Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 17 AKUREYRI Kona fékk að- svif undir stýri ÁREKSTUR varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar síðastliðið sunnudagskvöld. Kona fékk aðsvif á meðan hún ók bif- reið eftir Mýrarvegi og lenti við það á bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt og í kjölfarið inni í húsagarði. Engin meiðsl urðu á ökumönnunum, en flytja þurfti bílana af vettvangi með krana. Að sögn lögreglu var þó konan flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir áreksturinn. TVEIMUR leikskólum á Akureyri, Pálm- holti og Naustatjörn, var í gærmorgun af- hentur grænfáninn, hið alþjóðlega umhverf- ismerki fyrir Foundation for Environmental Education (FEE). Fáninn er veittur skólum sem taka þátt í verkefni á vegum Land- verndar, fulltrúa FEE á Íslandi, og leggja áherslu á umhverfismál í kennslu. Var þetta fimmta árið sem Landvernd afhenti grænfánann, en hann var fyrst veittur árið 2002. Alls taka 88 skólar þátt í verkefninu hér á landi og þar af höfðu 37 skólar feng- ið Grænfánann sem viðurkenningu fyrir að hafa náð sjö skrefum sem hluti af verkefn- inu. Naustatjörn og Pálmholt urðu þar með 38. og 39. skólarnir sem hlutu grænfánann. Skólarnir hafa lagt áherslu á flokkun og endurnýtingu sorps, til að mynda að spara pappír og rafmagn og vatn, auk þess að flokka og endurnýta pappír og fernur. Auk þess hafa báðir skólar unnið að jarðgerð, og er moltan nýtt í grænmetisræktun í leik- skólanum Naustatjörn og hluti lífræna úr- gangsins á Pálmholti er notaður í fæðu fyr- ir hænsn á bóndabæ í nágrenni Akureyrar. Auk þess var sérstaklega tekið fram að leikskólinn Naustatjörn hefur lagt áherslu á útiveru og nýtt náttúruna í nánasta um- hverfi skólans sem leiksvæði og efnivið til skapandi starfs. Pálmholt og Naustatjörn fengu grænfánann afhentan Grænn skóli Kennarar og nemendur á Pálmholti fylkja liði með grænfánann á milli sín. GUÐMUNDUR Ólafsson, rithöf- undur og leikari, hlaut fyrstu verð- laun í smásagnasamkeppni Menor – Menningarsam- taka Norðurlands og Tímarits Máls og menningar. Ber sagan titilinn Yfirbót. Í öðru sæti í keppninni í keppninni varð Arndís Þórarins- dóttir fyrir sög- una Hnupl og þriðja sæti hlaut Reynir Hjartarson fyrir söguna Hefnd – eða fyrirgefning? Verðlaunin voru afhent um leið og sérstök minningardagskrá var hald- in um skáldið Kristján frá Djúpalæk sem Menor stóð fyrir síðastliðinn sunnudag. Þá greindi Kristján Krist- jánsson, prófessor við HA og sonur skáldsins, frá því að ráðist yrði í heildarútgáfu verka Kristjáns eldri í haust. Hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni MENOR Guðmundur Ólafsson Tjaldstæðinu við Þórunnar- stræti lokað TJALDSTÆÐIÐ við Þórunn- arstræti hefur lengi verið vinsælt á sumrin á Akureyri. Nú bregður hins vegar svo við að um komandi helgi verður svæðinu lokað fyrir gestkomendum. Er það gert til að sneiða hjá ólátum og vanhirðu sem fylgt hafa gestum á svoköll- uðum Bíladögum síðastliðin ár, en þeir verða haldnir um næstu helgi. Hafa ólætin verið tilfinnanleg fyr- ir þá sem búsettir eru nálægt tjaldstæðinu, enda er það í miðri byggð. Tjaldstæðinu var einnig lokað í fyrra og gafst það svo vel að nú var ákveðið að endurtaka leikinn. Aftur á móti gefst gestkomendum enn tækifæri til að nýta sér tjald- stæðið í Kjarnaskógi um komandi helgi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.