Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 21 Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar þjást af heilabilunarsjúkdómum og er Alzheimer algengastur. Verulega mun fjölga í þessum hópi og talið að Alzheimersjúklingar verði um 5.500 árið 2030. Bjarmalundur, ráð- gjafarstofa um Alzheimer og öldr- un, tók til starfa í maí. Hugmyndin er að boðið verði upp á frumgrein- ingu, einstaklings- og hjónaviðtöl auk fjölskyldufunda en fram- kvæmdastjórinn, Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, segir að viðtöl og fundir séu mjög þýð- ingarmiklir fyrir aðstandendur og sjúklingana sjálfa. Byrjað verður með greiningu á þörfum en Hanna Lára hefur með sér teymi sérfræð- inga; taugasálfræðing, öldrunarsál- fræðing, öldrunarlækni, lögfræðing og iðjuþjálfa sem hún getur kallað til eftir þörfum og þeir leitað að- stoðar hennar. Hugmyndin að Bjarmalundi hef- ur verið að þróast í fjögur ár og nú er ráðgjafarþátturinn orðinn að veruleika. Starfsemin gengur út á þjónustu sem ekki er fyrir hendi annars staðar en þjónusta fyrir Alzheimersjúklinga og aðstand- endur er t.d. á LSH Landakoti, tvær heilabilunardeildir og minn- ismóttaka. Nokkrar sérhæfðar dag- deildir eru líka á höfuðborgarsvæð- inu og heimaþjónusta og heimahjúkrun fyrir fólk með Alz- heimer. Ósjálfbjarga og út úr heiminum „Ég vil einbeita mér að byrj- unarstigum sjúkdómsins en oft hef- ur fólk haft áhyggjur í 3-4 ár þegar það kemur á minnismóttökuna. Hingað getur fólk leitað sem hefur áhyggjur af skertu minni eða skertri færni og einnig aðstand- endur þess og ég vísa því réttu leiðina, allt eftir eðli hvers tilviks.“ Að sögn Hönnu Láru hefur hing- að til verið einblínt á Alzheim- ersjúklinga á seinni stigum sjúk- dómsins. Hún segir að staðalímyndin sé ósjálfbjarga fólk og út úr heiminum en ferli sjúk- dómsins er 10-12 ár. Fyrstu 5-7 ár- in er fólk gjarnan býsna sjálfbjarga en getur þurft rétta hvatningu. Hanna Lára hefur áhuga á að veita þjónustu þeim sem búa á hjúkrunarheimilum, aðstandendum og starfsfólki en til þessa hafa ekki verið félagsráðgjafar á hjúkr- unarheimilum. Það er býsna stór hópur sem aðstoða má með fræðslu, ráðstefnu- og námskeiðs- haldi Heimili og þekkingarmiðstöð Ætlun Hönnu Láru er að gera meira en að reka ráðgjafarstofu og hún hefur lagt drög að framtíðinni með skipulagningu og áætlanagerð. Bjarmalundur hefur sótt um lóð, helst í Vesturbænum, undir hús þar sem veitt yrði allsherjarþjónusta og þar yrði líka þekkingarmiðstöð. „Ég vil vera með ráðgjafarstöð fyr- ir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Í húsinu yrði skamm- tímadeild í heimilislegu umhverfi, boðið upp á skammtíma- og hvíld- arvistun, haldin námskeið, fyr- irlestrar og ráðstefnur, starfandi stuðningshópar og stundaðar rann- sóknir. Ekki má gleyma dagdeild fyrir Alzheimersjúklinga en slíkt úrræði vantar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. Þá yrði þetta bæki- stöð fyrir sérhæft fólk í heimaþjón- ustu og boðið yrði upp á afþreyingu fyrir fólk sem er sjálfbjarga en þarf á hvatningu að halda. Bjarmal- undur yrði rekinn með stuðningi ríkis og borgar, rétt eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Þar er stórupphæðum alls staðar varið í þennan málaflokk og menn búa sig undir feikilega fjölgun Alzheim- ersjúklinga samfara fjölgun aldr- aðra og eru með 10 ára áætlanir í gangi.