Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 25
þrýsta á löggjafann að breyta lög- um þannig að póker verði ótvírætt löglegur að eðlilegum skilyrðum uppfylltum. Á það má benda að póker er löglegur í einhverri mynd í flestum ríkjum heims þó víða gæti vanþekkingar og fordóma í hans garð. Í þessu máli sem svo mörgum öðrum á forræðishyggjan ekki að ráða ríkjum og menn eiga að stand- ast þá freistingu að hafa vit fyrir öðrum telji þeir póker ekki æskileg- an, sér í lagi ef þeir hafa ekki kynnt sér um hvað leikurinn snýst. Það er engum til heilla að þúsundir Íslend- inga stundi póker ólöglega fyrir luktum dyrum og að bannað sé að halda mót í einum af margslungn- ustu og skemmtilegustu leikjum veraldar. Georg Lúðvíksson er verkfræðingur og stundar MBA-nám við Harvard Business School. Georg Haraldsson er tölvunarfræðingur. georg.ludviksson@gmail.com georgh@gmail.com MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 25 Snorri Zóphóníasson | 20. júní Orkuöflun og náttúrufræði Í ÞÆTTINUM Spegl- inum í Ríkisútvarpinu föstudagskvöldið 4. maí fullyrti Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur að þeir sem stæðu að virkjunum á Íslandi væru verkfræðingar sem lítt hug- uðu að lífríki. Náttúrufræðingar væru lítið kvaddir að verkferlinu til varnar flókinni og viðkvæmri nátt- úru. Síðan fylgdu meira en 40 ára gamlar dæmisögur af misvitrum verkfræðingum. Dregin voru fram dæmi um skuggalegar virkj- anahugmyndir á árum áður og látið að því liggja að svona væru vinnu- brögðin ennþá. Meira: sz.blog.is Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MERKILEGU viðtali við nýráð- inn umhverfisráðherra kemur enn og aftur í ljós að sérstakt ráðu- neyti fyrir sér- fræðinga um sérgæsku og snobb á ekki rétt á sér. Ummæli ráðherrans um ýmis málefni og þá ekki síður það sem ráðherrann minnist alls ekki á eru því miður stefnumarkandi og eru kvíðvæn- leg. Um „óröskuð“ svæði Ráðherrann skýlir sér á bak við einhvern áfanga í rammaáætlun um náttúruvernd sem enginn kannast við. Síðan segir ráð- herrann að það verði ekki farið inn á „óröskuð“ svæði, eins og marg- tuggið hefur verið undanfarið. Reyndar bætir ráðherrann því við „að ekki hafi allir áttað sig á því hvað þetta þýði“! Við, sem höfum fylgst með um- hverfissnobbinu undanfarin ár, vit- um vel hvað þetta þýðir. Þetta þýðir að svæði verða skilgreind þannig að enginn getur um þau farið sér til ánægju og yndisauka nema vera fullgildur limur í um- hverfisklíkunni. Nýting auðlinda verður stöðvuð nema auðvitað á suðvesturhorninu, en rollur og hreindýr njóta forgangs. Upp- græðsla og endurheimt landgæða harðbönnuð. Grasbítum verður boðið upp á gróðurleifarnar og skjól í rofabörðunum en umferð mannfóksins hindruð eins og nokk- ur er kostur. Eyðimerkur sem eru afleiðing jarðvegseyðingar (hin „óröskuðu“ svæði!) eru því miður orðnar dekur náttúrusnobbsins. Ráðherann minnist einnig á hina frægu stoppstefnu, segir að sú vegferð sé hafin og þá líklega und- ir gunnfána Samfylkingarinnar, fylkingar sem beið raunar afhroð í kosningunum. Umhverfiskunnátta ráðherrans nær ekki lengra en að dásama óbeint bílakaup þingmanna Samfylkingar sem hrósuðu sér af því að hafa keypt einhverja Twin- bíla í kosningabaráttunni. Mengun er margföld af smíði þeirra bíla og alveg ósannað að þeir valdi minni usla í umhverfinu en við sem ökum á gömlum ódýrum bifreiðum þegar dæmið hefur verið reiknað til enda. Um matarsmekk ráðherrans Hér á Húsavík er hópur manna sem halda mætti að væri að falla úr hor. Þeir skjóta og eta allt kvikt og er ekkert heilagt. Egg villtra fugla eru í þeirra augum aðeins matvæli sem eru að renna út og kjaga þeir um akfeitir af ofáti og hjartveikir af velmegun til að tína upp egg gesta okkar. Stórlega sér á öllu fuglalífi. Réttast væri að fé- lagsmálayfirvöld sæju þessu fólki fyrir mat svo náttúran fengi ein- hvern frið. Matarsmekkur ráðherrans fellur vel að viðhorfi þessa fólks til fæðu. Ráðherrann upplýsir einmitt um matarsmekk sinn í þessu viðtali og boðar fagnaðarerindið: Rjúpa skal það vera á jólum, heillin og endur á sunnudögum en hvalkjöt fer ekki á hennar disk. Hún telur sjálfsagt að drepa villta fugla til matar. „Nýta eins og aðrar tegundir.“ Er ekki annað að heyra en að lobbý- istar Skotveiðifélagsins hafi náð góðum árangri og brátt verði hér hrossagaukur, lóur og spóar á borðum eins og íslenska skotbrjál- æðinga hefur lengi dreymt um. Er það nú umhverfisvinsemd! SIGURJÓN BENEDIKTSSON, tannlæknir og formaður Kríuvinafélags Húsavíkur. Enn er umhverfisráðu- neyti tímaskekkja Frá Sigurjóni Benediktssyni Sigurjón Benediktsson NETGREINAR Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum „Hjá Málningu hf. vita menn að það þarf rannsóknir, prófanir og þróunarvinnu til að framleiða bestu fáanlega útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Það er grunnurinn sem ég treysti á.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari Jón Árni rannsóknarmaður Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskt veðurfar Jón Bjarnason efnaverkfræðingur Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS L E N S K A /S IA .I S /M A L 3 26 63 0 6/ 07

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.