Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Her-mannsdóttir fæddist í Ögri við Ísafjarðardjúp 6. ágúst 1921. Hún lést á lyfjadeild FSA 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hermann Her- mannsson útvegs- bóndi í Ögurvík við Ísafjarðardjúp, f. 1893, d. 1981, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, f. 1895, d. 1977. Systk- ini Þuríðar eru Kristín Anna, f. 1918, d. 2002, Gunnar Haraldur, f. 1922, d. 1977, Þórður Guðmundur, f. 1924, d. 1985, Sigríður Ragna, f. 1926, d. 1999, Karítas Kristín, f. 1927, d. 1994, Sverrir, f. 1930, Gísli Jón, f. 1932, Halldór, f. 1934, Guðrún Dóra, f. 1937, og Birgir, f. 1939. Þuríður giftist 19. október 1944 Arnviði Ævari Björnssyni garð- yrkjumanni og pípulagninga- meistara frá Húsavík, f. 27. ágúst 1922. Börn þeirra eru: 1) Eydís son, dóttir þeirra er Aníta Ósk. b) Eva, sonur hennar er Pétur Gunn- ar. c) Sara. d)Hermann. 4) Börkur efnaverkfræðingur, f. 1959, maki Inga Dóra Sigurðardóttir. Synir þeirra eru a) Unnsteinn og b) Ás- geir. Þuríður ólst upp í Ögurvík og var einn vetur í Héraðsskólanum í Reykjanesi og annan í Húsmæðra- skólanum Ósk á Ísafirði. Hún var gangastúlka á Sjúkrahúsi Ísa- fjarðar þar til hún fór til vinnu í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði þar sem hún kynntist Arnviði. Þuríður og Arnviður bjuggu 61 ár á Húsavík en haustið 2006 fluttust þau til Akureyrar. Þuríður sinnti lengst af húsmóðurstörfum og vann síðan hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur í u.þ.b. 20 ár. Þuríður var félagi í Kvenfélagi Húsavíkur öll árin sem hún bjó þar og for- maður félagsins í nokkur ár. Hún tók þátt í sveitarstjórnarmálum og var varabæjarfulltrúi á Húsavík um tíma. Útför Þuríðar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. bókasafnsfræð- ingur, f. 1945, gift Snorra Péturssyni. Börn þeirra eru a) Sigurður Pétur og b) Ásta, dætur hennar og Halldórs Hall- dórssonar eru Eydís Þuríður og Unnur Aðalheiður. 2) Björn Jósef sýslumaður á Akureyri, f. 1947, kvæntur Jóhönnu Sigrúnu Þorsteins- dóttur. Börn þeirra eru: a) Sigríður Lovísa, maki Þorkell Pálmi Braga- son, börn þeirra eru Arnviður Bragi og Sigfríður Birna. Dóttir Lovísu og Guðna H. Guðmunds- sonar er Sigrún Lilja og stjúpdótt- ir er Pálmey Kamilla Pálmadóttir. b) Anna Lilja, maki Haukur Sig- urðsson, börn þeirra eru Alexand- er Smári og Ingibjörg Lovísa. c) Arnviður Ævarr, unnusta hans er Elísa Arnarsdóttir. 3) Hermann Gunnar bakari, f. 1949, kvæntur Unni Eggertsdóttur, börn þeirra eru a) Vala, maki Þrándur Jens- Eftir meira en 40 ára samfylgd með Þuríði, tengdamóður minni, er mér ljúft og skylt að minnast hennar örfáum orðum. Mín fyrsta minning um Þuríði er frá bernskuárum. Ég var strákling- ur, sumargestur hjá ættingjum á Húsavík, þegar ég sá Þuríði ganga eftir Garðarsbrautinni. Það var eit- hvað við þessa konu sem varð til þess að mér varð starsýnt á hana. Þetta „eithvað“ er raunar það sem ég tel að lýsi Þuríði fullkomlega. Fas hennar og yfirbragð, sviphreint andlit, hæg- lát og fáguð framkoma, blíður mál- rómur og fallegt bros; allt þetta var spegilmynd þeirrar góðu sálar sem að baki bjó. Þuríður unni fjölskyldu sinni, eig- inmanni, börnum og afkomendum