Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 18
Sigur Stephanie Florio vann keppnina og hlaut að laun- um 25.000 dollara sem eru um það bil 1.5 milljón ís- lenskra króna. |miðvikudagur|20. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Í Bjarmalund getur fólk leitað sem hefur áhyggjur af skertu minni eða skertri færni og einn- ig aðstandendur. »21 alzheimer Forvarnir gegn krabbameini eru m.a. fólgnar í vissu mataræði þar sem lítið er um unnar mat- vörur og sætindi. »20 heilsa Ég heyrði nafnið mitt kallaðupp en ég sat bara róleg ímínu sæti. Ég áttaði mig ekki alveg á þessu,“ segir Þuríður Guðmundsdóttir og brosir aðspurð um fyrstu viðbrögð við viðurkenning- unni sem veitt er af samtökum evr- ópskra hugvitskvenna og frumkvöðla innan Evrópusambandsins. „En þetta var mjög góð tilfinning.“ – Hvaða máli skiptir viðurkenning af þessu tagi fyrir frumkvöðul eins og þig? „Hún skiptir máli fyrir kynningu jurtasmyrslsins „Móa the green balm“ á markaði, bæði hér heima og ekki síður erlendis. Markaðssetning er þegar hafin í Bretlandi og á slíkum markaði getur viðurkenning eins og þessi skipt sköpum. Jurtasmyrslið er ekki hefðbundin snyrtivara,“ segir Þuríður sem hefur unnið að þróun þess síðan 1984. „Amma mín, Björg Lilja Jónsdóttir, hafði lært sitthvað í náttúrulækningum sem ung kona austur á Fáskrúðsfirði og ég hafði lengi beðið hana um að kenna mér að búa til græðandi smyrsl. Hún upp- fyllti loks ósk mína og tók mig í læri í smyrslagerð snemma það árið. Að- eins nokkrum vikum síðar lenti sonur minn í mjög alvarlegu slysi þar sem hann hlaut alvarleg brunasár um nánast allan líkamann. Hann var milli heims og helju í fjórar vikur. Það má segja að veikindi hans hafi verið vendipunkturinn. Þar fékk ég lífs- verkefni að takast á við, sem hvatti mig áfram í þróun græðandi jurta- smyrsla, ekki síst á brunasár.“ Keira Knightley notar kremin Þuríður segir leiðina að viðurkenn- ingunni vissulega hafa verið langa og verkefnin sem þurft hafi að leysa ver- ið mörg. „Það sem mér finnst skemmtilegast er að þetta er arfleifð- in okkar, þetta er smyrsl sem ég lærði upphaflega að búa til af ömmu minni en hef þróað áfram. Jurta- smyrslið Móa er krem sem virkar jafnt á þurra húð sem og djúp bruna- sár en Landspítali – háskólasjúkra- hús notar m.a. smyrslið.“ – En hvaða jurtir og efni eru í þessu smyrsli sem virka svona vel? „Það er fyrst og fremst vallhumall- inn okkar, sem hefur bæði græðandi og sótthreinsandi áhrif. Það er verið að rannsaka hann víða um heim og það kemur sífellt betur í ljós hversu breiðvirkur hann er. Vallhumallinn örvar t.d. blóðrennsli til húð- arinnar og slær á kláða. „Móa the green balm“ má setja á brunasár- in,“ segir Þuríður sem hjálpað hef- ur mörgum sem til hennar hafa leitað með slík sár. En hún er með fleira í farteskinu, nefnilega heila snyrtivörulínu sem nefnist Tær Icelandic. „Sú lína bygg- ist einnig á umhverfisvænni og nátt- úrulegri hugmyndafræði. Vörurnar eru 100% náttúrulegar og í þær notum við íslensku jurtirnar. Vallhumallinn er þar í aðalhlutverki eins og í Móa- smyrslinu en í mildari útgáfu. Allar jurtir sem notaðar eru, bæði í smyrslið og snyrtivörurnar, eru lífrænt rækt- aðar. Þessar snyrtivörur eru enn sem komið er á breskum markaði og seldar í verslun sem heitir Harvey Nichols og margir Íslendingar kannast ef til vill við. Það voru breskir fjárfestar sem komu að máli við okkur, í gegnum Gyðu Jónsdóttur, og þeir höfðu trú á þessari vöru og vildu þróa hana áfram. Við höfum fengið umfjöllun í blöðum eins og Vogue, Tatler, Hello, Marie Claire og Cosmopolitan og þekktar breskar konur eins og kvikmynda- stjarnan Keira Knightley og Jade Jagger hafa hrósað snyrtivörunum og smyrslinu opinberlega,“ segir Þur- íður sem viðurkennir fúslega að þetta hafi nú ekki hvarflað að sér þegar hún hóf smyrslagerðina. „Nú er þetta orð- ið að allmiklum og alþjóðlegum við- skiptum sem byggja fyrst og síðast á ósnortinni ímynd Íslands.“ Þróaði smyrsl til að græða sár sonarins Morgunblaðið/Golli Tær Þuríður með vöru úr Tær Icelandic, sem er náttúruleg og umhverfisvæn snyrtivörulína sem hún hefur einnig þróað. Margar breskar konur hafa kunnað vel að meta hana, þ.á m. stjarnan Keira Kneightly. Verðlaun Þuríður hlaut á dögunum verðlaun fyrir jurtasmyrslið Móa. Fyrir 23 árum vildi móðir gera allt sem í hennar valdi stóð til þess að hjálpa drengnum sínum sem lent hafði í hræðilegu brunaslysi og lærði hún að búa til græðandi smyrsl hjá ömmu sinni. Á dögunum hlaut móðirin, Þuríður Guðmundsdóttir, uppfinninga- og hugvits- verðlaun kvenna fyrir smyrslið „Móa the green balm“. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við frumkvöðulinn. Það voru fimmtán brúðir sem mættu á Times Square í New York fyrir skömmu til að taka þátt í kökuátskeppni á vegum sjónvarpsstöðvar sem var að kynna fjórðu seríuna af svoköll- uðum Bridezillas-þáttum. Sú sem fór með sigur af hólmi, Stephanie Florio, gekk í burtu einni og hálfri milljón kr. ríkari en sigurlaunin voru 25.000 dollarar. Brúðirnar belgdu sig út Reuters Keppni Fimmtán konur ákváðu að taka þátt í keppninni.Ákafi Það var hamagangur í konunum þegar þær kepptu. uhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.