Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 29
Ástæða þess að ég kýs að skrifa opiðbréf er sú að þetta kemur okkur öll-um við, ykkur sem vinnið í þessumgeira og okkur hinum sem trúlega
eigum einhvern tímann eftir að leggjast inn á
sjúkrahús. Í öðru lagi taldi ég eftir þó nokkra
umhugsun að þessi leið væri vænlegri til ár-
angurs en sú að skrifa Landlæknisembættinu.
Það er einlæg ósk mín að skrif þessi verði til
þess að það sé alvarlega skoðað hvernig staðið
er að málum við aldrað fólk og ekki síst hvert
þetta heilbrigðiskerfi okkar er
að fara með öllum þessum nið-
urskurði.
23. mars sl. lenti faðir minn
(tæplega 87 ára) í því að detta og
brjóta sig suður í Hveragerði.
Farið var með hann til læknis
þar, sem vildi senda hann til
Reykjavíkur á sjúkrahús í
myndatöku. Það var hins vegar
ákvörðun föður míns að gera
það ekki og fara beint norður og
á sjúkrahúsið á Akureyri sem
hann og gerði og lét sig hafa það
að sitja í rútu norður sárkvalinn.
Það er nauðsynlegt að það komi
fram hér að hann var með erf-
iðan lungnasjúkdóm sem kallaði
á að hann væri töluvert í súrefni
og ef einhver aukaáreynsla var
þá þurfti hann enn frekar á því
að halda.
Eftir að ég hafði fengið af
þessu fregnir var það mitt
fyrsta verk að hringja á slysa-
deild FSA þar sem ég talaði við
indæla konu og tjáði henni að
hann væri á leiðinni til þeirra í
myndatöku til að staðfesta að
þetta væri brot rétt neðan við
axlarlið, eins og læknirinn í
Hveragerði hafði sagt. Ég
spurði hvort hann yrði ekki
örugglega lagður inn, því ekkert
súrefni væri heima og við gæt-
um ekki fengið meira fyrr en
eftir helgi, en faðir minn var
með lögheimili hjá mér. Þessi kona ætlaði að
koma þessu áleiðis. Þegar faðir minn kom á
sjúkrahúsið í fylgd mannsins míns fór hann í
myndatöku sem staðfesti fyrrnefnt brot, hann
sagði þeim líka frá hósta sem hann var búinn
að vera með í tæpa viku og plagaði hann mikið.
Brotið var þess eðlis að ekkert var hægt að
gera. Hefði þetta verið ég hefði ég farið í að-
gerð og verið negld, en hann var ekki kandídat
í það. En ekki bætti hóstinn verkina í brotinu,
en það furðanlega er að enginn sá ástæðu til að
kanna þennan hósta neitt frekar. Það þótti
ekki þörf á að leggja hann inn, en var þó gert
fyrir þrábeiðni mannsins míns. Þá fékk hann
verkjalyf í æð og farið var með hann á bækl-
unardeild.
Á stofugangi morguninn eftir var honum
tjáð að hann mætti fara heim, þá brá svo við að
hann bað um að fá að vera lengur, sagðist ekki
treysta sér heim. Þá var honum sagt að hann
mætti vera til morguns. Seinnipart þennan
sama dag hringir hann síðan í mig og segir mér
frá þessu og að sér lítist ekkert á að fara heim
daginn eftir, sagðist vera með mikil óþægindi í
brotinu sem von væri því hann væri stöðugt
hóstandi og þá tæki svo í brotið. Á þeirri
stundu var ekkert farið að athuga hvað ylli
þessum hósta, en honum hafði verið gefin háls-
tafla til að sjúga. Eftir okkar símtal hringdi
maðurinn minn á bæklunardeildina og talaði
þar við hjúkrunarfræðing og spurði hvort ekki
væri hægt að athuga þennan hósta því hann
ylli honum ómældum kvölum í brotinu. Þá var
loksins eitthvað gert í þessu sem er frekar
furðanlegt í ljósi lungnasjúkdóms hans, svo
ekki sé nú talað um hitt. Eftir að hafa skoðað
hann kom í ljós að hann var með berkjubólgu
og fékk lyf samkvæmt því.
Á þriðja degi hafði ég samband við heim-
ilislækninn okkar til að biðja hann um hjálp við
að halda föður mínum á sjúkrahúsinu því ég
var verulega smeyk við að taka hann heim en
hann átti að fara fyrir hádegi þennan dag.