þeirra, fylgdist vel með öllum og tók þátt í gleði þeirra og sorgum. Hún krafðist einskis á móti en uppskar þó einlæga ást og virðingu þessarar fjölskyldu sinnar, sem nú syrgir og saknar, en jafnframt þakkar af heil- um hug. Þuríður var næstelst ellefu systk- ina, sem ólust upp í Ögri við Ísafjarð- ardjúp. Þar gekk oft á ýmsu, ekki síst þegar í hlut áttu tápmiklir og örugglega háværir bræður hennar, og þurftu hún og Anna, eldri systir hennar, oft að aðstoða Salóme móður sína við barnauppeldið. Mér býður í grun að þá hafi virkað vel hið hæg- láta fas og blíði rómur. Þuríður unni mikið þessari fjölskyldu sinni og rækti vel samband við foreldra sína og systkini eftir að hún flutti úr föð- urhúsum. Segja má að Þuríður og Arnviður hafi verið nokkrir örlaga- valdar tveggja annarra systkinanna úr Ögri, því Karítas systir hennar giftist Steingrími Birgissyni og bjó á Húsavík, en Þórður bróðir hennar kvæntist Vigdísi systur Steingríms. Það var Þuríði mikil gleði að hafa Kæju systur sína hjá sér á Húsavík, og var samband fjölskyldnanna náið og gott. Ekki er þó hallað réttu máli þótt fullyrt sé, að samband þeirra Önnu hafi verið sérstakt. Þær voru í raun óðaðskiljanlegar, en bjuggu þó lengst af hvor í sínum landsfjórð- ungi. Til að mæta þeim vansa töluðu þær saman í síma daglega, áratugum saman. Þuríður var ekki gallalaus. Hún var t.d. alveg gjörnsneydd öllu átta- skyni og gat átt það til að villast „á hlaðinu heima hjá sér“. Annar galli, sem þó ætti að teljast kostur, var rausnarskapur í mat. Þuríður virtist óttast það meir en nokkuð annað að menn stæðu svangir upp frá borðum hennar, og hélt hún stíft að gestum sínum ábót og aukaréttum. Margur hygg ég að hafi frekar bætt á sig óvelkomnum kaloríum fremur en að valda Þuríði hugarangri. Að minnast Þuríðar er mannbæt- andi. Arnviður saknar nú sárt lífs- förunautar, sem og fjölskyldan öll og aðrir ættingjar og vinir. Ég veit að minningarnar um Þuríði munu sefa þann söknuð sem loks mun víkja fyr- ir þakklæti fyrir að hafa átt samleið með góðri manneskju. Snorri Pétursson. Nú er elsku amma farin frá okkur og söknum við hennar mikið. Við systkinin eigum svo margar æðislegar minningar frá þeim tíma þegar við vorum í heimsókn fyrir norðan hjá ömmu og afa. Við sátum t.d. oft hjá ömmu og afa inni í eldhúsi á kvöldin þar sem amma spilaði við okkur og gaf okkur mjólk og kex áð- ur en við fórum að sofa. Svo þegar við vorum komin upp í rúm þá las hún fyrir okkur bókina Búkollu, sú bók lesin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þegar búið var að lesa þá var farið með faðir vorið og rétt áður en amma gekk út þá sagði hún alltaf: „góða nótt og guð geymi ykkur“. Við stelpurnar dáðumst alltaf að fallega síða hárinu hennar. Eva t.d. sat oft á klósetsettunni inná baði og fylgdist með ömmu taka hárið niður, slétta vel úr því og setja það svo í fléttu. Það er líka sterkt í minningunni hvað amma og afi voru dugleg að fara með okkur í ferðalög. Eitt skipt- ið fór amma með okkur í berjamó og Sara og Eva fundu læk til að fara að vaða í. Amma hló svo að þeim þarna sem þær stóðu úti í læknum því þær urðum svo hrikalega hræddar við að vera ofan í honum þótt vatnið hafi hvorki verið djúpt né straummikið. Amma