Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MIKIL fjölgun hefur orðið á sum- arhúsum síðastliðin ár. Bygginga- fulltrúar á Suðurlandi segja að álag- ið hafi aldrei verið jafnmikið og þetta sumar. Segja þeir að sumarhúsum hafi bæði fjölgað og þau einnig breyst. Árið 1996 voru 7.600 frístundahús á landinu en voru orðin 10.400 í apríl í fyrra. Tæpur helmingur sumarhúsa er á Suðurlandi og 35% allra frí- stundahúsa í landinu eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskóga- byggð. Skipulagsáætlanir gera ráð fyrir að sumarhús á Suður- og Vest- urlandi geti orðið allt að 64 þúsund. Allt að sexfalt stærri bústaðir Hilmar Einarsson er bygginga- fulltrúi uppsveita Árnessýslu og þar með beggja sveitarfélaganna. Hann segir ljóst að árið í ár verði metár hvað varðar uppbyggingu sumarbú- staða, álagið hafi aldrei verið jafn mikið. Allt árið í fyrra voru reist 376 sumarhús en nú þegar er búið að reisa 123 á hans umsjónarsvæði. Byggingafulltrúar eru sammála um að sumarhús fari ört stækkandi. Allt til 1998 var bundið í bygginga- reglugerð að sumarhús mættu ekki vera stærri en 50-60 fermetrar. Al- mennt eru húsin nú um helmingi stærri og nokkuð er um bústaði sem eru rúmlega 200 og allt upp í rúm- lega 300 fermetrar að flatarmáli. Jafnframt hefur lagaramminn rýmk- ast hvað varðar hönnun á bústöðum. Bústaðir eru því fjölbreyttari í útliti og margs konar gerðir til. Hilmar segir að arkitektar séu nú mun oftar en áður fengnir til að hanna sum- arbústaði og augljóst sé að meira fjármagn sé lagt í útlit þeirra en áð- ur. Meira af blönduðum byggðum Rúnar Guðmundsson, bygginga- fulltrúi í Rangárþingum eystra og ytra, segir að í mörgum bústöðum séu nú kjallari, bílskúr eða geymslu- húsnæði fyrir tæki og tól, s.s. tor- færuhjól og golfvagna. Hann segir þessa þróun hvað varðar stærð og notkun sumarhúsanna hafa verið mjög hraða. Raunar sé þróun í skipulagsmálum á svæðinu ekki ein- skipulagsbreytingar ættu sér stað þar. Framboð á sumarhúsalóðum væri mikið og margar jarðir væru um þessar mundir teknar úr land- búnaðarnotum og skipulagðar sem sumarhúsabyggðir. ungis tengd sumarhúsa- eða frí- stundabyggðum. „Hér er að koma meira af svokölluðum blönduðum byggðum. Þar er þá bæði frístunda- byggð og íbúðarbyggð. Jafnframt eru síðan líka stærri spildur þar sem eru íbúðarhús og þá jafnvel með lög- býlisrétt. Maður sér líka að fólk er farið að kaupa stærri spildur sem eru þá með hesthúsum og stórum íbúðarhúsum.“ Hann segir alla þessa þróun bera því vitni að það séu margir sem hafi hug á að koma sér upp einhvers konar aðsetri á lands- byggðinni og hafi nokkurt fé á milli handanna. Rúnar segir að nú sé „sumarhúsa- bylgjan“ að koma af fullum krafti til Rangárþings eystra og Rangárþings ytra og á næstu árum eigi mörg svæði þar eftir að verða þéttbýlar sumarhúsabyggðir. Á skrifstofu byggingafulltrúa Borgarbyggðar fengust þær upplýsingar að miklar Sumarhús stærri og fleiri Morgunblaðið/RAX Bylgja Sumarhús eru um margt öðruvísi en þau voru áður. Byggingafulltrúar á Suðurlandi og Vesturlandi segja stefna í metár hvað varðar fjölgun sumarhúsa Í HNOTSKURN » Sumarhúsum hefur fjölgaðmjög síðustu ár. » Byggingafulltrúar segja aðálagið hafi aldrei verið jafn- mikið og nú í ár. »Ekki er lengur tilgreint íreglugerð hvað sumarhús mega vera stór. Þess í stað eru reglurnar í deiliskipulagsskil- málum og skilmálum frá landeig- endum. »Bústaðirnir hafa stækkaðverulega. ÆI, EKKI koma alveg svona nálægt mér, gæti Óliver verið að hugsa þegar kisinn Máni strýkur skottinu við höfuð hans. Óliver virðist heldur lítið gefið um köttinn þar sem þeir njóta þó báðir lífsins í grænni sumarveröld. Máni er augljóslega sáttur við Óliver þar sem hann læðir sér um grasið á hljóðlátan hátt eins og katta er siður. Æi, ekki alveg svona nálægt! Morgunblaðið/RAX SCANVAEGT International, dótt- urfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks IX. Danakonungs fyrir framúrskar- andi árangur í útflutningsstarfi við athöfn í Fredensborgarhöll. Scan- vaegt er rótgróið fyrirtæki í þróun og sölu véla til matvælaframleiðslu, en Marel keypti alla hluti í því síð- astliðið haust. Samkvæmt fréttatilkynningu seg- ir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Scan- vaegt, þetta mikinn heiður, góða við- urkenningu á starfi síðustu ára og hvatningu til áframhaldandi vaxtar á heimsvísu. Carnitech í Danmörku, AEW Del- ford á Englandi og Marel ehf. á Ís- landi heyra einnig undir Marel Food Systems-samstæðuna. Hinrik prins afhenti Lárusi Ásgeirssyni útflutningsverðlaun Konungleg viðurkenning Heiður Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, afhendir Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, forstjórum Scanvaegt, verðlaunin. GRÉTA Ingþórs- dóttir hefur verið ráðin aðstoðar- maður Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu. Gréta fæddist í Reykjavík árið 1966. Hún hefur verið framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins í tæp átta ár. Hún var útgáfustjóri aðalnámskrár í menntamálaráðuneytinu 1998-1999 og þar áður blaðamaður á Morgun- blaðinu. Hún er stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík, með BA-próf í þýsku frá Háskóla Íslands og hefur verið í meistaranámi í hagnýtum hagvísind- um við Háskólann á Bifröst. Gréta er í sambúð með Gísla Hjart- arsyni. Þau eiga tvö börn á lífi. Gréta Ingþórsdóttir Ráðin að- stoðarmaður forsætis- ráðherra HANNA Katrín Friðriksson hefur verið ráðin að- stoðarmaður Guð- laugs Þórs Þórð- arsonar heilbrigð- is- og trygginga- málaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul og hefur BA-próf í heimspeki og hag- fræði frá Háskóla Íslands og MBA- próf frá University of California, Dav- is. Hanna Katrín hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri stjórnunar- sviðs Eimskips, sem framkvæmda- stjóri Háskólans í Reykjavík og einn- ig sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá hefur Hanna Katrín sinnt ráðgjöf á sviði stefnumótunar og breytinga- stjórnunar, auk kennslu í Stjórnenda- skóla Háskólans í Reykjavík. Guðlaugur Þór fær að- stoðarmann Hanna Katrín Friðriksson ♦♦♦ ÁRNI Helgason hefur tekið við sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Þetta var ákveð- ið í stjórn þing- flokksins og var staðfest á fundi þingflokks í gær. Hann tekur við af Grétu Ingþórsdóttur sem gegnt hefur starfinu í tæp átta ár, en hefur nú verið ráðin aðstoðarmað- ur Geirs H. Haarde forsætisráð- herra. Árni hefur áður sinnt trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003 til áramóta 2006. Árni er 25 ára gamall nemi við lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk BA-gráðu í lögfræði frá skól- anum árið 2005 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001. Hann er varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, og sat í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, 2004-2006, þar af sem oddviti félagsins starfsárið 2005-2006. Árni ráðinn í stað Grétu Árni Helgason LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur haft afskipti af 28 ökumönnum sem voru undir áhrifum fíkniefna það sem af er ári. Er um gríðarlega aukningu að ræða í þessum mála- flokki en á öllu síðasta ári voru færri en tíu ökumenn teknir undir áhrifum efna hjá embættinu. Auðséð er að slík aukning á ekki aðeins við um embætti lögreglunn- ar í Borgarnesi og má nefna að samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akranesi eru þar fleiri ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna en þeir sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Á öllu síðasta ári voru rúmlega níutíu ökumenn kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna en á fyrstu fimm mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 150 talsins. Fleiri undir áhrifum efna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.