Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 42
42 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bátar
Pungapróf - Þórshöfn - júní.
Pungapróf 30 brl. skipstjórnarnám-
skeið haldið á Þórshöfn og byrjar
5. júní. Námskeiðsgögn innifalin.
Upplýsingar og skráning punga-
prof@skip-stjori.com
Bílar
Þessi glæsivagn er til sölu.
Sóltjald, sjónvarp, ísskápur,
örbylgjuofn, gaseldun, WC. Rúmgott
svefnpláss, 8 sæti. Upplýsingar í
síma 557 7160 og 693 2923.
VW TOUAREG V6 07/2005
Hlaðinn aukabúnaði, m.a. topplúga,
leð-ursæti, m. minni, Xenon ljós,
fjarl.skyn. o.m.fl. Ekinn 19 þ. km.
Einn eigandi. Verð 4.590 þús. Vel með
farinn bíll. Uppl. í síma 660 7067.
Til sölu Suzuki Swift árgerð 1996
ekinn 155 þús. km. Verð 140.000 kr.
Upplýsingar í síma 695 2414.
Suzuki jimny árg. '99
ek. 77 þús. km. Mjög vel með farinn
Suzuki jimny og vel útlítandi. Einstak-
lega lítið keyrður miðað við árgerð.
Er að flytja til útlanda og vantar að
losna við bílinn sem fyrst.
Uppl. í síma 861 7927.
SILVERADO - árg. '98 ek. 199 þús.
km. Silverado 2500 6,5 dísel turbo
árg 98 ek 199 þús km. 2 eig frá upp-
hafi + smurbók.Góður bíll sem tekur
auðveldlega 3 krossara á pall. Verð
1290 þús. Áhvílandi 660 þús.
Sími 694 4887
Saab árg. '01, ek. 67 þús. km.
Saab 9-5 árgerð 2001, sjálfskiptur og
steingrár, ek. 67 þús. Nýskoðaður og
í mjög góðu ástandi. Eðaleintak!
Uppl. í síma 669 9553.
Opel árg. '06, ek. 27 þús. km.
Opel Astra Station, árg. 2006. Ekinn
27 þús. km. Sumar- og vetrardekk.
Verð 1.750.000.
Uppl. í síma 662 8655.
MMC Pajero árg. 2003, ek. 60 þús.
km. MMC Pajero 3,2 DID 2/2003.
Ekinn 60 þús. Svartur. Dráttarbeisli,
fjarstart. Einn eigandi. Verð 3.350.
Uppl. í síma 899 0869.
Mercedes Benz 200 Kompressor
Árgerð. 2004. Ekinn 51 þús km. Ssk.
Topplúga o.fl. Verð aðeins
3.493.255.
Upplýsingar í síma 899 8236.
Hyundai SantaFe árg. '02
ek. 97 þús. km. Gott eintak. Ný
tímareim. Skoðaður 2008. Góð dekk
og möguleiki á fleiri umgöngum.
Ekkert áhvílandi. Ath. tilboð 1.650
þús. stgr. Uppl. í síma 822 1667
(Stefán).
Ford Mustang árg. ’98
Vél 4,6. V8. Ekinn 63.000 mílur. Auka-
felgur. Verð 1.200. Áhv. 350.000.
Uppl. í síma 866 0532.
Ford Escape XLT, árg. '03, ek.
38 þús. km.
F. Escape des ‘03, svartur, leður, lítið
ekinn, vel með farinn. Aukadekk og
mottur. 6 diska spilari, þokuljós, air
cond., skíðabogar o.fl. Verð aðeins
2,2 milljónir. S. 897 4465.
Audi A4 2.0 S-Line
Einstaklega vel með farinn, árg.
2005, ek. 23 þús.km. Topplúga. Leður,
18’’ felgur, sjálfskiptur með skiptingu
í stýrinu, fleiri aukahl. Enginn skipti.
Uppl. 897 4526, Þröstur.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06
822 4166.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, bifhjólakennsla,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Kristófer Kristófersson
BMW
861 3790
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Oneway 1224 kanadískur
trérennibekkur
Alvöru bekkur fyrir vandláta. 1HP
mótor, stiglaus hraðastýring 0-4500
RPM, drif- & leguoddur, stronghold
patróna. Mjög hljóðlátur. Uppl.
trelist@simnet.is. S. 553 1580.
Tómstundir
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns.
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir. Upplýsingar í síma
696 6580.
Mótorhjól
Honda VTX 1300, árg. 2005,
ekið 4.800 míl., fullt af aukahlutum,
verð 1.250 þús.
Upplýsingar í síma 863 2500.
Hjólhýsi
Til sölu vinsælasta hjólhýsið
frá LMC, Dominant 560 RBD
Árg. ‘06. Hjólhýsið er sem nýtt með
Alde gólfhitakerfi,stórum ísskáp,
útvarpi, markísu, sólar rafhleðslu o.fl.
Uppl. í síma: 897 2737 og 696 6566.
Til sölu 35 fermetra risahjólhýsi
með öllu. Þrjú svefnherbergi , stofa,
eldhús, wc og bað. Stærð 35 x 10
fet. Árgerð 2002. Verð aðeins 1850
þús. Upplýsingar í síma 893 6020
milli kl. 13:00 og 18:00
Hobby 540 UFE Excelsior m/leðri.
Til sölu stórglæsilegt hjólhýsi m/ljósu
leðri og fallegum innréttingum,
árgerð 2007. Fæst á mjög góðu verði.
Uppl. í síma 660 4568.
Hjólhýsi til leigu
Lengdu sumarið í leiguhjólhýsi frá
okkur. Öll ný 2007 módel. Fullbúin
og tilbúin í ferðalagið. Bæði á Íslandi
og í Danmörku
Sími 587 2200, 898 4500.
www.vagnasmidjan.is
Hjólhýsi til leigu
Hjólhýsi með uppbúnum rúmum og
öllu tilheyrandi. Helgarleiga eða viku-
leiga. Sendum - sækjum. 6 gerðir
hjólhýsa til sýnis hjá Gistiheimilinu
Njarðvík. Geymið auglýsinguna.
Símar 421 6053 og 898 7467
Húsbílar
ECONOLINE HÚSBÍLL 6, 9D 9 m.
svefnpl 6+ öll þægindi; vaskur, eldav.
ísskáp, gasmiðst., heitt/kalt vatn.
220v 2rafg., wc, tv, dvd, 10 við 2 borð
mikið pláss. Gott ástand v1200 þ.
Uppl. í 6604888/reynirs@islandia.is
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Í DAG hefjast í Elista, höfuðborg
Kalmykíu, svokölluð áskorendaein-
vígi FIDE sem hafa það að markmiði
að velja fjóra keppendur á heims-
meistaramótsið í Mexíkó í haust. 16
stórmeistarar eru mættir til Elista
og verða tefld sex skáka einvígi með
útsláttarfyrirkomulagi þar til fjórar
verða eftir sem fá þátttökurétt
Mexíkó. Teflt er eftir hinu svonefnda
Wimbeldon-fyrirkomulagi, stiga-
hæsti keppandi mætir nr. 16, nr. tvö
teflir við nr. 15 o.s.frv. Verði jafnt
eftir sex skákir taka við at-skákir.
Vinni stigalægri keppendinn hlýt-
ur hann rásnúmer þess sem hann
sigraði. Átta einvígi byrja í dag í El-
ista. Sigurvegararnir halda svo
áfram og tefla um þátttökuréttinn á
mótinu í Mexíkó 12.-30. september
nk. Þar eiga sæti heimsmeistarinn
Kramnik, Anand, Svidler og Moroze-
vich. Eins og áður hefur komið fram
á Venselin Topalov þessi ekki kost á
að vera með í Mexíkó.
Niðurröðun einvígjanna er þessi
ásamt rásnúmerum:
1. Lev Aronian – 16. Magnús
Carlsen
2. Peter Leko – 15. Mikhael
Gurevich
3. lan Ponomariov – 14. Sergei
Rublevsky
4. Boris Gelfand – 13. Rustam
Kazimzhanov
5. Etienne Bacrot – 12. Gata
Kamsky
6. Alexander Grichuk – 11. Vla-
dimir Malakhov
7. Judit Polgar – 10. Evgenij Ba-
reev
8. Alexei Shirov – 9. Michael
Adams
Hvernig keppendur eru fundnir í
þetta mót er algerlega á reiki.
Svæðamót hafa verið aflögð og einn-
ig millisvæðamót. Þau skáksambönd
sem eiga aðild að FIDE virðast ætla
að láta gerræði Kirsan, Azmaparas-
hvili og félaga yfir sig ganga. Hvað
um það. Von er á skemmtilegri
keppni og verður gaman að fylgjast
með Judit Polgar sem ekki hefur
teflt einvígi síðan hún mætti Borís
Spasskí í Búdapest 1993 – og vann.
Þá vekur þátttaka Magnúsar Carl-
sen mikla athygli en hann á auðvitað
við ramman reip að draga í fyrstu
umferð.
Á sama tíma fer fram Sarajevo í
Bosníu öflugt alþjóðlegt skákmót.
Eftir sex umferðir er Hellismaður-
inn Serge Movsesian frá Slóvakíu
efstur með 4½ vinning. Meðal þátt-
takenda er tveir góðkunningjar Ís-
lendinga þeir Nigel Short og Ivan
Sokolov en skák þeirra úr fjórðu um-
ferð fer hér á eftir. Short beitir óhik-
að þeim byrjunum sem voru hvað
vinsælust á 19. öld, kóngsbragði og
Evans-bragði. Kasparov gerði 7.
leikinn, Be2 vinsælan með því að
vinna Anand á í aðeins 25. leikjum á
alþjóðlegu móti í Ríga árið 1995.
Hróksleikir Short, 18. Ha5 og 19.
Hh5 flokkast undir stórskemmtileg-
ar tilfærslur og spurning hvort Ivan
hefði ekki átt að loka fyrir leiðina
með 18. … c5 sem þó veikir d6-peðið.
Þá kom til greina að leika
19. … Hxe4 strax t.d. 20. Df3 De7 21.
Rf5 De6 og staðan er óljós. Það reyn-
ist erfitt að valda f6-reitinn í t.d.
22. … De7 23. Bg5 o.s.frv.
Handbragð Shorts eftir að drottn-
ingarnar skella í kassann er snilld-
arlegt, 26. Hf5 og 27. f4 er aðeins fyr-
irboði þess sem koma skal. Ivan
bindur greinilega miklar vonir við
frelsingjann á a-línunni en hvítur
heldur honum í skefjum með ná-
kvæmum kóngsleikjum og hristir
síðan fram glæsilega leikfléttu, 39.
f6! og síðan kemur lokahnykkurinn
42. Hh8!
Sarajevo 2007, 4. umferð:
Nigel Short – Ivan Sokolov
Ítalskur leikur – Evans bragð
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4
Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Be2 exd4
8. Dxd4 d6 9. Dxg7 Bf6 10. Dg3
Re7 11. 0–0 Rg6 12. Rd4 De7 13.
Rd2 Bd7 14. R2b3 Rxb3 15. axb3 0–0
16. Bg4 Kh8 17. Bxd7 Dxd7 18. Ha5
Hae8 19. Hh5 Bxd4 20. cxd4 Hxe4
21. Bh6 Hfe8 22. Df3
22. … f6 23. Dxf6+ Kg8 24. d5
Df7 25. Dxf7+ Kxf7 26. Hf5+ Kg8
27. f4 He1 28. g3 Hxf1+ 29. Kxf1 a5
30. Hg5 Kf7 31. f5 Re7 32. Hg7+ Kf6
33. g4 Rxd5 34. Hxh7 b5 35. Kf2 a4
36. bxa4 bxa4 37. h4 Ke5 38. Kf3
Kd4 39. f6 Rxf6 40. Bg7 Hf8 41. g5
a3 42. Hh8
– og svartur gafst upp.
Héðinn efstur á Ítalíu
Héðinn Steingrímsson er efstur á
Capo d’Orso-mótinu sem nú stendur
yfir á Ítalíu. Héðinn hefur hlotið 6½
vinning úr 7 skákum. Hann þarf að-
eins ½ vinning úr tveim síðustu skák-
um sínum til að tryggja sér sinn
fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.
Hann tefldi við ítalska alþjóðlega
meistaranum Luca Shytaj í næstsíð-
ustu umferð í gær. Alls taka 149
skákmenn þátt í mótinu, þar af átta
stórmeistarar. Röð efstu manna er
annars sem hér segir:
1. Héðinn Steingrímsson 6½ v.
2.-3. Luca Shytaj, Ítalíu, og Jacko
Aagaard 6 v. 4.-7. Mihail Marin,
Rúmeníu, Lexy Ortega, Ítalíu, Fa-
biano Caruana, Ítalíu, og Igor
Naumkin, Rússlandi allir með 5½ v.
Meistaramót Skákskóla Íslands
Eitt best skipaða barna- og ung-
lingamót sem fram fer hér á landi,
Meistaramót Skákskóla Íslands,
hófst í gær og lýkur á sunnudaginn.
Tefldar verða sjö umferðir. Nær allir
bestu ungu skákmenn Ísands taka
þátt í mótinu sem er góð æfing fyrir
verkefni sumarsins en fjölmargir
taka þátt í mótum erlendis í sumar.
Áskorendaeinvígi FIDE hefjast í dag
Skákdrottningin Judit Polgar
byrjar undankeppnina í Elista með
því að heyja sex skáka einvígi við
Baarev.
Helgi Ólafsson
SKÁK
Elista 26. maí – 14. júní
helol@simnet.is