Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR BJARNASON bifreiðastjóri, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Hólmfríður Sigurðardóttir, Ása Baldursdóttir, Sveinn G. Hálfdánarson, Erlendur S. Baldursson, Kristrún Ísaksdóttir, Kristín I. Baldursdóttir, Flemming Jessen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraungerði 6, Akureyri, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 16. júní, verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudaginn 25. júní kl. 14:00. Vernharð Sigursteinsson, Regína Vernharðsdóttir, Rannveig Vernharðsdóttir, Alexander Pálsson, Kristján Vernharðsson, Sigríður Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ytra Skógarnesi, Stórholti 28, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 19. júní á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Rafn Ingimundarson, Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jónmundur Þór Eiríksson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, G. Gunnar Garðarsson, Sigurður K. Guðmundsson, Jóhanna Marta Sigurðardóttir, Hermann R. Guðmundsson, Hildigunnur S. Guðlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS HELGADÓTTIR, Tómasarhaga 55, áður Eyjabakka 5, Reykjavík, lést á heimili sínu, mánudaginn 18. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Skúli Helgason, Hrafn Helgi Styrkársson, Sveinbjörn Styrkársson, Willy Johannes, Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson, Snorri Styrkársson, Kristrún Ragnarsdóttir, Unnur Styrkársdóttir, Sveinn Bragason, Herdís Styrkársdóttir, Jón Ágúst Reynisson og barnabörn. ✝ Haraldur Ein-arsson fæddist á Vesturvallagötu 7 í Reykjavik 8. ágúst 1927. Hann lést 13. júní síðastliðinn. Foreldar hans voru Einar Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. í Eyði- sandvík í Sandvík- urhreppi 12. nóv- ember 1893, d. 9. október 1984, og Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. á Eystri-Loftsstöðum í Gaulverjabæ 22. ágúst 1891, d. 18. janúar 1982. Systkini Haraldar eru Guð- mundur, f. 25. desember 1924, Jón Þorbjörn, f. 30. ágúst 1926 og Sigríður, f. 28. maí 1932. Haraldur var ókvæntur en eignaðist tvær dætur, þær eru: 1) Þóra, f. 19. nóvember 1951, móðir hennar Guðrún Arngrímsdóttir. Eiginmaður Þóru er Óskar Ár- mannsson, f. 16. sept.1953, börn þeirra eru a) Harpa, f. 7. janúar 1982, í sambúð með Jens Pétri Kjartanssyni, f. 17. mars 1976 og eiga þau Óskar Inga, f. 17. októ- ber 2004 og b) Har- aldur Bjarni, f. 17. febrúar 1992. 2) Guðrún, f. 24. júli 1963, móðir hennar Erla Vet- urliðadóttir. Eig- inmaður Guðrúnar er Óli V. Antonsson, f. 21. janúar 1962, börn þeirra eru: Erla, f. 9. sept. 1990, Ari, f. 30. apríl 1998 og Orri, f. 14. maí 2001. Haraldur stund- aði nám við Miðbæjarskólann í Reykjavík, við Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum árið 1947. Hann vann við verslunarstörf, fyrst sem verslunarstjóri í Veiðarfæraversl- uninni Verðandi og rak versl- unina Matval við Þinghólsbraut í Kópavogi ásamt Sigurði Guð- mundssyni. Starfaði síðan sem starfsmaður í Melaskólanum þar til hann lét að störfum vegna aldurs. Útför Haraldar verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdafaðir minn, Haraldur Ein- arsson, varð bráðkvaddur á heimili okkar Þóru, aðfaranótt miðvikudags- ins 13. júní. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Þegar Haraldur kom á heimili okkar ætlaði hann aðeins að vera einn til tvo mánuði, en árin urðu fimmtán og hefðum við gjarnan viljað hafa þau miklu fleiri. Börnin okkar nutu ákveðinna forréttinda að alast upp með afa á heimilinu. Nutu þau um- hyggju hans og fræðslu. Ef við hjón- in þurftum að bregða okkur af bæ, þurfti ekki að kalla til barnapíu, afi sá um málin og það leiddist börnunum ekki. Haraldur vildi ekki að fyrir sér væri haft, hann vildi sjá um sín mál sjálfur, en var alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Haraldur stofnaði ekki til fjölskyldu en var þó mikill fjölskyldumaður. Hann átti tvær dætur og þeirra fjölskyldur voru hans fjölskyldur. Þá lét hann sér mjög annt um systkinabörn sín og fylgdist grannt með hvað á daga þeirra dreif. Haraldur var mjög skipulagður maður og vildi vera tímalega búinn með það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann var t.d. búinn með alla jóla- verslun talsvert fyrir jól, það þurfti að koma pökkunum tímanlega til Noregs