Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 23
VESTURLAND
„ÉG SÁ um daginn auglýsingu frá
framhaldsskóla sem fyrirsögninni:
„Góður framhaldsskóli gerir kröfur.“
Ég lét þá setja auglýsingu í blöðin
með fyrirsögninni: „Góður nemandi
gerir kröfur.“
Þótt orð Ársæls Guðmundssonar,
skólameistara Menntaskóla Borg-
arfjarðar, gætu komið frá skörpum
auglýsingahönnuði bera þau vitni um
nokkuð annað og meira. Hinn nýi
framhaldsskóli, sem hefja mun starf-
semi í Borgarnesi nú í haust, byggist
á hugmyndavinnu manna sem virðast
staðráðnir í að feta sem flestar
ótroðnar slóðir í skólamálum. Nám til
stúdentsprófs tekur þrjú ár, öll
kennsla verður fartölvuvædd og í
stað hefðbundinna lokaprófa um jól
og vor verður byggt á símati kennara.
„Ég tel það skyldu okkar í nýjum
framhaldsskóla að reyna eitthvað
nýtt. Það er ekki hægt að ætlast til
þess að gamlir og rótgrónir skólar
með í kringum eitt þúsund nemendur
fari nýjar leiðir í öllu sem þeir gera.
Við byrjum hins vegar með hreint
borð. Við þurfum þess vegna að
spyrja okkur spurninga: Af hverju er
kennslustundin 40 mínútur? Af
hverju er alltaf lögð áhersla á skrifleg
próf? Af hverju er stúdentsnámið 4
ár? Er það af því að það er best frá
kennslufræðilegum sjónarhóli?“
Þriggja ára stúdentspróf
Skólasetning er áætluð 22. ágúst
næstkomandi og er þá gert ráð fyrir
að um 50 nemendur muni setjast á
skólabekk sem fyrsti árgangur hins
nýja skóla. Eftir þrjú ár er reiknað
með að skólinn nái fullri stærð og 200
nemendur sæki þar nám. Skólinn
mun bjóða upp á fjórar námsbrautir.
Í fyrsta lagi almennt eins árs nám
fyrir nemendur sem vilja undirbúa
sig frekar fyrir nám til stúdentsprófs
og þá sem mennta sig frekar án þess
að stefna á að ljúka stúdentsprófi. Í
öðru lagi verður boðið upp á 4 ára
starfsbraut fyrir fatlaða nemendur.
Hinar almennu stúdentsprófsbrautir
verða tvær, félagsfræðibraut og nátt-
úrufræðibraut, og munu nemendur
ljúka námi á þeim á þremur árum. Á
móti verður skólaárið lengt um tvær
vikur. „Umræðan um þriggja ára
nám til stúdentsprófs hefur verið í
gangi lengi og ekkert gengið. Það er
erfitt að fá stóru skólana til að gera
svona grundvallarbreytingar og jafn-
framt ruglar þetta kjarasamninga
kennara. Það er hins vegar eðlilegt að
nýr framhaldsskóli reyni þetta,“ segir
Ársæll. Hann aftekur með öllu að
minni kröfur verði gerðar í skólanum
fyrst engin lokapróf verði tekin. „Nei,
þvert á móti. Þær verða þeim mun
meiri.“ Þrenns konar mismunandi
kennsluform verður stundað í skól-
anum. Í fyrsta lagi fræðitímar þar
sem haldnir verða hefðbundnir fag-
tímar sem þó verða teknir upp og
settir á Netið með svokallaðri „pod-
cast“-tækni sem skólinn hefur samið
við Apple-umboðið að sjá um. Einnig
verða verkefnatímar þar sem nem-
endur munu vinna undir leiðsögn
kennara en loks verða haldnir sér-
stakir tímar þar sem kennari vinnur
með færri nemendum og fer yfir með
þeim í sameiningu hvað einstakir
nemendur hafa lært og hvað er fram-
undan. „Í venjulegum framhalds-
skólum geta nemendur komist upp
með að vinna lítið nema rétt fyrir próf
og lokið áfanga með lágmarks-
einkunn. Með símati og einstaklings-
bundnu námi munum við geta brugð-
ist við strax ef nemandi heltist úr
lestinni.“ Metið verður á ákveðnum
tímapunkti hvert vinnuframlag nem-
anda hefur verið og fær hann þá ein-
ingar sem því nemur. Með því móti
geta tveir nemendur verið búnir með
mismargar einingar þegar önn lýkur,
þótt þeir hafi sótt sömu námskeið.
Jafnframt mun hinn nýi skóli verða
í tengslum við næstu skólastig fyrir
neðan og ofan framhaldsskólastigið.
Grunnskólanemendur munu geta lok-
ið einingum í skólanum og mennta-
skólanemendur í háskólum án þess að
hafa útskrifast með stúdentspróf.
„Þetta er það sem er að gerast víða.
Menn eru hættir að hólfa stöðugt nið-
ur menntun,“ segir Ársæll.
„Skylda okkar í nýjum framhalds-
skóla að reyna eitthvað nýtt“
Tölvumynd/Kurtogpí
Húsnæðið Skólabyggingin verður ekki einungis nýtt til skólahalds heldur einnig sem menningarhús.
Í HNOTSKURN
» Menntaskóli Borgarfjarðarmun hefja starfsemi í haust.
» Engin lokapróf verða í skól-anum. Þess í stað verður
stuðst við símat og einstaklings-
bundið nám.
» Nám til stúdentsprófs verð-ur 3 ára langt.
» Einkahlutafélag í eigu sveit-arfélags og íbúa stendur að
skólahaldinu.
Framkvæmdir Óli Jón Gunnarsson frá Loftorku, verktakanum sem reisir
skólahúsið og einum hluthafa skólans, ásamt Ársæli skólameistara.
Nýr framhaldsskóli
mun hefja starfsemi í
Borgarnesi í haust.
Gunnar Páll Baldvins-
son kynnti sér vænt-
anlegan skóla.
„MÉR finnst stofnun þessa skóla
nýstárleg með þrennum hætti.
Hönnun og nýting skólahúsnæðis-
ins, rekstrarformið og loks kennslu-
fræðin,“ segir Ársæll Guðmundsson,
skólameistari hins nýja mennta-
skóla.
Stofnað var einkahlutafélag um
rekstur skólans en það hefur síðan
gert samning við menntamálaráðu-
neytið um framlög á hvern nem-
anda. „Stærstu hluthafarnir eru
sveitarfélögin á svæðinu, Skorradal-
ur og Borgarbyggð en einnig eru
Sparisjóðurinn, Loftorka og Kaup-
félag Borgfirðinga meðal stærstu
hluthafa. Síðan eiga um 140 íbúar í
Borgarbyggð hlut í skólanum,“ seg-
ir Torfi Jóhannesson, formaður
stjórnar félagsins. Tengsl skólans
við sveitarfélagið verði því meiri en
ella. Ekki verða rukkuð skólagjöld
fyrir nám í skólanum en sá mögu-
leiki er engu að síður til staðar.
„Kostirnir við þetta fyrirkomulag
er mikill sveigjanleiki varðandi allan
rekstur og fjármögnun. Vaxtar-
möguleikar ríkisstofnana eru tak-
markaðir þar sem þær eru háðar
ríkissjóði um fjármögnun. Við erum
hins vegar ekki jafn bundin af þeim
lögum og reglum sem gilda um rík-
isstofnanir, t.d. varðandi útboðs-
skyldu og starfsmannalög. Félagið
getur því gert það sem það kýs
hverju sinni. Við viljum t.d. ekki ein-
ungis vera félag um framhaldsskóla-
rekstur heldur félag um almenna
menntun og fræðastarfsemi þar sem
framhaldsskólinn verður einungis
hluti af starfseminni.“
Sama hugsun liggur að baki
hönnun húsnæðis skólans. Hægt
verður að nýta það með margs kon-
ar hætti og er gert ráð fyrir að í
samkomusal skólans verði haldnir
tónleikar og húsið verði menningar-
hús bæjarfélagsins.
Mikilvægt fyrir bæjarfélagið
Torfi segir mikilvægt fyrir sveit-
arfélag eins og Borgarbyggð að fá
sérstakan framhaldsskóla. „Í fyrsta
lagi er þetta 20 manna vinnustaður.
Í öðru lagi þýðir þetta að allir þeir
nemendur sem hér verða þurfa ekki
að fara úr bæjarfélaginu meðan á
skólaárinu stendur. Það hefur bæði
áhrif á ungmennastarf og þjónustu
á svæðinu. Foreldrar geta fylgt
börnum sínum betur eftir og hús-
næði nýtist betur. Herbergi munu
ekki standa auð hér í Borgarnesi og
ekki þarf að leggja fjármuni í að
leigja húsnæði í Reykjavík. Í þriðja
lagi má ekki gleyma því að brottfall
hér hefur verið óvenjuhátt. Mun
færri nemendur hafa farið í fram-
haldsskóla héðan en t.d. af Akra-
nesi. Við eigum von á því að með
þessum skóla muni fleiri nemendur
hefja nám til stúdentsprófs og einn-
ig sinna náminu með virkum hætti.“
Ótvíræðir kostir einka-
hlutafélagaformsins
Mikilvægt skref fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð
Morgunblaðið/Golli
Sveigjanleiki Torfi Jóhannesson,
formaður einkahlutafélagsins.
Dre
gi›
í
ásk
rift
arle
ikn
um
á la
uga
rda
ginn