Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 20
það fari að myndast þúfur. Þúfnagerð er nú eitthvað sem Íslend- ingar hafa frá upphafi verið sérfræðingar í. Hver sem á að sjá um þetta, hvort sem það eru borgaryfirvöld, ein- staklingar eða fyr- irtæki, þá hefur við- komandi brugðist. Nú styttist í þjóðhátíð- arhöld á 17. júní og eins gott að búið verði að gera þessi grænu svæði snyrtileg. Ekki nema að borginni finnist bara breiðurnar af gulu fífl- unum fallegar og háa grasið tignarlegt. Umferðarstofa og lögreglan eru tæpast sammála þegar grasvöxtur á umferðareyjum er far- inn að skyggja á útsýni ökumanna. x x x Annað. Þökk sé eigendum Strætóbs. þá er Víkverji alvarlega far- inn að íhuga að kaupa sér annan bíl. Alveg bráðsniðug aðferð til að fækka viðskiptavinum er að breyta þjónust- unni þannig að þú getur ekki lengur notað hana. Strætó bs. er að verða skólabókardæmi um hvernig ekki á að reka fyrirtæki. Mest langar Vík- verja til að senda Strætó reikninginn fyrir nýja bílnum. Miklar fram-kvæmdir eru út um borg og bí við vega- gerð og húsbyggingar. Kranar og vinnuvélar hvert sem litið er. Nóg að gera og gott ef ekki annar hver starfs- maður í þessu öllu af erlendu bergi brotinn. Getur Víkverji ekki annað en glaðst yfir at- hafnaseminni. Framkvæmdunum fylgir hins vegar jarð- rask og í verklok ber verktökum að ganga frá eftir sig, snyrta og fegra þannig að allt líti nú fallega út. Stór liður í þessu er þökulagning eða sáning á gras- fræjum, sér í lagi vegna vegafram- kvæmda, þar sem heilu túnin spretta upp. Á fagmáli skipulagsfræðanna er talað um græn svæði. Lítur vel út á prenti en það er ekki nóg að búa til græn svæði, grasið slær sig ekki sjálft og svæðin kalla á umhirðu eftir að þau hafa verið búin til með mannahöndum. Víkverji hefur veitt því eftirtekt á sunnudagsrúntinum um borgina að í sumum hverfum eru fjölmargir blettir í órækt og lélegri umhirðu. Það sem af er sumri hefur grasið víða ekki verið slegið og stutt í að     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ú tskurður er iðja sem krefst auðvitað mik- illar þolinmæði, enda hef ég nóg af henni því þegar menn eru í þeirri stöðu að vera ekki að keppa að neinum sérstökum markmiðum er bara gott að geta dundað sér í þessu,“ segir hagleiksmaðurinn, handavinnukennarinn og hagyrðing- urinn Lárus Þórðarson úr Mos- fellsbæ sem Daglegt líf heimsótti á Grensásdeild Landspítalans í liðinni viku. Við enda gangs á þriðju hæð Grensásdeildar situr Lárus gjarnan og tálgar til listavel gerð listaverk en þegar Daglegt líf bar að garði áttu meistaravel gerðar klukkur hug hans og hjarta. „Hér er starfsfólkið af- bragðsgott og hér líður mér vel. Ég fæ að hafa aðstöðu fyrir þetta áhuga- mál mitt hérna í horninu en þessu fylgir vinnuborð, gott ljós og verk- færakassi með útskurðaráhöldum. Ég dunda mér því við útskurðinn milli þess sem ég stunda æfingar til að halda mér gangandi,“ segir Lárus, sem hefur alveg verið bundinn í hjólastól síðan árið 2000. Ættgengur sjúkdómur Lárus er með sjaldgæfan, ætt- gengan sjúkdóm, sem hann segir lýsa sér í sambandsleysi milli heila og vöðva. „Skilaboð frá heila skila sér ekki rétt til vöðvanna þannig að vöðv- arnir fá ýmist engin skilaboð, röng eða rétt skilaboð. Móðir mín heitin var haldin þessum sjúkdómi og við þrjú systkinin af fjórum erfðum hann. Sjúkdómurinn var greinilega farinn að gera vart við sig hjá mér um 25 ára aldurinn þó hann hafi að- eins verið farinn að gera vart við sig áður.“ Lárus er alinn upp á Grund í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu og segist hafa farið burt úr sveitinni eins fljótt og mögulegt var þar sem hann hafi lítið verið fyrir bústörfin. „Ég var hins vegar alltaf tálgandi og smíðandi frá því ég var smápúki og fékk gjarnan að sitja óáreittur heima í sveitinni við þessa iðju mína enda var eldhúsgólfið oft fullt af spónum eftir mig.“ Lárus flutti suður um tvítugt og var ákveðinn í að gerast smíðakenn- ari. Hann fór í smíðadeild Kenn- araskóla Íslands og lauk þaðan prófi. „Ég var smíðakennari í Álftamýr- arskóla frá árinu 1965 til 1996 en þá var ég orðinn svo lélegur í skrokkn- um að ég gat ekki meir. Þess í stað fór ég að kenna gamla fólkinu, sem býr í íbúðum aldraðra í Furugerði 1, að skera út og entist í því í ein átta ár, en núna má segja að ég sé orðinn al- gjör einyrki í þessu.“ Kúla innan í kúlunni Lárus fór í framhaldsnám í smíða- deild KHÍ veturinn 1990-1991 og þá urðu til kúlulaga listaverk, sem hann segist vera mjög stoltur af, enda skilji ekki nokkur lifandi maður hvernig kúlulistaverkin hans verði til. „Þetta er ein allsherjar gestaþraut og um að gera fyrir fólk að reyna að finna það út hvernig smíðin fer fram. Í framhaldsnáminu spurði ég lekt- orinn minn, Ingólf Ingólfsson, að því hvort ég gæti rennt kúlu án þess að för sæjust á henni eftir festingarnar í rennibekknum. Hann taldi það ekki vera hægt, en þá vaknaði púkinn í mér og ég ákvað að prófa. Það tókst. Ég færði Ingólfi kúluna sem skoðaði hana í krók og kring og sagði hann hana vera í góðu lagi, en spurði svo með sinni góðlátlegu gamansemi hvað ég ætlaði eiginlega að gera við þessa kúlu. Ég svaraði að bragði að ég ætlaði að búa til aðra kúlu innan í henni. Í kjölfarið fóru af stað miklar pælingar í hausnum á mér og eftir miklar vangaveltur var ég búinn að búa til kúlu innan í kúlunni. Þarna var ég búinn að finna aðferðina við þetta og fékk mér þá góðan hnotukubb til að smíða aðra kúlu, betur gerða og stærri. Hver kúlugrind er smíðuð þar sem hún er og sömuleiðis heilu kúl- urnar og það eru engar límingar eftir á,“ segir Lárus og sýnir blaðamanni tvö meistaraverk, annað úr mahóní og hitt úr hnotu. „Mér reiknast til að um 250 tímar hafi farið í hönn- unarvinnuna og smíðina enda er þetta bæði margslungið og afar sein- legt. Og nú lúri ég á þessu eins og ormur á gulli,“ segir Lárus og pakkar dýrgripunum sínum innan í bréf og niður í tösku. Hrútafjörðurinn ófélegur Lárus hefur auk smíðavinnunnar getið sér orð fyrir það að geta sett saman vísur. „Mér er í fersku minni kveðskapur, sem ég setti saman á skólaárum mínum í Reykjaskóla í Hrútafirði, en mér þótti Hrútafjörð- urinn fremur óféleg sveit. Vísan er á þessa lund: Horfi ég um Hrútafjörð, hvergi sér í græna jörð, víða skín í svartan svörð, sviðinn vítishita. Gráa mela og móabörð, mun hér ævin flestum hörð, enda er sveitin illa gjörð, eins og flestir vita.“ Þetta þótti Hrútfirðingum ekki sniðugur kveðskapur svo það stóð til að afhausa Lárus í hvelli, eins og hann orðar það, svo hann gerði brag- arbót á kveðskapnum, sem er svona: Horfi ég um Hrútafjörð, höldar ganga þar um jörð, sólin gyllir gróinn svörð, gefur vorsins hita. Víðar grundir, grösug börð, geyma bóndans sauðahjörð, sveitin er af sóma gjörð, sem að allir vita. Tálgandi frá barnsaldri Moegunblaðið/RAX Útskurðarmeistarinn Það leikur allt í höndunum á Lárusi Þórðarsyni, sem hefur m.a. hannað og smíðað kúlur innan í kúlum, sem leikmenn eiga dálítið erfitt með að ímynda sér hvernig verða til. Það var myndarlegur hópur sem mætti á lögreglustöðina á Þórshöfn til að taka á móti reiðhjólahjálmum sem Rauðakrossdeildin hér á svæð- inu gaf. Þarna voru tilvonandi nem- endur í fyrsta bekk á ferðinni, börn sem verða sex ára á árinu. Alls eru þau þrettán, sem er nokkuð stór ár- gangur miðað við það sem verið hef- ur, en tvö þeirra vantaði í hópinn núna. Þau fengu um leið dálitla um- ferðarfræðslu hjá lögreglunni og fræðslu um hve nauðsynlegir reið- hjólahjálmar væru og sagði Jón Stefánsson varðstjóri það einkar ánægjulegt að fá smáfólkið í heim- sókn á lögreglustöðina.    Bjart veður með sól og hlýindum hefur verið síðustu daga og þorpsbúar tóku þess vegna fagnandi rigningarskúr á sunnudaginn, sem stóð þó heldur stutt, því landið er orðið mjög þurrt. Segja bændur að ef þessi þurrkatíð standi mikið leng- ur þá geti það staðið heiðagróðri fyrir þrifum en þessa dagana er ver- ið að sleppa fé á heiðar. Fremur snjólítið var á heiðum í vetur og það veldur því að vatnsbúskapur þar er í minna lagi, svo þörf er á hressilegri rigningu. Gróður er þó almennt snemma á ferðinni, segja bændur. Nákvæma veðurdagbók var að finna hjá svissneska ferðamanninum Jósef, sem orðinn er fastagestur á tjaldstæðinu og einn af vorboðunum í byggðinni. Hann kom að utan 18. maí og í dagbók hans segir að ein- ungis hafi rignt í um það bil 30 mín- útur á þeim sex vikum sem hann hefur nú dvalist hér um slóðir. Núna segist Jósef hugsa til bænda og biðja um regn, hann ætlar bara ekki að vera úti að ganga þegar hann verður bænheyrður.    Síldveiði hefur verið þokkaleg það sem af er sumri en Sigurður VE hefur séð bræðslunni fyrir hráefni, svo nokkuð samfelld vinna hefur verið við það. Einnig er kúfisk- vinnsla í fullum gangi en kúfisk- veiðiskipið Fossá ÞH hefur verið að landa ágætri skel með mjög góðri nýtingu. Örugg Börn á sjötta aldursári með reiðhjólahjálma sína ásamt fulltrúum Rauða krossins og Jóni Stefánssyni lögregluvarðstjóra. ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir |þriðjudagur|12. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.