til Guðrúnar og fjölskyldu. Og það veit ég að það voru ekki bara bækur, föt og leikföng sem fóru í pakkana, það var líka ómælt magn af ást og umhyggju. Þegar hann fór af bæ til veislu eða ferðalaga var hann tilbúinn glerfínn að minnsta kosti hálftíma fyrir brottför, hann vildi ekki láta bíða eftir sér. Haraldur var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með öllum viðburðum á því sviði og var áskrif- andi að öllum sjónvarpsrásum er fjölluðu um íþróttir. Hann var KR- ingur í gegn og varð Íslandsmeistari með þeim í knattspyrnu um miðja síðustu öld. Tottenham var hans lið í enska boltanum. Hann ferðaðist utan til að sjá knattspyrnuleiki löngu áður en það tíðkaðist almennt. Hann hafði einnig mikinn áhuga á pólitík og vor- um við ekki alltaf sammála þar og var því oftar en ekki tekið upp léttara hjal því hvorugum varð þokað. Tengdaföður míns minnist ég fyrst og fremst fyrir það hversu glaðlynd- ur og ljúfur hann var. Hann lét ekki reita sig til reiði. Ég veit að honum gekk ekki allt í haginn en hann kaus að sýta það ekki, heldur horfa fram á veginn. Haraldur var mér meira en tengdafaðir. Hann var vinur og sam- ferðamaður. Hans er sárt saknað hér í Vesturberginu. Hafi hann innilega þökk fyrir samfylgdina. Óskar Ármannsson. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að alast upp með afa okkar á heimilinu og við erum svo þakklát fyrir allar þær minningar sem við eigum. Halli afi var á meðal þess fyrsta sem við lærðum að segja þeg- ar við fórum að tala. Orðin Halli afi stóðu ekki aðeins fyrir hann sjálfan heldur fyrir allt það sem honum fylgdi, eins og Tommi og Jenni, ís, snúðar og fótbolti. Halli afi var vinur allra. Hann varð afi allra vina okkar og margir þeirra kalla hann afa enn í dag. Hann og Tíra, fjölskylduhundurinn, voru miklir vinir. Afi var svo spenntur að fá hana heim frá Danmörku að fólk spurði hann hvort langafabarnið væri loks komið í heiminn. Hann tók á móti Tíru með síríus súkku- laðilengju þar sem það er jú það sem flesta langar í eftir langa dvöl erlend- is. Halli afi var mikil barnagæla og hann náði til barna á öllum aldri. Hann var alltaf til í að leika, fara í boltaleik og að ærslast með krökk- unum. Þegar við urðum eldri þreytt- ist hann aldrei á að spjalla um allt milli himins og jarðar og að segja okkur frá atburðum úr lífi sínu. Hann naut þess að vera langafi þó honum hafi ekki litist sem best á titilinn til að byrja með. Það var fastur punktur hjá Óskari Inga, langafastráknum hans, að fara í heimsókn í afaher- bergi til að fá góða lykt og nammi sem var oftar en ekki mandarínur. Sá stutti leyfði engum öðrum að koma með í heimsóknina og voru þessar stundir algjörlega þeirra. Litli kút- urinn fer enn og athugar með langafa sinn og saknar hans sárt eins og við hin. Hress, það er líklega orðið sem lýsir Halla afa best. Hann var hress fram á síðasta dag og þannig munum við ætíð minnast hans. Harpa og Haraldur Bjarni. Alltaf var jafn gaman að fá afa í heimsókn til okkar til Noregs. Gleðin og ánægan lýsti alltaf af afa þegar hann kom, með sinn hlýhug og hressleika. Fótboltaáhugi afa gladdi okkur öll og smitaðist til okkar. Afi kenndi okkur mikið um fótbolta og lærðum við af kunnáttu hans. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum afa. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Ver- ið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Þín afabörn Erla, Ari og Orri. Föðurbróðir okkar, Haraldur Ein- arsson, lést 13. júní sl. á heimili sínu þar sem hann hafði búið undanfarin ár með Þóru dóttur sinni og fjöl- skyldu. Í æsku okkar var Halli uppáhalds- frændi. Við bjuggum öll heima á Vesturvallagötu 7, í húsinu sem Ein- ar afi okkar reisti. Hann uppi með ömmu og afa og við fjögur á neðri hæðinni. Systkini pabba og þeirra börn ýmist bjuggu einnig í húsinu eða voru þar tíðir gestir. En hvers vegna var hann uppá- haldsfrændi allra systkinabarnanna? Hann var mjög mörgum kostum bú- inn. Hann var glaðvær, hláturmildur, umburðarlyndur og félagslyndur og svo var hann alltaf svo ungur í anda. Þá átti hann til að vera stríðinn þegar sá gállinn var á honum. Það var oft mikið hlegið á Vesturvallagötunni. Halli var á þessum árum mikill bíl- túramaður og átti marga fína bíla. Okkur er sérstaklega minnisstæður glæsivagn sem hann átti, rauður Fiat með svörtum toppi. Frændsystkinin fylltu bílinn og svo var brunað af