Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 33
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Mikið úrval
af nýjum gjafavörum
Opið alla
Hvítasunnu-
helgina
Frábært verð
Feng-Shui
vörur í úrvali
FIMMTUDAGINN 24. maí síðast-
liðinn var frétt á baksíðu Morg-
unblaðsins varðandi íslenska nið-
urhalssíðu þar sem hneykslast var
á að aðgangur væri að japönskum
„nauðgunarklámtölvuleik“ á síð-
unni.
Ekkert var í téðri frétt til að
benda á að þessi síða á lof skilið
fyrir vel heppnað deilikerfi þar sem
persónuvernd (notenda) og há-
marksþægindi og hraðvirkni kerf-
isins eru í fyrirrúmi. Ég vil líka
benda á að kerfi síðunnar virkar
þannig að á henni er einungis sam-
antekt skráa sem notendurnir deila
með samfélaginu, ekki safn leikja
sem stofnendur hafa tekið saman.
Síður eins og þessi hafa sitt eigið
samfélag sem gengur út á að út-
vega skemmtiefni, en sumir telja
ýmislegt skemmtilegt sem aðrir
telja ekki skemmtilegt, og stundum
gengur það svo langt sem það
gerði. En allir geta verið mér sam-
mála um að það að loka fyrir heilt
samfélag vegna nokkurra rudda er
alls ekki réttlátt.
GUÐBRANDUR
MAGNÚSSON,
Laugarnestanga 62.
Samhengið alrangt
Frá Guðbrandi Magnússyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HVE það er hræðilegt að vera
normal. Ég hef heldur aldrei af-
borið það. Viðmið samfélagsins eru
orðin svo óvistvæn náttúru manns-
ins. Fólk er hlekkjað í félagslegt
hegðunarmynstur sem hefur gert
það að holdlegum vélmenum. Búið
er að forrita fólk fyrir neyslu-
samfélagslega hegðun sem felst í
því að vinna lengur en frá níu til
fimm og kaupa meira í dag en í
gær. Búið er að eyðileggja mann-
eskjuna frá blautu barnsbeini með
því að gera hana að þræli þjóð-
félagsins. Æðri og háleitari hug-
sjónir eru taldar vera hjátrú, hind-
urvitni og í versta falli geðveiki.
Náttúrubörn eru litin hornauga og
guðsmennirnir hafðir að athlægi og
krossfestir fyrir lífstíð af lýðnum.
Raunverulegt fólk er erfitt að
finna nema þá helst sérvitringa
sem mæla göturnar eða heilaga
menn sem lokaðir eru inni á geð-
deildum háskólasjúkrahúsa. En
það er bara ekkert spennandi að
vera normal.
Það opnar nýja veröld að vera
skrítinn. Það opnar tilveru hins
sanna lífs að leyfa sér að vera
raunverulegur, laus við forritun og
gildi samfélagsins, stjórn-
málastefnanna, heimspekinnar,
trúarbragðanna og hinnar við-
urkenndu heimsmyndar. Að þora
að vera raunverulegur maður er
ekki á allra færi enda fjöldinn
skemmdur og þar af leiðandi ófær
um að lifa eðlilegu lífi.
Ég tek ofan fyrir skrítnu fólki,
því sem samfélagið hefur sett til
hliðar, stimplað í þriðja flokk og
úthýst.
Nútíma siðmenning er ómenning
sem fer illa með manneskjuna og
fórnar henni á altari fégræðginnar.
Hún bannar fólki að gráta undan
hinni illu meðferð. Hún bannar
fólki að þreytast og lýjast undan
svipuhöggum þrælahaldara. Hún
bannar fólki að dreyma um raun-
verulegt líf og raunverulegt fólk.
Þeir sem þrá raunveruleikann
verða að vera svolítið meir en
geggjaðir. Þess vegna hef ég verið
öðruvísi í mörg ár og uni mér best
á meðal skrítna fólksins. Ég get
lifað laus við blekkingu þrælahald-
ara úti í óbyggðum langt frá ósið-
menningu nútímans og ræktað
andann sem Guð blés mér í brjóst
er hann gaf mér lífið – hið raun-
verulega líf.
