Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 36

Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 36
36 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku pabbi, það er fátt annað að segja en hvað þetta er ótrúlega sárt að hafa þig ekki hér með okkur. Það er sárt að þessi sjúkdómur hafi haft vinninginn, ég hélt í vonina til síð- asta dags að þér myndi batna en mér varð ekki að ósk minni, því mið- ur. Ég man hvað var gaman hjá okk- ur aðeins 10 dögum áður en þú kvaddir þennan heim, þegar við hlupum um spítalagangana, þú í hjólastólnum og bentir til hægri og vinstri, hvert ég ætti að fara og hvað við hlógum að þér þegar þú þóttist ætla að sparka í rassinn á hjúkr- unarfólkinu liggjandi þarna í rúm- inu, já, þú gast alltaf látið mann hlæja sig máttlausan. Og það er ótrúlegt að síminn hringi ekki og heyra rödd þína segja: „Hæhæ, gullið mitt, hvernig hafið þið það?“ Við áttum óendanlega góðar stundir saman. Þegar þú komst hingað til mín í bæinn tókstu alltaf verkfærakassann þinn með, þótt þess þyrfti ekki, en þá ráfaðir þú um húsið til að finna eitthvað til að gera fyrir okkur, þó það væri ekki nema að skipta um peru. Og hvað þú gafst börnunum mikinn tíma með þér í ís- ferðir og sund, hrópin hér á heim- ilinu voru oft hávær þegar ég sagði þeim að amma og afi væru að koma því þá vissu þessar elskur að það mætti vaka aðeins lengur. Sumarbú- staðaferðirnar okkar voru heldur ekki fáar en minnisstæðust er ferðin þegar við komum óvænt með Nilla litla í fyrsta skipti upp í bústað, þú varst svo ánægður og stoltur af litla kút. Ég gerði svo mikið grín að þér, því þú varst alltaf að hlaupa út í vagn eða inn í herbergi til að athuga hvort nafni þinn væri vaknaður, til að geta knúsað hann. Já pabbi minn, þú gafst þig allan í afahlutverkið og að sjálfsögðu í föðurhlutverkið. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað, þar sem þú munt skemmta fólkinu á sama hátt og þú skemmtir öllu fólk- inu hérna megin. Elska þig og sakna sárt. Þín dóttir Birna Mér finnst svo erfitt að skrifa þessi orð, Nilli okkar farinn, eftir stutta en hetjulega baráttu. Krafta- verkið sem við öll báðum um kom ekki, veikindin höfðu betur og eftir sitjum við í sárum og spurningarnar hrannast upp. Af hverju hann? Mað- urinn sem allir dýrkuðu og dáðu. Því verður ekki svarað, en við erum Níels Friðfinnsson ✝ Níels Friðfinns-son fæddist á Siglufirði 28. sept- ember 1946. Hann lést á heimili sínu 12. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grund- arfjarðarkirkju 19. maí. þakklát Guði fyrir að hafa hleypt þessum fallega manni inn í líf okkar. Þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum með honum, og minning- arnar eru svo enda- lausar og góðar. Elsku „tengdó“, þið Bína snertuð mig og mitt hjarta, og verð ég ævinlega þakklát fyrir það. Alltaf hefur mér þótt jafn vænt um það að fá að kalla ykkur „tengdó“ áfram þó aðstæður okkar Finna hefðu breyst. Bæði Bína og Nilli sögðu að það væri ekki hægt að segja „fyrrverandi tengdadóttir“ það væri bæði asnalegt og of langt! Þannig að það var ákveðið, með miklum hlátrasköllum, að ég fengi áfram að kalla ykkur tengdó og þið mig tengdadóttur þangað til annað kæmi í ljós. Svona var hann Nilli yndislegur og Bína ávallt við hans hlið til að tvöfalda ánægjuna. Ég minnist líka allra stundanna þegar við Bína sátum við eldhús- borðið á Hlíðarveginum að kjafta, inn hleypur Nilli, mokar ca sex skeiðum af sykri í glas, setur smá kaffi og fyllir það svo af mjólk, hleyp- ur eitthvað í burtu og skilur glasið eftir, kemur svo aftur eftir einhvern tíma og skellir öllu glasinu í sig í ein- um teyg, tekur nokkur vel valin „dansspor“ og hleypur út aftur! Þá varð að fara að redda einhverju! Nilli var reddari af Guðs náð og alltaf boð- inn og búinn að rétta fram hjálp- arhönd, alveg sama hversu stórt eða smátt verkið var. Nema þá kannski að fjarlægja