var mikil húsmóðir í sér. Þegar við krakkarnir fórum út að leika sá hún alltaf til þess að við gæt- um fengið eitthvað í gogginn þegar við komum heim, svo sat hún hjá okkur og hlustaði á sögur okkar um hvað við hefðum verið að gera og hverja við hefðum hitt á meðan við vorum úti. Hún amma er ein yndislegasta kona sem við höfum þekkt og mun- um við öll geyma minningar um tíma okkar með henni í hjarta okkar. Við elskum þig öll amma! Vala, Eva, Sara og Hermann. Í huganum er amma fyrirmynd að ömmum. Hún kemur heim og saman við lýsingar af góðu ömmunum í barnabókunum og ef eitthvað, þá var hún jafnvel enn meiri manneskja en lýsingar ná yfir. Hún var sterkur persónuleiki, tíguleg með sítt hár sem var fallega uppsett, alltaf vel til höfð og skartaði þjóðbúningi á hátíð- isdögum. Það var hennar yndi að gera eitthvað fyrir aðra. Hún var rausnarleg, svo mild og góð, hlý, hæglát og æðrulaus, með stóran faðm, blítt bros og glampa í augum. Mér ömmubarninu þótti hún svo ómissandi að ég bað hana einu sinn í barnslegri einlægni að lifa svo lengi að börnin mín fengju líka að kynnast henni. Hún hló dátt að þessu, en mér varð að ósk minni og dætur mínar eru ríkari af verunni með langömmu sinni. Á hverju sumri var farið til ömmu og afa á Húsavík. Í æsku voru þetta ævintýrasumur. Það var hænsnakof- inn hans afa, veiðiferðir upp á Botns- vatn og niður á bryggju, berjatínsla á haustin, gosbrunnur í garðinum þar sem mátti busla í sólinni, útileg- ur með Kæju systur ömmu og ferðir upp í Mývatnssveit, Ásbyrgi og í Að- aldalinn. Það var aldrei lognmolla og á rigningardögum voru bakaðar kleinur og kökur. Langömmubörnin kynntust síðan öðrum ævintýrum eins og jarðarberjatínslu, rósarækt, stóra garðinum og leyniherbergjum undir súð á Fossvöllum. Amma leyfði allt, aldrei var neitt ómögulegt. Á kvöldin var fastur liður að spila eða leggja kapal við eldhúsborðið. Amma var mikil húsmóðir og afi snerist fyr- ir hana allra erinda. Verkaskiptingin var skýr en saman héldu þau fallegt og gott heimili. Afi sér nú á eftir lífs- förunaut til rúmra 60 ára. Það skín úr orðum hans þakklæti fyrir þeirra tíma þó söknuðurinn sé mikill. Amma fylgdist vel með okkur öll- um. Fjarlægðir skiptu engu máli og hún notaði hvert tækifæri til heim- sókna enda hafði hún gaman af að vera á ferðinni. Hún brá sér nokkr- um sinnum til útlanda og þar bjarg- aði hún sér á okkar ástkæra ylhýra móðurmáli, það skildu hana allir, enda brosti hún breitt og kinkaði vingjarnlega kolli til viðmælenda. Þannig komst hún allra sinna ferða. Heimili þeirra afa stóð opið gestum og gangandi hvenær sem var. Það kom berlega í ljós á áttræðisafmæli ömmu hversu góð hún var heim að sækja og hversu vel hún hafði rækt- að fjölskyldu- og vinaböndin. Á Húsavík voru þær í S-inu sínu amma og Anna heitin systir hennar að taka á móti gestum sem komu alls staðar að til að vera með á stóra deginum. Í minningunni heyri ég í þeim ömmu og Önnu skipuleggja komu hvers og eins, allir þurftu eitthvað að borða og hrein sængurföt, það skorti ekki. Af- mælisveislan sjálf var stórkostleg hátíð um stórkostlega konu sem end- aði í dansi á pallinum á Fossvöllum. Þegar við rifjum upp minningar um ömmu minnumst við hennar fyrst og fremst fyrir góðmennsku. Hún gaf okkur óendanlega mikið af sjálfri sér. Með söknuði og þakklæti kveðjum við nú elskulega ömmu og langömmu. Í okkar huga er komið stórt skarð í Norðurlandið en við er- um vissar um að þær hlæja nú saman systurnar á himnum! Hvíl í friði, elsku amma. Ásta, Eydís og Unnur. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast ömmu Þuríðar, eða ömmu á Húsavík eins og við kölluð- um hana alltaf. Við vorum mjög mik- ið hjá ömmu og afa á Húsavík þegar við vorum krakkar og eigum við mik- ið af minningum þaðan. Á Garðars- brautinni var margt hægt að gera og höfðum við systur óendanlega gam- an af því að fara og leika okkur í gamla dótinu sem var niðri í kjallara, að busla í gosbrunninum úti í garði, tína rifsberin í heimreiðinni og að sjálfsögðu að fara niður til Gunnu gömlu. Það var líka ofsalega spenn- andi að fá að fara með ömmu í bank- ann að skúra, því við fengum að fara niður í kjallarann og skoða allt sem þar var. Það voru margar ferðirnar sem hún og afi fóru með okkur krakkana upp að Botnsvatni til að vaða og veiða síli og voru þetta al- gjörar ævintýraferðir. Einhvern tímann drifu þau okkur með í útilegu í Mývatnssveit og voru Kaja og Steini með í för. Afi byrjaði að sjálf- sögðu að tjalda við hliðina á Kaju og Steina, en ömmu fannst sá staður ekki nógu góður þar sem það var smá þúfa á miðjum botninum á tjald- inu. Afi mátti því taka upp tjaldið og tjalda aftur, en þá endurtók sagan sig og svona gekk þetta, þangað til að afi greyið var búinn að tjalda þrisvar sinnum að hún sagði: „Jæja, kannski við ættum bara að vera við hliðina á Kaju og Steina, mér sýnist sá staður vera bestur!“ þannig að afi endaði þar sem hann byrjaði. Við fórum líka oft austur til þeirra um helgar og amma sagði alltaf við pabba þegar við vorum að leggja af stað: „Og aktu svo varlega Bjöndi minn, þú ert með svo dýrmætan farm“ og höldum við að það sé ástæðan fyrir því að leiðin heim var alltaf lengri. Amma var mjög glæsi- leg kona, með mikið sítt grátt hár sem náði niður í mitti og alltaf tekið í hnút. Hún hafði líka sérlega gaman af því að punta sig og vera fín og fór aldrei út úr húsi án þess að vera vel til höfð. Hún var sérlega glaðlynd og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig, því meira fólk því meira fjör. Elsku afi, við biðjum guð að veita þér styrk í sorginni og vitum að hún er á góðum stað og henni líður vel, þar sem hún ert búin að hitta systur þínar, þær Kaju, Önnu og Siggu og nú er fjör hinum megin, það veit sá sem allt veit, mikið talað og hlegið ennþá meir. Elsku amma, takk fyrir allt… Lovísa, Anna Lilja og Arnviður. Andlát Þuríðar frænku var eitt- hvað sem maður gat átt von á að heyra og þó ekki. Það gaf smá sting í brjóstið, einn enn úr systkinahópi mömmu horfinn. Það er skrítið þeg- ar hinir eldri hverfa og við næsta kynslóð erum að verða efst á fjöl- skyldutrénu. Þuríður og mamma okkar, Anna, voru elstar af ellefu systkinum, 3 ár á milli þeirra og þær voru sérstaklega nánar. Þær töluð- ust við á hverjum degi og heimsóttu hvor aðra á hverju sumri. Annað hvert sumar fór mamma með sín börn með strandferðaskipi til Húsa- víkur og dvaldi hjá Þuríði með okkur og hitt sumarið kom