Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 4
Að tafli Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli gegn Hjörvari S. Grétarssyni í sjöttu umferð Fiskmarkaðsmótsins. Bragi er efstur með 5 vinninga. PÓLVERJINN Andrzej Misiuga, sem búsettur er hér á landi gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Walaa Sarwaat frá Egyptalandi í 120 leikja skák í sjöttu umferð Fisk- markaðsmótsins í gær. Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerðu einnig jafn- tefli og sömuleiðis Omar Salama og Sævar Bjarnason. Ingvar Þór Jó- hannesson hafði betur gegn Lenku Ptacnikovu og Björn Þorfinnsson vann Spánverjann Jorge Fonseca. Bræðurnir Bragi og Björn Þor- finnssynir skipa efstu tvö sætin á mótinu. Jafntefli Misiuga og Sarwat í 120 leikjum Hagkvæmt Húsin munu kosta þriðjung af því sem hús af sömu stærð kosta hér, eða á bilinu 27,7 til 37,6 milljónir fyrir 200 til 400 fermetra hús. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FASTEIGNASALAN Garðatorg auglýsti fimm glæsihýsi á Flórída til sölu í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölunni kosta þau um þriðj- ung af því sem hús af sömu stærð- argráðu kosta hér, eða á bilinu 27,7 til 37,6 milljónir fyrir 200 til 400 fer- metra hús. Húsin eru í lokuðu, vökt- uðu hverfi og sundlaug og nuddpott- ur fylgir þeim öllum. Þau eru í eigu íslenskra fjárfesta, en Garðatorg hefur milligöngu um söluna. Kaupendum fasteigna í Banda- ríkjunum býðst að taka lán hjá þar- lendum lánastofnunum. Miðað við upplýsingar frá Garðatorgi um láns- kjör eru þau mun hagstæðari en hér þekkist og munar þar mestu að lánin eru óverðtryggð. Ef miðað er við kaup á fasteign sem kostar þrjátíu milljónir, þá bjóða bandarískir bank- ar tuttugu og fjögurra milljóna lán, eða sem nemur áttatíu prósentum af verðinu. Lánin eru á sex prósent vöxtum til þrjátíu ára. Heildarend- urgreiðsla af slíku láni yrði tæpar fimmtíu og átta milljónir. Ef kaup- andi myndi leita til Íbúðalánasjóðs um jafn hátt lán yrði endurgreiðslan tæplega tvöfalt hærri, eða sem nem- ur rúmum hundrað og fimm millj- ónum. Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð Lánakjör mun hagstæðari í Bandaríkjunum en hér á landi 4 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Montreal 28. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar bygg- ingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. 2 fyrir 1 til Montreal Kanada 28. júní frá aðeins kr. 19.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 28. júní. Munið Mastercard ferðaávísunina MJÖG margt var í miðbæ Reykja- víkur í fyrri nótt og var mikið að gera hjá bæði lögreglu og starfsmönnum skemmtistaða. Góða veðrið átti lík- lega stóran þátt í því að svo margt var um manninn og slettu margir miðbæjargestir ærlega úr klaufun- um langt fram undir morgun. Ölvun var almenn og var því í mörgu að snúast hjá lögregluþjónum. Lögreglan sparaði samt ekki hrís- ið þótt álagið væri mikið. Fanga- geymslur fylltust af óspektarliði og slagsmálahundum og voru margir sektaðir fyrir drykkjulætin. Að sögn lögreglu voru það einkum þeir sem sátu enn að sumbli í morgundögginni sem voru hvað illviðráðanlegastir. Sjúkraflutningamenn hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru einn- ig önnum kafnir en 37 sjúkraflutn- ingar fóru fram um nóttina. Þykir það óvenjumikið en ekki fengust upplýsingar um hvort mikill fjöldi útkalla hefði tengst miðbæjargleð- inni. Mikill fjöldi og ölvun í