Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þröstur Helgason, ritstjóriLesbókar Morgunblaðsins,lýsti nýverið á bloggsíðu sinni hugleiðingum Hermanns Stefánssonar, ljóðskálds og rithöf- undar, eftir að þeir félagar stigu út af ljóðakvöldi í Stúdentakjall- aranum. „Er þetta ekki bara bú- ið?“ spurði Hermann. Þröstur kvað þetta ekki alveg búið, en þó svona hérumbil.    Nú virðist liggja beinast við aðþeir kumpánar hafi einfald- lega bara verið að ræða um ljóða- kvöldið. Dagskrá ljóðakvöldsins var vissulega búin, og kvöldið því að líða undir lok, svona hérumbil að minnsta kosti. Þröstur leið- réttir hins vegar þennan misskiln- ing, og ljóstrar því upp að með orðinu þetta hafi Hermann vísað til ljóðlistarinnar. Þetta eru því sérkennilegar hugleiðingar hjá þeim menning- arbræðrum, sérílagi í ljósi þess að þeir voru nýstignir út af ljóða- kvöldi í Stúdentakjallaranum. Þar höfðu fjölmörg ungskáld þanið klökkvar og titrandi ljóðtaugar sínar frammi fyrir reykspúandi áheyrendum. Ljóðlistin virðist því í fullu fjöri. Getur verið að Þröst- ur hafi ekki verið nægilega ná- kvæmur í útskýringum sínum á orðinu þetta? Átti Hermann hugs- anlega bara við góða ljóðlist?    Þröstur viðurkenndi á bloggisínu að ekki hefði hann nú flögrað út úr kvæðasalnum lost- inn þrumu ólgandi hrifningar. Ljóðalesturinn hreif hann því ekki. Hermann virðist einnig lítt impóneraður af frammistöðu skáldanna. En er það ekki bara fínt? Það er hálfhlægilegt að lesa sumar bloggfærslur sem fæddust í kjölfar þessara stuttu hugleiðinga sem Þröstur birti. Þar er sem viss skáld reyni í örvæntingu að út- lista fyrir sér og öðrum ágæti eig- in verka, þróun ljóðlistarinnar, ágæti hinna skáldanna og svo framvegis. Þá bregður fyrir háðs- glósum sem beinast að fyrrefnd- um menningarbræðrum. Hvaðan stafar þetta óöryggi ungu skáld- anna og þessi svar-árátta? Góð ljóðlist tengist smekk, öðru ekki. Margt er vel gert meðal ungra skálda um þessar mundir: sjálf- stæðar bókaútgáfur, regluleg ljóðakvöld. Eldmóðurinn er smit- andi. En hvað um ljóðin? Margt er drasl. Sumt er fínt. Eitthvað jafn- vel gott. Nýlega útkomin bók, Handsprengja í morgunsárið, eft- ir þá Eirík Örn Norðdahl og Ing- ólf Gíslason var til að mynda prýðisútfærsla á skemmtilegri hugmynd. Verk þessara skálda eru þó eðlilega eins misjöfn og þau eru mörg. Þannig er heim- urinn í hnotskurn. Mykjuhaugur, og einstaka fiðrildi innan um mý- ið. Þegar ljóðskáld efast um fram- tíð ljóðlistarinnar er í því fólgin ömurleg og andstyggileg uppgjöf (og hreinlega ræfilskapur). Nokk- ur ungskáld féllu ekki í kramið. Fussumsvei! Miðað við fæð Íslend- inga er það í raun býsna merki- legt að þeir hafi eignast eitt gott ljóðskáld. Og hvað þá tvö!    Gagnrýni getur þó verið afhinu góða, enda miðar hún þá að betrumbótum. Annars er hún vita tilgangslaus. Í því tilviki, sem hér um ræðir, virðist hún miða að vissu leyti að umbótum. Í blogg-orðum Þrastar blundar án vafa óbein gagnrýni á íslenska ljóðlist, í hið minnsta spark í rass- inn. Auðvitað vill Þröstur ekki að Hermann sé á bömmer vegna ljóð- listarinnar. Skáldum er ljóðlistin vitaskuld hitamál. Á henni þrífast þau. En af hverju verður þessi til- tekna umræða þá svona háðsk og vandræðaleg af hálfu hinna skáld- anna? Vilja þau ekki heyra um áhyggjur annarra? Að baki þess- um hallærisheitum leynast senni- lega að vissu leyti ástæður þess að íslensk bókmenntaumræða, og einkum ljóðlistarumræða, er álíka þunn og niðurgangur langveiks manns. Þetta er svo viðkvæmt mál. Ljóðlistin verður ekki „búin“ í bráð. Hún lognast fyrst út af með mannkyninu öllu. Það eru engin tíðindi að sumum mönnum finnist sumt það sem aðrir menn gera ekki skemmtilegt. Er ljóðlistin dauð? Morgunblaðið/Árni Sæberg Endalok ljóðlistarinnar? Ætli ódýrari ljóðlist sé lesin upp í Bónus en í öðr- um matvörubúðum? Starfsmenn Ársafns lásu upp ljóð í kallkerfi Bónuss á Degi íslenskrar tungu í fyrra, þegar þessi mynd var tekin. AF LISTUM Sverrir Norland » Fussumsvei! Miðaðvið fæð Íslendinga er það í raun býsna merki- legt að þeir hafi eignast eitt gott ljóðskáld. Og hvað þá tvö! sverrirn@mbl.is WWW.SAMBIO.IS OCEAN'S 13 kl. 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6:15 - 8:15 - 10:15 B.i. 10 ára DIGITAL ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4 ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 6 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ GOAL 2 kl. 3:50 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? • Glæsileg hönnun • Frábær staðsetning • Viðhaldslítið • Vandaðar eikarinnréttingar • Allur frágangur sérlega vandaður • Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum • Íbúðirnar eru 2ja herb. 80 fm og 3ja herb. 105 fm Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Glæsilegt fjölbýlishús í 101 Lindargata Reykjavík H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Pantið skoðun á sýningaríbúð í síma 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is EDDIE Murphy undirgekkst DNA- próf í gær til þess að ákvarða hvort hann væri faðir barns kryddpíunnar þekktu, Mel B. Eddie hefur þvertekið fyrir að hann sé faðir hinnar tveggja mánaða gömlu Angel Iris, dóttur Mel B, en hann og Mel B skildu að skiptum meðan kryddpían fyrrverandi var enn ólétt. Hún hefur hins vegar leit- að réttar síns og verður faðern- ismálið tekið fyrir af bandarískum dómstóli. Við erfðaefnisrannsókn eru teknar blóðprufur úr meintum föður og barni og erfðaefnin borin saman. „Mel veit að Eddie er faðir barns- ins,“ segir heimildarmaður málinu kunnugur. „Hún trúir ekki að málið sé komið á það stig að hún þurfi að beita þvingunum til þess að fá hann til að viðurkenna að mögulegt sé að hann sé faðirinn.“ Niðurstöður DNA-prófsins lágu ekki fyrir er Morgunblaðið fór í prentun í gær. Eddie Murphy í réttar- salnum Reuters Nýbakaður faðir? Eddie Murphy stendur í ströngu þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.