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Raunverulegt fólk
Frá Einari Ingva Magnússyni
MARGIR heimamenn við Þjórsá
sjá nú fyrir sér bjartari framtíð eftir
að ný ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Sjálfstæð-
isflokks tekur við völd-
um í landinu. Aftur
vakna vonir um að ekki
verði ráðist á sunn-
lenska náttúru, um-
hverfi og eignarlönd
bænda.
Vissulega hefur
virkjanaáformum neð-
an til í Þjórsá ekki enn
verið aflýst. En vænt-
ingar eru miklar. Skýr
stefna forystu Sam-
fylkingarinnar um að
virkja Þjórsá ekki
meira að sinni getur komið í veg fyr-
ir stórtjón á samfélagi og náttúru í
sunnlenskum byggðum. Efnahags-
leg rök, þensla á Suðvesturlandi og
þörf á framkvæmdum í öðrum
byggðarlögum þar sem atvinnuleysi
vofir yfir, hljóta líka að vega þungt
þegar ný ríkisstjórn endurmetur
stöðuna.
Bændur og landeigendur eru
þakklátir fyrir einarða afstöðu
Björgvins G. Sigurðssonar, oddvita
Samfylkingarinnar í Suður-
kjördæmi, og mikilvægt framlag
hans til umræðunnar í vor. Björgvin
hafði forystu um að fá fram við-
urkenningu stjórnmálamanna úr
flestum flokkum um að eignarnám
komi ekki til greina við Þjórsá.
Unnendur Þjórsár fagna því
heilshugar að hafa nú fengið góðan
liðstyrk inn í ríkisstjórnina til að
verja Þjórsá.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr
umhverfisráðherra, er líkleg til að
umgangast náttúruna og fólkið í
landinu af fullri virðingu. Björgvin á
einnig þakkir skildar fyrir að vekja
athygli á náttúruperlum við Þjórsá.
Hann vill að þær verði kortlagðar
nákvæmlega áður en ákvörðun verð-
ur tekin um framhaldið. Sjálfur taldi
hann líkur á því að sú
athugun myndi leiða til
friðlýsingar.
Björgvin G. Sigurðs-
son er heimamaður við
Þjórsá og þekkir vel til.
Það gera hins vegar
ekki þeir sem talað
hafa opinberlega um
hve litlu sé fórnað með
smávægilegum rennsl-
isvirkjunum í mann-
gerðu landslagi. Með
innkomu Samfylkingar
í ríkisstjórnina hljóta
augu ráðherranna að
opnast fyrir því sem
réttara reynist. Við treystum því.
Margir heimamenn við Þjórsá
ætla að nota sumarið til að bjóða öll-
um náttúruunnendum og þeim sem
taka afstöðu til virkjana á Suður-
landi heim til sín og í ferðir til að
kynna náttúruna og mannlífið við
Þjórsá.
Fyrsta ferðin sem nær meðfram
áætluðum virkjanasvæðum í byggð
verður í byrjun júní. Farið er á
hestum. Riðið verður með bökkum
árinnar, skoðaðir fossar og flúðir og
fallegt landslag. Það er sannarlega
ekki manngert, ef frá eru talin all-
mörg háspennumöstur sem helst
þurfa að komast í jörð sem fyrst.
Síðar í sumar verða í boði göngu-
ferðir að fossunum Búða, fossinum
Dynk inni á hálendinu og í Þjórs-
árver. Heimilisfólk á bæjum og í
sumarbústöðum við ána ætlar líka
að bjóða ferðafólki til sín. Enginn
Íslendingur ætti að sleppa því að
kynnast Þjórsá og styðja við þá sem
lifa við ána og vilja að hún streymi
áfram til sjávar í friði.
Með tilkomu Samfylkingar í
ríkisstjórn vakna vonir um að
ekki verði ráðist í virkjanir
neðan til í Þjórsá segir Björg
Eva Erlendsdóttir
Björg Eva
Erlendsdóttir
Höfundur er félagi í samtökunum
Sól á Suðurlandi.
»Unnendur Þjórsárfagna því heilshugar
að hafa nú fengið góðan
liðstyrk inn í ríkis-
stjórnina til að verja
Þjórsá.
Friður við Þjórsá
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið