Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 26
lifun
26 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Rýmið var mjög gam-aldags,“ segja eigenduríbúðarinnar Eva DöggGuðmundsdóttir og Þor-
björn sem eru mjög áhugasöm um
hönnun, enda unnu þau fyrir nokkr-
um árum um skeið fyrir hið virta
hönnunartímarit Wallpaper. Íbúðin
sem er á 5. hæð í blokk í Vogahverf-
inu er björt og útsýni til fjalla, sjáv-
ar og inn í borgina.
„Blokkin er byggð árið 1959 en
efsta hæðin reyndar nokkru seinna,
eða árið 1965,“ segir Þorbjörn.
„Eins og títt var á þeim tíma þá var
rýmið í íbúðinni mikið stúkað niður í
einingar, eins og forstofu, gang og
eldhús sem öll voru lokuð og frekar
dimm. Þegar við keyptum íbúðina
árið 2004 vildum við því gera ýmsar
breytingar til þess að opna rýmið og
fá meiri birtu til þess að flæða um
íbúðina. Við opnuðum því á milli
þessara rýma, líka til þess að nýta
ganginn sem var nær 25 fm, glugga-
laust rými betur en nú gegnir hann
raunar hlutverki borðstofu,“ segir
Eva Dögg.
Skapandi hönnun
og handverk
Það kitlar hláturtaugar þeirra
hjóna að rifja upp endurbæturnar
og ljóst að þau hafa haft margar
góðar sögur upp úr krafsinu auk
glæsilegrar íbúðar.
„Við hefðum sennilega aldrei haf-
ist handa ef við hefðum vitað hvað
beið okkar. Það er oft gott að vita
ekki hvað maður er að fara út í,“
segir Þorbjörn hlæjandi. „Það tók
okkur tvo daga að rífa niður eldhús-
vegginn og þá kom okkur að óvörum
í ljós að allt rafmagn í íbúðinni var
leitt í gegnum þennan eina vegg,
síminn og dyrasíminn. Þá voru góð
ráð dýr og við þurftum í rauninni að
leggja allar rafmagns- og símalínur
upp á nýtt í íbúðinni!“
Þau eru samt sammála um að það
hafi verið þess virði. „Það er vissu-
lega gaman að geta skapað heimilið
eftir eigin höfði en það getur líka
tekið á. Og við ætlum að gera þetta
aftur, að búa til okkar heimili því við
erum að flytja í stærra húsnæði.“
Þorbjörn segir að það hafi reynt á
ýmsa aðra en þau hjónin, t.d. vin-
áttuböndin. „Loftið hérna var klætt
þremur tegundum af tex-plötum,
eins og er oft í skólum og stofnunum
svo að við gifsklæddum allt loftið.
Það vakti sérstaka lukku á meðal
vina minna að fá að bera 45 kg
þungar gifsplötur upp á 5. hæð og
sparsla í þær.“
Kaliforníustemning Eva Dögg og Þorbjörn segjast vera hrifin af stemmningu eins og tíðkaðist í Kalíforníu á
sjötta áratugnum og ákváðu því að innleiða hana í Vogunum, enda ekki amalegt með útsýnið yfir sundin blá.
Gömul blokkaríbúð
færð til nútímans
Sambland Á heimilinu er ólíkum stíltegundum blandað saman af smekk-
vísi og næmni, nýrri ítalskri hönnun og eldri frá sjötta áratugnum.
Breytingar Eldhúsið tók miklum breytingum en sennilega eru þeir fáir
sem hafa annað eins útsýni við uppvaskið.
Litasamspil Brúnn, límónugrænn og skærblár falla í eina heild í bjartri
stofunni, eins og náttúrulitirnir fyrir utan gluggann.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á feðgahillunni Pabbinn á plötuspilarann og sonurinn ugluna en saman
virðist þetta vera útpæld uppstilling en er bara tilviljun.
Rýminu gjörbreytt til að auka birtuflæði, gifs sett í loftin
en fallegum hurðum og panel haldið