Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is UNDIRMENN karlkyns stjórn- enda taka styttra fæðingarorlof, skipta orlofinu oftar upp í nokkra hluta og sinna starfinu frekar að einhverju leyti á meðan á því stend- ur. Konum þykir fæðingarorlofið frekar ógna starfsöryggi sínu ef þær vinna undir stjórn karlmanns. Þetta kemur fram í yfirgripsmikilli könnun á reynslu fólks í fæðingar- orlofi. Könnunin var unnin í tengslum við mastersritgerð Bryn- dísar Jónsdóttur í mannauðsstjórn- un. Niðurstöður Bryndísar benda til þess að á vinnustöðum sem konur stýra sé almennt jákvæðara viðhorf til fæðingarorlofs en þar sem karlar stjórna. Undirmenn kvenna töluðu frekar um að orlofstakan hefði verið álitin sjálfsagt mál og að þeir hefðu fundið fyrir jákvæðum viðbrögðum yfirmanna og samstarfsfólks. Ólík viðbrögð samstarfsfólks geta skýrst af því að kynin bregðast með ólíkum hætti við fjarveru undirmanna sinna. Yfirmenn foreldra í fæðing- arorlofi þurfa augljóslega að finna einhvern til þess að taka við verk- efnum þeirra á meðan á orlofinu stendur. Kvenkyns stjórnendur leysa það oftast með því að ráða af- leysingamanneskju, en karlkyns stjórnendur dreifa frekar verkefn- um á samstarfsfólk þess sem er í fæðingarorlofi. Meiri áhrif á feður Kyn yfirmanns hefur meiri áhrif á karla en konur þegar kemur að því að taka fæðingarorlof. Þannig nýta feður sem vinna undir stjórn annars karls sér minna af sameiginlegum orlofsrétti en feður sem hafa kven- kyns yfirmann. „Þetta hefur greini- lega ofboðslega mikil áhrif á feður, auk þess að taka lengra orlof þá skipta þeir orlofinu minna upp og vinna minna heima hjá sér ef þeir starfa undir stjórn kvenna,“ segir Bryndís. Hún telur að á vinnustöð- um sem konur stjórna sé hugsan- lega meiri umræða um börn og fjöl- skylduna og karlmenn því ófeimnari við að gera ráðstafanir vegna barn- eigna. „Ég gæti trúað að á þeim vinnustöðum sé meira rætt um þessi mál og tilvonandi feður til dæmis spurðir hvernig konan hafi það og hvenær hún eigi von á sér.“ Konur óttast um starfsöryggi sitt Á hinn bóginn komst Bryndís að því að upplifun karla á áhrifum fæð- ingarorlofsins á starfsöryggi var sú sama óháð kyni yfirmanns. Konum í fæðingarorlofi fannst starfsöryggi sínu mun frekar ógnað ef þær höfðu karlkyns yfirmann. Bryndís telur að þarna sé líklegasta skýringin aftur sú að hjá kvenkyns stjórnendum séu málin rædd betur og ráðstafanir gerðar með góðum fyrirvara. Hjá karlstjórnendum sé fæðingarorlofið síður undirbúið og einhvers konar „þetta reddast“-sjónarmið ráði för. Það geti skapað óvissu og óöryggi meðal starfsmanna og konur finni meira fyrir því þar sem þær taki yf- irleitt lengra fæðingarorlof. Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna Morgunblaðið/Kristinn Fæðingarorlof Bryndís Jónsdóttir komst að því að kyn stjórnenda hefur mikil áhrif á það hvernig foreldrar verja fæðingarorlofi sínu. Í HNOTSKURN »Enn sem komið er nýta konurnánast að öllu leyti þann or- lofsrétt sem foreldrar eiga í sam- einingu. »Einungis þriðjungi þátttak-enda var kunnugt um rétt sinn til foreldraorlofs, en það er 13 vikna ólaunað orlof til við- bótar fæðingarorlofi. Starfs- maður í foreldraorlofi safnar ýmsum réttindum og hefur betri lagalega stöðu en starfsmaður í launalausu leyfi. Starfsfólk kvenkyns stjórnenda nýtur lengra og samfelldara fæðingarorlofs                             !           " #      "     $% &    '   ( )        *+ ) % %#  !    ( "     (     , MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Agli Helgasyni og Ara Edwald: „Sá ágreiningur sem hefur verið á milli 365 og Egils Helgasonar vegna fyrirhugaðra starfa Egils hjá RÚV, hefur verið leystur með samkomulagi aðila. Egill hefur fall- ist á eftir að hafa farið yfir málið með lögmanni sínum að ákveðnar líkur séu á að samningur teljist hafa komist á í skilningi laga vegna þeirra samskipta sem aðilar áttu sín á milli. Eftir stóð hins vegar ágreiningur um hvort sá samning- ur hafi verið uppsegjanlegur. Að- ilar hafa nú leyst þann ágreining með samkomulagi sem felur í sér að Egill er laus undan samnings- skuldbindingum sínum við 365. Af þessu tilefni sagði Egill Helgason: „Ég er sáttur við þau málalok sem hafa orðið í þessari deilu. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða mín hjá RÚV frá og með næsta hausti. Að endingu vil ég þakka fyrir farsælt samstarf við Stöð 2 á liðnum árum og óska 365 farsældar.“ Ari Edwald vildi af þessu tilefni koma á framfæri: „Með þeirri sátt sem hefur verið gerð við Egil Helgason er til lykta leidd sú deila sem hefur staðið frá 1. júní sl. um starfslok Egils Helgasonar. 365 er sátt við þann endi sem deila þessi fékk. Agli eru þökkuð störf sín í þágu Stöðvar 2 á liðnum árum og þess óskað að honum farnist vel í framtíðinni.“ Að öðru leyti munu aðilar ekki tjá sig frekar um þann ágreining sem nú hefur verið til lykta leidd- ur.“ Ágreiningur Egils og 365 úr sögunni Ari EdwaldEgill Helgason Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is GLEÐI og spenna lágu í loftinu í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í gær, en þar mættust fulltrúar Landsbankans og Alþjóðahúss til þess að undirrita nýjan samstarfs- samning. Með samningnum er rekstur Al- þjóðahússins tryggður út árið með tíu milljón króna fjárframlagi og er það stærsti samningur sem Al- þjóðahúsið hefur gert við einka- aðila. Í haust fara fram viðræður um áframhald á samningnum. Þessi upphæð er jafnhá framlaginu til Alþjóðahússins sem Reykjavík- urborg skar niður í fyrra. Fótbolti fyrir alla Mestu munar þó um þau sam- félagslegu verkefni sem samning- urinn snýr að. Alþjóðahúsið hyggst í samvinnu við sérfræðinga Lands- bankans í fjármálafræðslu þróa námskeið fyrir viðskiptavini Landsbankans, þar sem fléttað verður saman íslenskukennslu og fjármálafræðslu. Námið verður viðskiptavinum að kostnaðarlausu og munu námskeiðin hefjast í haust. Jafnframt mun starfsfólk bank- ans sækja námskeið hjá starfsfólki Alþjóðahússins um þjónustu í fjöl- menningarumhverfi til þess að samskipti bankans og við- skiptavina hans af erlendum upp- runa megi verða sem farsælust. Gert er ráð fyrir að fara í útibú bankans um allt land með nám- skeiðin. Einnig stendur til að hefja for- varnaátak meðal þjálfara í yngri flokkum í knattspyrnu. Börn inn- flytjenda hafa þótt skila sér mjög illa inn í íþróttahreyfinguna og vonir standa til að með aukinni fræðslu eigi þjálfarar auðveldara með að sinna starfi sínu í fjöl- menningarumhverfi. Í desember ár hvert hefur Al- þjóðahúsið veitt þeim viðurkenn- ingu sem hafa staðið sig vel í mál- efnum innflytjenda. Frá og með undirritun samningsins er Lands- bankinn bakhjarl þessarar við- urkenningar til næstu þriggja ára og verður hún nú kennd við Thor Jensen. Þjónustusamningur Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri sagði að hér væri frekar um við- skiptasamning að ræða heldur en styrk, enda liti Landsbankinn svo á að með samningnum væri hann að kaupa mikilvæga þjónustu. Jafnframt væri Landsbankinn beinlínis að nýta sér viðskiptatæki- færi, enda ekki nema eðlilegt að banki sem segðist vera „banki allra landsmanna“ legði sig fram um að ná til allra þegna þjóðfélagsins. Sigurjón sagði viðbúið að fjölgun Íslendinga yrði í auknum mæli með aðflutningi útlendinga og því væri sjálfsagt að reyna að höfða til innflytjenda. Hann sagðist vonast til þess að þessi samningur væri einungis fyrsta skrefið af mörgum. Hákon Gunnarsson, stjórn- arformaður Alþjóðahússins, sagði að Alþjóðahúsið væri þess albúið að vera leiðandi í málaflokki inn- flytjenda. Hann sagði það gleðilegt að fyrirtæki væru farin að taka samfélagslega ábyrgð og gerðu sér jafnframt grein fyrir því að um gagnkvæma hagsmuni gæti verið að ræða, líkt og raunin væri í þessu tilfelli. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins, minnti jafn- framt á að það væru um 18.500 út- lendingar búsettir á Íslandi, en um 32.000 Íslendingar væru búsettir í útlöndum. Því væri ekki nema sjálfsagt að sýna innflytjendum á Íslandi allan sóma í von um að ekki síðra viðmót myndi mæta öll- um þeim Íslendingum sem hafast við á erlendri grundu. Landsbankinn styður Alþjóðahús Fræðast um fjármál og læra íslensku um leið Morgunblaðið/Frikki Slagorð Við undirritun samningsins var bolum dreift með slagorðum sem sýna að Íslendingar eru alls konar fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.