Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lýsingarorðið samkvæm-ur ‘sem kemur heimvið, er í samræmi við’er algengt í íslensku, t.d. vera sjálfum sér samkvæmur. Hvorugkynsmyndin samkvæmt er notuð sem forsetning (með þgf.) í merkingunni ‘í samræmi við’, t.d.: samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur; sam- kvæmt lögum; samkvæmt (‘að’) ósk e-s og samkvæmt (‘að’) venju. Elstu dæmi um þá notkun eru frá 18. öld, t.d.: lögum samkvæmt, sbr. enn fremur orðasambandið samkvæmt því sem ‘í samræmi við það sem’. Í nútímamáli ber talsvert á nýrri merkingu eða notkun fs. samkvæmt, þ.e. ‘eftir; að sögn (vísar til heimildar)’, t.d.: sam- kvæmt Fréttablaðinu (‘í Frétta- blaðinu var greint frá’); sam- kvæmt gögnum (‘gögn sýna’); samkvæmt könnuninni (‘í könnun- inni kemur fram’); samkvæmt talsmanni Hvíta hússins (‘haft var eftir honum’); samkvæmt togara- ralli (‘niðurstöður úr togararalli sýna’) og það átti að skrá eignar- hald á skemmtibátnum Thee Vik- ing á félagið samkvæmt sækjanda (‘að sögn sækjanda’) (21.2.07). — Umsjónarmaður kann ekki alls kostar við þetta nýmæli, grunar reyndar að hér gæti enskra áhrifa (according to). Slá út — einhverju slær út Í Morgunblaðinu var nýlega greint frá því að vinsælir inniskór hefðu verið bannaðir á sjúkrahúsi í Noregi þar sem grunur léki á að þeir hefðu valdið truflunum í við- kvæmum rafmagnstækjum. Fyr- irsögnin var: Slá inniskórnir [raf- magninu] út? (Mbl. 26.4.07). Þetta má til sanns vegar færa, sbr. hlið- stæðurnar sólgos ... geta slegið út rafveitukerfum (30.10.03) og eld- ing sló línunum út (10.12.06). Í meginmáli sagði hins vegar: á sænskum sjúkrahúsum þar sem mikilvæg lækningatæki hafa sleg- ið út (Mbl. 26.4.07). Umsjónar- maður telur fráleitt að rafmagns- tæki geti slegið eitthvað út, en hins vegar getur þeim slegið út, sbr. hliðstæðuna svita(num) sló út um sjúklinginn. Orðasamböndin slá e-n út ‘sigra e-n og fella jafnframt úr frekari keppni’ og e-ð slær e-ð/allt út ‘e-ð er betra/verra en (allt) annað, tek- ur öllu öðru fram’ eru kunn í nú- tímamáli. Þau vísa til hnefaleika og eru af erlendum rótum runnin [d. slå ud; e. knock out]. Ofnotkun nafnháttar Í síðasta pistli var vikið að of- notkun orðasambandsins vera að + nh. Þar var á það bent að merking eða vísun sagnar réði úrslitum um notkun þessa orða- sambands. Sem dæmi má taka að sam- kvæmt mál- venju eru svo kallaðar skynjunar- sagnir (sjá, vita, skilja, heyra o.s.frv.) ekki notaðar í þessu orða- sambandi (ég skil þetta ekki en ekki: ég er ekki að skilja þetta) né heldur sagnir sem vísa til ástands eða kyrrstöðu (sitja, liggja, búa o.s.frv.). Ýmsar aðrar hömlur eru á eða reglur um notkun orðasam- bandsins í íslensku og skal nú vik- ið að tveimur þeirra. Til að unnt sé að nota sögn í orðasambandinu vera að + nh. verður sá atburður eða verknaður sem hún vísar til að vera afmark- aður í tíma eða rúmi. Sem dæmi má taka að orðasambandið skrifa bréf vísar til afmarkaðs verknaðar og því er eðlilegt að segja: Hann/ hún er að skrifa bréf. Orðasam- bandið skrifa vel/illa er hins vegar ekki afmarkað með sama hætti enda samræmist það ekki mál- venju að segja: Hann/hún er að skrifa illa. Sama á við um eftirfar- andi dæmi, ekkert þeirra styðst við hefðbundna málnotkun: við vorum að fá of mörg mörk á okk- ur (25.1.07); vörnin var ekki að standa sig nógu vel (25.1.07); [Seðlabanki Íslands] er samt ekki að standa sig (4.2.07); Ég held að þarna sé einhver ekki að fylgjast með (14.2.07); það var ekkert að ganga upp hjá mér (14.2.07); hann er að hóta því að flytja starfsem- ina úr landi (11.3.07); þeir voru ekki að koma fram með allan sannleikann (11.3.07); það hefur verið að sýna sig að ... (4.3.07) og Hún [formaðurinn] er ekki að finna fjölina sína, hún er ekki að kveikja neina elda (18. 