Þarna er nauðsynlegt að staldra við og fara að-
eins yfir af hverju ég var smeyk. Maðurinn
nærri 87 ára, brotinn, með lungnasjúkdóm
sem var þannig að mettunin var að öllu jöfnu
mjög lág, vel undir 80 en á að sjálfsögðu að
vera sem næst 100 hjá fullfrísku fólki. Þegar
mettunin fór langt niður, t.d. í 74-76, sem gerð-
ist undantekningarlaust við hvers kyns
áreynslu og fyrir hann var það áreynsla að
vera brotinn með nánast stöðuga verki, þá
varð það til þess að hann fékk hjartaverk sem
kallaði á sprengitöflu. Einnig gat hann ekki
farið í og úr venjulegu rúmi, það varð að vera
sjúkrarúm með tilheyrandi slá til að hífa sig
upp. Lái mér svo hver sem vill þó að ég hafi
verið smeyk að taka hann heim. Heimilislækn-
irinn hafði samband aftur eftir að vera búinn að
tala við þann sem var skráður læknir pabba, en
sá var harður á því að heim skyldi hann! Þá var
lítið annað að gera en redda því sem þurfti og
taka hann heim. Seinna þennan sama dag hafði
ég samband við lungnasérfræðinginn hans sem
gat jarmað út eina nótt enn á sjúkrahúsinu,
sem var einmitt það sem ég þurfti til að gera
klárt og geta tekið við honum. Þá bregður svo
við að læknir kemur til pabba eftir hádegi og
segir honum að hann verði útskrifaður frá
þeim daginn eftir og að þeir séu búnir að at-
huga á svæðinu með dvalarheimili fyrir hann til
að fara á og séu búnir að finna laust pláss á
Hornbrekku í Ólafsfirði. Þetta
hafði ekki verið orðað við hann fyr-
irfram og ekki mig heldur! Þetta
fór verulega fyrir brjóstið á karli
föður mínum og honum fannst sér
sýnd mikil lítilsvirðing með þessu
og harðneitaði að fara. Allt í lagi
með það, ég var staðráðin í að taka
hann heim og láta á það reyna
hvort við gætum þetta.
Það næsta sem gerist er að kl. 19
kvöldið áður en hann átti að koma
heim er hringt frá sjúkrahúsinu
þar sem mér var tjáð að pabbi
hefði fengið einhverja óútskýrða
verki í síðuna sem hefðu verið
mjög slæmir og honum gefin
verkjastillandi sprauta. Hann var
samt þegar þarna er komið enn
með verkjalyf í æð. Þegar ég
spurði hvort ekki ætti að athuga
hvað ylli þessum verkjum var mér
sagt að það yrði gert og að hugs-
anlega væru þetta nýrnasteinar og
frekar ólíklegt að hann færi heim
daginn eftir. Ég hringi morguninn
eftir í bítið og fæ þær upplýsingar
að hann hafi sofið vel en það sé eft-
ir að kanna þetta og ég skuli
hringja eftir stofugang til að fá
upplýsingar sem ég og gerði. Þá
var mér sagt að ég mætti koma og
sækja hann. Mér fannst þetta und-
arlegt og vildi fá að vita nánar hvað
hefði verið gert og var sagt að
þetta væru ekki nýrnasteinar. Ég
spurði hvað hefði þá valdið þessum
rosalegu verkjum í síðunni og var mér sagt að
þetta væri trúlega bara mar eftir fallið þegar
hann brotnaði. Þetta fannst mér ekki trúlegt
og lét það í ljós en var sagt að það fyndist ekk-
ert annað.
Hann var því sóttur til Akureyrar, en við er-
um búsett á Dalvík. Hann fékk með sér lyfseðil
fyrir verkjalyfjum og heim var haldið en þegar
taka átti hann út úr bílnum vandaðist málið.
Hann var svo kvalinn að það var meiriháttar
mál að koma honum inn og upp í rúm. Þegar
inn var komið leið yfir hann af kvölum svo
hringt var á lækni sem úrskurðaði að hann
væri örugglega rifbeinsbrotinn. Til að gera
langa sögu stutta þá hringdi ég á sjúkrahúsið
og vildi fá að tala við þann sem bæri ábyrgð á
að maðurinn væri útskrifaður svona og hvernig
það hefði getað farið fram hjá þeim að hann
væri rifbeinsbrotinn! Þá var mér tjáð af fyrr-
nefndum lækni að það væri jú hans að hann
hefði verið útskrifaður og jú, hann sagðist hafa
sagt pabba að hann gæti hugsanlega verið rif-
beinsbrotinn! Ég segi að sé ekki satt, því var
mér þá ekki sagt það í símanum fyrr um morg-
uninn og heldur ekki þegar hann var sóttur?!