Þuríður vestur með sín börn. Þuríður og Arnviður bjuggu í mörg ár á efstu hæð í læknishúsinu á Húsavík, það hýsti líka Landsbank- ann til skamms tíma. Seinni árin heimsóttum við þau síðan í yndislegt hús á Fossvöllum 2. Þuríður og Arn- viður áttu hænsnahús með fullt af hænum og það þarf ekki að segja meira, þangað var sko gaman að koma. Þuríður var einstaklega glæsileg kona, há og grönn og með þetta líka síða og fallega hár sem ýmist var fléttað og sett í fléttusnúð eða snúið upp í pylsu í hnakkanum. Mikið var spennandi þegar hún leysti það á kvöldin og maður fékk að sjá það í allri sinni dýrð. Margs er að minnast og mikið var brallað hjá henni Þuríði en það væri of mikið mál að ætla að telja það allt upp. Okkur langar þó sérstaklega að minnast á ógleyman- lega Dublinarferð sem farin var með þeim systrum í nóvember árið 2000. Þar nutum við þess þær yngri, að við vöktum allstaðar mikla athygli, á götum úti, í strætó, (leigubílar voru í verkfalli þessa daga svo við ferðuð- umst með strætó) og á hótelinu vegna þessara tveggja glæsilegu fullorðnu kvenna sem voru í sínum pelsum og með hatta og svo brostu þær til allra og reyndu að heilsa þó þær kynnu ekkert í ensku. Enda brostu allir til okkar. Þessi ferð fer í sérstakt minningarhólf þar sem allt- af er hlýtt og notalegt. Við eigum dá- lítið erfitt með að ímynda okkur lífið án þessara toppa á fjölskyldutrénu en svona er víst gangur lífsins. Elsku Þuríður, hafðu þökk fyrir allt það góða sem þú gafst okkur í gegnum árin og hvíl nú í friði. Við er- um þess fullvissar að þín elskulega stóra systir tók fagnandi á móti þér. Innilegustu samúðarkveðjur send- um við Arnviði, börnum og tengda- börnum og þeirra afkomendum. Sigríður Borghildur (Sigga Bogga) og Anna Kristín (Anna Stína) og þeirra fjölskyldur. Þuríður Hermannsdóttir ✝ HRAFNKELL THORLACIUS arkitekt, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 17. júní. Útförin fer fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. júní klukkan 15.00. Vinsamlega látið Heimahlynningu njóta minningar- gjafa (Krabbameinsfélagið, sími 540 1990). Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Thorlacius, Halla Thorlacius, Sveinbjörn Þórkelsson Ragnhildur Thorlacius, Björn Ægir Hjörleifsson Steinunn Thorlacius, Guðjón Ingi Eggertsson, Gunnlaug Thorlacius, Sigurjón Halldórsson, Eggert Thorlacius, Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnkell, Anna, Kristín Lilja, Þórunn Edda, Vilhjálmur Atli og Halldór Hrafnkell. ✝ Kærar þakkir til allra ættingja, vina og félagasamtaka sem hafa sýnt okkur samúð, hjálp og styrk vegna andláts og útfarar, HRAFNKELS A. JÓNSSONAR, Selási 18, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunar- og starfsfólki Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir einstaka umönnun og kærleika í erfiðum veikindum. Einnig viljum við senda kærar þakkir til allra Eskfirðinga sem sýndu okkur virðingu og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sigríður M. Ingimarsdóttir, Tjörvi Hrafnkelsson, Kristbjörg Jónasdóttir, Tara Ösp, Embla Ósk og Hrafnkell Ísar, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir og Þorgerður Sigga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.