvaldsdóttir,
Lína B. Larsen, Ríkey Kristjánsdóttir,
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Skúlptúrar:
Halla Gunnarsdóttir. Tónlist: Davíð Þór
Jónsson. Kóreógrafer: Bjartmar Þórð-
arson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveins-
dóttir, Ríkey Kristjánsdóttir og Dúsa.
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
Tónlist: Pétur Þór Benediktsson. Lýsing:
Halldór Örn Óskarsson, Hljóðmynd, Ólaf-
ur Örn Thoroddsen. Leikarar: Vatnadans-
meyjafélagið, Skipsfreyjurnar: Gríma
Kristjánsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir,
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og
Kristjana Skúladóttir; auk þess 53 aðrir.
Höfundar og leikstjórar myndbandanna:
Skipsjómfrúin: Sigrún Sól Ólafsdóttir.
(Leikari: Guðrún Ásmundsdóttir.) Fæðing
Gyðjunnar: Margrét Vilhjálmsdóttir.
(Leikarar: Vatnadansmeyjarnar.)
Um borð í varðskipinu Óðni í Reykjavík-
urhöfn, Miðbakkanum, 23. maí 2007 kl.
20.
Gyðjan í vélinni
Morgunblaðið/ÞÖK
Gyðjur Höfðað er til allra skilningarvita áhorfandans.
María Kristjánsdóttir
SÍÐASTLIÐINN laugardag hóf
ljósmyndagalleríið „Fótógrafí“
starfsemi að Skólavörðustíg 4a og
er það hið eina sinnar tegundar
hérlendis. Þ.e. gallerí sem sérhæfir
sig í listrænum ljósmyndum.
Reyndar er sýningarrýmið „Auga
fyrir auga“ eingöngu ætlað fyrir
ljósmyndir en það er leigusalur fyr-
ir ljósmyndara og starfsemin þar af
leiðandi annarskonar. Fótógrafí er
sölugallerí, undir stjórn Ara Sig-
valdarsonar, sem væntanlega
hyggst höfða til íslensks almenn-
ings og ferðamanna. Að því leytinu
er þetta tilraunaverkefni enda hef-
ur listræn ljósmyndun aldrei náð
þeirri stöðu sem henni ber á Íslandi
og er fyrir löngu kominn tími til að
skapa henni traust umhverfi hér á
landi, borið t.d. saman við hin Norð-
urlöndin, og þá sérstaklega Finn-
land, þar sem ljósmyndagallerí eru
í tugum talin.
Í Fótógrafí eru tvö meginrými. Í
því fremra eru ljósmyndir og ljós-
myndabækur eftir marga af kunn-
ustu samtímaljósmyndurum Íslands
til sölu. En aftara rýmið er ætlað til
sýningarhalds og er það Ragnar
Axelsson sem vígir salinn með sýn-
ingunni „Kuldi“.
Ragnar er alger galdramaður
með myndavél og vafalaust einn
fremsti ljósmyndari landsins. Hann
sækir á mið 19. aldar rómantíkur
og ægifegurðar (sublime) og sýnir
12 svarthvítar myndir teknar á
snævi þakinni jörð á Grænlandi, Ís-
landi og Kanada. Myndirnar eru í
hóflegri stærð og í ágætum takti við
sýningarrýmið. En ég væri að plata
ef ég viðurkenndi ekki að það væri
til mikils að sjá þessar myndir í yf-
irstærð þar sem myndefnið, eða hið
eiginlega „sublime“, gleypti mann í
sig. Því að þrátt fyrir nístandi kulda
og óveður í óútreiknanlegri náttúru
er einhver staðföst ró eða þögn í
myndunum, eitthvað sem minnir
mann á eigin smæð í stórbrotinni
tilveru og framkallar um leið ein-
kennilega öryggiskennd í þessari
dimmu og kulda.
Í stórbrotinni tilveru
MYNDLIST
Fótógrafí
Opið virka daga frá 12-18 og um helgar
frá 10-16. Sýningin stendur til enda júní.
Aðgangur ókeypis.
Ragnar Axelsson
Morgunblaðið/ÞÖK
RAX Ragnar Axelsson sýnir þessa dagana í Fótógrafí á Skólavörðustíg.
