Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þriðjudaginn 26. júní verður
farin fræðslu- og gönguferð um
Hengilsvæðið.
Hugað verður að
orkunni og beisl-
un hennar, orku-
jarðfræði, gróðri og sögu. Mæting við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól
kl.19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, og Kristinn
H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur.
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Ganga um
Hengilssvæðið
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
05
0
6.
2
0
0
7
GLASTONBURY-tónlistarhátíðinni á Englandi lauk í
gær. Talið er að nærri 178 þúsund manns hafi verið á
hátíðinni þegar mest var og lét fólkið lítið á sig fá
þótt veður væri frekar vott og hátíðarsvæðið eitt
drullusvað. Breskir fjölmiðlar segja raunar að veðrið
hafi ekki verið nærri eins vont og árið 2005 þegar ár
á svæðinu flæddu yfir bakka sína.
Björk Guðmundsdóttir kom fram á föstudag og
fékk afar góðar viðtökur. Breska vefsvæðið gigw-
ise.com hélt úti bloggi alla hátíðina og þar kom með-
al annars fram að tónleikar Bjarkar hefðu verið mjög
vel heppnaðir og einkennst af búningaskiptum söng-
konunnar, sem og blöndu af nýrri og gamalli tónlist
frá henni.
„Íslenski smáálfurinn steig á svið hálftíma of seint
en olli tónleikagestum hreint ekki vonbrigðum með
frammistöðu sinni á hátíðinni, en hér hefur hún ekki
komið fram í 13 ár,“ sagði ritari jafnframt.
Reuters
Votviðri í Glastonbury
Manchester. AP, AFP. | Gordon Brown
tók við leiðtogaembætti breska
Verkamannaflokksins af Tony Blair í
gær, hann hét m.a. að draga rétta
lærdóma af Íraksstríðinu og lofaði
miklum umbótum í innanlandsmál-
um. Harriet Harman sigraði óvænt
Alan Johnson í baráttu um embætti
varaleiðtoga.
„Utanríkisstefna okkar á næstu
árum mun endurspegla þann sann-
leika að til þess að einangra og yf-
irbuga hryðjuverkamenn þarf nú
meira en hernaðarmátt,“ sagði
Brown. Flokkur hans mælist nú með
39% fylgi en íhaldsmenn 36%. Er
þetta í fyrsta sinn í átta mánuði sem
Verkamannaflokkurinn er hærri.
Harman tekur við af John Pres-
cott, hún hefur gagnrýnt Íraksstríð-
ið og vill að stjórnin biðjist afsökunar
á mistökum í tengslum við stríðið.
Brown heitir
miklum umbótum
Verkamannaflokkurinn mælist með meira fylgi en
Íhaldsflokkurinn í fyrsta sinn í átta mánuði
Reuters
Ánægð Gordon Brown brosmildur með nýjum varaleiðtoga Verkamanna-
flokksins, Harriet Harman, á fundi flokksins í Manchester í gær.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
NEYTENDUR og stjórnvöld í
Bandaríkjunum og Evrópusam-
bandinu hafa vaxandi áhyggjur af
innfluttum, kínverskum vörum sem
ekki standast kröfur um öryggi.
Svenska Dagbladet segir að fyrstu
fimm mánuði ársins hafi kvört-
unum til yfirvalda í Svíþjóð vegna
slíkra mála fjölgað hratt, í maí hafi
framkvæmdastjórn ESB 30 sinnum
sent frá sér viðvörun vegna hættu-
legs matar frá Kína.
Sem dæmi er nefnt að fundist
hafi við eftirlit í Hollandi í febrúar
hættulegt, kínverskt A-vítamín er
til stóð að blanda í þurrmjólk sem
notuð er í stað brjóstamjólkur.
Reyndust vera bakteríur, entero-
bacter sakazakii, í vítamíninu. Er
um að ræða einhverja hættulegustu
bakteríu sem hafnað getur í barna-
mat, að sögn sérfræðinga ESB.
Veldur hún að jafnaði dauða um
20% barna sem fá hana í sig.
Kínverjar verða æ umsvifameiri í
framleiðslu matvæla, þannig koma
nú um 80% af öllu C-vítamíni í
heiminum frá Kína. Á lista ESB yf-
ir bönnuð efni í mat eru ýmis lit-
unarefni, sýklalyf og rotvarnaefni.
Vitað er að einnig er flutt inn ólög-
lega mikið af kjöti og fiski sem get-
ur verið með hlutfall af þung-
málmum og eiturefnum eins og
díoxíni.