Eða var þetta eitthvað sem læknirinn vildi
bara hafa út af fyrir sig?! Þegar ég innti hann
eftir þeirri ósvífni að ráðstafa pabba inn á dval-
arheimili í öðru byggðarlagi að honum óspurð-
um fékk ég þau svör að þetta væru venjulegar
vinnuaðferðir og ekkert meira um það að segja.
Þar að auki lét hann mig vita það að pabbi hefði
verið lagður inn vegna þess að við áttum ekki
súrefni heima. Það hafði sem sagt ekkert með
það að gera að hann var brotinn á tveimur stöð-
um, með erfiðan lungnasjúkdóm og sárkvalinn,
dvalarheimili eru sem sagt fyrir fólk sem svo-
leiðis er ástatt fyrir en fyrir hverja eru þá
sjúkrahúsin?!
Ég á ákaflega erfitt með að hugsa til þess að
kannski verði komið svona fram við mig á gam-
als aldri ef ég skyldi nú þurfa á sjúkrahús. Er
það svona sem við viljum að heilbrigðiskerfið
sé?
Faðir minn andaðist að heimili sínu 31. mars.
Ljósið í sorgarmyrkrinu er það að hann dó ekki
á stofnun hjá manni sem kemur fram við fólk
eins og það sé tilfinningalausir og heilalausir
hálfvitar. Peð á borði heilbrigðiskerfisins sem
er hrókerað til með sparnað í huga.
Að lokum þetta: Landlæknisembætti og heil-
brigðisráðherra! Gerið okkur öllum hinum
greiða, fækkið svona fólki í þessum geira, send-
ið fólk á námskeið í mannlegum samskiptum,
búið til vinnureglur þar sem manneskjan skipt-
ir máli og hættið þessum niðurskurði sem ann-
ars býr til fleiri svona ógeðfelldar sögur.
Til heilbrigðisyfirvalda
Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir
Ragnheiður Rut
Friðgeirsdóttir
» Það er ein-læg ósk mín
að það sé alvar-
lega skoðað
hvernig staðið
er að málum við
aldrað fólk og
ekki síst hvert
þetta heilbrigð-
iskerfi okkar er
að fara með öll-
um þessum nið-
urskurði.
Höfundur er aðstandandi.
ist þó sammála því
fla lögregluna á
þjálfun hennar og
grímur J. Sigfússon
ganda alþingiskosn-
m hvort þörf sé á
m í þá átt að færa
heimildir til eftirlits
u, segir Stefán að
ið gert í nokkrum
ýlegar breytingar
rið á fjarskiptalög-
ða fyrir aðgangi lög-
netnotenda. Þegar
r auknar rannsókn-
hins vegar alltaf á
gsmuni almennings
upplýst annars
r friðhelgi einkalífs
kn sæta.
Torrent-tæknin ólík fyrri tækni
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari
efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra,
hefur nokkra reynslu af rannsókn
mála sem varða dreifingu ólöglegs efn-
is á Netinu. Embættið hefur frá haust-
inu 2004 haft til rannsóknar meint brot
nokkurra einstaklinga á höfundarrétt-
arlögum, en við húsleit hjá þeim var
hald lagt á fjölda tölva, þar sem grunur
lék á að í þeim væri að finna höfund-
arréttarvarið efni sem aflað hefði verið
með ólögmætum hætti. Búist er við að
rannsókninni ljúki í sumar. Helgi segir
að rannsókn málsins hafi tekið svo
langan tíma þar sem hald hafi verið
lagt á mikið efni, sem rannsaka þurfi
ítarlega, áður en ákvörðun verði tekin
um útgáfu ákæru. „Það eru ýmis
praktísk álitaefni sem við höfum þurft
að kljúfa, við rannsókn málsins.“ Hann
segir að í málinu frá 2004 hafi reynt á
svokallaða skráarskiptatækni, þar sem
aðilar hafi sótt skrár hver frá öðrum.
Torrent-tæknin, sem nú virðist vera
mikið notuð við dreifingu efnis á Net-
inu, sé hins vegar frábrugðin skráar-
skiptatækninni að því leyti að þar hlaði
menn niður bútum af ákveðinni skrá úr
öllum áttum, og því erfiðara að festa
hendur á því hver dreifi hinu ólöglega
efni þegar um slíka tækni er að ræða.
„Við höfum aldrei farið með svoleiðis
mál fyrir dómstóla,“ segir Helgi en tel-
ur ekki ólíklegt að á slík mál muni
reyna fyrir dómstólum í auknum mæli.
