Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár- málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra á dagdeild þvagfærarann- sókna 11A á skurðlækningasviði er laus til umsóknar. Starfshlutfall 100%. Á deildinni er lögð áhersla á þjónustu við sjúklinga sem glíma við sjúkdóma í þvagfærum. Deildin sinnir jöfnum höndum þjónustu við inniliggjandi sjúklinga og þá sem koma til rannsókna og minni aðgerða. Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og stjórnar daglegum rekstri hennar. Hann ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahaldi, rekstri og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingar- þróun í hjúkrun, m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu í hjúkrun og reynslu í starfs- mannastjórnun. Framhaldsnám í hjúkrun er æskilegt. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafn- framt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunar- leyfi. Einnig afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, umsögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum við umsækjendur. Staðan veitist frá 1. september 2007. Umsóknir berist fyrir 25. júní nk. á skrifstofu framkvæmda- stjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, netfang annastef@landspitali.is. Upplýsingar veitir Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is. Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórnunarstöður í hjúkrun. Sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga Laus er til umsóknar staða sérfræðings í hjúkrun aðgerða- sjúklinga á skurðlækningasviði. Starfshlutfall er 50%. Staðan veitist frá og með 1. september 2007 eða eftir samkomulagi. Sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga starfar samkvæmt starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun á LSH. Hann vinnur að þróun hjúkrunar aðgerðasjúklinga innan allra sérgreina sviðsins ásamt sviðsstjóra hjúkrunar, deildarstjórum og forstöðumanni fræðasviðs. Sérstaklega er lögð áhersla á eflingu hjúkrunar í dag- og göngu- deildum, þróun sjúklingafræðslu, eflingu gagnreyndrar þekkingar innan sviðsins, þróun verkjameðferðar og ráð- gjöf og kennslu til starfsfólks og nemenda auk rannsókna- og þróunarvinnu. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsprófi og hafa hlotið sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun. Með umsókn skal leggja fram náms- og starfsferilskrá ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum, hjúkrunarleyfi og sér- fræðileyfi í hjúkrun. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali. Umsóknir berist fyrir 1. júlí nk. til skrifstofu framkvæmda- stjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, netfang annastef@landspitali.is. Nánari upplýsingar veita Lilja Stefánsdóttir, sviðsstjóri, í síma 543 7964, netfang liljaste@landspitali.is og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is. Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórnunarstöður í hjúkrun. Innlagnastjóri Laus er til umsóknar staða innlagnastjóra. Staðan veitist frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi, til tveggja ára. Innlagnastjóri ábyrgist skipulag og framkvæmd við innlagnir í samstarfi við stjórnendur legudeilda og sér- greina. Hann innleiðir nýjungar, endurskoðar vinnulag og verkferla. Hann skal stuðla að þekkingarþróun m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður. Innlagnastjóri veitir forystu útskrifta- og öldrunarteymi LSH sem staðsett er á slysa- og bráðasviði. Teymið hefur yfir- sýn yfir flæði sjúklinga og starfar innlagnastjóri náið með stýrinefnd um flæði sjúklinga. Umsækjendur skulu hafa lokið námi í hjúkrunarfræði frá viðurkenndri menntastofnun og hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu í hjúkrun og reynslu í starfsmannastjórnun. Framhaldsnám í hjúkrun er æskilegt. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafn- framt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunar- leyfi. Einnig afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt. Mat á hæfni umsækjenda byggist á inn- sendum gögnum, umsögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum við umsækjendur. Umsóknir berist fyrir 30 júní nk. til skrifstofu framkvæmda- stjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, netfang annastef@landspitali.is. Nánari upplýsingar veita Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar í síma 543 2270, netfang gudrakel@landspitali.is og Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, netfang annastef@landspitali.is. Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórnunarstöður í hjúkrun. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár- málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Starfsmaður óskast Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf til að sjá um þrif, þvotta, minniháttar viðhald og umsjón með orlofshúsum Kennarasambands Íslands við Sóleyjargötu 25 og 33 í Reykjavík. Skriflegar umsóknir ásamt mynd skal senda til Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík eða á netfang Orlofssjóðs KÍ: orlof@ki.is. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Orlofssjóður Kennarasamband Íslands. Starfsmaður óskast Handlaginn starfsmaður óskast í 2 mánuði á hjóhýsasölu og –leigu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 587-2200. Vagnasmiðjan ehf. vagnar@simnet.is - www.vagnasmidjan.is Óskum eftir að ráða löggiltan fasteignasala eða lögfræðing hdl. í skjalagerð við fasteigna- sölu. Um er að ræða launað starf. Viðkomandi fær skrifstofu til afnota og væri lögfræðingi heimilt að reka lögfræðiskrifstofu sína í sama húsnæði. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á skrif- stofu okkar eða með tölvupósti í netfang stefanp@remax.is. RE/MAX Fasteignir, Engja- teigi 9, 105 Reykjavík. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn mánudaginn 18. júní kl. 20.00 í Víkinni, Traðarlandi 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur til lagabreytinga. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundir Aðalfundir Eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga og Eignarhaldsfélagsins Andvöku g.f. verða haldnir á Bitruhálsi 2, Reykjavík, 2. hæð, föstudaginn 15. júní 2007 og hefjast kl. 14:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, auk tillögu stjórnar Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga um breytingar á samþykktum félagsins. Stjórnir félaganna. Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eign: Öldugata 18, verslun 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6660), þingl. eig. Konný ehf, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sparisjóður Svarfdæla, föstudaginn 15. júní 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 11. júní 2007. Eyþór Þorbergsson, ftr. Til sölu Jörð til sölu Til sölu er jörðin Holtsmúli á Langholti, Skaga- firði. Stærð lands er 150 ha, þar af 27 ha rækt- aðir. Á jörðinni eru m.a. 227 m² íbúðarhús, 2 fjárhús, vélageymsla og minkahús. Veiðihlunnindi í Staðará. Framleiðsluréttur í kindakjöti getur fylgt með svo og vélar og tæki. Hitaveita frá Varmahlíð. Fasteignasala Sauðárkróks, s. 453 5900, strimill@simnet.is. Heimasíða undir Skagafjordur.com. Atvinnuauglýsingar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 12. júní 2007 á Garðatorgi 7, Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru hvattir til að mæta - kaffiveitingar. Verum blátt áfram, Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.