Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9-12 opin handavinnustofa. Kl. 9- 16.30 opin smíðastofa. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa félags eldri borgara er lokuð í dag. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakka er opið virka daga kl. 9-17. Þar er t.d. hægt að kíkja í blöðin, spjalla, taka í spil. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 íþróttafél. Glóð: hringdansar (æfing), kl. 11.40 hádegisverður. Að- staða til að taka í spil, spila bobb og fara á göngu- bretti. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Garða- bergi kl. 12.30-15. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan á Hlaðhömrum verður opin alla virka daga í júní kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 „Bragakaffi“, kl. 10.30 lagt upp í létta göngu um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Hraunbær 105 | Kirkjuferð í Áskirkju kl. 14. Kaffi- veitingar í boði sóknarnefndar og kvenfélags kirkj- unnar. Verð kr. 300. Brottför kl. 13.30 frá Hraunbæ. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30-14.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal við lagaval Sigvalda. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofa opnar frá kl. 9, bingó kl. 13.30. Vorferð Vitatorgs verður farin fimmtudaginn 7. júní kl. 13. Farið verður um Álftanes í Heiðmörk og nágrenni, veitingar verða í Kríunesi við Elliðavatn, síðan keyrt um Rauðhóla og Hafravatn. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan byrjar aftur kl. 17. Kvöldbænir kl. 20. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Kaffi og djús í boði. Síðasta samveran í kirkjunni fyrir sumarfrí. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell 80ára. Á morgun, 2. júní,verður Ragnar Ólafs- son, fv. deildarstjóri á Skatt- stofu Reykjavíkur, Barmahlíð 6, Reykjavík, áttræður. Þau hjónin, hann og Theódóra Guðmundsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félags- heimili Seltjarnarness (við sundlaugina) laugardaginn 2. júní kl. 3–5. dagbók Í dag er föstudagur 1. júní, 152. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Asíuver Íslands – ASÍS, HA,HÍ, Miðstöð Asíufræða viðHáskólann í Gautaborg ogNorræna Asíustofnunin í Kaupmannahöfn halda á Akureyri dagana 1. til 3. júní Aðra norrænu ráðstefnuna um Asíutengd kynja- og kvennafræði. Dagný Indriðadóttir meistaranemi í kynjafræði er einn af skipuleggj- endum dagskrárinnar: „Ráðstefnan er vettvangur fræðafólks víða að úr heiminum til að fjalla um stöðu kyn- gervis (e. gender) í nútímasamfélagi,“ segir Dagný. „Dagskráin nú skoðar sérstaklega stöðu Asíubúa á tímum hnattvæðingar, m.a. kynhlutverk og -gervi bæði innan Asíu, en einnig hjá Asíubúum sem flust hafa út fyrir álf- una.“ Dagný segir tvö ólík sjónarhorn takast á í umræðunni um hnattvæð- inguna: „Annars vegar opnar hún tækifæri fyrir fjölda fólks til að ferðast, vera og gera það sem vilji þeirra og metnaður leyfir, en hins vegar er því haldið fram að hnattvæð- ingin hneppi ákveðna hópa í hálfgert þrælahald. Þessar andstæðu fullyrð- ingar má einnig skoða með augum kynjafræðinnar og finna áhugaverðar hliðstæður í valdatengslum kvenna og karla annars vegar og þróaðra og fá- tækra ríkja hins vegar,“ segir Dagný. „Brýnt er að skoða stöðu og þróun kyngervis og kynjasamskipta á tímum hnattvæðingar. Í íslensku samhengi er t.d. vert að athuga að næst stærsti hópur innflytjenda hér á landi er as- ískur að uppruna og mikilvægt að skilja þetta fólk og aðstöðu þess hér á landi, og þá um leið skoða hvort og hvernig þarf að haga málum best fyr- ir einstaklinginn og samfélagið allt.“ Þátttakendur ráðstefnunnar koma frá 16 löndum og flutt verða 25 erindi. „Aðalfyrirlesarar eru tveir: Frá Nat- ional Central University í Chungli, Taívan, kemur dr. Josephine Chuen- juei Ho, prófessor. Hún flytur fyr- irlesturinn „Bidding for Vulnerability: Asian Modernity and Its Emergent Gender Stance“. „Dr. Naila Kabeer prófessor við University of Sussex í Bretlandi flytur svo erindið „Recon- figurations of Marriage and Markets in the Context of Globalisation: Ref- lections on the Asian Context“.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.gender- ingasia2007.niasconferences.dk. Kynjafræði | Staða Asíubúa í brennidepli á ráðstefnu á Akureyri 1.-3. júní Kyngervi og alþjóðavæðing  Dagný Indriða- dóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1983, lauk námi í flug- umferðarstjórn 1986, BA-námi í þjóðfræði og kynjafræði frá HÍ 2003, kennsluréttindum frá sama skóla 2005 og leggur nú stund á meist- aranám í kynjafræði. Dagný starfaði við flugumferðarstjórn í 15 ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögukona og landverja um árabil. Myndlist Handverk og hönnun | „Á skör- inni“ hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10, sýnir Sigríður Ágústsdóttir, leirlistakona, hand- mótaða og reykbrennda vasa. Sigríður hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin „Á skör- inni“ er opin á skrifstofutíma til 28. júní. Uppákomur Sólheimar | Menningarveisla Sól- heima 2. júní til 19. ágúst. Opn- unarhátíð við Grænu könnuna, laugardaginn 2. júní kl. 13. Að- gangur ókeypis að öllum við- burðum. Tónleikar alla laugar- daga í Sólheimakirkju og hefjast kl. 14. Fjölbreyttur hópur lista- manna mun koma fram. Listhús Sólheima og verslunin Vala auk Grænu könnunar verða opin í allt sumar virka daga kl. 13-18. Laug- ardaga og sunnudaga kl. 12-18. Nánar á solheimar.is. Fyrirlestrar og fundir Guðfræðideild HÍ | Þýski guð- fræðingurinn dr. Jürgen Molt- mann heldur fyrirlestur í Hátíð- arsal Háskóla Íslands kl. 12. Fyrirlesturinn er haldinn í boði guðfræðideildar HÍ og verður fluttur á ensku. Yfirskriftin er: Hinn krossfesti Guð, guðfræði krossins. Sjá http://www.kirkj- an.is. Kringlukráin | París – félag þeirra sem eru einir. Júnífundurinn verður 2. maí á Kringlukránni kl. 11.30. Nýir félagar velkomnir. Lítið inn og kynnist góðum félagsskap. ELDINGU lýstur niður yfir Mumbai á Indlandi í gær. Úr heiðskýru lofti Reuters SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púk- ann til að lesa yfir textann og gera nauðsynlegar breyting- ar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirlesinn. Breytingar á skráningu inn í Stað og stund TORFUSAMTÖKIN efna til óvissugöngu um Skuggahverfið og gamla bæinn í Reykjavík laugardaginn 2. júní nk. Skoðuð verða farsæl dæmi um húsvernd í bland við gömul, ný og yfirvofandi skipulagsslys, eins og segir í tilkynningu. Safnast verður saman á Vitatorgi kl. 14. Pétur H. Ármannsson, Snorri Freyr Hilmarsson og fleiri sjá um leiðsögn. Göngunni lýkur með stuttri tónlistardagskrá kl. 15.30 við húsið Skjaldbreið, Kirkjustræti 8a. Allir eru velkomnir í gönguna. Óvissuganga um miðbæinn DOKTORSVÖRN við hugvísindadeild Háskóla Íslands fer fram í dag, föstudaginn 1. júní. Þá ver Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur dokt- orsritgerð sína, Bannfæring og kirkjuvald á Ís- landi 1275-1550. Lög og rannsóknarforsendur. Andmælendur eru dr. Haki Antonsson pró- fessor og dr. Orri Vésteinsson