Að sögn AFP-fréttastofunnar er
einnig mikið um að hvers kyns
varningur sem fluttur er til Banda-
ríkjanna frá Kína reynist gallaður
eða hættulegur. Á þetta við um
mat, flugelda, leikföng, lyf og
fleira. Fyrirtæki vestra innkallaði
nýlega 1,5 milljónir járnbraut-
arlesta úr tré, kenndar við Thomas
and Friends, vinsælan sjónvarps-
þátt er hér á landi nefnist Tommi
togvagn. Leikföngin eru framleidd
í Kína og er talið að málningin á
þeim geti innihaldið hættulegt
magn af blýi.
„Ég tel að því miður sé nú svo
komið að áletrunin Made in China
sé orðin viðvörunarmerki í Banda-
ríkjunum,“ sagði öldungadeild-
arþingmaðurinn Richard Durbin.
Hann hefur lengi barist fyrir auknu
neytendaeftirliti í Bandaríkjunum.
Kínversk vara hættuleg
Bandarísk verslun innkallar leikföng vegna ótta við blý
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÞRÍR fyrrverandi samverkamenn
Saddams Husseins, fyrrverandi for-
seta Íraks, voru í gær dæmdir til
dauða vegna fjöldamorða á Kúrdum
1988. Meðal sakborninga er Ali
Hassan al-Majid, sem nefndur hefur
verið Efnavopna-Ali en einnig hlutu
Sultan Hashim Ahmad al-Tai, fyrr-
verandi varnarmálaráðherra og
Hussein Rashid Mohammed, helsti
aðstoðarmaður hans, dauðadóm.
Verjendur áfrýjuðu þegar í stað
dómunum.
Kúrdar flykktust út á götur borga
sinna þegar fréttir bárust af niður-
stöðunni í gær. „Ég endurfæddist í
dag eftir að hafa séð Efnavopna-Ali í
búrinu [í réttarsalnum], dauðhrædd-
an þegar hann heyrði úrskurðinn,“
sagði Fatima Rasul, 45 ára gömul
kona. Hún missti föður sinn og 20
aðra ættingja í herferðinni gegn
Kúrdum.
Efnavopn gegn
óbreyttum borgurum
Hryðjuverkin í Kúrdahéruðunum
þykja hafa verið með óhugnanleg-
ustu verkum stjórnar Saddams,
beitt var meðal annars efnavopnum
til að drepa tugþúsundir vopnlausra
borgara, karla, konur og börn.
Myndir sem smyglað var frá héruð-
unum og sýndu lík fórnarlambanna
vöktu óhug víða um heim. Ekki síst
þóttu aðfarirnar í borginni Halabja
sýna dæmalausa grimmd, þar var
flugherinn látinn varpa efnavopna-
sprengjum á borgina þegar þar voru
aðallega konur og börn, karlarnir
voru við vinnu á ökrunum.
Hefur verið fullyrt að Efnavopna-
Ali hafi viljað nota tækifærið í Ha-
labja og kanna hvernig vopnin virk-
uðu. Talið er að rúmlega 180 þúsund
Kúrdar hafi fallið í aðgerðum íraskra
stjórnvalda sem þau sögðu vera lið í
að bæla niður uppreisn. Um sama
leyti var að ljúka mannskæðri, átta
ára styrjöld milli Íraks og Írans.
Dómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu að al-Majid væri sekur um
þjóðarmorð, mannúðarglæpi og
stríðsglæpi fyrir að skipa her- og ör-
yggissveitum sínum að beita efna-
vopnum gegn óbreyttum borgurum.
Einn sakborninga var sýknaður
vegna skorts á sönnunum en tveir,
Farhan Mutlaq Saleh, áður yfirmað-
ur leyniþjónustunnar í austurhluta
Íraks, og Sabir al-Douri, sem var yf-
irmaður leyniþjónustu hersins, voru
dæmdir í ævilangt fangelsi.
Þrír dauða-
dómar kveðnir
upp í Bagdad
Kúrdar fagna og telja að Efnavopna-
Ali fái loks makleg málagjöld
Ali Hassan
al-Majid
Sultan Hashim
Ahmad al-Tai
Í HNOTSKURN
»Herferð Saddams gegn kúr-díska þjóðarbrotinu árið
1988 var kölluð Anfal sem merk-
ir Herfang. Beitt var m.a. sinn-
epsgasi og taugagasi.
»Verjendur sögðu að réttmætthefði verið að ráðast á
Kúrda, þeir hefðu verið banda-
menn Írana í styrjöld ríkjanna.
»Verði áfrýjun árangurslausmunu hinir dauðadæmdu
verða hengdir innan 30 daga frá
lokaúrskurðinum.