Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 8

Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 8
8 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FJÖLMENNI var við minningar- athöfn sem haldin var við Látra- bjarg síðastliðinn laugardag þar sem þess var minnst að 60 ár voru liðin frá strandi breska togarans Dhoon. Þar var tólf af sextán manna áhöfn bjargað á frækilegan hátt en þessi atburður þykir marka djúp spor í björgunarsögu landsins. Minningarathöfnin hófst við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Sigurgeir Guð- mundsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar, flutti ræðu og í kjölfarið stiklaði Gísli Már Gíslason, sem ættaður er frá Látr- um, á stóru um atburðarás björg- unarinnar. Alp Mehmet, sendi- herra Breta á Íslandi, talaði um hve náin og mikil tengsl væru milli Íslands og Bretlands og hve mikill heiður honum þætti að fá að vera þarna og hitta þrjá björg- unarmannanna, tvíburabræðurna Agnar og Björgvin Sigurbjörnssyni og Árna Helgason. Að lokum fór sr. Sveinn Valgarðsson með bless- unarorð. Eftir ræðuhöldin var gengið að bjargbrúninni við Setnagjá. Sigsýn- ing var haldin við Bjargtangavita en Valur Helgason, björgunarsveit- armaður frá Látrum, seig á gamla mátann niður Stefnið sem er klettabrík út frá Ritugjánni fyrir ofan vitann. Sjö menn frá björg- unarsveitinni Bræðrabandinu sátu í hlíðinni og héldu í reipið. Talið er að um hundrað manns hafi mætt á minningarathöfnina en öllu fleiri, eða rúmlega tvö hundr- uð, hafi þegið kaffi og meðlæti á Hnjóti í boði Landsbjargar. Þar var einnig sýning um strandið þar sem sjá mátti muni og myndir sem tengjast björguninni. Meðal þeirra sem mættu á Hnjót var Ólöf Haf- liðadóttir en hún tók þátt í björg- uninni fyrir sextíu árum. Morgunblaðið/Ingimundur Óðinn Fýlsegg Félagar í björgunarsveitinni Bræðrabandinu sigu niður bjargið og tíndu egg. Sigurður Viðarsson hjá Landsbjörgu fann eitt. Haldið við Það þurfti langa röð af kröftugum björgunarsveitarmönnum til að tryggja að allt færi vel og örugglega fram. Setur mark á björgunarsöguna Sigsýning Björgunarsveitarmaður seig á gamla mátann niður Stefnið. Ræðumenn Sr. Sveinn Valgarðsson flutti blessunarorð við athöfnina og einnig sagði Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, nokkur orð. Öryggi Fyllsta öryggis var gætt í bjargsiginu. Hjálm- ur, talstöð og góðir hanskar eru bráðnauðsynleg tól. Strands breska togarans Dhoon fyrir 60 árum minnst við Látrabjarg Minningarathöfn haldin við minnis- varða um slysið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.