Morgunblaðið - 01.06.2007, Side 26

Morgunblaðið - 01.06.2007, Side 26
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ífrístundunum finnst mér skemmtileg-ast að fara út að ganga niður með sjó,setjast á stein og anda að mér ferskulofti, leyfa náttúrunni að hlaða mig, hreinsa og efla. Á sumrin finnst mér líka voða gott að leggjast í grasið og horfa til himins. Þá finn ég fyrir barninu í mér því þetta gerði ég svo oft sem krakki og át hundasúrur,“ segir Marta Eiríksdóttir, sem ætlar ásamt 17 ára dóttur sinni, Hrafnhildi Ásu Karlsdóttur, að standa fyrir mæðgna- námskeiði á morgun í Gerðu- bergi. Þurfa frelsi til að þroskast Þetta er námskeið fyrir mæðgur allt frá 11 ára aldri til að leika sér saman og efla jákvæð tengsl sín í milli. „Að vera besti vinur barna sinna þýðir að tala við þau, hlusta á þau og verja tíma með þeim enda meta börn meira samverustundirnar með okkur heldur en gjafir frá okkur. Við mæðg- urnar höfum alltaf verið góðar vinkonur. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála, en ég segi stundum við hana að ef ég væri jafn- gömul henni, þá væri hún besta vinkona mín. En hún er dóttir mín og það ber að virða og gefa henni frelsi til annars en að hanga í pils- faldi móður sinnar. Ég gaf henni grænt ljós á að þroskast í Menntaskólanum á Laug- arvatni, en þar hóf hún nám sl. haust og líkar afskaplega vel. Þar er hún á kafi í fé- lagslífi og hefur eignast marga góða vini. Við mömmurnar meg- um nefnilega ekki vera of eigin- gjarnar á dætur okkar og ef við höfum sáð í þær góðum fræjum í uppvextinum þá er rétt að athuga hvort það vaxi ekki og dafni án þess að við séum nærri,“ segir Marta. Dagskrá nám- skeiðsins inniheldur uppbyggilegar leiklist- aræfingar og vinna mæðgur saman í verk- efnum, að sögn Mörtu. „Við notum eitthvað leikbúninga og förum í leikspuna. Við syngj- um saman því söngurinn eflir gleðina í okkur ásamt því að dansa. Dansinn eflir lífsorkuna og losar um feimni ásamt leiklistinni. Nám- skeiðið endar í léttum jógaæfingum, sem sjá til þess að skila okkur heim í fullkomnu jafn- vægi. Í pásu smökkum við á girnilegri heimabakaðri mömmu- súkkulaðiköku úr lífrænu hráefni. Allt kynslóðabil hverfur eins og dögg fyr- ir sólu. Mæðurnar fyllast stolti yfir dugn- aði og hæfileikum dætra sinna og dæturnar sjá nýjar og skemmtilegar hliðar á mæðrum sínum,“ segir Marta og bætir við að nám- skeiðið sé bæði fyrir ungar og eldri mæðgur. Vex í gegnum sjálfsræktina Marta er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengi sem kennari. Hún hefur að auki kennt leiklist í tæp tuttugu ár, en kýs nú orðið líka að kalla sig dansþerapista þar sem dansinn er svo virkur í allri sjálfsrækt til aukinnar orku og betri heilsu. Þegar forvitnast er nánar um áhugmálin hennar Mörtu er dansinn efstur á blaði auk fallegrar tónlistar, leiklistar og samveru- stunda með fjölskyldunni og öðru góðu fólki. „Ég hef líka gaman af sagnfræði og kíkti á Þjóðminjasafnið um daginn sem er frá- bærlega vel heppnað eftir endurbæt- urnar. Hollustueldamennska er líka áhugaverð og gefur mér orku í allt það sem ég er að framkvæma,“ segir Marta að lokum. Allar mæðgur ættu að leika sér saman Ljósmynd/Ellert Grétarsson Mæðgurnar Marta Eiríksdóttir og Hrafnhildur Ása Karlsdóttir, þær mæðgurnar eru góðar vinkonur þó að þær séu auðvitað ekki alltaf sammála. |föstudagur|1. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Vínekrueigandi Troplong Mon- dot í St. Emilion, Christine Va- lette, mun fræða landann um vín sín í sk. „masterclass“. »28 vín Ferfættu heimilisvinir geta nú fengið útrás á eigin húsgögnum því Ikea hefur sérhannað mubl- ur fyrir hunda og ketti. »28 hönnun Sigurður Kristinn Haraldsson borðar fisk í vinnunni fjórum sinnum í viku, en eldar sjaldan heima hjá sér. »30 matur Albert Guðnason frá Snærings-stöðum í Svínadal kenndi Sigurði Sigurðarsyni dýralækni vísu og tildrög hennar. „Vísan fannst milli þilja þegar gamla baðstofan á Snæringsstöðum var rifin. Albert taldi sig hafa heimildir fyrir því að hún væri eftir Sölva Helgason og væri sjálfslýsing.“ Og vísan er svohljóðandi: Sölvi Helgason málverk myndar meistaralegri búinn snilld; heimspekinnar af lækjum lindar löngum teygar að sinni vild. Er því vísdómur ærumanns ofvaxinn sonum þessa lands. Sigurður veit ekki til þess að vísan hafi birst á prenti nema á Leirnum, póstlista hagyrðinga, nýlega. Vita lesendur betur? Svo kafar Sigurður í „krotbókina“ eins og jafnan og finnur að þessu sinni efni frá litla hagyrðinga- mótinu, en siður er að fá hagyrðinga til að fara með frumsamið efni á fundum Iðunnar. Yrkisefnin voru þrjú, sumar, kindur og Jói í Stapa. Og vísa Sigurðar sameinaði það allt: Ekki er leystur allur vindur úr þeim sem að ljóðin skapa. Sagt er mér að sumar kindur séu líkar Jóa í Stapa. Næst yrkir Sigurður um kindina og sumarið: Ég elska fjallafáluna sem frelsis nýtur að sumrinu og líka gömlu gáluna sem gleðst af hrútakumrinu. Og Jói í Stapa yrkir um sauðkindina: Sauðkindin sem Guð oss gaf gjarnan verður hagaprýði, þó að hún sé hötuð af heilaþvegnum götulýði. VÍSNAHORNIÐ Af Sölva og götulýðnum pebl@mbl.is Besti tími dagsins: Á morgnana er kyrrðin mest og þá kem ég mestu í verk. Uppáhaldsmatsölustaður: Garðurinn við Klapparstíg því þar er rólegt andrúmsloft og bragðgott grænmetisfæði. Besta slökunin: Að vera úti í náttúrunni, lestur góðrar bókar, nudd, heiti potturinn og jafnvel dans. Fallegasti staðurinn á Íslandi: Þórsmörk, því þar er svo magnaður kraftur sem leynist í sal guðanna. Besta sundlaugin: Sú flottasta er í Reykjafirði fyrir vestan, en þar má maður synda hvenær sem er sólarhringsins. Engin gæsla er á staðnum sem ber vott um að gestum er fullkomlega treyst fyrir góðri umgengni. Marta mælir með … Það er gott að eiga góðan forrétt er að gesti ber að garði. Ragnar Óm- arsson matreiðslumeistari gefur hér uppskrift að gröfnum lambavöðva. Appelsínugrafinn lambavöðvi Fyrir 4-5 300 g lambavöðvi (hryggur eða læri) 3 msk. salt 1 msk. sykur 1 msk. púðursykur 1 tsk. rósapipar 2 tsk. timjan 2 tsk. rósmarín 2 msk. koníak eða grand marnier börkur af ½ appelsínu nýmalaður svartur pipar Fituhreinsið lambavöðvann og setjið í skál. Blandið saman berki og þurrefnum, utan teskeið af timjan, rósmarín og svörtum pipar. Stráið undir og yfir vöðvann. Líkjörnum hellt yfir, filma sett yfir skálina og lát- ið standa í 8 klst. Skolið létt undir köldu vatni, þerrið og veltið vöðv- anum upp úr pipar og afgangnum af söxuðu rósmarín og timjan. Vöðvinn settur í plast, kældur og skorinn í sneiðar. Appelsínu og rúsínu-balsamico 2 msk. skalotlaukur (fínt saxaður) 1 msk. rúsínur ½ appelsína (skorin í litla bita) 4 msk. balsamik-edik 1 tsk. dijonsinnep 1 msk. hunang 1 msk. furuhnetur 4 msk. ólífuolía salt og pipar Mýkið lauk, rúsínur og furuhnetur í potti með matskeið af olíu þar til laukurinn er orðin glær. Þá er ediki, sinnepi og hunangi bætt út í og látið sjóða í mínútu. Kælið, bætið afgang- inum af olíunni og appelsínubitunum út í. Bragðbætt með salti og pipar. mbl.is/folk Litríkt Sumarlegur lambavöðvinn. Frísklegur sumarforréttur meistaramatur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.