Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ramallah. AFP. | Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, ESB, er á ný
byrjuð að styrkja Palestínustjórn
með fé. Rúmt ár er liðið síðan Vest-
urveldin hættu beinum fjárstuðningi
til að reyna að knýja Hamas-menn,
sem fara fyrir stjórninni, til að við-
urkenna tilverurétt Ísraels og for-
dæma öll hryðjuverk.
„Fyrsta skref ESB er að veita
fjögurra milljóna evra [um 350 millj-
óna króna] styrk til áætlunar fjár-
málaráðherra [Palestínu] sem á að
tryggja að skattpeningar Palestínu-
manna séu notaðir á hagkvæmari
hátt og gerð sé grein fyrir öllum út-
gjöldum í samræmi við ströngustu
alþjóðareglur um endurskoðun,“
sagði í yfirlýsingu ESB í gær.
Ísraelar innheimta skatta og tolla
af íbúum hernumdu svæðanna en
hafa ekki afhent Palestínustjórn
nema lítinn hluta fjárins, þeir bera
því við að Hamas-menn séu vísir til
að nota peningana til að fjármagna
hryðjuverk. Spilling og reiðileysi í
stjórnsýslunni hefur lengi verið mik-
ið vandamál hjá Palestínumönnum
en núverandi fjármálaráðherra, Sa-
lam Fayyad, nýtur hins vegar álits
fyrir heiðarleika og kunnáttu.
Fayyad er ekki flokksbundinn og
tók við embættinu þegar Hamas og
aðalkeppinautur flokksins, Fatah-
hreyfing Mahmoud Abbas forseta,
náðu samkomulagi um að mynda
þjóðstjórn í mars. Blóðug átök hafa
samt verið milli liðsmanna flokk-
anna, einkum á Gaza þar sem fátækt
og atvinnuleysi er mest á hernumdu
svæðunum. Þar féllu sjö manns í
gær og Ismail Haniyeh forsætisráð-
herra varð að stöðva ríkisstjórnar-
fund og flýja úr húsi sem vígamenn
skutu á.
Reuters
Bræðravíg Rústir eftir bardaga
milli Hamas og Fatah á Gaza.
Hefja aftur
stuðning
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
„VIÐ fengum ekki jólafrí, en nú gef-
ur yfirmaður minn öllum frí út af
Bush?“ sagði furðu lostinn íbúi Sofiu
í samtali við AP-fréttastofuna í gær.
Það var, með öðrum orðum, mikið
um dýrðir í Búlgaríu í gær, þegar
George W. Bush Bandaríkjaforseti
kom þangað í opinbera heimsókn, og
bandaríski fáninn blakti víða við
hún.
Stjórnvöld í Búlgaríu hafa stutt
stefnu Bush af heilum hug, en óttast
nú að forsetinn hyggist ganga fram-
hjá þeim þegar hann setur upp eld-
flaugavarnir sínar í Evrópu. Hæfi
forsetinn hins vegar viðræður um að
setja upp gagnflaugar í Búlgaríu er
viðbúið að Rússar tækju því þung-
lega, en þeir hafa verið mjög and-
snúnir eldflaugavörnunum, og telja
þeim beint gegn sér.
Búlgarar eru þannig milli steins
og sleggju, því
þeir eru háðir
Rússum um orku-
kaup. Búlgaría
var áður hluti
Sovétríkjanna, en
kann vel að meta
hinn nýja vinskap
við Bandaríkin. Í
gær biðlaði
Georgi Parvanov,
forseti Búlgaríu,
til Bush, um að Bandaríkin styrktu
frekari orkuþróun í Búlgaríu, svo að
landið yrði ekki jafnháð Rússum í
framtíðinni og nú er.
Gagnkvæm aðdáun
Og Bush er annt um að halda í vin-
áttu Búlgara. „Þakka ykkur fyrir að
vera bandamaður okkar við að
hjálpa öðrum að skilja þýðingu frels-
isins,“ sagði hann í ávarpi í gær, og
vísaði þar til framlaga Búlgara til
hernaðarins í Afganistan og Írak.
Hann fullvissaði Búlgara einnig
um það að Bandaríkjamenn væru vel
færir um að verja landið fyrir utan-
aðkomandi eldflaugaárásum, þó að
eldflaugavarnir þeirra væru ekki á
búlgarskri jörð.
Bush hefur minnst á það í ferð
sinni um Evrópu undanfarna daga
að hann telji tíma til kominn að lýsa
yfir sjálfstæði Kosovo, og hann
ítrekaði þessa skoðun sína í heim-
sókninni í Búlgaríu.
Rússar eru andsnúnir þeirri hug-
mynd, sem og hugmyndum Bush um
eldflaugavarnir á evrópskri grund.
Iðnríkin átta, G8, náðu ekki sam-
stöðu um málefni Kosovo á fundi sín-
um í Þýskalandi í síðustu viku.
Bush sneri heim til Bandaríkj-
anna í gærdag, en á von á Vladímír
Pútín Rússlandsforseta í heimsókn í
byrjun júlí, þar sem er stefnt að því
að þeir félagar ræði eldflaugavarn-
irnar frekar.
Bush kom til Evrópu til þess að
kynna gagnflaugaáætlunina og
ítreka samstarfsvilja Bandaríkjanna
við Rússland, en hefur síðustu daga
gefið það eindregið til kynna að
Bandaríkjamenn séu heldur ósveigj-
anlegir í málinu. Ekki hefur heldur
hlýnað á milli ríkjanna í kjölfar yfir-
lýsinga Bush um Kosovo.
Búlgaría vill gagnflaugar
Búlgörsk stjórnvöld vilja leggja til land undir eldflaugavarnir Bandaríkjanna,
jafnvel þó að það gæti kostað erfið samskipti við Rússa í framtíðinni
Í HNOTSKURN
» Búlgaría varð leppríkiSovétríkjanna eftir seinni
heimsstyrjöld. Inngangan í
NATO árið 2004 var talin stórt
skref í átt að því að Búlgaría
yrði vestrænt ríki.
» Búlgarska er slavneskttungumál og flestir Búlg-
arar tilheyra rétttrúnaðar-
kirkjunni.
» Kosovo, hérað í Serbíu,hefur frá 1999 lotið stjórn
Sameinuðu þjóðanna.
Forsetarnir Bush
og Parvanov.
ALÞJÓÐASAMBAND verkalýðs-
félaga, ITUC, birti í gær skýrslu um
kínverskar verksmiðjur sem fram-
leiða minjagripi um Ólympíuleikana
sem verða haldnir í Kína á næsta ári.
Var þar leitt líkum að því að börn,
allt niður í tólf ára gömul, ynnu í
verksmiðjunum við harðan kost.
Starfsmenn skipulagsnefndar Ól-
ympíuleikanna í Peking viðurkenndu
að þeim verksmiðjum sem nefndar
eru í skýrslunni hefði verið falið að
framleiða minjagripi í tengslum við
leikana. Skipulagsnefndin gerði
samning við meira en 60 fyrirtæki
um framleiðslu á varningi, og skrif-
uðu þau öll undir samning þess efnis
að þau myndu fara eftir kínverskri
vinnulöggjöf við starfann.
„Við erum að rannsaka málið, og
finnum við eitthvað athugavert verð-
ur það litið mjög alvarlegum aug-
um,“ sagði Jiang Xiaoyu, varaforseti
skipulagsnefndarinnar, en hann
sagði jafnframt að öll fyrirtækin sem
hefði verið falin framleiðsla minja-
gripanna hefðu verið rannsökuð
vandlega, meðal annars með tilliti til
verkalýðsréttinda.
„Ólympíuleikarnir fá engin
verkalýðsverðlaun“
Skýrslan bar titilinn „Ólympíu-
leikarnir fá engin verkalýðsverð-
laun“, og segir að rannsakendur hafi
aflað gagna í fjórum verksmiðjum
síðastliðinn vetur.
Meðal þeirra sem vitnuðu um að-
búnaðinn var 13 ára gömul stúlka
sem vann langan vinnudag og var
þvinguð til að vinna yfirvinnu.
Aðrir verkamenn sögðust þurfa að
vinna með hættuleg efni án viðeig-
andi hlífðarbúnaðar, og væru hendur
þeirra brunnar og skaddaðar.
Fyrirtækin sem nefnd eru í
skýrslunni neita sök. „Við störfum
fyrir sum virtustu vörumerki í heimi,
og fyrirtækið er rannsakað mánað-
arlega,“ sagði talsmaður Lekit Stat-
ionery, í samtali við breska ríkisút-
varpið, BBC.
Í skýrslunni var þess krafist af al-
þjóðaólympíunefndinni að hún beitti
sér gegn misnotkun af þessum toga,
sem væri í algjörri andstöðu við ól-
ympíuhugsjónina.
Búa kínversk börn til
ólympíuvarninginn?
Börn sögð vinna við gerð minjagripa um Ólympíuleika
TALIÐ er að allt að þrjár milljónir manna hafi tekið
þátt í Gay pride, gleðigöngu samkynhneigðra, klæð-
skiptinga og fólks sem styður réttindabaráttu þeirra, í
Sao Paulo í Brasilíu á sunnudag, að sögn skipuleggj-
enda. Hefur þá verið sett nýtt þátttökumet í slíkum
göngum, lögreglan í borginni telur að 2,5 milljónir hafi
gengið í fyrra. Meðal þátttakenda á sunnudag voru
borgarstjóri Sao Paulo, Gilberto Kassab, og nokkrir
ráðherrar en markmið göngumanna er ekki síst að
vinna gegn mismunun vegna kynhneigðar.
Reuters
Þrjár milljónir í gleðigöngu
Tripoli. AFP. | Seif
al-Islam, sonur
Muammars Gad-
dafis Líbýuleið-
toga, segist von-
góður um að
lausn finnist á
deilu um sex er-
lenda heilbrigðis-
starfsmenn sem
fangelsaðir voru
fyrir átta árum. Fólkið, þar af fimm
búlgarskir hjúkrunarfræðingar, var
sakað um að hafa sýkt yfir 400 börn
með alnæmissýktu blóði. Erlendir
sérfræðingar telja líklegast að skort-
ur á hreinlæti en ekki vanræksla
fólksins hafi valdið sýkingunni.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hvatti í gær til þess að fangarnir
fengju frelsi.
Vongóður
um lausn
Muammar Gaddafi
LJÓST er að minnst 77 manns
týndu lífi í Bangladesh um helgina í
aurskriðum og af völdum eldinga.
Mest var manntjónið í hafnarborg-
inni Chittagong þegar geysimikil
rigning kom af stað skriðum. Fjöldi
húsa í úthverfunum grófst undir
aurnum.
Yfir 70 fórust
Reuters
Flóð Vatnsflaumurinn í borginni
Chittagong í gær.
FRÉTTIR hafa loksins borist af
danska skipinu sem var rænt með
manni og mús fyrir utan Sómalíu
fyrr í mánuðinum. Ræningjarnir
hafa krafist lausnargjalds fyrir
skipverjana fimm og viðræður
standa nú yfir milli sjóræningjanna
og atvinnusáttasemjara.
Danir í klípu
GARRÍ Kasparov, í félagi við 1000
andófsmenn, lét á það reyna í gær
hversu annt Moskvustjórninni væri
um tjáningarfrelsið. 500 manna
samkoma var heimiluð og 2.100
lögreglumenn stóðu vörð. Skák-
meistarinn sagði ljóst að yfirvöld
óttuðust öll skipulögð mótmæli.
Andóf í Moskvu
ÍTALSKUR þingmaður kvaðst í
gær ætla að segja af sér eftir að
hafa gert sér upp veikindi til að fá
sjúkrabíl og komast í viðtal í sjón-
varpsþætti.
Gustavo Selva, áttræður þing-
maður, var fastur í umferðarteppu
eftir að miðborg Rómar var lokað
vegna heimsóknar Bandaríkja-
forseta um helgina. Hann greip þá
til þess ráðs að þykjast hafa fengið
fyrir hjartað og krafðist þess að
hann yrði fluttur með sjúkrabíl til
hjartasérfræðings.
Í viðtalinu stærði Selva sig af því
að hafa beitt „gamalli blaðamanns-
brellu“ til að komast í myndverið.
Margir Ítalir hneyksluðust á
brellunni og hún kynti undir heitri
umræðu sem verið hefur á Ítalíu
síðustu vikur um forréttindi stjórn-
málamanna.
Refurinn gekk
of langt
HÁTTSETTUR embættismaður í
Indónesíu varaði við því í gær að
enn myndi það taka þrjú ár hið
minnsta að nefna þær 10.000 eyjar
sem tilheyra landinu. Nafnleysið
þykir hættulegt ábúendum, sem
yrði erfitt að staðsetja ef náttúru-
hamfarir dyndu yfir.
Ringulreið