Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Álver á landfyllingu?  Alcan á Íslandi kannar þann möguleika að stækka álver sitt í Straumsvík með því að byggja land- fyllingu út í sjó. Bæjarstjóranum í Hafnarfirði líst ekki illa á slíka hug- mynd. » Forsíða Annar dómur til fimm ára  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og önnur ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sam- býliskonu. Í lok apríl staðfesti Hæstiréttur annan dóm Héraðs- dóms yfir sama manni til fimm ára fyrir nauðganir og önnur ofbeldis- brot gegn öðrum konum. » 2 Brot á siðareglum BÍ  Samkvæmt úrskurði siðanefndar Blaðamannafélags Íslands brutu Ríkisútvarpið og Helgi Seljan alvar- lega 3. grein siðareglna BÍ með um- fjöllun Kastljóss um veitingu rík- isborgararéttar til sambýliskonu sonar Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra. » 2 Kvennafn lækkar launin  Konur sætta sig við lægri laun en karlar og konur ráðleggja kynsystr- um sínum að biðja um mun lægri laun en þær myndu ráðleggja karl- mönnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar „Kvennafn lækkar launin“. » Miðopna SKOÐANIR» Staksteinar: Eins og kálfar á vorin Forystugreinar: Fjársöfnun byggð á ógæfu | Hlúð að börnum í hálfa öld Ljósvakinn: Horft á heiminn UMRÆÐAN» Nauðsynlegt að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands Til varnar póker . '7 +  & ' 8   -1 / / / / / / /    / / / / /   / ) 9 6   / / / / /   :;<<=>? @A><?,8BC,: 9=,=:=:;<<=>? :D,99>E,= ,;>99>E,= F,99>E,= 0?,-G>=,9? H=B=,9@HA, :> A0>= 8A,8?0&?@=<= Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C  Hægviðri eða haf- gola og víða létt- skýjað en þokubakk- ar við ströndina, einkum n-til. » 10 Confessions of an Economic Hit Man eftir John Perkins er ólík öðrum and- amerískum bók- menntum. » 41 BÓKMENNTIR» And-amer- ísk bók TÓNLIST» Fnykur fær fjórar stjörnur. » 39 Nýlistasafnið hefur hleypt af stokkunum nýrri og veglegri vefsíðu og sýningar- tíma safnsins hefur verið breytt. » 36 MYNDLIST» Breytingar hjá Nýló FÓLK» Aðdáendur aðstoða Britney. » 38 AF LISTUM» Sagt frá sjálfshjálpar- bókum. » 37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Egill og 365 ná samkomulagi 2. Siðareglur brotnar í umfjöllun … 3. ÍA vann Val eftir að hafa lent undir 4. Schumacher sagður snúa aftur ÞETTA var gamall draumur hjá þeim öllum og nú í vor létu þær loksins verða af því að vinna sem sjálfboðaliðar í Afríku, bekkjarsysturnar átta úr hjúkrunarfræðinni. Fyrir valinu varð Kenía og unnu þær fyrir hjálparsamtök heimamanna, Pro- vide International í Naíróbí. Að sögn Þóreyjar Rósu Einarsdóttur fólst að- stoð þeirra aðallega í því að styrkja heilsugæslu- stöðvar í fátækrahverfinu með hjúkrunarbúnaði og lyfjum, sem þær söfnuðu með styrkjum og sendu út með hjálp DHL. Eftir veruna úti komust þær að þeirri niðurstöðu að varðandi tækjabúnað væri þörfin fyrir sjúkrabíl mest. „Þeir sjúkrabílar sem reknir eru af ríkinu fara ekki inn í fátækra- hverfin svo að alvarlega veikt fólk kemst ekkert eftir aðstoð. Við ákváðum þess vegna að nota pen- ingana til að kaupa sjúkrabíl og erum núna að ákveða hvernig tegund við viljum kaupa.“ Fast á eftir tækjaskorti fannst stelpunum helst vanta á hreinlæti á heilsugæslustöðvunum. „Við reyndum að fræða starfsfólkið um hreinlæti og steríl vinnubrögð. Það þarf ekki endilega að kosta mikið,“ segir Þórey. Á meðan á dvöl þeirra í Kenía stóð fengu stelpurnar að kynnast skelfileg- um aðstæðum og ofbeldi í fátækrahverfunum, en þó eru þær sammála um að það séu forréttindi að öðlast þessa reynslu. „Þótt maður sjái myndir þá vantar að finna hitann og lyktina og sjá ástandið á staðnum,“ segir Þórey. Hún segir að þær séu ánægðar með ferðina en séu enn að melta upplif- unina og jafna sig á að koma aftur heim. „Það er eiginlega meira menningarsjokk að koma aftur til Íslands heldur en að fara þarna út,“ segir hún og hlær. Ætla að gefa sjúkrabíl  Átta stelpur úr hjúkrunarfræði við HÍ eru nýkomnar heim eftir sjálfboðastarf í Kenía  Þær hafa nú safnað fyrir sjúkrabíl í fátækrahverfið Erfitt Stelpurnar fengu m.a. að fylgjast með fæð- ingu við erfiðar aðstæður í Keníaferðinni. Í HNOTSKURN »Ferðasögu stelpnanna má lesa á síðunniwww.hjukrunikenya.blog.is. »Söfnunin fyrir sjúkrabílnum er enn opinog geta áhugasamir lagt framlög inn á rnr. 1158-26-5801, kt. 580107-0600. »Fátækrahverfin í Kenía eru með þeimstærstu í heiminum. »Helstu sjúkdómarnir sem herja á íbúafátækrahverfanna eru malaría, berklar, taugaveiki og HIV. Reggíhljómsveit- in Hjálmar er hætt við að hætta og mun halda tón- leika á Nasa næsta laugar- dagskvöld ásamt Megasi og KK. Von er á plötu í haust með Meg- asi, en fjórir með- lima Hjálma sjá þar um undirleik. Aðspurður segir Guðmundur Kristinn Jónsson í Hjálmum að þeir hafi verið hættir. „Svo föttuðum við hvað það er gaman að spila,“ segir Guðmundur sem telur að það verði afskaplega erfitt að hætta aftur eftir þessa tæplega árs hvíld. Hann vill þó engu svara um hvort þeir muni halda áfram að vinna með reggítónlist í framtíðinni eða spila eitthvað allt annað. Plata Megasar, sem nokkrir Hjálmanna spila á, er væntanleg með haustinu. Guðmundur vonast til þess að hægt verði að sjá meistarana tvo, Megas og KK, taka dúett saman en tónleikarnir hefjast stuttu fyrir miðnætti og eru því sannkallaðir Jónsmessutónleikar.| 36 Megas og Hjálmar með plötu Upprisa Hjálma á Jónsmessu Endurfundir Hjálmar koma saman á ný. FRANSKA hljómsveitin Air hélt tónleika í Laugardalshöll í gær- kvöldi fyrir fullu húsi. Þeir Nicolas Godin og Jean- Benoît Dunckel stofnuðu Air árið 1995 og spiluðu þeir nú í fyrsta sinn á Íslandi við góðar undirtektir, enda voru þeir kappar í stuði eftir afslöppun í Bláa lóninu fyrir tón- leika. Norsku söngkonunni Kate Havnevik var einnig vel tekið þegar hún hitaði upp fyrir Frakkana. Air er um þessar mundir í tónleika- ferðalagi til kynningar á nýjustu breiðskífu sinni, Pocket Symphony. Morgunblaðið/Sverrir Klappaðir upp tvisvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.