Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SJÖ göngugarpar fóru um helgina á fimm tinda í fimm landshlutum og söfnuðu áheitum til styrktar Sjón- arhóli, sem er ráðgjafarmiðstöð fyr- ir foreldra langveikra og fatlaðra barna. Ferðalagið hófst klukkan fjögur á föstudaginn og stóð sleitu- laust í tvo og hálfan sólarhring. Einn göngumanna, Leifur Dam Leifsson, segir að hópurinn hafi samtals fengið um tveggja til þriggja tíma svefn meðan á förinni stóð og að menn hafi verið orðnir mjög þrekaðir um tíma, enda lenti hópurinn í villum við Snæfell. Klökkir á tindi Snæfells Framanaf gekk ferðin eins og í sögu. Hópurinn gekk í góðu veðri á Heiðarhorn á Vesturlandi, Kaldbak á Vestfjörðum og Kerlingu á Norð- urlandi. Gangan á Kerlingu var erf- ið, en gekk snurðulaust fyrir sig. Þaðan lá leiðin austur á land þar sem freista átti uppgöngu á Snæfell. „Við lentum í því að bíllinn festist svo við þurftum að labba dágóðan spotta að fjallinu. Síðan töldum við okkur hafa fundið uppgönguleiðina og lögðum af stað, en þegar við vor- um komnir upp í 1500 metra hæð kom í ljós að við vorum á bandvit- lausri leið. Við þurftum því að fara aftur niður af fjallinu, krækja fyrir skriðjökul, ganga meðfram fjallinu og þaðan upp á topp.“ Þetta tók verulega á mannskap- inn að sögn Leifs, því gangan á Snæfell átti aðeins að taka fjóra tíma, en varði í raun í átta tíma. „En þegar við náðum toppnum var eins og maður fylltist af orku á ný. Menn voru bara klökkir því þetta ætlaði aldrei að ganga hjá okkur.“ Síðasti áfanginn í ferðinni var tindur Heklu og náðist hann klukk- an hálf fimm á mánudagsmorgun. Félagar í ferðaklúbbnum 4x4 keyrðu sjömenningana upp í fjalls- rætur. „Svo hlupum við bara þessa rúma fjóra kílómetra á tindinn og til baka.“ Undirmannað á Sjónarhóli Leifur segir ekki liggja fyrir hversu mikið fé muni safnast en nú þegar skipti það hundruðum þús- unda. Guðríður Hlíf Aðalsteins- dóttir, framkvæmdastjóri Sjón- arhóls segir að féð úr söfnuninni verði fyrst og fremst nýtt til þess að ráða nýjan ráðgjafa. Starfsfólkið annar ekki lengur verkefnum og sérstaklega er eft- irspurn mikil eftir þjónustu úti á landi. Í bígerð er að senda ráðgjafa til Akureyrar og gera með því fleiri foreldrum kleift að nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá Sjón- arhóli. Svefngalsi Félagarnir voru kátir en þreyttir eftir sleitulaust ferðalag í tvo og hálfan sólarhring. Gengu á fimm tinda til styrktar Sjónarhóli Í HNOTSKURN »Sjónarhóll veitir for-eldrum langveikra og fatl- aðra barna leiðsögn um úr- ræði og möguleika í kerfinu. »Fyrir stofnun Sjónarhólseyddu foreldrar miklum tíma í upplýsingaleit á mörg- um stöðum. »Þau sem vilja leggja söfn-uninni lið geta fengið upp- lýsingar á heimasíðunni www.5tindar.is eða haft sam- band við Sjónarhól. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NÝJUNGAR á sviði stofnfrumna voru kynntar á fundi í Blóðbank- anum í gær en þá var fjallað um notk- un stofnfrumna í vefjaverkfræði og frumumeðferð á Íslandi. Að fund- inum stóðu Blóðbankinn, verkfræði- og læknadeildir Háskóla Íslands, Össur hf. og University of California í San Diego. Að sögn Bernhards Ö. Pálssonar, prófessors við University of California, sameinar vefjaverk- fræði líffræði, verkfræði og lækn- isfræði. Nær endalausir möguleikar Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem finnast m.a. í beinmerg. Þegar þær skipta sér geta þær annað hvort haldið sér sem stofnfrumur eða breyst í ákveðna, sérhæfða vefjategund. Bernhard segir blóðbanka hingað til hafa ein- beitt sér að merg og stofnfrumum í honum