stað austur í sveit eða í ísbúð. Halli var mikill sælkeri og kenndi okkar og ömmu að meta útlent sælgæti sem var fágætt á þeim árum. Hann kom hlaðinn úr fjölmörgum utanlands- ferðum og þá var nú gaman. Halli og amma voru mjög miklir mátar, samband þeirra alveg sér- stakt. Hann var henni ljúfur og eft- irlátur. Frá æskuárum var knattspyrna aðaláhugamál hans. Halli var mikill KR-ingur. En hann var líka mikill sjónvarpsáhugamaður og þetta tvennt gat hann tengt saman, alla tíð. Hann keypti líka fyrsta sjónvarpið sem kom í fjölskylduna, rétt eftir 1960. Það voru alltaf allir velkomnir að koma og horfa. Halli var verslunarmaður alla sína starfsævi, verslunarstjóri og síðar kaupmaður. Í þessum störfum nýtt- ust hans bestu kostir, samskipta- hæfni, þjónustulund og jákvætt hug- arfar. Verslunin Verðandi við Tryggvagötu naut starfskrafta hans í mörg ár. Þar var heill ævintýraheim- ur fyrir krakka. Þangað heimsóttum við hann ýmist með eða án leyfis for- eldra okkar eða fengum að fara með honum um helgar. Þetta voru góð ár. Við sendum fjölskyldu Haraldar innilegar samúðarkveðjur og kveðj- um hann með væntumþykju og þakk- læti. Blessuð sé minning hans. Ásdís og Kristín Guðmundsdætur. Haraldur Einarsson frændi okkar lést á heimili dóttur sinnar 13. júní sl. Okkur langar að minnast Halla frænda með nokkrum orðum, sér- staklega frá æskuárum okkar systk- inanna. Hann var léttur í lund og glaðsinna, gamansamur og sá spaugilegar hliðar lífsins og tilver- unnar enda löðuðumst við systkinin og önnur frændsystkini okkar að honum. Það er margs að minnast frá æskuárum okkar systkina með Halla bæði á Vesturvallagötunni og eftir að við fluttum í Kópavoginn. Hann og pabbi okkar voru nánir og mikið um heimsóknir bæði til okkar í Kópavog- inn og við á Vesturvallagötuna. Við minnumst ferða okkar til Halla til að horfa á sjónvarp í árdaga þess miðils hér á landi. Við minnumst bíltúra um Reykjavík og að Jaðri þar sem við áttum frændsystkini og frænku sem gaman var að hitta. Upp úr miðri síð- ustu öld eða um og eftir 1960 voru slíkar ferðir ævintýri fyrir ungviðið. Við minnumst ferða með afa og Halla að huga að kartöfluræktinni á Eyrarbakka. Við minnumst heim- sókna til hans í Verðanda þar sem boðið var uppá kók og prins. Við minnumst þess þegar Halli var kaup- maður í verslun sinni Matvali og kom heim með vörusendingar alltaf glað- ur og í góðu skapi. Þetta var á þeim tímum þegar húsmæður hringdu í kaupmanninn sinn og fengu matvör- ur sendar heim. Við minnumst um- hyggju hans við afa og ömmu þar sem þau þrjú bjuggu saman á Vet- urvallargötunni. Halli frændi var mjög hvetjandi við okkur um ástundun íþrótta, sér- staklega knattspyrnu sem var hans aðal áhugamál. Hann var vesturbæ- ingur og KR-ingur. Eftir að við flutt- um í Kópavoginn af Vesturvallagöt- unni er okkur minnisstætt að hann vildi að við héldum tryggð okkar við KR. Hann var boðinn og búinn að aka okkur frændum á æfingar úr Kópavoginum vestur í bæ svo við ánetjuðumst ekki öðrum óæskilegum íþróttafélögum. Sameiginlegt áhuga- mál pabba og Halla var knattspyrn- an; KR og enski boltinn. Þeir deildu áhyggjum og gleði yfir gengi KR, en héldu hvor með sínu liðinu í enska boltanum. Halli hélt með Tottenham, pabbi með Liverpool en það skipti ekki máli það var alltaf mikil ánægja og gleði þegar þeir komu saman til að horfa á boltann. Við minnumst þegar Halli fór til London til að horfa á knattspyrnuleiki. Alltaf færði hann okkur frænkum minjagripi, til er brúðusafn af lífvörðum drottningar. Við minnumst veiðitúra með Halla og pabba að Kaldaðarnesi og að Hrauni sem alltaf voru ánægjulegir og til- hlökkunarefni. Hin síðari ár var sam- bandið ekki eins mikið og náið og var í gamla daga, þó hist reglulega. Þá voru æskuárin gjarnan rifjuð upp og mikið hlegið. Pabbi var duglegur að færa okkur fréttir af Halla frænda. Það var þeim nauðsynlegt að heyrast og hittast reglulega til að rifja upp gamla tíma og fá fréttir af högum stórfjölskyldunnar. Við eigum dýr- mætar minningar og það hefur veitt okkur ómælda gleði að hafa átt Halla frænda. Halli var til heimilis hjá Þóru dóttur sinni hin síðari ár. Við þökk- um Þóru og Óskari manni hennar umhyggju þeirra við Halla. Hvíl í friði, Halli frændi. Systkinin Guðmundur, Guðbjörg og Sigríður. Haraldur Einarsson  Fleiri minningargreinar um Har- ald Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.