Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 52
52 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einn dag í október fékk égsímtal frá Björk Guð-mundsdóttur. Hún var
stödd í snekkjunni sinni við Túnis
og ég var nýbúinn að senda henni
SMS sem hljómaði einhvern veginn
svona: „Þátturinn var sýndur í
fyrradag. Sástu hann? Þú varst
bjútífúl …“
Þetta var sjónvarpsþáttaröðinTíu fingur sem ég átti við, en
hún var undir minni umsjón. Björk
var svo góð að segja nokkur orð í
sjónvarpinu um Sigrúnu Eðvalds-
dóttur fiðluleikara, sem fyrsti þátt-
urinn fjallaði um. Sigrún var í
strengjaoktettinum sem spilaði
með Björk á leið hennar í kringum
hnöttinn fyrir nokkrum árum og
því tilvalið að fá hana í örstutt við-
tal.
Nei, Björk hafði ekki séð þáttinnog var að hringja í mig út af
öðru. Erindið var að spyrja mig
hvort ég væri til í að ferðast með
henni um heiminn í 12 til 18 mán-
uði. Spila á orgel, sembal, klaví-
kord, selestu og píanó, bæði einn
með henni og líka í hljómsveitinni
sem myndi leika með henni. Volta,
nýja platan hennar, sem þá hét ekki
neitt, átti að koma út um vorið og
ferðalagið, eða túrinn, væri hugs-
aður til að fylgja plötunni eftir.
Þetta kom mér ekki eins mikið áóvart og sumir kynnu að ætla.
Við Björk unnum saman að því að
gera tónlistina við Tetralógíuna
hennar Gabríelu Friðriksdóttur,
sem sýnd var á Feneyjatvíær-
ingnum fyrir tveimur árum. Og í
beinu framhaldi fékk Björk mig til
að spila á diskinum Drawing
Restraint 9, sem innihélt tónlistina
við samnefnda kvikmynd eftir eig-
inmann hennar, Matthew Barney.
Loks spilaði ég á klavíkord (sem er
einn af forfeðrum píanósins) í hinu
innhverfa lagi á Volta „My Juve-
nile“. Þannig að þetta lá einhvern
veginn í loftinu, ég hálfpartinn fann
það á mér.
Síðan ég fékk símtalið frá Túniser liðið rúmt hálft ár og þegar
þetta er skrifað erum við öll stödd í
Vancouver í Kanada. Fyrsti hluti
túrsins er nánast á enda og ég er að
koma heim eftir fáeina daga. Ég
verð samt ekki lengi á Íslandi, að-
eins í viku eða svo, þótt planið sé að
vera aðeins á ferðalögum annan
hvern mánuð, og eiga frí hina mán-
uðina.
Hingað til hafa tónleikarnir tek-ist ótrúlega vel. Hvort sem
Björk kemur fram í sjónvarpinu
eða á tónleikum, þá er hún alltaf
mögnuð. Tónlistarlega séð er hún
svo mikill heimsborgari; hún bland-
ar saman öllu mögulegu í lögum
sínum, og samt virðist það ávallt
ganga upp. Við í hljómsveitinni er-
um afar ólík, en engu að síður held
ég að það sé sterkur heildarsvipur
á þeim hljóðheimi sem tónleika-
gestum er boðið upp á. Mér finnst
ég a.m.k. vera hluti af gríðarlega
öflugum hópi. Með tónlist sinni
sameinar Björk ekki aðeins svokall-
aða há- og lágmenningu, heldur
líka brot úr tónlistarhefðum ólíkra
landa og sýnir að samvinna mis-
munandi þjóða getur vel gengið
upp, þó ekki nema í tónlistinni.
Í þessum pistlum, sem munu birt-ast vikulega, hyggst ég segja
frá því helsta sem gerist á ferðalag-
inu með Björk. Allt mögulegt
áhugavert hefur komið upp sem
tengist stærri málefnum tónlist-
arheimsins, og einnig það verður
umfjöllunarefni mitt hér á komandi
vikum. Tónlistarheimurinn er stöð-
ugt að breytast og ég er sífellt að
læra eitthvað nýtt. Vonandi tekst
mér að miðla einhverju af því hér.
»Erindið var aðspyrja mig hvort ég
væri til í að ferðast með
henni um heiminn í 12
til 18 mánuði.
Margt um Bjarkar-manninn Af sviðinu á tónleikum Bjarkar í Vancouver síðastliðið miðvikudagskvöld.
senjonas@gmail.com
Á TÚR MEÐ BJÖRK
Jónas Sen
„Þú varst bjútífúl“
eee
V.J.V. TOPP5.IS
WWW.SAMBIO.IS
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6:15 - 8 - 10 - 11:10 - 11:30 B.i. 10 ára DIGITAL
GOAL 2 kl. 3:40 - 5:50 B.i. 7 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 1:50 LEYFÐ
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 1 - 2 - 4:30 - 6 - 8 - 10 - 11:30-POWER B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 1:30 - 4:45 - 8 -11:10
ZODIAC kl. 6 - 8 - 9 - 11:30 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 5:50 - 10:10 B.i.16.ára
SPIDER MAN 3 kl. 12:30 - 3 B.i.10.ára
BLADES OF GLORY kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:50 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við hjara veraldar
„Besta Pirates myndin í röðinni!
Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira
tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“
tv - kvikmyndir.is
Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR
laugardag og sunnudag og mánudagSparBíó* 450kr
PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA SPIDERMAN 3 KL. 12:30 Í ÁLFABAKKA BLADES OF GLORY KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA KL. 2 Í KEFL.
www.SAMbio.is