“ Hér er ekki verið að gera neinar áætlanir að mati Hönnu Láru og engar framtíðaráætlanir hafa verið gerðar. „Ég er sannfærð um að þetta geti orðið að veruleika á þessu kjörtímabili enda hef ég óbil- andi trú á þeirri ríkisstjórn sem hefur nýtekið við völdum.“ Ímyndin er ósjálfbjarga fólk Morgunblaðið/Kristinn Félagsráðgjafinn Hanna Lára Steinsson segir að viðtöl og fundir séu mjög þýðingarmiklir fyrir aðstandendur og sjúklingana. Sjúkdómurinn Fyrstu 5-7 árin er fólk með alzheimer gjarnan býsna sjálf- bjarga en getur þurft rétta hvatningu að loka fyrir matseld þar til klukkan 18. Kjúklingakássan var ekki í boði; hún var eld- uð fyrir starfsmenn. Eftir þrábeiðni ferða- langanna um mat, en ekki sætabrauð, tók loks einhver af skarið og útbjó skonsu með reyktum laxi og gúrku. Þetta þótti ferðalöng- unum snautlegt, en urðu að gera sér að góðu. Jafn svangir og hundfúlir héldu þeir til baka og dauðsáu eftir kílómetrunum 28 fram og til baka afleggj- arann heim að Hólum. Það sem þeim þótti sýnu verst er að einmitt þar, á Hólum, er rekinn hinn íslenski há- skóli í ferðaþjónustu. Sennilega lær- ir fólk þar eitthvað merkilegra en að taka vel á móti gestum. x x x Víkverji hefur sjálfur reynslu afmisjöfnum mat á ferðum sínum um landið. Dýrtíðin er það sem upp- úr stendur, og einhæfnin. Þjóðvega- sjoppurnar hafa fátt að bjóða annað en sjoppufæði, pylsur, hamborgara, pizzur og kannski einhvern mömmu- mat þegar best lætur. Matseðlar eru misvel gerðir og oft er það hreinn brandari að lesa enska útgáfu þeirra. Nú er búið að „uppgötva“ blessað soðbrauðið, og víðast hægt að fá soð- brauð með laxi fyrir utan hina klass- ísku hangikjötsflatköku. Það er erf- itt að finna staði sem eru „öðruvísi“ og hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða, þótt ekki væri nema hlýjar móttökur, kósí stemmningu og mat sem einhver alúð er lögð í. Víkverji hefur yndiaf því að ferðast um landið okkar fagra, sérstaklega á sumrin. Það hafa vinir Víkverja líka. Það var ekki þó fögur saga af ferða- löngum sem Víkverji hleraði sautjánda júní. Vinur Víkverja var í veiði norður í landi, og langaði að gera sér dagamun og fá sér al- mennilegan hádeg- ismat í tilefni dagsins. Það reyndist nú ekki um auðugan garð að gresja norður í Fljót- um, Ketilás og Sleitu- staðir voru í þjóðhátíðarfríi, og á Hofsósi var allt lokað, og enga þjón- ustu fyrir ferðamenn að fá. Þá var ákveðið að keyra lengra, og viti menn, fyrr en varir blasa við skiltin: Heim að Hólum, Veitingar og hið al- þjóðlega tákn, hnífur og gaffall. Þetta lofaði góðu, enda ferðin orðin nokkuð löng úr Fljótunum fyrir einn málsverð. Þegar heim að Hólum kom var farið á veitingastaðinn, og þar var þá starfsfólk í önnum við að snæða kjúklingakássu. Ferðalang- arnir báðu um matseðilinn, en hann reyndist ekki til. Þeir spurðu hvað væri á boðstólum, en það reyndist ekki vera neitt, jú – kaffi og kleinur – enda klukkan orðin tvö! Þetta þótti ferðalöngunum undarlegt, því mat- sölustaðir og veitingahús sem á ann- að borð hafa mat á boðstólum gera alla jafna ekki greinarmun á því hvort klukkan er hálf tvö eða hálf þrjú. Svengd er eitthvað sem fólk finnur til á ýmsum tímum dags, ekki síst ferðalangar á sumrin. Þetta leit ekki vel út, klukkan orðin tvö og búið    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.