Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VINNUFLOKKUR frá Ístaki hef- ur síðustu daga unnið að því að koma upp vinnusvæði í botni And- en-fjarðar á Grænlandi. Nokkra sólarhringa hefur tekið að komast inn í fjörðinn enda ísinn upp undir 70 sentimetra þykkur á köflum. Ístak hefur samið um að reisa vatnsaflsvirkjun fyrir bæjarfélagið Sisimiut, bæ á vestanverðu Græn- landi. Verkið verður unnið frá svæði sem aðeins er aðgengilegt frá Anden-firði, 23 sjómílna leið frá Sisimiut, og hefur vinnuflokkurinn frá Ístaki síðustu daga reynt að komast sjóleiðis inn fjörðinn. Það hefur hins vegar reynst torvelt þar sem fjörðurinn er enn ísi lagður. Hitastigið í sjónum er ennþá um 0°C og lofthitinn um 5°C. Munu einungis geta steypt á sumrin vegna kuldans Snorri Gústafsson, verkstjóri, segir að ísinn hafi háð þeim nokkuð en nú sé búið að koma vinnuvélum á land. Brjóta þurfti 15 kílómetra leið í gegnum ísinn og voru leigð ýmiss konar skip til starfsins. „Við höfum leigt fjögur skip og síðan brutum við leið fyrir prammann með skurð- gröfu þar sem ísinn var þykkastur,“ segir Snorri. Lítið varðskip, krabbaveiðiskip og rækjutogari voru notuð til að ryðja leiðina og urðu sum frá að hverfa löskuð eftir baráttuna við ísinn. Síðustu 1.500 metrarnir voru brotnir með gröf- unni. Snorri segir að framkvæmdin sé öll á frumstigi en nú sé stefnt að því að koma upp vinnubúðum á svæð- inu. Unnið verði á svæðinu í sumar og í vetur og um 80 manns muni starfa þar sumarið 2008. „Þegar steypuvinnan fer síðan af stað verð- um við háðir sumarhitanum og verðum að gera hlé á vinnu meðan kuldinn gengur yfir.“ Ekki megi búast við að alltaf þurfi aðra eins baráttu við ísinn til að koma tækj- um og efni til vinnubúðanna enda leysi ísinn á sumrin og nú þegar sé orðið auðveldara að komast í gegn. Sisimiut er annað stærsta þétt- býlið á vesturströnd Grænlands og búa þar um 6.000 manns. Stefnt er að því að virkjunin verði tilbúin í maí 2010 og mun hún þá koma í stað rafstöðva sem knúnar eru með dísilolíu og framleiða allt rafmagn sem notað er í bænum í dag. Virkjunarframkvæmdir Ístaks fyrir norðan heimskautsbaug Ljósmynd/Snorri Gústafsson Þykkur ís Ístaksmenn gripu til þess ráðs að nota beltagröfu á pramma til að brjóta leið í gegnum ísi lagðan fjörðinn til að koma upp vinnubúðum. Stjórnar hópnum Snorri Gúst- afsson er verkstjóri hópsins.                          !" !       #  $ %  &' $ (   Í HNOTSKURN »Ístak stendur um þessarmundir í umfangsmiklum virkjunarframkvæmdum á Grænlandi. » Eina leiðin að virkj-unarsvæðinu er sjóleiðis frá Sisimiut til Anden-fjarðar. » „Anden-fjord“ var nefnd-ur svo af Grænlendingum af því að hann er annar fjörð- urinn norður af Sisimiut. Ekki kemur á óvart að fjörðurinn þar á milli ber heitið „Første- fjord“. » Ísinn í firðinum nær 15 kmfrá botni fjarðarins og er 70 sentímetra þykkur. Brjóta sér leið í gegnum ísinn að vinnubúðunum SUMARIÐ heilsar nú Íslendingum með bros á vör, en því geta fylgt ýmsir kvillar. Tæplega 10% Íslend- inga þjást af frjókornaofnæmi sem lagst getur þungt á augu, nef og lungu fólks. Algengast er grasof- næmi en einnig eru birkitré, tún- fíflar, njóli og hundasúrur ofnæm- isvaldar. Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í lyf- lækningum, ofnæmis- og ónæm- issjúkdómum hjá Læknasetrinu segir að ofnæmi hafi verið fremur fátítt hér á landi fyrir nokkrum ár- um, tíðni ofnæmis á landinu hafi verið mun minni en annars staðar. Nú sé hún orðin jafnmikil tíðni of- næmis hjá flestum öðrum þjóðum. Sú staðreynd tengist að hennar sögn ekki einungis mannfólkinu sjálfu, heldur er gróður í töluverðri sókn og því meira um frjókorn í loftinu. Ofnæmi orsakast af sam- spili umhverfis og erfða. Það er því ekki nóg að börn fái að leika sér úti og „smakka“ á náttúrunni til að koma í veg fyrir ofnæmi, heldur þarf einnig rétta erfðabreytileika. Þeir sem ekki eru svo heppnir að hafa þá geta tekið blóðpróf hjá heimilislækni til að greina ofnæmi, en sérfræðingar á borð við Unni Steinu framkvæma einnig húðpróf sem hún segir nákvæmari. Algengt er að fólk sem hefur mikið frjó- kornaofnæmi hunsi vandann eða telji sig einfaldlega alltaf vera með kvef á sama tíma ársins. Fleiri fá of- næmi en áður BYRJAÐ er að taka á móti til- boðum í íbúðir í 2. áfanga Skuggahverfis í miðbæ Reykja- víkur, en þar rís nú 19 hæða og 63 metra hár turn. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til af- hendingar árið 2009. Hefur viðmið- unarverð íbúðanna verið birt á vef- síðunni www.101skuggi.is en verðið er frá 83 milljónum upp í tæpar 230 milljónir króna fyrir hverja íbúð. Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboð væru þegar byrjuð að skila sér, en hún segir það vera fólk allt frá þrítugsaldri og upp úr sem sæk- ist eftir íbúðum í Skuggahverfinu. Hið háa verð sagði hún að miklu leyti stýrast af staðsetningu, gæð- um húsbygginganna sjálfra og öðr- um þáttum á borð við gott útsýni. Dýrasta íbúðin á 230 milljónir Skuggahverfið í 101 Reykjavík. ráðherra ýtti átakinu formlega úr vör með því að afhjúpa merkingarnar sem prýða munu vöruflutningabílana í sumar undir yfirskrifinni „Við erum FLUTNINGAFYRIRTÆKI hafa blásið til sóknar og efnt til kynn- ingarátaks í því augnamiði að bregð- ast við neikvæðri umræðu um vöru- flutninga sem of mikið hefur borið á að undanförnu, að þeirra mati. „Flutningabílarnir sem við mætum á ferð okkar um landið eru nauðsyn- legur hluti af gangverki samfélagsins og þessu átaki er ætlað að minna fólk á það,“ sagði Signý Sigurðardóttir, forstöðumaður flutningasviðs Sam- taka verslunar og þjónustu. Hún nefnir sem dæmi að örir vöruflutn- ingar séu forsenda þess að lág- vöruverðsverslanir geti haldið úti starfsemi á landsbyggðinni þar sem þeir tryggi nægilegt framboð af ferskri vöru á hagstæðu verði. „Öll varan sem við kaupum í verslunum um land allt verður ekki til þar,“ segir Signý. Kristján L. Möller samgöngu- á ferðinni fyrir þig“. Kristján fagnaði átakinu og kvað það mjög þarft. Brýndi hann fyrir nærstöddum að nú væri sumarið gengið í garð með aukn- um flutningum og ferðamanna- straumi. „Það er ákaflega mikilvægt að samvinna allra ökumanna sé mikil og við þurfum að áætla okkur betri tíma heldur en við gerum á veturna og haga því þannig að allir komi heilir heim í hvert skipti,“ sagði Kristján. Taka þarf sjóflutninga til skoðunar Kristján segir að þótt Samtök verslunar og þjónustu hafi sýnt mikið frumkvæði með átakinu sé þess ekki aðeins þörf meðal vöruflutningafyr- irtækja og starfsmanna þeirra, held- ur þyrfti hinn almenni vegfarandi að leggja sitt af mörkum og hið sama ætti við um samgönguyfirvöld. Krist- ján sagði aukna umferð vörubifreiða á vegum landsins eðlilega, eftir að sjóflutningum var hætt og allir vöru- flutningar innan lands færðir upp á vegina. „Það má í raun segja að vega- kerfið hafi ekki verið tilbúið til þess að taka þessa umferð upp á vegina,“ segir Kristján. Spurður hvernig bregðast megi við þessum vanda seg- ir Kristján að hann hafi alla sína tíð á Alþingi talað fyrir strandsiglingum og sú skoðun sín hafi ekki breyst þótt hann sé nú orðinn ráðherra. Hann segir stuðning sinn vera á markaðs- legum forsendum og ef strandsigl- ingar séu óraunhæfur kostur út frá þeim sjónarmiðum verði að skoða aðrar leiðir. „Þetta er mál sem þarf að skoða og þoka fram og best væri ef markaðurinn gæti séð um þetta,“ segir Kristján. „Flutningar milli landshluta á stálbitum, stærðar jarð- ýtum og bátum eiga ekki heima á þjóðvegum landsins.“ Minnt á mikilvægi vöruflutninga Morgunblaðið/Eyþór Átak Kristján L. Möller fæst við hlera einnar vörubifreiðarinnar sem bera mun auglýsingu um samfélagslegt mikilvægi vöruflutninga. Hann leggur áherslu á aukna samvinnu fólks í umferðinni svo allir komist heilir heim.  Flutningabílarnir og bílstjórar þeirra nauðsynlegur hluti af gangverki samfélagsins fremur en þrándur í götu vegfarenda  Samgönguráðherra fagnar átakinu og segir það mjög þarft Trukkar eru nauðsynlegir VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.