„Þetta er nú bara eins og með allt ann-
að, lögin eru aðeins á eftir tækninni,“
segir Helgi að lokum.
m og öðru ofbeldi hafa vakið upp óhug og hörð viðbrögð
yttur heimur“
er það að finna á tölvum notenda sem tengjast,
mismörgum eftir vinsældum efnisins, og erfitt
að hafa upp á þeim. Istorrent.is vinnur aftur á
móti eins og einskonar leitarvél sem hjálpar
mönnum að finna það efni eða þá torrenta sem
þeir leita að.
Vestanhafs hafa þeir sem reka torrent-setur
verið lögsóttir vegna dreifingar á kvikmyndum,
en sænskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að
stemma stigu við helsta torrent-setri þar í landi,
Piratebay.org. Þrátt fyrir að hald hafi verið lagt
á tölvur félagsskaparins fyrir ári hefur enn ekki
verið lögð fram kæra á hendur rekstraraðila síð-
unnar.
Þess má svo geta að dreifing RapeLay er
ólögleg að því leyti að verið er að dreifa hugbún-
aði sem fenginn er á ólögmætan hátt, enda er
leikurinn háður höfundarrétti.
eigandi hugbúnað til að sækja skrána, en þess
má geta að torrent-hugbúnaður er innbyggður í
suma vafra, til að mynda Opera-vafrann.
Í nýjum gerðum torrent-neta eru allar tölvur
á Netinu deilitölvur, þ.e. allar tölvur sem tengj-
ast Netinu með viðeigandi hugbúnaði. Um leið
og viðkomandi byrjar að sækja skrá er hann
þannig að deila henni með öðrum – jafnharðan
og hann sækir hluta af henni hafa aðrir aðgang
að því sem hann er búinn að sækja. Alla jafna
eru þeir sem sækja sér umræddan nauðgunar-
leik því að dreifa honum líka.
Erfitt eða ógerningur er að bregðast við ólög-
mætri dreifingu af þessu tagi, enda skipta tor-
rent-notendur tugum milljóna; sumir áætla að
nærfellt 300.000 milljónir tölva tengist að jafnaði
torrent-netum. Ólöglegt efni er þannig ekki vist-
að á torrent-setrum eins og istorrent.is, heldur
í veg fyrir dreifingu
oðanir virðast vera skiptar um ágæti
ívíddarleiksins RapeLay þar sem
tttakandi bregður sér í hlutverk
ugugga sem tekur kvenmenn fyrir í
ðanjarðarlestum og reynir að nauðga
im og safna þannig stigum.
Morgunblaðið brá sér í Smáralind og
hugaði viðbrögð fólks við fréttaflutn-
gnum og þeirri staðreynd að mörg
ndruð Íslendingar hafa sótt leikinn
spilað hann sér til skemmtunar.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, 21 árs
„ÞÓ AÐ þetta sé nauðgunarleikur er þetta ofbeldis-
leikur eins og þessir drápsleikir sem fólk getur far-
ið í. Þannig að þetta á þannig séð rétt á sér. En að
búa til svona leik með þessum aðstæðum er bara fá-
ránlegt. Og að fólk geti farið í þennan leik og sett
sig í þessar aðstæður og spilað þetta, ég bara skil
það ekki,“ segir Hildur. Hún telur að umræðan ýti
undir það að fólk fari að skoða þetta og sækja leik-
inn. „Mér skilst að í kjölfar umfjöllunarinnar hafi
verið svo brjálað að gera á istorrent að það var
varla hægt að vera á síðunni,“ segir Hildur.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Kristján Karl Þórðarson, 18 ára
„MÉR finnst þetta óvirðing við þær stelpur sem hef-
ur verið nauðgað og aðstandendur þeirra,“ segir
Kristján og spyr til hvers þetta sé eiginlega sett inn
á vefinn, hvaða manni detti það í hug. „Ég held að
það sé ekkert hægt að gera í þessu, en vona að
stjórnvöld taki þetta út af vefnum ef það er hægt.“
Morgunblaðið/G. Rúnar
a Jónsdóttir, 23 ára
R finnst þetta vera niðurlæging fyrir karl-
n, að þeir séu virkilega að láta setja þetta orð á
Það ætti að neyða þá sem standa að þessu til að
a þessu út. Mér finnst það allt í lagi að efni sem
lega kennir fólki að fremja glæpi sé bannað á
u og að hægt sé að taka það út af netinu án
að spyrja kóng eða prest,“ segir Ótta.
Hvað segja
þau um
RapeLay?