Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 25
tíska
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 25
Þ
etta er hörkupúl og
óhætt að segja að ég sé
vakin og sofin í starf-
inu,“ segir Elma Back-
man á símalínunni frá
París og hlær. „Ég hafði auðvitað
heyrt margar hryllingssögur af
bransanum í anda bókarinnar The
Devil Wears Prada, sem svo var
kvikmynduð, eins og af hrikalegri
samkeppni og hræðilegum starfs-
anda þar sem samstarfsfólk vílaði
ekki fyrir sér að stela hugmyndum
hvert annars og setja fram sem sín-
ar eigin, svo ég vissi ekki hverju ég
gæti átt von á.“
– Er hátískuheimurinn svona?
„Já, að mörgu leyti, það er gríðarleg
samkeppni og fólk svífst oft einskis
til þess að koma sér á framfæri. Í
heiminum er mikill fjöldi fatahönn-
uða, sem flesta dreymir um að kom-
ast til Parísar og eru tilbúnir að
leggja mikið á sig til að fá tækifæri
þar, jafnvel að vinna fyrir ekki
neitt.“
– Og hvað varst þú tilbúin til að
leggja á þig?
„Ég fékk tækifæri án þess að
biðja um það beinlínis, sem er auð-
vitað frábært. Þetta er nánast eins
og draumur. Við útskriftina í fyrra
héldum við nemar í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands tískusýningu
og á hana var boðið m.a. erlendum
blaðamönnum. Í kjölfarið var birt
viðtal við mig og mynd af hönnun
minni í franska blaðinu Crash Ma-
gazine en það er mjög þekkt tísku-
blað hér í París og virt fagblað í
þessum geira. Þá fóru í raun hjólin
að snúast, ég fékk tilboð og ýmsar
leiðir opnuðust. Ég væri hins vegar
ekki hér ef ekki væri fyrir Lindu
Árnadóttur, deildarstjóra fatahönn-
unar Listaháskóla Íslands, sem hef-
ur bæði verið mér innan handar og
greitt mér leið í gegnum tengslanet
sitt.“
Hefur gaman af U-beygjum
Í efnisyfirliti blaðsins er Elma
Backman ekki á meðal minni nafna í
tískuheiminum en Chanel, Dior,
McQueen, Laurent og Vuitton.
„Ég ákvað að taka boði Martine
Sitbon.“ Hönnuðurinn Sitbon fædd-
ist árið 1951 í Marokkó, sem eitt sinn
var frönsk nýlenda, móðir hennar
var ítölsk og faðir franskur. Hún
stofnaði sitt eigið tískuhús árið 1985
og sýndi þá í fyrsta sinn en í dag er
hún einn af leiðandi hönnuðum Par-
ísarborgar og hefur m.a. hannað fyr-
ir Chloë.
Elma segist hafa fengið að
spreyta sig mikið í faginu sjálfu en
það sé ekki alltaf sjálfgefið. „Meg-
inverkefni fatahönnuða sem annarra
sem eru að stíga sín fyrstu spor í há-
tískunni hér geta snúist um að hella
upp á kaffi eða sópa gólf. Ég hef
fengið að spreyta mig, að teikna,
skissa og hanna. Hjá Martine Sit-
bone er mikið unnið í hópum að hug-
myndum sem þar eru þróaðar
áfram,“ segir hin 29 ára Elma sem
hefur ef til vill víðtækari starfs-
reynslu en margir sem eru að byrja í
faginu.
„Ég hef nokkrum sinnum tekið U-
beygjur í lífinu og þetta er ein af
þeim,“ segir hún. „Ég er alin upp í
umhverfi skapandi fólks og lista-
manna. Ég var grafískur hönnuður
og vann við það í nokkur ár en ákvað
svo að læra fatahönnun þrátt fyrir
að hafa aldrei saumað neitt að ráði. Í
Listaháskólanum kynntist ég sviðs-
listum og hef unnið töluvert í leik-
húsunum, sem mér finnst afskaplega
heillandi. Stökkið til Parísar var
mjög óvænt. Ég bjóst ekki við að
vera hér núna en stundum er ekki
annað að gera en skella sér í djúpu
laugina. Ég get ekki annað en grætt
á þessu,“ segir konan sem klæðist nú
ekki lengur íslenskri lopapeysu og
leðurstígvélum eins og fyrsta vinnu-
daginn í París heldur kvenlegum
sumarkjólum og hælaháum skóm.
„Mér var nánast snúið við en ég er
að hrífast af Parísartískunni,“ segir
Elma Backman og hlær.
Persónuleg Elma tengir saman ólíka strauma í hönnun en
setur sitt persónulega mark á hana.
Efnileg Elma Backman fatahönnuður fékk óvænt tækifæri til að starfa hjá
hátískuhúsi í París sem svo marga dreymir um.
Frönsk umfjöllun Elma heillaði
blaðamann Crash Magazine sem
sagði hana hafa alla burði til þess að
ná langt á alþjóðlegum vettvangi.
Mætti í lopapeysu
í Parísartískuna
Hús Martine Sitbone er ekkert venjulegt hús heldur
hátískuhús í París en í því húsi vinnur Elma Back-
man, nýútskrifaður fatahönnuður. Hún fór hraðleið-
ina í Parísartískuna, beint úr hönnunar- og arkitekt-
úrdeild Listaháskóla Íslands, og segir tískulífið
jafnskrautlegt og spennandi og af er látið.
Krínólínukjóllinn Frakkarnir voru hrifnir af útfærslu Elmu á
hinum goðsagnakennda krínólínukjól Maríu Antonettu.
Eftirsóknarverð eingangrun Landfræðileg einangrun hönn-
uðarins var sögð koma í veg fyrir að verk hans þynntust út.
„Niðurstaðan er sú að
Elma Backman sker sig úr
hópi samnemenda sinna á
útskriftarári með línu sem
sæmir frekar útskriftar-
nema úr skóla einhverrar
tískuháborgarinnar en
skóla eyþjóðar þar sem
íbúafjöldi höfuðborgar-
innar er 150.000,“ segir í
umsögn Crash Magasin.
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur