Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 47
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ANNA Sigmond Guðmundsdóttir
heitir norsk-íslensk myndlistarkona
sem opnaði um helgina sýningu í
Nýlistasafninu. Anna sýnir þar stórt
rýmismálverk, hefur málað á veggi
og gólf safnsins.
Anna sækir myndefni á Netið, í al-
fræðiorðabækur og dagblöð meðal
annars. Sögulegar ljósmyndir sjást í
bland við nýrri myndir úr samtím-
anum. Áhorfandans er að taka inn
heildarmyndina, leggja sinn skilning
í hana.
– Titill sýningarinnar er Brauð og
dýr (Bread and Animals), hvaðan er
hann fenginn?
„Hann er fenginn af Netinu. Ég
leita mikið að myndefni á Netinu,
finn hluti þar og vel myndir sem
hægt er að nota. Sýningin hlaut
þetta nafn því þetta snýst einnig um
það hvernig maður horfir,“ segir
Anna. Valið á efni af Netinu sé þó
ekki ósjálfrátt.
Leitar í Google
„Ég leita að myndum eftir orðum
sem ég slæ inn í Google og vel mynd-
ir. Síðan færi ég myndirnar yfir í
Photoshop og vinn þær þar. Svo nota
ég myndir úr gömlum bókum, bý til
myndasafn sem ég get notað í sýn-
inguna.“ Leitarorðin fari eftir því
sem hún hefur í huga fyrir sýningu
hverju sinni.
Blaðamaður spyr hvort leitarorð-
unum skjóti upp í kollinum á henni
en Anna segir það af og frá.
„Allt er hluti af ákvörðun, að segja
að einhverju skjóti upp í huga manni
er ákveðin leið til að firra sig ábyrgð,
bera ekki ábyrgð á hlutunum. Það er
ekki þannig,“ segir Anna. En hvers
vegna notar hún gamlar myndir?
„Það er mjög áhugavert að nota
gamlar myndir. Fortíðin var skrá-
sett með öðrum hætti en gert er nú,
á okkar tímum. Hún er á ákveðinn
hátt mjög dramatísk, að vissu leyti
trúir maður aldrei myndunum því
þær eru svo ólíkar því sem er raun-
verulegt í dag.“
Anna segir að þegar þessum
gömlu myndum sé stillt upp með
nýjum myndum, myndum úr sam-
tímanum, gerist eitthvað mjög
áhugavert. „Það gerist eitthvað í
huga þér þegar þú horfir á þær, þú
verður hluti af sögunni, utan tíma.“
Leikur verði milli myndanna, áhorf-
andinn verði ekki fastur í núinu.
Mikilvægt að misskilja
„Það getur verið mikilvægt að
misskilja hlutina, til að geta skilið
þá,“ svarar Anna þegar blaðamaður
spyr hana hvort hægt sé að skilja
verkið með einum hætti eða mis-
skilja. „Ef þú misskilur mín skilaboð
þá hefurðu tekið eitthvað úr mínu
verki inn í þinn heim, náð einhverju
út úr því,“ segir Anna. Áhorfendur
eigi ekki að hafa áhyggjur af því
hvort þeir skilji verkið með réttum
hætti. Anna segist hafa stefnt að því
að ná ákveðinni blöndu af gam-
aldags, ýktu leikhúslátbragði, líkt og
sjá megi í þöglu myndunum, og álíka
ýktu myndmáli og líkamstjáningu í
nútímanum. Hana megi finna í aug-
lýsingum, þær séu eina sviðið þar
sem megi gerast svo ýktur án þess
að vera refsað fyrir það.
„Maður veit í raun ekki hvort
maður meðtekur þetta eða ekki,
maður hefur ekki stjórn á öllu sem
fer inn í huga manns,“ segir Anna.
Líta megi á samfélagið sem stóran
dávald, maður sé heppinn ef maður
sleppur við dáleiðsluna, stjórni því
ekki hvort maður láti dáleiðast eða
ekki. Anna hlær að lokinni þessari
lýsingu og segir nauðsynlegt fyrir
fólk að sjá sýninguna til að dáleiðast
ekki.
Brauð og dýr Önnu
Morgunblaðið/G.Rúnar
Nýló Hin norsk-íslenska listakonan Anna Sigmond Guðmundsdóttir er á hraðri uppleið í myndlistarheiminum.
Sýningin Bread and Animals
stendur til 8. júlí og er aðgangur
ókeypis.
Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU
föstudaginn 17. ágúst kl. 19.00
MIÐASALA: HALLGRÍMSKIRKJA - 12 TÓNAR -
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, KRISTNISJÓÐUR, REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA OG
VESTRA, HOLLENSKA SENDIRÁÐIÐ, MINNINGARSJÓÐUR MARGRÉTAR BJÖRGÓLFSDÓTTUR
Í HALLGRÍMSKIRKJU
lokatónleikar hátíðarinnar
sunnudaginn 19. ágúst kl. 19.00
Styrkt af
Reykjavíkurborg
2 0 0 7
einsöngvarar:
Robin Blaze kontratenór, Kirstín Erna Blöndal sópran, Elfa Margrét
Ingvadóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Alex Ashworth baritón,
Hrólfur Sæmundsson baritón og Benedikt Ingólfsson bassi
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og SCHOLA CANTORUM
stjórnandi: Hörður Áskelsson
ÍSRAEL Í EGYPTALANDI
eftir GEORGE FRIDERIC HANDEL
Óratóría í þremur þáttum - frumflutningur á Íslandi
Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU
mánudaginn 13. ágúst kl. 19.00
Í HALLGRÍMSKIRKJU
opnunartónleikar hátíðarinnar
laugardaginn 11. ágúst kl. 17.00
sunnudaginn 12. ágúst kl. 20.00
„ É g v i l l o f s y n g j a D r o t t n i “
K I R K J U L I S TAHÁT Í Ð
FESTIVAL OF SACRED ARTS
MESSA Í H-MOLL
eftir JOHANN SEBASTIAN BACH
einsöngvarar:
Monika Frimmer sópran, Robin Blaze kontratenór,
Gerd Türk tenór og Peter Kooij bassi
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju
stjórnandi: Hörður Áskelsson
11. - 19. ágúst
w w w. k i r k j u l i s t a h a t i d . i s
Málverk
Olíumálverk eftir
Ásgrím Jónsson frá
Hornafirði, merkt
Ásgrímur Jónsson frá
Þingvöllum, merkt
Upplýsingar
í síma 692 6084