Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Gunn-arsson fæddist í Nesi á Rang- árvöllum 25. janúar 1942. Hann lést á heimili sínu, Ártúni 4 á Hellu, mánudag- inn 14. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. 23. júlí 1904, d. 15. júlí 2006, og Gunnar Jónsson bóndi og rafveitustarfsmaður í Nesi, f. 12. mars 1904, d. 6. desember 1995. Systk- ini Kristins eru: Hulda Long, f. 18.1. 1919, d. 7.10. 1980 (hálfsystir samfeðra), Jóhann, f. 20.9. 1935, og Jón Bragi, f. 26.3. 1937. Kristinn kvæntist 31. desember 1964 Unni Einarsdóttur frá Bjólu í Djúpárhreppi, f. 17. maí 1940. Foreldrar hennar voru Ragnheið- ur Tómasdóttir, f. 5.5. 1910, d. 22.10. 1989, og Einar Stefánsson, f. 18.7. 1906, d. 26.1. 1996, bændur á Bjólu. Kristinn og Unnur bjuggu alla tíð á Hellu, lengst af í húsinu er þau reistu sér í Ártúni 4. Börn þeirra eru: 1) Eiður Einar bóndi, f. 7.10. 1963, kvæntur Önnu Björgu Stefánsdóttur. Börn þeirra eru a) Sunneva, sambýlis- maður Sigurður Einar Guð- mundsson, b) Reynir, unnusta Sól- dís Helga Sigurgeirsdóttir, c) Sigurþór og d) Bjarki. 2) Guðni Gunnar varðstjóri, f. 20.8. 1965, sambýliskona Ingi- björg Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru a) Þór- unn Inga, dóttir hennar María Björg Aðalbjörnsdóttir, b) Kristinn Ingi, unn- usta Rakel Ósk- arsdóttir, og c) Gunnar Bjarki. 3) Guðlaugur Unn- steinn bóndi, f. 2.2. 1970, kvæntur Svanhildi Guðjóns- dóttur. Börn þeirra eru Andrea, Lovísa og Eyþór. 4) Áslaug Anna hjúkrunarnemi, f. 7.3. 1977, sambýlismaður Sverrir Már Viðarsson. Þau eiga soninn Sigurð Karl. 5) Kristrún Sif upp- eldis- og menntunarfræðingur, f. 14.5. 1982. Kristinn stundaði nám í Héraðs- skólanum á Skógum, lærði síðan húsasmíði hjá Ingvari Þórðarsyni og stundaði þá iðn í nokkur ár, meðal annars hjá Trésmiðjunni Rangá og Braga bróður sínum. Þá rak hann vörubíl og leigubíl um skeið en var síðast starfsmaður glerverksmiðjunnar Samverks. Hann var einn af elstu starfs- mönnum Brunavarna Rang- árvallasýslu. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Skyggni og vöru- bílstjórafélaginu Fylki. Kristinn verður jarðsunginn frá Oddakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ef þú hefðir aðeins verið venjulegur pabbi, sorgin kannski ekki eins sár, en besta vin og félaga, ég felli sorgartár. Það óhugsandi nánast er að hafa þig ei lengur, nú maður víst ég orðinn er en ekki lítill drengur. Þú einfaldlega varst of góður, þín vænst var því á æðra stig en tímann með þér öll við þökkum, í hjörtum okk- ar eigum þig. Ef eitthvað hér í lífi vil, þá er það ein- mitt þetta fleiri þig og þína líka, sem grípa er aðrir detta. Í himnaherinn hetjan mín, þú þurftir víst að snúa, jarðneskt líf þitt búið er, ég okkar mun að hlúa. Finnst það hvorki rétt né létt að kveðja hetju núna, en drottinn fer að öllu rétt, því treysti ég á trúna. Guðni G. Kristinsson. Í dag kveð ég tengdaföður minn Kristin Gunnarsson frá Nesi. Það var fyrir um 26 árum að ég kom inn í fjölskylduna til Didda og Unnar í Ártúninu og fannst mér strax að ég væri eins og eitt af börn- unum þeirra. Diddi var mikill fjölskyldumaður, einstakur vinur og félagi allra sem honum kynntust hvort sem það voru börn eða vinnufélagar. Betri og traustari mann var ekki hægt að hugsa sér. Diddi var rólegur maður að eðl- isfari og kletturinn í fjölskyldunni. Það er alveg óskiljanlegt að hann sé farinn en við huggum okkur við það og trúum að hans hafi verið þörf annars staðar. Margs er að minnast eftir