Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80ára. Í dag, 12. júní, er Ólöf Sig-ríður Björnsdóttir, Núpalind 8 í Kópavogi, áttræð. Ólöf dvelur í sumar- húsi sínu á afmælisdaginn ásamt eigin- manni sínum, Hlöðver Jóhannssyni. 75ára. Margrét L. Hansen Wy-rick, búsett í Indiana í Banda- ríkjunum, er 75 ára í dag. Sími hennar er 001 314 398 3176. dagbók Í dag er þriðjudagur 12. júní, 163. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.) Miðborgarþing verðurhaldið á morgun, mið-vikudag. Viðfangsefniþingsins er efling verslunar og þjónustu í miðborg Reykjavíkur og er þingið haldið í Tjarnarsal Ráðhússins milli kl. 8 og 10. Júlíus Vífill Ingvarsson borg- arfulltrúi er formaður hins nýstofn- aða uppbyggingarfélags Miðborg Reykjavíkur: „Félagið var stofnað í byrjun vikunnar og tekur við af Þró- unarfélagi miðborgar og er ætlað að vera hagsmunafélag þeirra sem reka verslun og þjónustu í mið- bænum auk þess að vera hverf- isfélag,“ segir Júlíus Vífill. „Þetta er til marks um þá auknu áherslu sem Reykjavíkurborg vill leggja á upp- byggingu miðborgarinnar.“ Lært af öðrum Á fundi miðvikudagsins verður nýja félagið kynnt og leitað eftir við- horfum almennings og hags- munaaðila. „Fundurinn hefst með setningarávarpi Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra,“ segir Júlíus Vífill. „Þá mun ég segja frá stofnun félagsins, og hvaða vænt- ingar við gerum til þess, og segi jafnramt frá árangursríkum aðgerð- um í bandarísku borginni Seattle til að byggja upp miðborgina þar.“ Guðbjörg Andrea Jónsdóttir rannsóknarstjóri kynnir niðurstöður viðhorfskönnunar á þróun verslunar í miðborg Reykjavíkur, Jan Olav Braaten frá ráðgjafarfyrirtækinu Braaten+Pedersen flytur erindi um þróun og uppbyggingu versl- unarmiðstöðva í Evrópu og Svava Johansen kaupmaður fjallar um mikilvægi samstöðu í aðgerðum í borginni. Miklar breytingar framundan „Nú liggur fyrir höndum meiri uppbygging í miðborginni en nokkru sinni fyrr. Árið 2010 mun verða allt öðruvísi umhorfs í mið- bænum en er í dag,“ segir Júlíus Vífill. „Mikilvægt er að haldið sé rétt á spöðunum, að stíga réttu skrefin og gæta þess um leið að varðveita það góða. Uppbygging verslunar og þjónustu á svæðinu leikur þar lykilhlutverk og þarf t.d. að huga að leiðum til að markaðs- og kynningarstarf miðborgarsvæðisins verði sambærilegt við aðra versl- unarkjarna á höfuðborgarsvæðinu.“ Samfélag | Þing um eflingu verslunar og þjónustu í miðbæ Reykjavíkur Miðborgin blæs til sóknar  Júlíus Vífill Ingvarsson fæddist í Reykjavík 1951. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR, laganámi frá HÍ, stundaði tónlistarnám við TR og Tónlist- arháskólann í Vín og síðar Tónlist- arháskólann í Bologna. Júlíus Vífill var óperusöngvari um nokkurra ára skeið áður en hann hóf störf hjá Ingvari Helgasyni og fékkst síðar við lögmennsku. Hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í annað sinn 2006. Júlíus Vífill á fjögur börn, og er kvæntur sr. Svanhildi Blöndal. Fyrirlestrar og fundir Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin | Grensás- vegur 8, 4. hæð, suðurhlið. Þriðjudaginn 12. júní kl. 20 heldur Dagmar Vala Hjörleifs- dóttir hugleiðslukennari fyrirlesturinn Hug- leiðsla og hamingja (the 2nd noble truth). Aðgangur er ókeypis og öllum leyfður, frjáls framlög. Við minnum á dagskrá vikunnar á heimasíðunni www.hugleidsla.is. Útivist og íþróttir Viðey | Í kvöld verður fuglaganga með Jó- hanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi í Viðey. Eyjan er mikil fuglaparadís og þar verpa um 30 fuglategundir. Gangan hefst með sigl- ingu frá Sundahöfn kl. 19.15 og tekur um tvær klst. Leiðsögn er ókeypis utan ferju- tolls og þátttakendur fá Kristal í boði Öl- gerðarinnar. FRÉTTIR ENERGI & MILJØ Vi søker kandidater med bakgrunn innen en eller flere av områdene: • CO2 verdikjede • Effektiv og miljøvennlig bruk av naturgass • Energiplanlegging for industri • Kraft/varmeproduksjon og energiplanlegging for industri • Energieffektivisering ved naturgassprosessering • Fornybar energi • Kontakt med kunder, forskningsmiljøer (nasjonalt og internasjonalt) og myndigheter • Deltagelse i FoU - prosjekter • Idé - og prosjektutvikling Kvalifikasjoner: • Cand. scient/siv. ing. eller høyere • Nyutdannede og kandidater under utdanning kan søke Kontakt: Avdelingsleder Gunn S. Hansen – Tlf. +47 971 29 627 GASSTEKNOLOGI Vi søker kandidater med bakgrunn innen en eller flere av områdene: • Prosess, gass- og/eller flerfaseteknologi • Deltagelse i FoU-prosjekter • Idé - og prosjektutvikling • Teknologievaluering og kunnskapsformidling • Numerisk simulering • Driftsprosedyrer og -filosofi for on- og offshoreinstallasjoner • Kontakt med kunder og forskningsmiljøer Kvalifikasjoner: • Cand. scient/siv. ing. eller høyere • Nyutdannede og kandidater under utdanning kan søke Kontakt: Avdelingsleder Preben Svendsen – Tlf. +47 906 30 690 ste in a rive rse n .n o Søknad sendes til karriere@polytec.no, søknadsfrist 15. juni 2007 - For mer informasjon se www.polytec.no Forskningsstiftelsen Polytec initierer og gjennomfører forsknings- og utviklingsaktiviteter på Haugalandet og i Sunnhordlandregionen. Stiftelsen har som formål å fremskaffe produkter og tjenester som skaper merverdi for regionen gjennom prosjektledelse og kompetansenettverk. Polytec har langsiktige samarbeidsavtaler med blant andre Statoil og Gassco og utfører forøvrig oppdrag for regionens næringsliv og offentlige organer. Stiftelsen er etablert i Haugesund og har et utstrakt samarbeid med høgskoler, universiteter og forskningsmiljøer i Norge og internasjonalt. VI SØKER: Prosjektingeniører Forskere Seniorforskere Atvinnuauglýsingar 569 1100 MORGUNFUNDUR Framtíðar- landsins verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. júní. Húsið verð- ur opnað kl. 8, dagskrá hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 9.30. Atvinnulífshópur Framtíðar- landsins tók fyrr á árinu saman skýrslu um byggingu Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði. Þar er þeirri spurningu svarað hvort framkvæmdirnar hafi verið réttar og skynsamlegar miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýð- ræði, byggðasjónarmið og hag- stjórn. Framtíðarlandið efnir til kynn- ingar á skýrslunni og pallborðs- umræðna um innihald hennar næstkomandi miðvikudag. Jafn- framt má búast við líflegum um- ræðum um arðsemi þeirra fram- kvæmda sem nú standa fyrir dyrum. Þátttakendur í pallborði verða: Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra, Sigurður Jóhann- esson hagfræðingur, Stefán Péturs- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Landsvirkjunar, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans. Um- ræðum stjórnar Hafliði Helgason blaðamaður. Skýrsluna má nálgast á heima- síðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is. Allir vel- komnir. Stóriðjan: ríkisstyrkt atvinnu- grein? Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.