Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 44
Í HNOTSKURN » Kvikmyndin Börn hefurhvarvetna hlotið mikið lof og var framlag Íslands til for- vals Óskarsverðlaunanna í ár. »Börn og Foreldrar erusamstarfsverkefni Ragnars og leikhópsins Vesturports. Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „ÞETTA kom mér alveg í opna skjöldu, og það í beinni útsendingu í rúmenska sjónvarpinu!“ segir Ragn- ar Bragason, leikstjóri og kvik- myndagerðarmaður, sem hlaut um helgina alþjóðleg verðlaun á kvik- myndahátíð sem kallast Transilvania International Film Festival. Verð- launin hlaut hann fyrir besta leik- stjórn, fyrir kvikmyndina Börn. Ragnar kvað samkeppnina hafa verið harða í ár, en meðal þátt- tökumynda var hin rúmenska 4 mánuðir, 3 vikur, 2 dagar. Sú mynd hlaut í maí síðastliðnum aðalverð- laun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, hinn mikilsvirta Gullpálma. „Transilvania International Film Festival er hátíð sem stóð yfir núna 1.-10. júní í borginni Cluj í Rúmeníu, en hún er menningarborg Evrópu þetta árið,“ segir Ragnar. „Hátíðin er með stærri kvikmyndahátíðum í Evrópu og er einkum leiðandi í Aust- ur-Evrópu. Hægt er að líkja þessum verðlaunum við Edduverðlaunin ís- lensku, en allur „bransinn“ mætir á hátíðina.“ Börn sýnd í Rúmeníu Þegar Ragnar er inntur eftir því hvernig það hafi atvikast að hann tók þátt í keppninni segir hann: „Dagur Kári mælti eindregið með því að ég færi. Hann fór með Nóa albínóa á há- tíðina á sínum tíma, og sú mynd hlaut þar eina af sínum fyrstu við- urkenningum. Þessi hátíð er í miklu uppáhaldi hjá Degi, og ég gat eig- inlega ekki látið hjá líða að prófa þetta eftir hvatningarorð hans.“ Um dreifingarréttinn á Börnum Ragnars í Rúmeníu hafði verið samið fyrir afhendinguna, en Ragnar segir þó góða auglýsingu hljótast af við- urkenningunni. Mörg járn í eldinum „Þetta er bara ein stoppistöðin af mörgum,“ segir Ragnar. „Myndin ferðast hingað og þangað. Ég er bæði að flakka um með Börn og For- eldra, og það eru nokkrar stórar há- tíðir framundan.“ Ein stoppistöð af mörgum  Ragnar Bragason hlaut leikstjóraverðlaun á rúmenskri kvikmyndahátíð  Börn keppti við aðalverðlaunamynd Cannes-kvikmyndahátíðarinnar Verðlaunaverk Úr Börnum. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Tilvist Íbúðalánasjóðs verði endurskoðuð  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir Íbúðalánasjóð hindra að stýrivextir Seðlabankans virki sem skyldi og telur því brýnt að endurskoða tilvist sjóðsins. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að ekki standi til að leggja Íbúðalánasjóð niður. »Forsíða og miðopna Notuðu rangt póstfang  Röng ending á tölvupóstfangi – .is í staðinn fyrir .com – varð til þess að mjög umfangsmikil leit var gerð að tveimur erlendum kajakræðurum um helgina. Þeir töldu sig hafa sent tölvupóst um að þeir væru komnir á land en þar sem póstfangið var rangt komst hann aldrei til skila. »6 Fleiri og stærri sumarhús  Sumarhúsum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og búist er við met- fjölgun í ár. Sumarhúsin hafa stækk- að og nokkuð er um bústaði sem eru rúmlega 200 og allt upp í rúmlega 300 fermetrar að flatarmáli. »2 Búlgarar vilja flaugar  Stjórn Búlgaríu vill leggja til land undir eldflaugavarnir Bandaríkj- anna þrátt fyrir andstöðu Rússa. Stjórnin óttast að Bandaríkjaforseti, sem var í heimsókn í Búlgaríu í gær, hyggist ganga framhjá Búlgörum þegar hann kemur upp gagn- flaugakerfi í Evrópu. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Hinn rétti tónn Forystugreinar: Vegir og mið- hálendi Íslands | Falleg hugsjón en óraunhæf? Ljósvaki: Hættur að skoða dagskrá UMRÆÐAN» …á ferðinni fyrir þig Laumufarþegi í lagafrumvarpi Öndum léttar 2 " '8 + & ' 9 % %14  , , , ,  , ,  , , , , , , , ,  , ) : #6   , , , , ,  , , , ;<==0>? @A>=?.9BC.; :0.0;0;<==0>? ;D.::>E.0 .<>::>E.0 F.::>E.0 7?.1G>0.:? H0B0.:@HA. ;> A7>0 9A.9?7&?@0=0 Heitast 18°C | Kaldast 8°C  Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Sums staðar þoka við ströndina. » 10 Ágúst Guðmundsson leikstýrir á þriðja tug leikara í nýrri sakamálaseríu á Rás 1, Sá yðar sem synd- laus er. »38 ÚTVARPSLEIKRIT» Stór leik- arahópur FÓLK» Murphy segist ekki barnsfaðir Mel B. »40 Fríblaðið Grapevine var stofnað á föstu- degi 13. júní árið 2003. Ekki hefur þó óheppnin elt þá sem að því standa. »41 AFMÆLI» Grapevine fjögurra ára KVIKMYNDIR» Ocean’s 13 er verri en fyrri myndirnar. »37 TÓNLIST» Týrólskir jóðlarar í leðurbuxum. »41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Eldri kona fannst látin 2. Kajakræðarar fundnir 3. Paris þorir ekki á salernið 4. Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði Í VESTMANNAEYJUM fundu þrjú lömb sér heimili hjá þeim Guðjóni Jónssyni frístundabónda og konu hans Önnu Svölu Johnsen og urðu að heimalningum þeirra hjóna. Gönguferðir fjölskyldunnar hafa vakið athygli heimamanna en þau hafa farið í gönguferð með lömbin á hverju kvöldi. „Þetta er fyndin sjón enda elta lömbin þann sem gef- ur þeim að drekka og í þessu tilfelli er það ég,“ segir Anna Svala. Fyrsta lambið fannst í Heima- kletti í vor, að sögn Önnu. „Þeir komu með það í bæinn og við tókum það í fóstur,“ segir hún og hlær við. Tveimur dögum síðar var Guðjón að smala og sá kind sem greinilega var veik og lá lamb ofan á henni. „Þá voru komin tvö og það er bara gott mál því að þá leiddist hinu lambinu ekki.“ Þriðja lambið fannst yfirgefið í Bjarnarey og segir Anna að björgunarmenn lambsins hafi frétt af því að það væru komin tvö lömb í garðinn hjá henni og hafi spurt hvort það munaði nokkru að bæta þriðja lambinu við. „Við erum farin að gefa þeim úr hvítvíns- flöskum með lambatúttu því þau eru farin að drekka svo mikið,“ bætir hún við. Mjólk úr hvít- vínsflöskum Þrír heimalningar í Eyjum fara reglulega í gönguferðir með fjölskyldunni Fjörug Lóð fjölskyldunnar er ekki stór og lömbin þurfa hreyfingu en nú eru þau þó komin út í haga með hinum kindunum og geta hlaupið að vild. Morgunblaðið/Sigurgeir Matartími Lömbin fara ekki að nærast á grasi fyrr en þau eru orðin nokk- urra mánaða og því þarf að gefa þeim mjólk úr pela til að þau lifi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.