Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 35
munum vel eftir þeim stórviðburði
er Diddi var að koma í heiminn, og
ekki síður er við vorum rétt búnir að
missa hann úr kíghósta á fyrsta ári.
Eftir það var hann þrælhraustur eft-
ir því sem best er vitað og leitaði lítið
til lækna.
Diddi var alltaf ljúfur og góður
drengur. Hann hafði svolítinn kæk
sem sýndi hans saklausu sál. Ef
hann gerði eitthvað sem hann vissi
að ekki mátti, kom hann röltandi og
stundi við, e-pú, e-pú. Kannski var
nú misgjörðin ekki stærri en sú að
leika sér á árbakkanum, en það var
stranglega bannað, því þá var Rangá
allt önnur en hún er í dag fyrir neðan
Nes. Hún var bæði vatnsmeiri og lá í
straumhörðum ál.
Diddi hefur alltaf verið greiðvik-
inn og hjálpsamur. Naut ég góðs af
því þegar ég var að koma upp húsinu
mínu. Þó ég reyndi að endurgjalda
þetta síðar er hann byggði í næstu
götu, næstur á eftir mér í túninu
hans pabba, þá er ég hræddur um að
á mig hafi hallað í okkar skiptum.
Diddi lærði til smiðs enda smiður
af Guðs náð eins og afkomendur
hans margir. Naut ég samstarfs við
hann í nokkur ár bæði á bílskúrs-
verkstæði mínu og seinna í Tré-
smiðjunni Rangá. Ég veit að fyrir
önnur þau störf sem hann stundaði
fær hann þá sömu einkunn, að vera
traustur og góður verkmaður og
ekki síður góður félagi með notalega
nærveru. Það var gott að vita af
Didda í næstu götu, segir konan mín,
og ég tek undir það.
Diddi var mikill fjölskyldumaður
sem sárt verður saknað. En það er
huggun harmi gegn að afkomendur
þeirra Unnar og fjölskyldur þeirra
standa þétt saman í stuðningi við
hana og hvert annað. Svo heldur hún
séra Guðbjörg okkar utan um allan
hópinn og gefur ómældan og ómet-
anlegan stuðning þessa erfiðu daga.
Þökk sé þér. Guð styrki okkur öll.
Jón Bragi.
Föðurbróðir okkar Kristinn
Gunnarsson er látinn langt fyrir ald-
ur fram og viljum við minnast hans
með fáeinum orðum. Diddi, eins og
Kristinn var alltaf kallaður, var
yngstur þriggja sona Gunnars og
Guðrúnar í Nesi við Hellu. Það hall-
ar ekki mikið á hina tvo bræðurna þó
að sagt sé sem var að Diddi með sitt
tinnusvarta hár og sín bláu augu var
fríðastur þeirra allra. Á yngri árum
sínum hafði Diddi sannarlega útlitið
með sér til þess að geta talist mikill
stælgæi, en það var eins og hann
kærði sig ekkert um neinn töffara-
skap af neinu tagi. Þetta var augljóst
okkur litlu frænkum hans sem sáum
frá fyrstu tíð að úr björtum augum
frænda okkar skein góðvild og hlýja
í meira magni en hjá flestum öðrum
mönnum. Hann hló líka innilegar en
aðrir. Ein af fyrstu minningum Lilju
frá Nesi er um Didda að kútveltast
af hlátri yfir litlu Reykjavíkurfræn-
kunni sem ekki þorði of nálægt kún-
um.
Diddi kvæntist ungur lífsförunaut
sínum, Unni Einarsdóttur. Við
frænkur hans eigum minningar um
að hafa í æsku starað löngum stund-
um á svarthvíta brúðarmynd þeirra
sem stóð á hansahillu í stofunni
heima. Þau voru glæsileg eins og
leikarapar, áreiðanlega flottasta
parið á Hellu ef ekki í öllum heim-
inum fannst okkur. Saman byggðu
ungu hjónin sér hús á Nestúninu.
Þau ræktuðu fallegan garð enda er
Unnur annáluð blómakona. Diddi
vann við smíðar fyrstu árin en
seinna vann hann við ferðaiðnað og í
glerverksmiðju á Hellu.
Diddi og Unnur eignuðust fyrst
þrjá drengi með tiltölulega stuttu
millibili og voru tvær okkar (Gunna
og Anna) barnapíur hjá þeim um
skeið, Gunna tvö sumur og Anna
eitt. Það var gott að vera í vist hjá
Didda og Unni. Þau voru nær okkur
í aldri en foreldrar okkar og þótt við
værum bara 12 og 13 ára krakkar
komu þau fram við okkur eins og
jafningja, spjölluðu um heima og
geima og urðu trúnaðarvinir okkar.
