Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 50

Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIN er frísk, fimm einstaklingar ranka við sér, limlestir og minnislausir í geymsluplássi fjarri al- faraleið. Húsnæðið rammgert og hljóðeinangrað. Mönnunum verður smám saman ljóst að átökin sem hafa skilið við þá í þessu ásigkomulagi stafa af því að tveir þeirra eru gíslar, hinir mannræningjar. Hver er vondur, hver er góður, er gátan í hasarmynd, hressi- legri lengst af. Spurningin vaknar sökum þess að í lát- unum opnaðist gaskútur með innihaldi sem olli dáinu og minnistapinu. Til að byrja með vinnur nýgræðing- urinn Brand vel úr aðstæðunum, síðan fer atburða- rásin fyrir gaslekann að rifjast upp, afturhvörfin verða þétt, ruglingsleg, of „snjöll“, á götóttum forsendum handritsins. Eftir stendur safaríkur hópur öflugra skapgerð- arleikara í ferskri, hraðri glæpamynd. Uppbyggingin minnir á fléttu úr þeirri frábæru Reservoir Dogs, og ófögnuði á borð við Saw, en heldur sig á hæverskari nótum. Færri hliðarsögur og dæmið hefði gengið upp. Unknown hefur B-myndasjarma sem er í stöku til- fellum ábending um að merkilegri hluta megi vænta frá kvikmyndasmiðunum. Leggjum nafn Brands á minnið. Hver er hvað og hvað er hver? KVIKMYNDIR Háskólabíó, Regnboginn Leikstjóri: Simon Brand. Með Jim Caviezel, Greg Kinnear, Joe Pantoliano, Barry Pepper, Peter Stormare. 98 mín. Bandaríkin 2006. Unknown  Sæbjörn Valdimarsson Ókunnur hefur yfir sér ákveðinn B-mynda- brag en leikstjórnin lofar góðu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRAMLEIÐENDUR áströlsku þáttarað- arinnar Stóri bróðir, eða Big Brother, hafa leg- ið undir ámæli fyrir að hafa ekki látið Emmu Cornell, einn keppenda, vita af því að faðir hennar væri látinn. Stóri bróðir er raunveruleikaþáttur og fer fram í sérsmíðuðu húsi sem er í raun stór sjón- varpssviðsmynd með ógrynni myndavéla sem fylgjast með íbúum. Keppendur samþykkja þá skilmála að þeir fái ekkert að vita af því sem gerist utan veggja hússins, en í því dvelja þeir þar til þeir eru kosnir burt af sjónvarpsáhorf- endum. Cornell mætti til leiks fyrir mánuði og veit ekki enn að faðir hennar, Raymond, lést fyrir viku úr krabbameini. Á vefsíðu keppninnar hefur nú verið birt bréf frá bróður Cornell, Matt, þar sem fram kemur að málið hafi verið rætt áður en hún hóf leikinn, þ.e. Stóra bróður. ,,Emma vissi að það væri möguleiki að faðir okkar myndi deyja á meðan hún tæki þátt í Stóra bróður,“ segir í bréfinu. Unnusti Emmu, Tim Stanton, segir líklegt að hún taki fréttunum illa þegar út kemur en muni skilja að ekki hafi verið hægt að láta hana vita. Faðir hennar hafi lengi þjáðst af krabba- meini. Stóri bróðir í Ástralíu hefur áður hlotið harða gagnrýni. Í fyrra var tveimur körlum vikið úr keppni fyrir kynferðisbrot gagnvart konu í þættinum, sem þótti þó ekki sannað. Þáttaröðin nú þykir í grófari kantinum kyn- ferðislega. Ekki látin vita af andláti föður síns - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Fracture kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Condemned kl. 10 B.i. 14 ára Spider Man 3 kl. 4 (450 kr.) - 7 B.i. 10 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 4 (450 kr.) - 6 Pirates of the Carribean 3 kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9 - 11 B.i. 10 ára Pirates of the Carribean 3 kl. 1 - 5 - 9 LÚXUS Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Unknown kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 It’s a Boy Girl Thing kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 3 - 6 - 9 B.i. 10 ára FALIN ÁSÝND eee „Falin ásýnd er vönduð kvikmynd...“  H.J., MBL It’s a Boy Girl Thing kl. 1:30 - 3.45 - 5.50 Spider Man 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar 30.000 MANNS! eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær! ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST. ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA. FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM. eee F.G.G. - FBL eeee S.V. - MBL „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is D.Ö.J. - Kvikmyndir.com og VBL M.M.J. - Kvikmyndir.com og VBL POWERS ÝNING Í DOLBY DIGITAL KL. 11 Í SMÁRA BÍÓI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.