kóngulær, það voru kvikindi sem honum var ekki vel við! Kóngulær hræddu hann, en það var kannski það eina sem hann hræddist. Ég get ekki annað en brosað þegar ég sé fyrir mér múnderinguna sem hann klæddist þegar þurfti að fara upp á háaloft, hvergi mátti sjást í hold af ótta við að kóngulær kæmu nálægt honum. Ég tala nú ekki um hversu barn- góður hann var, ég sé það bara á dóttur okkar Finna hversu djúp sporin eru eftir Nilla afa, og öll barnabörnin eiga um svo sárt að binda núna, spurningarnar þeirra eru eflaust fleiri en hinna. Já minningarnar eru endalausar, og ég kveð þig nú, elsku tengda- pabbi, með miklum söknuði en veit jafnframt að þú vakir yfir öllu þínu fólki og passar upp á alla. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til allra sem standa hon- um nærri, sem og allra sem hann Nilli snerti með góðmennsku sinni og hlýju. Það kom svo sannarlega í ljós við útför Nilla hversu margir það eru. Hinsta kveðja frá þinni tengda- dóttur og barnabarni, hvíl í Guðs friði elsku Nilli. Anna Clara Björgvinsdóttir Marólína Fanney Friðfinnsdóttir ✝ Ásþór Sigurðs-son fæddist á Húsavík 24. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu þriðju- daginn 15. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson frá Húsa- vík, f. 10.11. 1923, d. 15.3. 1996, og Jó- hanna Sigfúsdóttir frá Hvammi í Þist- ilfirði, f. 19.4. 1928. Systkini Ásþórs eru Gréta Heiðbjört Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1946, d. 29.6. 2006, Ólafur Ármann Sig- urðsson, f. 16.7. 1949, Guðrún Sig- urðardóttir, f. 27.12. 1950, Óðinn Sigurðsson, f. 10.11. 1958, Edda Sigurðardóttir, f. 27.12. 1960, Margrét Sigurðardóttir, f. 7.1. 1963, Klara Val- gerður Sigurð- ardóttir, f. 5.8. 1964, og Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir, f. 4.2. 1969. Ásþór starfaði frá unga aldri við sjáv- arútveg. Framan af hjá öðrum en síðar stofnaði hann ásamt Ólafi bróður sínum eigin útgerð og fisk- vinnslu sem hann starfaði við í u.þ.b. 10 ár. Þá seldi hann sinn hlut og stundaði í nokkur ár smábátaútgerð í eigin nafni. En síðustu æviár sín hefur hann verið verkstjóri hjá Jarðborunum. Útför Ásþórs verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hagnýting Íslendinga á auðlind- um jarðar í formi jarðhita er öllum kunnug. Nú stendur yfir tímabil í sögu landsins að stórsókn er hafin með nýtingu jarðgufu til rafmagns- framleiðslu að leiðarljósi. Hvers- dagshetjur samtímans við þessa söguritun eru m.a. þeir sem starfa við boranirnar sem þessu fylgja. Það hefur verið mér áhrifarík reynzla að sjá bormenn að störfum og ekki sízt að fá að kynnast um- hverfinu og aðstæðunum sem þeir starfa við. Í þessu samfélagi, þar sem virkilega reynir á verkvit, þekkingu, reynzlu og fumlausar ákvarðanir, gegna borstjórar Jarð- borana mikilvægasta hlutverkinu. Ási var einn þessara meistara, litríkur og snaggaralegur kappi sem ekki varð orðs vant. Kynni mín af honum voru þannig að ég vinn við borholumælingar sem eru hluti þess að fylgjast með framvindu borverka og krefst því góðrar sam- vinnu og samskipta við borstjóra. Karlinn var gríðarlega pólitískur og kom oftar en ekki með fullyrð- ingar sem settu mann í töluverðan greiningarvanda – og svo hló hann. Gat skammast yfir öllu, slegið úr og í, og snúið umræðunni þannig að maður gat lítið annað en brosað – mát. Þá hló hann líka. Það lærðist fljótt að ekki fór hann með neina vitleysu né staðleysustafi, var minnugur á ummæli fólks og í rauninni afar vel að sér um þjóð- félagsmál almennt. Og af því að ég hef sjálfur mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum þá var alltaf gaman í návist Ása og skemmtilegast var þegar hann las manni pistilinn, kommalingnum. Ekki sízt vegna þess að við vorum á öndverðum meiði í pólitík varð umræðan alltaf skemmtileg, einkum þegar ögrun- um og smástríðni var laumað inn á báða bóga. Eitt brást þó aldrei. Ási