Með þeim fórum við á hestbak og um
Verslunarmannahelgar var bíllinn
troðfylltur af krökkum og útilegu-
dóti og haldið í ævintýraferðir í
Galtalæk. Seinna þegar við frænk-
urnar vorum komnar af barna-
píualdrinum eignuðust Diddi og
Unnur tvær dætur. Öll eru þessi
frændsystkini okkar myndarfólk og
bera foreldrum sínum gott vitni.
Á seinni árum eftir að við bræðra-
börnin vorum orðin fullorðin stóðu
bræðurnir í Nesi fyrir ættarmótum
Nesættarinnar á túni gamla bæjar-
ins á bökkum Rangár. Nokkur sum-
ur í röð komum við saman, slógum
upp tjaldborg, átum og drukkum,
spiluðum og sungum. Við krakkarn-
ir sem áður lékum okkur „sæta
langa sumardaga“ í túninu hjá afa
og ömmu endurnýjuðum kynnin
ásamt okkar eigin börnum og lífs-
förunautum. Undanfarin ár hefur
þó ekki orðið af þessum fundum
Nesættarinnar, en samt hefur mikið
verið talað um að taka upp þráðinn
aftur. Það er sárt til þess að hugsa
að þegar kemur að næsta ættarmóti
verður Diddi ekki með í hópnum.
Mikill missir er að góðum manni.
Hans er sárt saknað.
Elsku Unnur, Eiður, Guðni, Guð-
laugur, Áslaug, Kristrún og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mestur og
vottum við systkin ykkur okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða tíma.
Guðrún, Lilja, Anna og Jóhann.
Viðvera okkar manna hér á jörðu
er ekki alltaf löng. Það er óréttlátt
og ósanngjarnt, að okkur finnst,
þegar maður missir góðan vin.
Þannig var mér innanbrjósts þegar
ég frétti af láti Kristins eða Didda í
Nesi, eins og hann var kallaður.
Hann var góður vinur, traustur fé-
lagi og heiðarlegur maður í alla
staði og rækti skyldur sínar af mik-
illi samviskusemi, svo eftir var tek-
ið.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Didda mjög vel fyrir um tveimur
áratugum þegar hann fór að vinna
hjá okkur í Glerverksmiðjunni Sam-
verki á Hellu og reyndist hann strax
með þeim albestu starfskröftum,
sem þar hafa unnið, enda var Diddi
einn af þeim mönnum sem gátu
gengið í hvaða verk sem er, hvort
sem um var að ræða bílstjórastarf,
smíðar eða glervinnslu. Að öllum
þeim störfum sem Diddi tók að sér
gekk hann með sama jafnaðargeð-
inu og rólegheitum, greinilega vel
undirbúinn fyrir hvert atriði sem
upp gat komið, engu skilaði hann af
sér fyrr en búið var að ganga frá öll-
um hnútum. Diddi var einn af þeim
mönnum sem gátu unnið með næst-
um hverjum sem var, hann naut
þess að kenna okkur ýmislegt, til
dæmis í sambandi við smíðar, þar
sem hann var á heimavelli enda
lærður smiður. Til marks um það
traust sem Didda var sýnt er hægt
að segja það af miklum heilindum,
að ef um var að ræða erfið og vanda-
söm verkefni, þá var ætíð leitað til
hans. Ekki man ég það heldur að
hann hafi nokkurn tíma neitað að
taka að sér verk, sem aðrir treystu
sér ekki í og höfðu ekki þá reynslu
og útsjónarsemi til sem hann hafði.
Diddi var einstakt ljúfmenni og
maður sótti í að vera í návist hans og
helst vinna sem mest með honum.
Einbeiting við vinnu og glaðværð
höfðu smitandi áhrif á alla þá sem
áttu þess kost að vinna með honum.
Fljótlega eftir að Diddi hóf störf í
Samverki kom hann með okkur í
slökkviliðið á Hellu og reyndist þar,
eins og annars staðar, hinn besti fé-
lagi, nákvæmur og traustur í öllum
þeim hættulegu störfum sem fylgja
slökkvistarfinu. Diddi var einn af
innfæddu Hellubúunum. Þar bjó
hann alla sína ævi, Hella átti allar
taugar í honum, það vissi ég og fann
að þaðan myndi hann aldrei flytja.
Stundum finnst mér að Diddi hafi
mótast nokkuð af Hellu. Hella
stendur á yfirnáttúrulega fallegum
stað, þar sem Rangáin liðast áfram
að virðist á litlum hraða, en þó svo
straumþung og ákveðin að skila sínu
hlutverki. Diddi virtist heldur aldrei
fara hratt yfir, en skilaði sínu, engu
síður en þeir sem hraðar fara, þar
skiptir mestu máli allur undirbún-
ingur og iðjusemi.
Með Didda er genginn maður sem
reyndist okkur ákaflega hjálpsamur
og leitaði ég oft til hans, er aðstoðar
var þörf. Eins höfðum við oft sam-
band símleiðis, bæði vegna vinnunn-
ar og ef eitthvað var að gerast í
Hellubyggð, aldrei var það svo að
lausnir fundust ekki á öllum málum.
Kærar þakkir fyrir langa og góða
samfylgd kæri vinur. Megi guð
blessa minningu góðs manns. Við
færum Unni og fjölskyldunni dýpstu
samúðarkveðjur og vonum að guð
almáttugur styrki þau á þessum erf-
iðu tímum, ykkar missir er mikill.
Ólafur Hróbjartsson og
Kristín Geirsdóttir.
Dauðinn kemur okkur alltaf jafn-
mikið á óvart.
Kristinn Gunnarsson skólabróðir
minn og okkar allra sem með honum
voru á Skógaskóla er fallinn í valinn
langt um aldur fram. Á kveðjustund
kvikna margar minningar. Hann
Diddi okkar eins og hann var kall-
aður var góður og einlægur félagi.
Við skólafélagarnir fórum hvert í
sína áttina eins og gengur og gerist
eftir að skóla lauk, en tengslin milli
okkar hafa alltaf verið sterk. Diddi
var einn af strákunum á Hofi. Ég
leit í gamni í minningarbókina mína
og þar segir Diddi: „Margt hefur
gerst bæði skemmtilegt og leiðin-
legt og ætla ég að reyna að minna
þig á eitthvað af hinu skemmtilega,
en biðja þig að gleyma því leiðin-
lega. Manstu eftir gönguferðunum,
manstu eftir Jóni J.J., þegar þú
fórst upp á háa Cið af hlátri, þegar
þið Systa mösuðuð of mikið,“ og
margt fleira sem hann minntist á úr
skólanum. Satt að segja Diddi minn
man ég bara það skemmtilega, leið-
inlegt hefur aldrei verið til í minni
orðabók. Kveð ég þig með söknuði
ásamt skólasystkinum okkar og
votta ættingjum þínum innilega
samúð.
Kristín Guðmundsdóttir.
Elsku langafi.
Ég veit að þú ert fallegasti
engill á himnum og að þú
passar mig alltaf. Ég skal
passa langömmu og Gauta
fyrir þig.
Takk fyrir kexið sem var
alltaf í skápnum.
Þín
María Björg.
HINSTA KVEÐJA
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNDÍSAR PÁLSDÓTTUR,
Barkarstöðum,
Miðfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar-
innar á Hvammstanga.
Ragnar Benediktsson,
Karl Georg Ragnarsson, María Rós Jónsdóttir,
Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Magnús Sverrisson,
Jenný Karólína Ragnarsdóttir, Hilmar Sverrisson,
Margrét Halla Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson,
Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir,
Álfheiður H. Árdal,
Helga Berglind Ragnarsdóttir, Sigmar Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HALLDÓRA MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR
frá Ysta-Mói í Fljótum,
til heimilis á
Hvanneyrarbraut 34,
Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn
28. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hrings-
ins, sími 543 3724.
Margrét Lára Friðriksdóttir, Arngrímur Jónsson,
Agnes Einarsdóttir,
Ævar Friðriksson, Hjördís Júlíusdóttir
og fjölskylda hinnar látnu.
✝
ELÍAS MAR
rithöfundur
er látinn.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Óskar Mar.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, sonur minn, bróðir
okkar og mágur,
JÓN GAUTI JÓNSSON,
landfræðingur og
framhaldsskólakennari,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 22. maí.
Útför hans fer fram frá Neskirkju í Reykjavík
föstudaginn 1. júní kl 11.00.
Jarðsett verður í Skútustaðakirkjugarði í
Mývatnssveit laugardaginn 2. júní að lokinni
minningarathöfn kl. 15.00.
Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Eiríkur Gauti Jónsson,
Jón Ásgeir Gautason,
Guðmundur Karl Gautason,
Ragnhildur Jónsdóttir,
Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir,
Sólveig Anna Jónsdóttir, Edward Frederiksen,
Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
INGÓLFUR ÁRNASON
frá Krossgerði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 24. maí.
Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu
fimmtudaginn 31. maí kl. 13.00.
Útförin verður auglýst síðar.
Alda Ingólfsdóttir, Einar Einarsson,
Hanna Ingólfsdóttir,
Aðalheiður Ingólfsdóttir, Þór Aðalsteinsson,
Örn Ingólfsson, Inga Dagbjartsdóttir,
Sigurður Ingólfsson,
Kristín Ingólfsdóttir,
Hansína R. Ingólfsdóttir,
Kolbrún Ingólfsdóttir, Knud Jensen,
Árni Ingólfsson,
Þór Ingólfsson, Þórdís Tómasdóttir,
Anna Hrefnudóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR HJÁLMARSSON,
Víðihvammi 24,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Þorbjörns Árnasonar, Í Hjartastað.
Þórey Þórðardóttir, Sigurður Sigfússon
Þórður Gunnarsson, Berglind Ósk Þráinsdóttir
Magnús Gunnarsson,
Guðni Rúnar Gunnarsson
og barnabörn.