Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍÐASTLIÐINN laugardag hafði breska strandgæslan í Clyde í Skot- landi samband við Landhelgisgæslu Íslands og höfðu menn áhyggjur af hópi kvenna sem dvalið hafa við ís- klifuræfingar á Grænlandsjökli. Við eftirgrennslan kom í ljós að Twin Otter flugvél sem flytja átti stúlkurnar til Íslands féll skyndi- lega niður um þunnt yfirborðslag íss á jöklinum með þeim afleið- ingum að ekki náðist að rétta hana við. Vélin hafði verið að troða og herða snjóflugsbraut til að fara á loft aftur þegar óhappið varð. Und- ir þunnri ísskelinni virtist því vera einskonar púðursnjór sem nefskíði vélarinnar sökk í. Björgunarþyrlan Líf lagði af stað til Grænlands kl. 18 á laugardaginn og lenti á ísnum hjá flugvélinni um kl. 20, eftir að hafa komið stutta stund við á Ísafirði. Skildir eftir við flugvélina Tveir flugvirkjar frá Flugfélagi Íslands ásamt flugstjóra voru skild- ir eftir við Twin Otter vélina en áætlað var að nokkurn tíma myndi taka að koma vélinni í loftið aftur. Á meðan fór þyrlan og sótti kon- urnar að tjaldbúðum þeirra sem var í námunda við Borge Tinde en þyrlan fann kvennahópinn eftir nokkra leit. Þyrlan Líf lenti heilu og höldnu með Grænlandsfarana á Ísafirði kl. 2:58 í gærmorgun en Twin Otter flugvélin var væntanleg til Ísafjarð- ar um níuleytið í gærmorgun Grænlandsfarar Stúlkurnar voru þakklátar fyrir hjálpina og kunnu vel að meta brauð, ávexti og kaffi eftir að hafa verið nær matarlausar í átta daga. Grænlandsfarar í sjálfheldu FYRRVERANDI áhöfn á Engey RE1, sem telur 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfs- mannasjóð sinn sem er rúmlega hálf milljón króna eftir að starfsmannafélagið var leyst upp og Engey RE1 seld úr landi. Slíkur stuðningur er ómet- anlegur fyrir starfsemi Stíga- móta, segir í fréttatilkyningu. Ekki bara vegna þess að fjár- magn er nauðsynlegt til rekstr- ar og samfélagsvinnu, heldur líka vegna þess móralska stuðn- ings sem í gjöfinni felst. Stuðn- ingur frá karlahópum er merki þess að kynferðisofbeldi er ekki lengur alfarið á höndum kvenna, heldur er samfélagið allt að taka við sér og taka aukna ábyrgð á málum. Sú þróun vek- ur bjartsýni. Stígamót þakka innilega fyrir stuðninginn, segir í fréttinni. Engey RE 1 á fullri ferð. Gamlir skip- verjar á Engey styðja Stígamót R. Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Ís- land hinn 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur utanríkisráðherra. Hann mun taka þátt í viðræðum um öryggis- og varnarmál en slíkar viðræður eru hluti af samkomulagi um varnarmál sem íslensk og bandarísk stjórnvöld undirrituðu sl. haust. Auk viðtala um samstarf Íslendinga og Bandaríkja- manna í öryggis- og varnarmálum mun Burns ræða við þá um ástand heimsmálanna. Einnig mun hann eiga fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Burns hefur undanfarin tvö ár sem aðstoðarutanríkisráðherra verið helsti fulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins í málum eins og kjarn- orkudeilunni við Íran, deilunni um framtíð Kosovo og í samstarfi Banda- ríkjanna og Evrópu í stríðinu gegn hryðjuverkum. Nicholas Burns í heimsókn Viðræður Nicholas Burns á Íslandi. BJÖRN Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins á fundi ráðs- ins í tengslum við miðstjórnarfund flokksins. Elín R. Líndal, Húnaþingi vestra, var kjörin varaformaður ráðsins og Eysteinn Jónsson, Reykjanesbæ, var kjörinn ritari. Sveitarstjórnarráð FJÓRTÁN voru teknir fyrir ölv- unarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Skv. upplýsingum lög- reglu voru það 13 karlar og kona á fertugsaldri, sem hefur alloft komið við sögu hjá lögreglu og var líka tek- in fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. Ölvunarakstur TVEIR umsækjendur eru um emb- ætti héraðsprests í Austfjarða- prófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar hinn 4. maí síðastlið- inn. Umsækjendur eru Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir guðfræðingur og sr. Hólmgrímur Elís Bragason. Embættið er til aðstoðar við prófast og presta innan prófastsdæmisins og veitist frá 1. október 2007. Starfshlutfall er 50%. Héraðsprestur HJALTI J. Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Nátt- úruverndar- og útivistarsviðs Um- hverfisstofnunar. Hjalti hefur unn- ið fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 1998 sem framkvæmdastjóri Stað- ardagskrár 21 – umhverfisáætlun- ar Reykjavíkurborgar og undan- farin tvö ár stýrt deild stefnumót- unar og þróunar hjá Umhverfis- sviði borgarinnar. Ráðinn til Ust. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FORELDRAR barna með geðræn vandamál upplifa sig utangarðs í kerfinu. Svonefnd ævintýrameðferð BUGL virðist ekki skila fullum ár- angri, þó að börnin fái með henni meira sjálfstraust. Langir biðlistar gætu verið ástæða þess að árang- urinn er minni hér en gengur og ger- ist erlendis, því börnin eru orðin veikari þegar þau loksins fá þjón- ustu. Þetta er meðal þess sem kom fram í úttekt sem nýútskrifaðir iðjuþjálfar frá Háskólanum á Akureyri, þær Hildur Andrjesdóttir, Oddný Hró- bjartsdóttir og Steinunn B. Bjarna- son gerðu í vor á svokallaðri ævin- týrameðferð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítalans býð- ur upp á. Þær ræddu við foreldra barna sem nýttu sér meðferðina en flest börnin eiga við ofvirkni og at- hyglisbrest að stríða og stundum aðra kvilla að auki. Sum þeirra liggja inni, en önnur eru á göngudeild. Ævintýrameðferð eykur sjálfstraust barnanna Í ævintýrameðferð fara krakk- arnir í hellaskoðun, klifur og göngu- ferðir á hálendinu. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra og að þau verði færari í mannlegum samskiptum og daglegum athöfnum. Meðferðin tekur átta vikur og stend- ur til boða allt árið um kring. Hildur Andrjesdóttir segir að frumkvæðið að rannsókninni hafi komið frá stjórnendum BUGL, þeir hafi viljað láta skoða hvernig með- ferðin virkaði. „Helstu niður- stöðurnar voru að þátttaka í ævin- týrameðferð jók sjálfstraust barn- anna mikið. Börnin voru öruggari í framkomu við fjölskyldumeðlimi og jafnaldra og voru óhræddari við að koma skoðunum sínum á framfæri.“ En meira sjálfstrausti fylgdi ekki endilega meiri færni og sker Ísland sig úr að því leyti ef miðað er við er- lendar rannsóknir. Hildur segir að skýringa á því sé ekki endilega að leita í meðferðinni sjálfri, heldur gæti löngum biðlistum verið um að kenna. „Börnin eru orðin svo veik þegar þau komast inn í þetta, þannig að þau eru kannski verr stödd í byrjun en börn í öðrum löndum. Það kom líka í ljós að veikustu börnin í rannsókninni bættu ekki við sig neinni færni.“ Ánægja með lyfjagjöf og ævintýrameðferð Foreldrar barna sem nota lyf við ofvirkni og athyglisbresti höfðu flest- ir mjög jákvæða reynslu af lyfjagjöf- inni, eða eins og ein móðirin orðaði það: „Ég var bara komin með allt annað barn í hendurnar. Hún fór loksins að hafa eirð í sér til að sitja og lita eða gera heimavinnuna sína.“ Foreldrarnir töluðu sumir um for- dóma í samfélaginu vegna þess að börnin þeirra tækju lyf á borð við Ritalin og þeir þyrftu sífellt að verja þá ákvörðun fyrir öðrum foreldrum, sem hefðu lítinn skilning á veikindum barna þeirra og héldu að ekkert am- aði að þeim nema óþekkt. Almenn ánægja var líka með ævin- týrameðferðina. Sumir foreldranna sögðust í fyrsta skipti hafa orðið var- ir við tilhlökkun hjá börnunum sínum þegar þau tóku þátt í þessari með- ferð. Foreldrum fannst líka gott að hitta hver annan og deila reynslu sinni. Foreldrar ósáttir við kerfið „Það sem kom okkur á óvart var hvað við fengum mikið af upplýs- ingum um hvernig kerfið styður ekki nógu vel fjölskyldur þessara barna, það var alveg gegnumgangandi“ seg- ir Hildur og segir foreldrana upplifa það að sérfræðingar í þessum málum taki meira mark hver á öðrum en á fjölskyldum barnanna. Foreldrar vildu margir hverjir að meðferðin stæði lengur eða krakkahópurinn hittist aftur eftir að meðferðinni lyki. Foreldrum fannst skorta á leiðsögn eftir að meðferð lauk. „Hvað getum við foreldrarnir gert til að hjálpa börnunum okkar aðeins lengra? Nú er ég í rauninni stopp og engu nær um framhaldið,“ sagði einn þátttak- andi í rannsókninni. Einnig töluðu foreldrar um að eftir að börnin væru greind með geðræn vandamál þyrfti að taka við fyrirfram ákveðið ferli. Nú væru þeir hver í sínu horni að berjast við að leita upplýsinga og úr- ræða fyrir börnin sín. Mikið álag er á foreldrum barna með geðræn vanda- mál og ekki bætandi á þá vinnu. Í ný- legri rannsókn kom fram að flestar mæður barna sem bíða þjónustu á BUGL hafa hætt vinnu eða minnkað hana verulega. Tvær af iðjuþjálfunum þremur eru þegar komnar með vinnu í sínu fagi, önnur á Reykjalundi, en hin í Lunda- skóla, enda er mikil eftirspurn eftir menntuðum iðjuþjálfum. Fáir hlusta á foreldra barnanna á BUGL Ljósmynd/Hjálmar S. Brynjólfsson Iðjuþjálfar Þær Hildur Andrjesdóttir og Steinunn B. Bjarnason ræddu við foreldra barna á BUGL. Á myndina vantar Oddnýju Hróbjartsdóttur. Í HNOTSKURN »Iðjuþjálfun felst í því aðauka hæfni fólks til að tak- ast á við hversdagslífið og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem búa í því sjálfu eða umhverfinu. »Háskólinn á Akureyri ereini skólinn á landinu sem útskrifar iðjuþjálfa. Námið tekur þrjú ár. »Síðastliðið haust biðu um90 börn eftir úrræðum á göngudeild Bugl. ALLS eiga nú 429 ökumenn sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir afskipta- hraða á Bústaðavegi um helgina. Brot þeirra náðust á löggæslu- myndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á liðlega 77 km hraða. Hundrað tuttugu og fimm ökumenn voru mældir á yfir 80 og tuttugu fimm á yfir 90 en sá sem hraðast ók var á 107 km hraða. Umrædd myndavél er á gatna- mótum Bústaðavegar og Flugvallar- vegar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bústaðaveg í vestur en þar er 60 km hámarkshraði, sam- kvæmt frétt frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Sérstök ástæða er til að hvetja ökumenn til að sýna varkárni þegar farið er um Bústaðaveg. Þar fjölgaði umferðaróhöppum um rúmlega helming fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Í apr- íllok höfðu 86 umferðaróhöpp orðið á þessum vegi en þau voru 55 sömu mánuði 2006. Ljóst er að hraðakstri er um að kenna í mörgum tilvikum. Hraði á Bústaðavegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.