til að búa til blóðfrumur. Nú sé hins vegar stefnt að útvíkkun starfseminnar í meðhöndlun og rann- sóknum á stofnfrumum sem geti framleitt aðra vefi, svo sem brjósk, bein og sinar og í framhaldi af því væri hugsanlega hægt að skoða taugafrumur. Í framtíðinni sé stefnt að því að framleiða vefi til að end- urnýja hjartavöðva eftir hjartadrep. „Möguleikarnir eru næstum því ótakmarkaðir, það verður hægt að gera við næstum hvað sem er,“ segir Sigurður Brynjólfsson, forseti verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Sig- urður segir verkfræðina vera á hraðri leið inn í þessa veröld heil- brigðisvísinda. Yfirleitt byggist verk- fræði á mikilli stærðfræði og eðl- isfræði en þessi nýja lífverkfræði byggist meira á líffræðilegum grunni og hvernig nota eigi líffræði við hönn- un. Það sé þó ekki nýtt að verkfræði tengist læknavísindum því finna má mikið af verkfræði á spítölum í kring- um tækin sem þar er að finna. Taugar skipi gervilimum fyrir Dr. Hilmar B. Janusson, fram- kvæmdastjóri rannsóknar- og þróun- arsviðs Össurar hf., segir það hafa legið beinast við að fara í samstarf með Blóðbankanum því þar sé að finna mikla hæfni til að framkvæma hlutina. „Þeir eru komnir langlengst í meðferðarúrræðum og eru holdgerv- ingur þessara breytinga. Þar er fólk sem kann að taka þetta frá byrjun til enda.“ Hilmar segir þátt Össurar í þessu vera að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum sem bjóðast til að þróa tækni eða tækjabúnað sjúklinga þeirra. Þeir sjúkdómar sem þeir séu að fást við, t.d. sykursýki, slitgigt eða krabbamein, séu sjúkdómar sem ver- ið er að þróa frumumeðferðarúrræði við. Bernhard bætir við að í framtíð- inni væri jafnvel hægt að tengja gervilimi, sem Össur framleiðir ásamt öðru, inn í taugakerfi þannig að taugar geti gefið gervilimunum skipun. Það yrði gert með vefjaverk- fræði í kringum taugakerfið og gæfi sjúklingum beint vald á gervilim- unum. Nýr valkostur fyrir sjúklinga Ýmsar breytingar felast í nýjum frumumeðferðum. „Venjulega hugs- um við um að sprauta lyfjum í fólk en með þessu yrðu það frumurnar, sem fara inn í sjúklinginn, sem skapa lækninguna,“ segir Bernhard. Að auki séu þessar frumumeðferðir staðbundnari, t.d. yrði sprautað beint inn í hné eða hjarta. Þar myndi frum- an strax virkja af stað ákveðið ferli, renna saman við vefinn og byrja að endurnýja hann. Það tæki eflaust nokkrar vikur. Með frumu- meðferðum byðist sjúklingum nýr valkostur fyrir meðferð. Að sögn Bernhards eru svona rannsóknir mjög dýrar og á tækja- kosturinn stærstan þátt. Grunnrann- sóknir fara yfirleitt allar fram í gegn- um opinber styrkjakerfi og segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, þegar byrjað að sækja um úr mismunandi sjóðum. Hvað siðferðilegar hliðar málsins varðar segir Sveinn að í þessu tilviki sé sneitt framhjá siðferðilegum vanda- málum þar sem um sé að ræða stofn- frumur úr fullorðnum einstaklingum en ekki úr fósturvísum. „Það verður hægt að gera við næstum hvað sem er“ Morgunblaðið/RAX Nýjungar í notkun stofnfrumna Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóð- bankans, stýrði fundi þar sem nýjungar á sviði stofnfrumna voru kynntar. Í HNOTSKURN »Stofnfrumur eru ósér-hæfðar, frumstæðar frum- ur sem geta sérhæfst í ákveðnar frumur. »Blóðbankinn hefur hingaðtil einbeitt sér að blóð- frumum en í framtíðinni er mögulegt að framleiða m.a. brjósk og bein. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Runólfi Ágústssyni, fyrrverandi rektor Há- skólans á Bifröst, í tilefni ummæla Ágústs Einarssonar, núverandi rektors, um stöðu skólans og við- skilnað stjórnenda og stjórnar há- skólans. Hann vill að gefnu því til- efni, sem og vegna frétta í fjölmiðlum af ummælum Ágústs, taka eftirfarandi fram: „Það er rétt að fjárhagsstaða sjálfseignarstofnunarinnar, sem rekur Háskólann á Bifröst, hefur verið erfið mörg undanfarin ár og að háskólaárið 2005-2006 var rekið með umtalsverðum halla. Sá rekstrarhalli er fyrst og fremst til kominn vegna fjárfestinga í meist- aranámi háskólans sem mun skila honum vexti og arði á komandi ár- um og tryggja stöðu hans í ís- lensku háskólasamfélagi. Á rúmlega sjö ára rektorstíma mínum sjöfaldaðist Bifröst að stærð og tekjum. Skotið var sterk- ari stoðum undir rekstur hennar og tilveru með uppbyggingu á að- stöðu, nýjum deildum og auknum gæðum í öllu starfi háskólans. Ég legg mitt litla framlag af hógværð og einlægni í mat þeirrar sögu sem Bifröst býr yfir og stend með því af gleði og ánægju. Ég vil jafnframt þakka öllum þeim fjölda frábærs fólks í hópi stjórnenda, starfsfólks og nemenda sem í sameiningu bjó til það ævintýri sem Bifröst er. Við því búi hefur nýr rektor nú tekið. Nýr rektor segir, þrátt fyrir um- mæli sín, stöðu Bifrastar í dag vera sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er rétt. Umsækjendur um skólavist sl. haust voru 702, fleiri en nokkru sinni í sögu skólans, og var Bifröst sá háskóli á Íslandi sem erfiðast var að fá inngöngu í. Sterk staða Bifrastar byggist fyrst og fremst á óeigingjarnri og þrotlausri vinnu starfsfólks og stjórnenda háskól- ans á mörgum umliðnum árum, frekar en störfum nýs rektors síð- ustu fimm mánuði eins og Ágúst Einarsson virðist halda fram. All þetta góða fólk og störf þess er hann að vanvirða með ósmekk- legum ummælum sínum. Ástæða er hins vegar til að hrósa nýjum rektor fyrir góðan rekstr- arárangur á sín- um fyrstu mán- uðum í starfi en ég tel líklegt að uppgjör fyrstu sex mánaða þessa árs skili háskólanum um- talsverðum hagnaði. Ástæð- ur þess eru fyrr- nefnd fjárfesting í meistaranámi við skólann sem mun skila verulegum rekstrarbata á yfirstandandi rekstrarári, breyt- ingar á skipulagi og stjórnsýslu í sparnaðarskyni sem hófust í ágúst sl. og núverandi rektor hefur fram- haldið með ágætum árangri, ásamt breytingum á reikningsskilavenj- um og uppgjörstímabilum á milli missera sem ákveðnar voru af hon- um við upphaf starfa hans. Ótti við heilbrigða samkeppni? Spyrja má hvort sú staðreynd að undirritaður stýrir nú uppbygg- ingu á alþjóðlegu háskólastarfi á vegum Keilis í Keflavík sé undirrót ummæla Ágústar. Þar ganga hlutir hratt og vel fyrir sig og allt stefnir í að háskólakampus á stærð við Bifröst hefji starfsemi strax næsta haust. Ný frumgreinadeild sem Keilir þróar í samstarfi við Há- skóla Íslands hefur einnig fengið fljúgandi start og allt stefnir í að hún verði stærsta og öflugasta deild sinnar tegundar hérlendis. Óttast rektorinn heilbrigða sam- keppi? Ágúst Einarsson ætti sem nýr rektor að huga að áframhaldandi vexti og uppbyggingu á Bifröst í stað þess að níða skóinn af for- verum sínum. Störf hans munu í framtíðinni verða metin út frá þeim forsendum en ekki fortíðinni. Mér þykir sem viðhorf núverandi rekt- ors til fyrrverandi stjórnenda og starfsfólks á Bifröst sé hvorki stór- mannlegt, framsýnt né sanngjarnt. Ágúst Einarsson mun ekki með þessu framlagi sínu skrifa sögu Bifrastar sér í hag. Sú tilraun er sorglegt upphaf á ferli manns sem hefur fjöregg bráðum 100 ára sögu eins merkasta skóla landsins í hendi sér.“ „Halli vegna fjárfestinga í meistaranámi“ Runólfur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.