átti alltaf síðasta orðið og, hann var Davíðsmaður. Þar fyrir utan kunni hann ógrynnin öll af skemmtisög- um sem hann sagði frá með leiftr- andi hætti. Það er ekki vízt að fyrstu kynni allra af Ása hafi endilega verið mjög jákvæð. Hrjúfur og afskipta- lítill. Andlitið fremur tekið og út úr því mátti lesa mikla og eflaust mis- jafna lífsreynzlu. Gat verið kröfu- harður. Gat verið dómharður. En, það vakti samt snemma athygli mína að á bak við hrjúft yfirborðið leyndist umhyggjusemi sem ég er viss um að margir samferðamanna hans hafa fengið að njóta en kannski eru líka aðrir sem misstu því miður af þessum eiginleika hans. Við kvöddumst með virktum föstudaginn 11. maí eftir mælinga- vakt sem var mér fremur erfið sak- ir þess hve eitt mælitækjanna reyndist óstöðugt. Bið og tafir þess vegna á miðri nóttu voru Ása örugglega ekki að skapi en þrátt fyrir strigakjaftinn sem hann beitti svo oft fyrir sig þá var hann skyn- ugur á umhverfi sitt og sanngjarn þegar á reyndi. Daginn eftir ætl- uðum við að kjósa. Hann sagðist ætla að kjósa frú Valgerði, hún ætti það skilið. Ég ætlaði að halda mig við kratana. Föstudeginum seinna er karlinn allur og það fylgir því tregi að mæta á nýja mælingavakt. Það er sjónarsviptir að Ása og tóm- leiki hvílir yfir borstæði Jötuns. Ási er einn þeirra sem maður kemur til með að muna. Aðstandendum, vinum og sam- verkamönnum votta ég samúð mína. Þorsteinn Egilson Ísor. Það voru slæm tíðindi og sár sem maður heyrði alla leið til Nýju- Mexíkó að þú værir farinn félagi. Og á vissan hátt barst þú ábyrgð á því að ég var þar að nema borfræði, þar sem áhugi þinn hafði stór áhrif á að móta mig í þessu starfi sem við vorum í og þú unnir svo heitt. Ég á eftir að sakna hinna mörgu samtala sem við áttum, sem æv- inlega byrjuðu á „komdu sæll fé- lagi“, og innihéldu yfirleitt einhver góð ráð sem sneru að borverki eða því magnaða verkfæri sem við unn- um saman á í tæp fjögur ár, Jötni. Það er mikill missir fyrir mig, Jarð- boranir og ekki síst Jötunn að þú ert farinn. „Vertu sæll, félagi.“ Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sveinbjörn Bjarnason. Bormenn Íslands nefnist hópur manna sem starfar hjá Jarðborun- um hf. Hér eru á ferðinni miklir dugnaðarmenn sem vinna á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, oft við erfiðustu aðstæður sem íslenskt veðurfar og náttúra bera á borð. Hér var Ásþór Sigurðsson, eða Ási eins og hann var kallaður, fremstur meðal jafningja. Ósérhlífinn maður sem gerði kröfur fyrst og síðast til sjálfs sín og síðan samstarfsmanna. Ási hafði unnið hjá Jarðborunum í á annan tug ára og hafði fyrir margt löngu valist til ábyrgðar- starfa, undanfarin ár sem verk- stjóri á einu stoltasta tæki félags- ins, jarðbornum Jötni. Ási bar mikinn metnað í brjósti fyrir menn sína, tækið og félagið. Hann hafði það fyrir venju þegar Jötunn og jötnar komu á verkstað að tilkynna hverjum sem hann náði til að nú væri alvörubor mættur á svæðið. Ási var bráðgreindur maður, vel lesinn og hafði mjög ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hann lá ekki á skoðunum sínum, kom til dyranna eins og hann var klæddur og kærði sig kollóttan um álit ann- arra. Ási var Íslendingur af gamla skólanum, stoltur, ávallt opinn fyrir nýjungum, nýrri þekkingu og að- ferðum sem bætt gætu árangur verkefna. Ási hafði unun af að fjalla um og ræða hin ýmsu málefni, hann var vel heima hvort sem rætt var um stjórnmál og málefni líðandi stund- ar, landafræði, sögu eða tungumál svo framandi sem latínu. Oftar en ekki voru ábendingar og skoðanir Ása á þann veg sem öðrum hafði ekki hugkvæmst og húmorinn hár- beittur. Fyrirvaralaust, eins og þruma úr heiðskíru lofti, var Ási kallaður á braut í blóma lífsins. Nýkominn með borinn sinn sunnan úr höfum, í bakgarðinn sinn, háhitasvæði Norð- austurlands. Ási var framkvæmda- maður sem hlakkaði til að sjá sína heimasveit iða af lífi og byggjast upp í þeirri miklu uppbyggingu sem áformuð er, þar sem orka úr iðrum jarðar verður beisluð. Þar hafði Ási leikið lykilhlutverk, hlut- verk sem honum fórst svo vel úr hendi og átti hug hans allan. Minningin um góðan dreng, Ás- þór Sigurðsson, lifir og hvetur okk- ur hin til frekari framfara og góðra verka. Móður, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Þór Gíslason, Sturla Fanndal Birkisson. Ásþór Sigurðsson Agga Setta var stóra frænka okkar. Hún var svo langtum yngri en systkini sín, að hún var sjálf bara barn þegar þau urðu for- eldrar … og við fæddumst. Agga Setta var stóra stelpan, unglingur- inn, fjörkálfurinn, töffarinn þegar ✝ Agatha SesseljaSigurðardóttir fæddist í Hraun- gerði í Flóa 29. sept- ember 1953. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 25. maí. við ólumst upp. Hún var sú sem þorði að segja það sem hún vildi, þorði að gera það sem hún vildi og sem gjarnan gerði það sem enginn átti von á. Við litum svolítið upp til hennar og dáðumst að henni í laumi. Það var sjálfsagt ekki alltaf auðvelt hlutskipti að vera prestsdóttir í litlu bæjarfélagi. Að þar að auki eiga sex fullorðin stórusystkin og vera sú manngerð sem ekki vill láta stjórna sér ein- faldaði ekki málin fyrir henni, þegar hún reyndi að finna sinn eigin veg í lífinu. Það sem aftur á móti gerði líf- ið léttara fyrir henni var gáskinn, gleðin og kímnigáfan sem hún bjó yfir. Hæfileiki hennar til að sjá það spaugilega í hversdagslegum að- stæðum, rausnarleiki hennar að leyfa öðrum að hlæja með sér og að sér og eiginleiki hennar að létta upp stemningar í umhverfinu. Agga Setta bjó yfir sama frásagnarhæfi- leika og systkini hennar öll, hæfi- leikanum til að ná athygli við- staddra, halda henni og sleppa síðan takinu, gjarna með skellihlátri allra. Við, systkinabörn Öggu Settu, sem öll höfum búið erlendis meira og minna síðastliðin 20 ár (sum okk- ar lengur, önnur skemur) eigum okkar minningar af henni frá bernsku- og unglingsárunum. Því miður hafa samskiptin ekki verið mikil hin síðari ár en samt sem áður söknum við hennar og viljum senda okkar hinstu kveðju. Okkur þykir innilega sárt til þess að vita að Jó- hanna, Stefanía Ellý og Sigrún skuli ekki fá að njóta nærveru móður sinnar lengur. Við biðjum Guð að gefa þeim styrk og kraft að takast á við lífið og þær áskoranir sem á vegi þeirra verða. Alda og Jóhannes Guðrún og Brandur Þór og Gunnar. Elsku Agatha. Það var mjög erfitt fyrir okkur að fá fréttirnar af veik- indum þínum, en ennþá erfiðara að vita það að þú værir farin frá okkur, og það svona snögglega. Við heyrum ennþá þinn ótrúlega smitandi hlátur um eldhúsið þegar eitthvað fer ekki eins og það á að fara hjá okkur. Við munum hvert einasta smáatriði af því sem við höfum gert saman. Þér var aldrei orðavant og alltaf gastu létt lund okkar. Eitt af þessum ógleymanlegu atvikum var þegar þú mættir í vinnuna um miðja nótt upp á þitt besta og hafðir á orði að það hefði aldrei háð þér hvað þú værir morgunfríð. Þótt það hafi aldrei tal- ist auðvelt að gera okkur orðlausar þá tókst þér það samt alltof oft. Við eigum alltaf eftir að muna hversu skemmtilega þú sagðir frá, alltaf gastu komið okkur í gott skap með þínum einstaka hæfileika að segja frá. Sögunum þínum eigum við aldr- ei eftir að gleyma og þótt maður heyrði þær tvisvar eða þrisvar þá gastu alltaf látið okkur hlæja. Það fór aldrei fram hjá neinum þegar þú komst í vinnu á miðvikudögum með nýjar fréttir úr fríinu. Dagarnir verða aldrei eins án þín. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. (Kahlil Gibran.) Elsku Agatha, hugsum til þín og söknum þín á hverjum degi. Við elskum þig. Sendum fjölskyldu og aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stelpurnar þínar á Haga. Hrönn H., Dóra O., Anna Rún og Guðrún Hanna. Agatha Sesselja Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.