Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 44

Morgunblaðið - 26.05.2007, Side 44
44 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN, SÓFINN ÞINN ER ÞAKINN Í KATTARHÁRUM MÉR FINNST ÞAÐ FRÁBÆRT JÓN, ÞÚ MÁTT EKKI EIGA HANA LENGUR... ÉG ELSKA HANA MAMMA ER AÐ FARA Í BÆINN. VANTAR ÞIG EITTHVAÐ? MIG VANTAR NÝJAN HATT... HVAÐA STÆRÐ? MEÐAL AÐ HUGSA SÉR... FYRIR 45 MILLJÖRÐUM ÁRA VAR JÖRÐIN BARA RYKSKÝ OG FYRIR 3 MILLJÖRÐUM ÁRA KOMU FRAM FYRSTU ÖRVERURNAR, SÍÐAN LÍFIÐ Í SJÓNUM, SVO RISAEÐLURNAR, FUGLARNIR, SPENDÝRIN OG AÐ LOKUM MAÐURINN OG ÁRIÐ 2007 ER ÉG HÉRNA HÁPUNKTUR ÞRÓUNARINNAR GÓÐI BESTI! ÞEGAR MAÐURINN ÞINN SEGIST EKKI HAFA EFNI Á ÞVÍ AÐ KAUP HANDA ÞÉR NÝJAN KJÓL... FÆRÐ ÞÚ EKKERT MEÐ ÞVÍ ÖSKRA EÐA FARA AÐ GRÁTA... PRÓFAÐU AÐ FARA Í EFNISLÍTINN NÁTTKJÓL NÆSTAN BJÓÐUM VIÐ Á SVIÐ MANNINN SEM HEFUR GERT ALLT VIT- LAUST Á LESTAR- STÖÐVUNUM SUNNAN VIÐ 34. STRÆTI... LÍKAR ÞÉR EKKI VIÐ GJÖFINA ÞÍNA LALLI? MÉR FINNST ÞETTA FÍN HÚFA... EN ÉG VEIT EKKI HVENÆR ÉG MUNDI NOTA HANA ÉG HELD AÐ ÉG GÆTI VILJAÐ SKILA HENNI... ÞAÐ ER ALLT Í LAGI HVAÐ ER AÐ? ÞÚ SKILAR GJÖFUM FRÁ MÉR Á HVERJU ÁRI ÞAÐ ER ÖÐRUVÍSI! ÞÉR ER ALLTAF SAMA ÞAÐ ER LANGT NIÐUR... EN ÞAÐ VAR NÚ EINU SINNI HUGMYND -IN... ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KVEÐJA Í SÍÐASTA SINN Á MEÐAN, NIÐRI Á GÖTUNNI... KOMDU MEÐ VESKIÐ ÞITT! ÉG SPYR ÞIG EKKI AFTUR! dagbók|velvakandi Að breyta skorpu ÞEGAR ég sá þurrar pizzuskorpur um daginn, sem veitingahússgestir leifðu á diskum sínum, varð mér hugsað til sérstaks kraftaverks – kraftaverks sem breytir þurri skorpu í gómsætt lostæti. Ég ætla ekki að lofa fátækt og hungur en undir slíkum kring- umstæðum bragðast þurr skorpa sérstaklega vel. Kraftaverkið felst í því að fasta í einn sólarhring og leggja sér svo skorpu til munns. Þannig breytir maður skorpu úr ólystugum afgöngum í bragðgóðan mat sem nútímamenn fleygja í ruslið. Það er fjöldi fólks í þessu hnatt- þorpi sem leggur sér gómsætar skorpur til munns daglega. Fyrir stríðsalda sælkera vellystingarþjóð- félaga þykir slíkur smekkur fábrot- inn og lítt skiljanlegur. Trúin á kraftaverk er hvort eð er löngu úrelt. En kraftaverkin gerast. Hinn ríki leitar kraftaverkanna með auði sín- um án þess að finna þau en hinn fá- tæki fær þau fyrir ekkert með hungri sínu. Að breyta skorpu er kraftaverk ósýnilegt augum hinna ríku þótt það gerist á hverjum degi hjá óþekktum vesalingum í heimi hversdagsleikans. Einar Ingvi Magnússon. Kurteisi Í VELVAKANDA 23. maí kvartar Jóna Rúna Kvaran undan ókurteisi fólks. Mín reynsla er ekki sú sama. Ég er nokkuð fatlaður og á í vanda með gang oft og tíðum. Alls konar ókunnugt fólk á öllum aldri hefur boðið mér hjálp við að bera poka o.fl. Íslendingar eru, að fenginni reynslu undanfarið, mjög hjálplegir og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Hins vegar get ég ekki hrósað landanum þegar út í umferðina kemur því að þá virðast margir breytast í hrein óargadýr. Þar má þjóðin taka sér tak og læra af ýmsum öðrum þjóð- um. Páll B. Helgason. Bakpoki týndist SVARTUR Nike-bakpoki sem inni- hélt m.a. Manchester United- búning týndist í strætisvagnaskýli við Suðurgötu fimmtudaginn 24. maí. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 863-7383. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞEIR mega ekki vera lofthræddir, mennirnir sem vinna við viðhald á há- hýsunum á Skúlagötu. Morgunblaðið/G. Rúnar Eins og fuglinn fljúgandi FRÉTTIR Í DAG, laugardaginn 26. maí, eru liðin 100 ár frá því að Kleppsspítali tók til starfa. Af því tilefni verður fjölbreytt afmælisdagskrá fyrir al- menning við Kleppsspítala þar sem verður opið hús og almenningi gefst kostur á að kynna sér starfsemina. Almenningi verður einnig boðið að koma og skoða unglingageðdeild BUGL við Dalbraut, meðferðar- heimilið Laugarásvegi 71 og deild 28 í Hátúni 10A Á afmælishátíðinni við Klepps- spítala verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá. Hún hefst klukkan 11 með hugvekju og leik lúðra- sveitarinnar Svans. Klukkan. 11:30 mun Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður menntaráðs Reykjavíkur, af- henda Kleppsspítala listaverkið pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson sem komið hefur verið fyrir utan Klepp. Eftir hádegi, kl. 14:00, á laugar- dag hefst málþing í samkomusal Klepps þar sem fulltrúar fagfólks, notenda og aðstandenda þeirra munu fjalla um fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Hagsmunasamtök um málefni geðsjúkra verða með kynningarbása á svæðinu við spítal- ann og verður þar mikið um að vera, útigrill og handverkssýning auk tón- listar- og skemmtiatriða. Ráðstefnu sem geðsvið Landspít- ala efnir til á Grand hóteli í tilefni 100 ára afmælis Kleppsspítala verð- ur framhaldið í dag. Afmælishátíð á Kleppsspítala Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.