Jón B.K. Ransu
„FÖNNIN úr hlíðinni fór“ var und-
irskrift 15:15-tónleika Caputs á
sunnudag og vísaði í upphafslag
fimm íslenzkra þjóðlagaútsetninga
Johns Speights frá 2004 fyrir rödd
og gítar. Lögin voru fremur óþekkt
(og ber sízt að vanþakka) en
heillandi og vel flutt. Eos og Selena,
verk Snorra Birgissonar fyrir
keppni píanónema á vegum EPTA,
sameinaði hæfilegar nútíma-
tæknikröfur og draumflögrandi
áferð í þaulkunnugri túlkun.
Að því loknu frumfluttu Marta og
Snorri Um ástina, fjögur lög úr nýj-
um 12 laga bálki eftir Finn Torfa
Stefánsson við ljóð eftir Pál Ólafs-
son. Kom mér satt bezt að segja í
opna skjöldu hvað lögin virkuðu
„spontön“ og aðgengileg, því þó að
launtónalt tónferlið lægi fráleitt allt
á yfirborði dró það aldrei þessu vant
ekki úr frjálsu flæði tilfinninga. Öllu
heldur minntu tjábrigðin í innlifaðri
túlkun þeirra Mörtu á þá fornvirtu
klassísku kúnst að láta listina fela
listina. Góðs viti á módernískri
skeggöld …
Í frjálsu flæði
TÓNLIST
Norræna húsið
Verk eftir John Speight, Snorra Sigfús
Birgisson og Finn Torfa Stefánsson.
Marta Guðrún Halldórsdóttir söngur,
Snorri S. Birgisson píanó og Páll Eyjólfs-
son gítar. Sunnudaginn 20. maí kl.
15:15.
15:15-tónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
ORGELLEIKARINN, stjórnand-
inn og tónskáldið Michael Radulescu
(f. 1943), er hingað kom fyrir milli-
göngu Kórs Langholtskirkju, List-
vinafélags Hallgrímskirkju og Tón-
skóla þjóðkirkjunnar og lék
barokkverk í Langholtskirkju þrem
dögum áður, hélt tónleika í Hall-
grímskirkju á sunnudag. Radulescu
hefur verið prófessor í organleik við
Tónlistarháskólann í Vínarborg síð-
an 1968 og átti að þessu rituðu eftir
að stjórna tveim Bach-kantötum
(BWV 21 & 193) í Langholtskirkju
fjórum dögum síðar.
Tvö í sjálfu sér minniháttar atriði
ollu orgelfíklum smávonbrigðum í
Hallgrímskirkju. Leikið var uppi,
þannig að handa- og fótaburður
snillingsins var úr augsýn hlustenda,
og viðfangsefnin buðu ekki upp á
neinar þær flugeldasýningar sem
stundum hafa fyllt guðshúsið á
Skólavörðuholti svartapúðursreyk,
heldur voru flest í þyngri og/eða
íhugulli kanti. Eina barokkverkið að
þessu sinni var hin volduga c-moll
Passacaglía Bachs er sakir fullmikils
legatóspils fyrir Hallgrímskirkju
varð ekki eins skýr og hefði getað
orðið, auk þess sem pedalleikurinn
var óþarflega sterkur, en skilaði sér
annars af viðeigandi tign. Hvor-
tveggi annmarki hefði e.t.v. minnkað
á neðra leikborði þar sem flytjand-
inn heyrir orgelið betur úr fjarlægð.
Fjórir sálmforleikir Brahms frá
1896 komu bráðfallega út, einkum
Schmücke dich, o liebe Seele í íðil-
fögru raddvali. „EPIPHANIAI“
(1989) eftir organistann um tilvitnun
úr Opinberun Jóhannesar (21,1) var
býsna tilkomumikið verk með þrum-
andi kosmískum heimsendablæ er
eins hefði getað vísað fram á um-
breytingu sólarinnar í rauðan risa að
fimm milljörðum ára liðnum. Hinn
kortérslangi 3. Kóral Césars Franck
frá dánarári hans 1890 lauk þessum
vönduðu tónleikum með ýmist kraft-
mikilli dramatík eða paradískum un-
aði.
Heimslokaorgel
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir Bach, Brahms, Radulescu og
Franck. Michael Radulescu orgel.
Sunnudaginn 20. maí kl. 17.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
EDEN - HVERAGERÐI
Sýningu Bjarna Jónssonar
listmálara
lýkur að kvöldi annars í hvítasunnu.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn