Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 49
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is ÞÓTT glamúrinn sé jafnan mikill á kvikmyndahátíðinni í Cannes var hann skrúfaður í botn á fimmtudags- kvöldið á frumsýningu framhaldsmyndarinnar Ocean’s Thirteen. Franska rivíeran blómstraði þegar fallega fólkið íklætt dýrum fatnaði og hlaðið skart- gripum gekk rauða dregilinn. Angelina Jolie fékk mikla og verðskuldaða athygli ljósmyndara í sítrónugulum síðkjól eftir Emanuel Ungaro skreytt Chopard-demöntum. Hún var að sjálfsögðu í fylgd manns síns og stjörnu myndarinnar, Brad Pitt, en Jolie er einnig stödd í Cannes til að kynna mynd sína A Mighty Heart. Sterkur liturinn á kjólnum er mjög í takt við tíðarandann en bjartir litir eru áberandi í sumarfatnaði. Leikkonan Bai Ling fetaði svipaðan tískuveg en hún var í skærbleikum kjól við sumarlega og silfurlitaða skó. Hin smávaxna söngkona Kylie Minogue kaus að klæðast ekki síðkjól heldur var í svörtum korselett- kjól frá Dolce & Gabbana við mjög háhælaða skó. Kannski ekki mjög sumarlegt en þó töff. Einnig má nefna Ditu von Teese sem heillaði við- stadda í ljósgráum síðkjól með löngum slóða og Tildu Swinton sem braut venjur og klæddist skín- andi dragt. Myndarlegar aðalstjörnur myndarinnar tóku sig líka vel út í smóking með hárið greitt aftur eins og þeirra er siður. Öðruvísi Breska leikkonan Tilda Swinton var töff í dragt. Reuters Á bleiku skýi Bleiki liturinn á kjól Bai Ling fór vel við rauða dregilinn. Lítil en áberandi Söngkonan Kylie vakti lukku í Dolce & Gabbana. LITRÍKT og skínandi Sláandi Dita Von Teese lét taka eftir sér í glæsilegum síðkjól. Skín skært Angelina Jolie var flott í sítrónugulum Ungaro-síðkjól. Glæsileg Jean Paul Gaultier með fyr- irsætunni Morgane Dubled. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 49 Dre gi› í ásk rift arle ikn um á la uga rda ginn „Kraftaverki líkust.“ Observer „Framúrskarandi.“ Mail on Sunday „Sláandi.“ Th e Times „Stórsigur.“ Guardian                     * „Getur það verið að þetta sé satt? Þetta er áhrifamikil sjálfsævisaga … fyrir þá sem vilja lesa dramatíska sjálfsævisögu þar sem mannsandinn vinnur ótrúlegan sigur.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Mannlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.