lektor. Oddný Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar, stjórn- ar athöfninni sem fer fram í Hátíðarsal Aðal- byggingar Háskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 14 og er öllum opin. Doktorsverkefni Láru hafði það markmið að skapa nýjar forsendur til rannsókna á heimildum um bannfæringu og dómstóla kirkju á tímabilinu 1275 til 1550, með því að rannsaka sögu íslenskra miðalda með hliðsjón af evrópskum viðmiðum og þróun. Nýju ljósi er varpað á lög og stjórnsýslu á Íslandi á miðöld- um með því að greina þau í samhengi við sögu almennu kirkjunnar sem stofnunar frekar en að leita skýringa á atburðum og stjórn- málaþróun innanlands. Leiðbeinendur í verkinu voru Már Jónsson, prófessor í sagn- fræði, Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði og Guðrún Ása Gríms- dóttir, vísindamaður við Árnastofnun. Doktorsvörn í sagnfræði Lára Magnúsardóttir HÁTÍÐ hafsins verður haldin í níunda sinn helgina 2.-3. júní nk. en hátíðin samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum. Árið 1999 voru þessir tveir hátíðardagar sameinaðir í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Markmið hátíðarinnar er að varpa ljósi á menningu og menntun tengda sjávarútvegi ásamt því sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem höfðar til flestra. „Ýmislegt hefur verið til gamans gert á þessum tveimur dögum á undanförnum árum. Sunnudagurinn, sem er hinn lögboðni frídag- ur sjómanna og ein elsta árlega hátíð sem haldin er á Íslandi, skart- ar afar hefðbundnum atriðum eins og róðrakeppni, ávörpum og hinum sívinsælu siglingum um sundin blá á gömlu Akraborginni, sem nú heitir Sæbjörg og er skip Slysavarnaskóla sjómanna. Á laugardeginum hefur í dagskránni verið litið til annarra þátta hafsins en sjómennskunnar og í ár geta gestir hlakkað til að skoða skrýtna fiska, smakka á öðrum, skoða ljósmyndasýningar, kynnast björgunarstörfum, og líta við í varðskipinu Tý. Einnig má fylgjast með tveimur ofurspennandi siglingakeppnum; Eyjahringur Brok- eyjar hefst kl. 12 og Brautarkeppni Snarfara kl. 16,“ segir í frétt frá Faxaflóahöfnum. Hátíð hafsins haldin um helgina FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. ÞRETTÁNDI árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út og er blaðið tæpar 90 síður að stærð, prýtt vel á annað hundrað ljós- myndum. Sem fyrr eru efnistökin fjölbreytt en á meðal efnis í blaðinu er ítarleg frásögn frá því er Goða- nes frá Norðfirði strandaði við Færeyjar fyrir hálfri öld. Rætt er við Ólaf Björn Þorbjörnsson, útgerðarmann og skipstjóra á Hornafirði, fjallað um nýtt síldarævintýri sem hugsanlega er í vændum og Kristín Steinsdóttir rithöfundur rifjar upp æskuminn- ingu frá uppvaxtarárum sínum á Seyðisfirði. Frumbirt er nýtt ljóð eftir Ingvar Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, sagt frá mannskæðum páskabyl á Fáskrúðsfirði, fjallað um erlenda athafnamenn á Austurlandi og Már Karlsson á Djúpavogi skrifar um 200 ára kirkjuhald í Papey. Margt fleira er að finna í blaðinu en ritstjóri þess er Kristján J. Kristjánsson frá Norðfirði. Utan Austurlands er meðal annars hægt að nálgast blaðið í Grandakaffi og verslunum Pennans-Eymundssonar á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri. Sjómannadagsblað Austurlands 2007 Í frétt blaðsins í gær um nýjan listmenntaskóla var rangfært að Verslunarráð Íslands ynni að stofnun hins nýja skóla. Hið rétta er að það er Viðskiptaráð Íslands sem hefur frumkvæði að verkefninu. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.