Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Ferð til Laugarvatns og Skálholts
31. maí. Farið verður frá Aflagranda kl. 12.30. Kaffi-
veitingar í Skálholtsskóla Verð kr. 2.000. Nánari
uppl. í Aflagranda 40 og í síma 411 2700. Allir vel-
komnir.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-
16.30 er fjölbreytt dagskrá, opnar vinnustofur o.fl.
Sérstakir viðburðir og breytingar kynnt sérstak-
lega. Mánud. 28. maí fellur starfsemi og þjónusta
niður. Miðvikud. 13. júní er Kvennahlaup ÍSÍ. Skrán-
ing hefst þriðjud. 29. maí á staðnum og s. 575
7720.
Hæðargarður 31 | Afmælishátíð hefst kl. 10 með
lúðraþyt áður en lagt er af stað í gönguferð út í blá-
inn. Kl. 13 harmónikkuleikur, Mullersæfingar, bar-
áttuhópur um bætt veðurfar spreytir sig, lesið í
tarotspil, ljóðahópur Soffíu lætur að sér kveða og
listmunasýning Listasmiðju. Kaffisala og kátt í höll-
inni til kl. 16.
Kirkjustarf
Grensáskirkja | Vorferð miðvikud. 30. maí kl. 13.
Lagt verður af stað frá Grensáskirkju, farið í
Grindavíkurkirkju, drukkið kaffi í Bláa lóninu. Áætl-
uð heimkoma kl. 17. Verð 1.000 kr. (rúta og kaffi).
Skráning í síma 580 0800 fyrir mánud. 28. maí.
70ára. Svala Pálsdóttirer sjötug í dag, 26. maí.
Hún tekur á móti gestum
hvítasunnudag 27. maí í bú-
staðnum sínum á Framnesi á
Skeiðum frá kl. 14. Komið
klædd eftir veðri og gjafir eru
afþakkaðar.
50ára. Hilmar Snorra-son, skipstjóri og
skólastjóri, er fimmtugur í
dag, 26. maí.
dagbók
Í dag er laugardagur 26. maí, 146. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.)
Hópur listamanna í Banda-ríkjunum átti hugmyndinað því sem í dag er kallaðupp á ensku Candlelight
Memorial Day, en síðasti sunnudagur í
maímánuði er tileinkaður minningu
þeirra sem látist hafa úr alnæmi,“ segir
Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri
Alnæmissamtakanna á Íslandi. „Við
komum saman í Fríkirkjunni, vinir og
ættingjar og aðrir sem vilja minnast
þeirra látnu í fallegri athöfn. Sr. Hjört-
ur Magni Jóhannsson og sr. Ásta Björk
Ólafsdóttir leiða athöfnina og góðir
gestir leggja til krafta sína til að ljá
stundinni hátíðleika og fegurð. Söng-
dívan Margrét Pálmadóttir mun mæta
með nokkra söngfugla með sér, Viðar
Eggertsson flytur ljóðadagskrá og Ingi
Rafn Hauksson formaður Alnæmis-
samtakanna flytur ávarp.“
Hér á landi hafa tæplega 40 manns
látist úr alnæmi frá því HIV smit fóru
fyrst að greinast: „Með tilkomu nýrra
lyfja árið 1996 dró verulega úr dauðs-
föllum af völdum alnæmis hér á landi,
og hafa HIV jákvæðir sem hafa aðgang
að bestu lyfjum nú góðar lífslíkur, en þó
er lítið vitað um langtímaáhrif lyfjanna
á líkamann,“ segir Birna. „Þrátt fyrir
þessar framfarir í læknavísindum er
sjúkdómurinn dauðans alvara og skiptir
miklu að fólk verji sig gegn smiti.“
Alnæmissamtökin á Íslandi hafa lagt
mikla áherslu á fræðslu og forvarnar-
starf: „Við beinum sjónum okkar eink-
um að ungmennum og njótum stuðn-
ings Landlæknisembættisins auk
fyrirtækja og einstaklinga í því starfi,“
segir Birna. „Auk þess að draga úr ný-
smitum HIV vinnum við gegn for-
dómum samfélagsins gegn sjúkdómn-
um. Því miður má enn þann dag í dag
finna dæmi um fordóma í garð HIV já-
kvæðra. Nógu erfitt er að berjast við
erfiðan og lífshættulegan sjúkdóm þó
ekki þurfi að auki kljást dags-daglega
við ranghugmyndir sem þrífast í skjóli
vanþekkingar. “
Birna segir starf undanfarinna ára
virðast vera að skila árangri: „Nýsmit-
um hefur fækkað síðustu ár. Hins vegar
má greina aukna áhættuhegðun meðal
ákveðinna hópa: yngri einstaklingar
virðast greinast oftar með smit og einn-
ig hefur nýsmitum hjá konum farið
fjölgandi. Þá eru áhyggjur af að smit
hafi greinst meðal sprautufíkla og hefur
reynslan sýnt að smit getur breiðst
hratt út innan þess hóps ef ekki er grip-
ið til aðgerða,“ segir Birna.
Minningarguðsþjónustan á sunnudag
hefst kl. 14. Heimasíða Alnæmis-
samtakanna á Íslandi er á slóðinni
www.aids.is.
Heilsa | Minningarguðsþjónusta Alnæmissamtakanna í Fríkirkjunni
Minnast þeirra látnu
Birna Þórðar-
dóttir fæddist á
Borgarfirði eystri.
Hún lauk stúdents-
prófi frá MA og
BA-prófi í stjórn-
málafræði frá Há-
skóla Íslands. Birna
var útgáfuritstjóri
Læknablaðsins í 17
ár og hefur starfrækt eigið fyrirtæki,
Menningarfylgd Birnu, frá árinu 2002.
Hún hefur verið framkvæmdastjóri Al-
næmissamtakanna á Íslandi frá 2005.
Birna á tvö uppkomin börn.
Tónlist
Angelo | DeepHouse, flutt af
Marskálki Grúvsins – biggo alla
laugardaga í allt sumar.
Café Paris | DJ Börkur alias
Kuggur spilar það helsta í soul
funk hiphop/rnb.
Skífan verslun | Hljómsveitin
Hraun kynnir nýjan geisladisk, I
can’t believe it’s not happiness, í
Skífunni, Laugavegi kl. 16.
Myndlist
Hallgrímskirkja | Guðrún Gunn-
arsdóttir sýnir textílmyndir
tengdar lífi og sálmum Hallgríms
Péturssonar. Guðrún vinnur með
tengsl sálma Hallgríms við nátt-
úru Íslands, fegurð, frjóvgun,
trega, dauða, upprisu, trúna á
kærleikann. Þráðurinn endur-
skapar sýn hennar á lífið, dauð-
ann og himneska sælu. Opið kl.
17–20. www.listvinafelag.is.
Listasafn ASÍ | Síðasta sýning-
arhelgi – fimm norrænir textíl-
listamenn og eitt ítalskt tón-
skáld stilla saman strengi sína.
Agneta Hobin, Anna Þóra Karls-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Kristiina Wiherheimo, Marianne
Mannsaker og Paola Livorsi
standa að sýningunni. Sýningin
er opin alla daga nema mánu-
daga kl. 13-17 og aðgangur er
ókeypis.
Næsti bar | Sýning á verkum
litháenska myndlistarmannsins
og leikmyndahönnuðarins
Vytautas Narbutas.
Ófeigur listhús | Einar Hákonar-
son er með málverkasýningu í
Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg
5. Einar hefur verið einn af okkar
fremstu listmálurum í 40 ár. Líf
hans og list eru samofin íslenskri
listasögu. Einar hefur ávallt ver-
ið kraftmikill málsvari málverks-
ins í menningarmálum Íslands.
Skemmtanir
Gaukur á Stöng | Rokkhundarnir
og kyntröllin í Jet Black Joe
ætla að mæta á Gauk á Stöng til
að rifja upp gamlar minningar og
búa til nýjar kl. 21. Kvöldstund
sem enginn má missa af.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 14.
júní dagsferð í Þórsmörk. 18.-22.
júní Norðausturland; Vopnafjörð-
ur-Þórshöfn-Langanes-
Dettifoss-Mývatn-Akureyri. Allir
eldri borgarar velkomnir. Upplýs-
ingar í síma 892-3011, Hannes.
Myndlist og tónlist
LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju
stendur fyrir tveimur listviðburðum
í kirkjunni nú um helgina. Annars
vegar er um að ræða opnun
myndlistarsýningar sumarsins í
forkirkju kirkjunnar í dag og hins
vegar stórtónleika Drengjakórs
Reykjavíkur og Karlakórs Reykja-
víkur undir stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar á mánudag, annan í hvíta-
sunnu.
Hugleiðingar
um Hallgrím
SUMARSÝNINGIN verður opnuð
klukkan 17 í dag. Þar mun myndlist-
armaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir
sýna textílmyndir tengdar lífi og
sálmum sr. Hallgríms Péturssonar
og Guðríðar Símonardóttur undir
yfirskriftinni „hugleiðingar um Hall-
grím“. Þóra Kristjánsdóttir listfræð-
ingur mun fjalla stuttlega um verkin
og listakonuna og að því búnu mun
formaður Listvinafélagsins, dr. Mar-
grét Eggertsdóttir, opna sýninguna.
Léttar veitingar verða í boði Hall-
grímssafnaðar og eru allir hjartan-
lega velkomnir.
Sálmar um
lífið og ljósið
Á ANNAN Í hvítasunnu, mánudag-
inn 28. maí, verða haldnir tónleikar
sem unnendur drengjakóra ættu
ekki að láta fram hjá sér fara. Frið-
rik S. Kristinsson hefur unnið mikið
starf með kórum sínum og á þessum
tónleikum gefst gott tækifæri til að
heyra syngjandi karlaraddir á öllum
aldri, frá átta ára til sjötugs, undir
hvelfingum Hallgrímskirkju. Meðal
verka er hinn vinsæli sálmalaga-
flokkur Sálmar um lífið og ljósið eft-
ir Kristján Val Ingólfsson og Hjálm-
ar H. Ragnarsson. Hann var frum-
fluttur á Kirkjulistahátíð 1995 og
var m.a. fluttur af 100 börnum á
Kristnihátíð á Þingvöllum árið 2000
með blásarasveit og ballett, en verð-
ur nú fluttur við orgelundirleik.
Tónleikarnir hefjast kl 17 og miða-
verð er 1.500 / 2.000 kr.
Hvítasunnuhelgi í Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Ásdís
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
FRÉTTIR
„SÚ áhersla sem lögð er á jafnrétt-
ismál í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar gefur tilefni til bjart-
sýni og sérstaklega ber að fagna
áætlun um að draga úr kynbundn-
um launamun,“ segir í ályktun frá
stjórn BHM.
„Í stefnuyfirlýsingunni er tekið
undir það sjónarmið Bandalags há-
skólamanna að endurmat á hefð-
bundnum kvennastörfum sé í raun
forsenda þess að draga megi úr
launamun kynjanna. BHM mun
ekki láta sitt eftir liggja í þeirri
vinnu sem framundan er við að
jafna laun karla og kvenna,“ segir í
ályktuninni. „Stjórn BHM vonast
eftir góðu samstarfi við ráðherra í
sameiginlegum hagsmunamálum
eins og uppbyggingu og eflingu
mannauðs hjá hinu opinbera.“
Fagna áherslu
á jafnréttismál
PÓSTURINN ræður yfir einum
stærsta bílaflota landsins en 123
bílar eru í akstri hringinn í kring-
um landið.Þeir aka alls 2.780.000
km. á ári sem gerir að meðaltali
22.600 km. á ári á bíl.
„Nú kolefnisjafnar Pósturinn all-
an sinn bílaflota og stendur fyrir
því að gróðursett verða 7.613 tré.
Trén verða gróðursett á skógrækt-
arlandi Geitasands á Suðurlandi í
samvinnu við Kolvið,“ segir í frétt
frá Póstinum. Á höfuðborgarsvæð-
inu eru í notkun 5 metangasbílar.
Stefnt er að því að um 10% bílaflota
Póstsins verði umhverfisvæn og í
lok júnímánaðar er von á enn fleiri
metangasbílum.
Pósturinn
gróðursetur tré
UMHVERFISSTOFNUN festi ný-
verið kaup á tveimur reiðhjólum
sem standa starfsmönnum til boða í
vinnutíma ef þeir þurfa að fara á
fundi eða sinna öðrum erindum yfir
daginn. Hjólin eru sérmerkt stofn-
uninni, græn að lit og hefur þetta
mælst vel fyrir hjá starfsmönnum
skv. upplýsingum frá stofnuninni
og hjólin verið í stöðugri notkun að
undanförnu. Er þetta gert til að
draga úr akstri vegna ferða starfs-
manna á vegum stofnunarinnar í
vinnutíma innanbæjar. Um leið er
þetta heilsueflandi. Er talið að gera
megi ráð fyrir að hjólunum fjölgi
eftir því sem þessi ferðamáti festist
betur í sessi.
Starfsmenn Umhverfisstofnunar
létu heldur ekki sitt eftir liggja í
keppninni Hjólað í vinnuna sem
lauk 22. maí og lentu í þriðja sæti í
flokki fyrirtækja með 70-149 starfs-
menn.
Græn reiðhjól
fyrir starfsmenn
FÉLAG lífeindafræðinga hélt ráð-
stefnu síðastliðinn laugardag til að
fagna 40 ára afmæli félagsins. Þar
var því sérstaklega fagnað að líf-
eindafræðingar geta sótt um sér-
fræðileyfi hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu, eftir að Siv
Friðleifsdóttir undirritaði reglu-
gerð þess efnis.
Fyrsti lífeindafræðingurinn sem
fékk sérfræðileyfi í lífeindafræði er
Kristín Jónsdóttir og er hennar sér-
fræðisvið í sýklafræði. Formaður
Félags lífeindafræðinga, Kristín
Hafsteinsdóttir, kynnti þennan
áfanga fyrir lífeindafræðinga á
ráðstefnunni og færði nöfnu sinni
blóm.
Lífeindafræðingar
fagna áfanga