miðbænum SANKTI Bernharðshundurinn Tit- arnerna Atlas var valinn besti hund- urinn á sumarsýningu Hundarækt- arfélags Íslands. Eigandi Titarnerna Atlas er Guðný Vala Tryggvadóttir. Sumarsýningin fór fram í Reið- höllinni í Víðidal um helgina. Alls komu 635 hundar fram fyrir dómara sýningarinnar og eru þeir af 75 mis- munandi tegundum. Eingöngu dæma erlendir dómarar í keppnum félagsins svo alls hlutleysis sé gætt. Mikil spenna var meðal gesta um miðjan dag í gær þegar úrslitin voru kunngerð. Á myndinni eru dómararnir Gör- an Bodegård frá Svíþjóð og Eugene Yerusalimsky frá Rússlandi, ásamt Guðnýju Völu Tryggvadóttur, eig- andi Atlas, og Jónu Th. Viðars- dóttur, formanni HRFÍ. Flottasti hund- urinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mikil spenna á úrslitadegi hundasýningarinnar BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir ekki koma til greina að taka ákæruvaldið í skattalagabrot- um af embætti ríkissaksóknara og skerða með því sjálfstæði hans. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrann- sóknarstjóri ríkisins, viðraði þá hug- mynd í aðsendri grein, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að færa ákæruvaldið í alvarlegum skatta- lagabrotum til embættis skattrann- sóknarstjóra. Bæri faglega ábyrgð Björn segir að vinna við endur- skoðun á lögum um meðferð op- inberra mála sé á lokastigi með sér- stakri áherslu á kafla laganna um ákæruvaldið. Nú sé því rétti tíminn vilji fjármálaráðuneytið, sem hefur yfirumsjón með skattrannsóknar- stjóra, ræða við dóms- og kirkju- málaráðuneytið, sé áhugi á því að sérstakur saksóknari starfi með skattrannsóknarstjóra með svipuð- um hætti og saksóknari starfar nú með ríkilögreglustjóra. Ef úr því yrði gæti saksóknari skattalaga- brota starfað með skattrann- sóknarstjóra og annast ákæru- vald hans, en hann bæri þó fag- lega ábyrgð gagnvart ríkis- saksóknara. „Allir, sem að þessum málum koma af hálfu framkvæmdavaldsins, hafa sama markmið. Ég hef lagt mig fram um að kalla eftir hugmyndum um hvaða leiðir séu bestar að því við nýjar að- stæður í þjóðfélagi okkar. Niður- staðan verður að sjálfsögðu að rúm- ast innan þess ramma að ekki sé hróflað við sjálfstæðri ábyrgð rík- issaksóknara,“ segir Björn. Hann kveður menn ekki standa frammi fyrir neinu vali um annaðhvort eða, heldur því verkefni að tryggja snurðulausa og skilvirka málsmeð- ferð, þar sem réttar borgaranna er gætt ekki síður en opinberra hags- muna. Björn Bjarnason Sérstakur sak- sóknari mögu- legur kostur SEXTÁN ára piltur var handtekinn í Reykjanesbæ í fyrrinótt grunaður um að hafa veitt sautján ára pilti al- varlega höfuðáverka. Sá var fluttur þungt haldinn á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi. Drengur- inn, sem hlaut höfuðkúpubrot, er á batavegi en kveðst lítið sem ekkert muna eftir árásinni. Ekki er vitað hvort högg árásarmannsins eða fall fórnarlambsins í jörðina hafi orsakað brotið. Að sögn lögreglunnar á Suður- nesjum var hringt í Neyðarlínuna í gærnótt og tilkynnt um árásina. Nokkrir sjónarvottar voru á vett- vangi og var árásarmaðurinn í kjöl- farið handtekinn og færður til yfir- heyrslna á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda telst mál- ið upplýst. Talið er að áfengi hafi verið haft um hönd en lögreglan seg- ir ólíklegt að fíkniefni hafi komið nærri. Búist er við að kæra verði lögð fram á næstu dögum. Höfuðkúpu- braut dreng ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.