svo löng kynni en það sem stendur upp úr þegar hugsað er til baka er hve barngóður Diddi var og hve gaman honum þótti þegar öll fjölskyldan var saman, eins og um áramótin þegar allir komu í Ártúnið til hans og Unnar. Ekki er heldur hægt að gleyma hve gaman honum þótti að fara inn í Veiðivötn á haustin með börnunum og barnabörnunum og eiga þau nú um sárt að binda að sjá á eftir afa sínum og langafa, sem var svo mikill vinur þeirra og félagi. Það verður tómlegt að fá hann ekki framar í heimsókn í Hólavang- inn með Gauta því þeir voru svo duglegir að líta inn og kíkja í kaffi og smáspjall. Elsku Diddi, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af afa og ömmu í Nesi. Við sem eftir erum stöndum þétt saman og höldum utan um hvert annað í sorginni. Hvíldu í friði kæri vinur. Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Af hverju fór afi svona fljótt frá okkur? Okkur langaði til að hafa hann svo miklu, miklu lengur. Við spyrjum þessarar spurningar en lít- ið er um svör. Eftir eigum við þó minningar um okkar elskulega góða afa. Það var alltaf jafn gaman að fara í pössun hjá afa á Hellu. Þar tók hann alltaf á móti okkur með bros á vör. Það var alveg sama hvað við gerðum af okkur, hann tók öllu með jafnað- argeði og hló bara að okkur. Margar ferðir fórum við með honum í búðina að kaupa eitthvað gott og fengum við svo alltaf að ráða hvað yrði í matinn. Tilhlökkunin var alltaf jafn mikil ef von var á afa í sveitina að hjálpa til, þá var vinsælt að vera í kringum hann. Við áttum margar góðar stundir með honum. Við vildum að við hefðum getað átt miklu fleiri stundir. Við biðjum góðan Guð að passa elsku afa vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Andrea, Lovísa og Eyþór. Elsku afi. Ég veit að amma og afi í Nesi hafa tekið vel á móti þér og hugga mig við það, það var svo mikill friður yfir þér þegar ég sá þig við kistulagninguna. Það eru svo margar minningar sem fljúga í gegnum hugann á svona stundu sem eru mér svo dýrmætar. Við áttum samt eftir að gera svo mikið saman, halda áfram með reit- inn þinn, þú talaðir einmitt um það fyrir stuttu að þig langaði svo að smíða pall þar fyrir bekkinn og borð- ið. Ég ætlaði líka að hjálpa ykkur ömmu í garðinum í sumar og sá að þú varst byrjaður, nú held ég bara áfram þaðan sem þú varst kominn. Þú varst svo einstaklega góður við alla, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum ef á þurfti að halda. Það var alltaf hægt að leita til þín og gerði ég það oft. Elsku afi, hvað ég á eftir að sakna þín. Ég á alltaf eftir að hugsa til þín þegar kökur eru nálægt, þú varst svo mikill kökukall. Ef ég bakaði vöfflur þurfti ég ekki að hringja í þig og bjóða þér, þú fannst hreinlega lyktina og varst kominn áður en maður vissi af. Það verður skrýtin veiðivatnaferðin í haust að hafa þig ekki með en þú verður með okkur í huganum. Elsku afi, það er svo margt sem mig langar að segja en ég geymi það bara hjá mér. Þín Þórunn Inga. Síminn hringdi um kl. 21.30 mánu- daginn 14. maí. Torkennileg rödd sagði; „Þetta er Guðni. Hann pabbi er dáinn.“ Ég hikaði smástund. „Endurtaktu þetta, en segðu mér fyrst hvaða Guðni þú ert?“ „Guðni Kristinsson. Hann bróðir þinn er dá- inn.