3.07). — Til fróðleiks má benda á að merk- ingarleg samsvörun í ensku (he is doing fine) er ‘hömlulaus’ í þeim skilningi að hún er ekki háð tak- mörkunum eins og orðasambandið vera að + nh. í íslensku. Orðasambandið vera að + nh. vísar í nútíð jafnan til (samtíma- legs) verknaðar sem stendur yfir. Af því leiðir að það ætti alls ekki að geta vísað til framtíðar. Þess eru þó dæmi úr nútímamáli: Í fyrramálið er að létta til (15.2.07); Fyrirtækinu verður lokað ef það er ekki að skila hagnaði (11.3.07) og NN er að syngja á tónleik- unum á morgun (21.3.07). — Óþarft er að taka það fram að dæmi þessi eru alveg einstök, um- sjónarmaður minnist þess ekki að hafa nokkurs staðar rekist á hlið- stæður þeirra. Úr handraðanum Orðasambandið missa sjónar á e-m/e-u er ýmist notað í beinni merkingu eða óbeinni, t.d. (bein merking): Lögregluþjónar sem óðu á eftir [manninum] missti fljótlega sjónar á honum (6.6.06) og (óbein merking): missa sjónar á markmiðum sínum. Í nútímamáli gætir þess nokkuð að sagt sé missa sjónar af e-m/e-u, t.d.: missa ekki sjónar af hinum raunveru- legu vandamálum (18.4.07). Hér gætir ugglaust áhrifa frá sögninni missa af e-u en slík málbeiting styðst hvorki við málvenju né upp- runa. — Til gamans má geta þess að sjón vísar hér til ‘auga’ enda var til afbrigðið missa auga á e-u, t.d.: vér höfum misst auga á fram- förum tímans (19. öld). Til að unnt sé að nota sögn í orðasamband- inu vera að + nh. verður sá at- burður eða verknaður sem hún vísar til að vera afmarkaður í tíma eða rúmi. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 103. þáttur. STEFNUYFIRLÝSINGU hinn- ar nýju ríkisstjórnar hefur verið af- skaplega vel tekið. Yfirlýsingin ber með sér að ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut og síð- ustu ár. Áfram verður unnið að því að efla atvinnulíf og efnahag, sem er grundvöllur þess að áfram verði unnið að umbótum á sviði velferðarmála. Áframhaldandi skattalækkanir Margt mætti nefna úr stefnuyfirlýsing- unni, en sérstaklega er rétt að vekja at- hygli á nokkrum mál- um sem hafa mikla þýðingu. Fyrst ber að nefna fyrirætlanir um áframhaldandi skatta- lækkanir, beinar og óbeinar. Það er afar mikilvægt að ekki verði sofnað á verðinum í sam- keppninni við aðrar þjóðir um höf- uðstöðvar íslensku alþjóðafyr- irtækjanna. Lækkun fyrirtækjaskatts á kjörtímabilinu er raunhæft markmið og til þess fallið að renna enn styrkari stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Æskilegt væri að fara með tekjuskatt fyr- irtækja niður í 10% til að halda for- skotinu í alþjóðlegum samanburði. Sjálfstæðismenn munu svo að sjálfsögðu halda áfram að færa rök fyrir lækkun tekjuskattsprósent- unnar þótt hennar sé ekki getið sérstaklega í stjórnarsáttmálanum. Í stjórnarsáttmálanum er einnig fyrirheit um afnám stimpilgjalds og lækkun beinna skatta á ein- staklinga. Ennfremur er kveðið á um endurskoðun á vörugjöldum og virðisaukaskatti, en áríðandi er að einfalda og lækka þá skatta, auk þess að eyða misræmi í gjöldum. Afnám al- mennra tolla er raun- hæf leið að því marki. Aukið frelsi í land- búnaðarmálum Eflaust eru þeir margir sem vænta mikils af þessari rík- isstjórn í landbúnarð- armálum og ekki verður betur séð en að hún hyggist standa undir þeim vænt- ingum. Afdráttarlaus fyrirheit stjórnarsátt- málans um endurskoðun landbún- aðarkerfisins, með aukið frelsi í málaflokknum að leiðarljósi, er fagnaðarefni. Fátt kæmi íslenskum heimilum betur og skapar bændum um leið ný tækifæri. Umbætur í heilbrigðiskerfinu Eitt mest spennandi verkefni nýrrar ríkisstjórnar er á sviði heil- brigðismála og víst er að mikil eft- irvænting ríkir meðal sjálfstæð- ismanna og allra þeirra sem vilja breytingar til batnaðar í mála- flokknum. Það er sérstakt ánægju- efni fyrir sjálfstæðismenn að fá nú tækifæri til að veita heilbrigð- ismálunum forystu. Stjórnarsátt- málinn gefur góðar vonir um stefn- una með fjölbreyttari rekstri og fjármögnun að leiðarljósi. Þetta er reyndar í samræmi við það sem báðir flokkarnir hafa haldið á lofti undanfarin ár. Þess vegna má vænta mikillar samstöðu um já- kvæða þróun heilbrigðismála næstu árin. Jákvætt veganesti Málefnasamningur nýrrar rík- isstjórnar er mikilvægt og jákvætt veganesti nýs meirihluta á Alþingi. Um leið og málefnasamningurinn er staðfesting þess hve vel hefur verið haldið á málum á liðnum ár- um gefur hann góð fyrirheit um að áfram verði haldið á sömu braut. Áfram á traustum grunni Sigríður Ásthildur Andersen skrifar um stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar » Það er sérstaktánægjuefni fyrir sjálfstæðismenn að fá nú tækifæri til að veita heilbrigðismál- unum forystu. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er lögfræðingur og 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. É g held heimili í ná- grenni við Hlemm í Reykjavík. Þetta er að mínu mati einn besti staður borg- arinnar til að búa á. Öll helsta þjónusta er í göngufæri en ef sækja þarf eitthvað lengra kemur hjólið að góðum notum, já, eða einn af þeim fjölmörgu strætisvögnum sem stoppa í túnfætinum. Auðvitað getur verið þreytandi að stofuglugginn vísi út á umferð- argötu en á móti kemur að svefn- herbergi og eldhús snúa út í port sem íbúar við þrjár götur deila. Þar eru bílastæði, leikvöllur og körfuboltavöllur og portið er venju- lega hið líflegasta, sérstaklega á góðum vor- og sumardögum. En inn í þetta port kemur líka fólk í leit að skjóli. Fólk sem hefur ekki verið eins heppið og margt annað og hefur jafnvel ekki stað til að halla höfði sínu. Aldrei hef ég orðið fyrir minnsta ónæði frá þess- um hópi, eða orðið vör við að annað fólk verði það, ef frá eru talin ang- urvær óp sem heyrast eina og eina nóttina með margra mánaða milli- bili, álíka oft og rifrildi góðborgara sem hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Fyrir nokkru voru gerðar miklar endurbætur á strætisvagnastöðinni við Hlemm. Þá var tekin ákvörðun um að hætta að bjóða upp á salern- isaðstöðu fyrir gesti og gangandi. Í staðinn var komið upp nokkurs konar sjálfsölum þar sem fólk get- ur borgað fyrir afnot af klósetti. Fyrir hinn almenna borgara skipti þetta kannski ekki miklu máli, nema þá vegna kortavæðing- arinnar sem þýðir að það vantar kannski hundrað krónur í vasann á neyðarstundum. En breytingin kom sannarlega niður á þeim hópi fólks sem í gegnum tíðina hefur leitað skjóls við Hlemm. Og þegar fólk þarf að pissa, þarf það að pissa. Ef það kemst ekki á klósett á Hlemmi er lítið annað að gera en að leita í næsta skjól. Þá verður áðurnefnt port stundum fyrir val- inu. Ég hef svo sem ekki kippt mér upp við það þótt fréttist af stöku róna kasta af sér vatni í portinu enda reyna þeir örfáu sem ég hef haft spurnir af að láta sem minnst fyrir sér fara. Sjónin sem blasti við mér um daginn var þó öllu ófrýni- legri. Í göngum sem liggja inn í portið og ég á leið um nær daglega hafði einhver ógæfusamur maður haft hægðir. Úrgangurinn lá ofan á ræsi og augljóst að viðkomandi hafði viljað skilja sem minnst eftir sig. Þetta var harkaleg áminning um hvað neyð fólks sem ekki á í nein hús að venda getur verið mikil og þess vegna rifja ég þetta upp núna þegar málefni heimilislausra eru oft í fréttum vegna skorts á gisti- rýmum fyrir þennan hóp fólks. Allir sem þekkja til málefna heimilislausra hafa fagnað mjög þeirri löngu tímabæru fyrirætlan borgaryfirvalda að koma á fót tveimur tíu manna heimilum fyrir heimilislausa. Hins vegar hafa heyrst kröftug mótmæli frá hluta nágranna mögulegs heimilis við Njálsgötu, þá einkum vegna barnanna í hverfinu og leikskóla sem er steinsnar frá umræddu húsi. Án þess að vilja ætla nágrönn- unum nokkuð illt sýnist mér and- staða þeirra vera byggð á miklum misskilningi, jafnvel fordómum í sumum tilvikum. Einhvern veginn virðist almennt talið að heim- ilislaust fólk sé hættulegra en ann- að fólk og að drukkið, heimilislaust fólk sé líklegra til voðaverka en annað drukkið fólk. Þá virðast margir halda að heimilislausir fíkniefnaneytendur séu mun hættu- legri en aðrir fíkniefnaneytendur sem halda til í fínustu hverfum um allt land. Misjafn sauður leynist að sjálf- sögðu meðal heimilislausra en það sama á við um alla þjóðfélagshópa. Börnum stendur hins vegar mun meiri ógn af útúrdrukknu fólki á eigin heimili en af fyllibyttum á götum úti, enda eru fyllibytturnar oft svo slæmar til heilsunnar að þær gætu varla gert flugu mein, jafnvel þótt þær vildu. Hvað nálægð við leikskóla varð- ar þá eru í fyrsta lagi hverfandi líkur á því að karlarnir sem leita skjóls á Njálsgötu sjái nokkra ástæðu til að angra leikskólabörn. Í öðru lagi starfar á þessum leik- skóla, eins og öðrum leikskólum, fullorðið fólk sem ætti vel að vera fært um að takast á við slíkt ef upp kæmi. Allir sem þekkja til þeirra at- hvarfa sem rekin eru fyrir þau okkar sem minnst mega sín vita að þangað sækja fæstir í leit að partí- um. Þangað sækir fólk í neyð sem þarf mjög á hvíld að halda. Partíin eru annars staðar. Hluti af því að búa í samfélagi er að þar er alls konar fólk, með alls konar breyskleika og misgóða heilsu. Sumir verða veikir, aðrir ekki. Sumir nota áfengi og lyf, aðr- ir leita af örvæntingu í ástarsam- band eftir ástarsamband og enn aðrir borða alltof mikið súkkulaði. Sumir ná tökum á vandamálum sínum og finna bata. Aðrir ekki. Það vaknar enginn upp einn dag- inn og ákveður að verða heim- ilislaus, og flestir í þeirri stöðu myndu aðspurðir eflaust segjast hafa óskað sér annars. Fólk sem er á götunni er fársjúkt, bæði andlega og líkamlega. Veikindi þess eru þó almennt ekki viðurkennd sem „al- vöruveikindi“ og þess vegna eru úrræðin fá. Í stað þess að vilja þennan veika hóp burt úr augsýn ættum við öll að leggjast á eitt við að fjölga úrræðunum. Vandamálin skapast ekki þegar fólk hefur stað til að sofa á eða sal- erni til að hafa hægðir í. Salerni á Hlemmi og heimili við Njálsgötu eru lausnin, ekki vandamálið. Lausn, ekki vandamál »Einhvern veginn virðist almennt talið að heim-ilislaust fólk sé hættulegra en annað fólk og að drukkið, heimilislaust fólk sé líklegra til voðaverka en annað drukkið fólk. halla@mbl.is VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.