“ Fyrirgefðu, Guðni minn, það var víst nógu erfitt að flytja fregnina einu sinni, hvað þá tvisvar. En ég er viss um að þessa fregn hefur þurft að flytja fleirum en mér oftar en einu sinni til að átta sig á því að fullfrísk- ur maðurinn nýkominn úr daglegri kvöldgöngu með hann Gauta sinn setjist svo í húsbóndastólinn til að deyja. Við eldri bræðurnir í Nesi Kristinn Gunnarsson Elsku Sigga frænka, nú ertu búin að fá hvíld frá veikindum þínum sem þú hefur barist við undanfarin ár. Þú varst alger jaxl og kvartaðir aldrei þrátt fyrir að oft vær- ir þú sárkvalin. Barátta þín var ein- stök og viljastyrkurinn aðdáunar- verður. Þegar ég sit og rifja upp atburði síðastliðinna ára er það einkum tvennt sem er efst í huga mínum. Annars vegar ferðin til Danmerkur þegar við fórum öll að fagna afmæli Hemma frænda. Það var yndislegt að vera öll saman í íbúð í Kaupmanna- ✝ Sigríður Ragn-hildur Vals- dóttir fæddist á Akranesi 23. desem- ber 1959. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut 28. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídal- ínskirkju 4. apríl. höfn og geta eytt smá tíma saman. Kvöldið var vel heppnað og ég man hvað það veitti þér mikla gleði að hitta alla stórfjölskylduna sam- an komna í skemmti- legri veislu. Þá var sko hlegið og dansað langt fram á nótt. Hins vegar er það ferðalagið til Þórs- merkur sem við fórum í fyrrasumar. Þar átti fjölskyldan saman eina helgi í yndislegri nátt- úru þegar við gerðumst móttöku- nefnd fyrir þreytta göngugarpa. Nú er komið að leiðarlokum og tími til að kveðja. Það er huggun harmi gegn að vel hefur verið tekið á móti þér hinumegin og nú líður þér vel. Ég mun ávallt minnast þín með söknuði, kæra Sigga. Elsku Helgi, Björg, Jói og Anna Maren, megi Guð veita ykk- ur styrk í sorginni og styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elín. Sigríður Ragnhildur Valsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁNSSON, rafvirki, Funalind 1, Kópavogi, sem andaðist fimmtudaginn 24. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Dýrleif Kristjánsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigríður B. Pálsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Helga Guðsteinsdóttir, Egill Jón Sigurðsson, Arndís Lilja Albertsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Bernhard Svendsen, Þóra Sigurðardóttir, Axel Ström, Elva Björk Sigurðardóttir, Sæmundur Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYJALÍN GÍSLADÓTTIR, dvalarheimilinu Vífilsstöðum, andaðist mánudaginn 7. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Grettisson, Esther Eygló Ingibergsdóttir, Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir, Bergur Geirsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓNSSON frá Bolungavík, sem andaðist sunnudaginn 20. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 11.00. Guðrún Anna Ingimundardóttir og fjölskylda. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, VALUR SÍMONARSON stýrimaður, Brekkustíg 35c, Njarðvík, lést þriðjudaginn 15. maí. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks taugadeildar B-2 Landspítala Fossvogi. Margrét Birna Valdimarsdóttir Valdimar Örn Valsson, Snjólaug Kristín Jakobsdóttir Margrét Birna Valdimarsdóttir, Eyjólfur Gíslason Snædís Anna Valdimarsdóttir, Valdís Lind Valdimarsdóttir og systkin. ✝ SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Mararbraut 3, Húsavík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24.maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 14:00. Vandamenn. ✝ Systir mín, VIKTORÍA M. DANÍELSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 15. maí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda. Bárður Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.