Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 15 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 3.645.000 kr. KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA Sorento – fullbúinn alvörujeppi KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKIPTA KIA Sorento með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control) • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið og þokuljós • 3.500 kg dráttargeta Keyrðu inn í sumarið á nýjum Sorento Sumarp akki Dráttarb eisli, su mar- og vetrard ekk inn ifalin í v erði Með 5 þrepa sjálfskiptingu. LJÓST er að minnst 228 létu lífið af völdum ofsaveðurs og mikillar rigningar í borginni Karachi í Pak- istan á laugardag. Stormurinn felldi stór auglýsingaspjöld og tré og reif rafmagnslínur, víða hrundu húsaþök. Tugir manna eru slasaðir og hjálparstarfsmenn segja tölu lát- inna vafalaust munu hækka. Reuters Ofsi Karachibúar við hrunið aug- lýsingaspjald í gær. Yfir 200 fórust Atlantshafs- bandalagið hefur viðurkennt að það þurfi að bæta aðferðir sínar í Afganistan en forseti landsins, Hamid Karzai, hefur gagnrýnt bandalagið vegna mannfalls í röðum óbreyttra borgara. Talíbanar rændu í gær átján manns, þar af fjórtán sprengjuleit- arsérfræðingum, lækni og þremur bílstjórum, ásamt nokkrum hund- um þeirra og ýmsum búnaði. Viðurkenna mistök Hamid Karzai FORSETI Tékklands, Vaclav Klaus, virtist í gær vera þokkalega ánægður við úrslit leiðtogafundar Evrópusambandsins á laugardag. Settar hefðu verið nokkrar hömlur á viðleitni þeirra sem vildu stofna nýtt risaveldi Evrópu, sagði Klaus og „skynsemin“ hefði sigrað. Ekkert risaveldi? ÍRANSKA ríkissímafyrirtækið verðlaunar nú þá sem láta lögregl- una vita af „ósiðlegum“ smáskila- boðum sem þeir fá í farsímana sína. Ströng ritskoðun er líka á Netinu og mega Íranar ekki skoða vefsíður með pólitískri gagnrýni eða kynlífi. Ritskoða farsíma FULLTRÚADEILDIN bandaríska hefur samþykkt lög með lítt áber- andi viðauka þar sem segir að ríkið skuli ekki veita Sádi-Arabíu neina aðstoð enda þótt ríkisstjórnin segi Sádi-Araba veita mikilvæga aðstoð í hryðjuverkastríðinu. Sádar út í kuldann Forsætisráð- herra rík- isstjórnar Ha- mas-manna í Palestínu, Ismail Haniyeh, for- dæmdi í gær þá ákvörðun Ísr- aelsstjórnar að láta nýja Palest- ínustjórn, sem Mahmoud Abbas forseti skipaði, fá í hendur skattfé sem Ísraelar hafa innheimt á hernumdu svæðunum. Hamas ræður nú öllu á Gaza, Fatah-menn Abbas forseta stýra Vesturbakkanum en Haniyeh segir peningana tilheyra öllum Palest- ínumönnum. Sakar hann Ísraela um að ætla að þvinga Hamas-menn til hlýðni með því að hygla keppinaut- um þeirra í Fatah. Eign allra Pal- estínumanna Ismail Haniyeh Beirut. AFP. | Sex spænskir gæslulið- ar úr liði Sameinuðu þjóðanna féllu og tveir að auki særðust í spreng- ingu í Suður-Líbanon í gær. Haft var eftir líbönskum hermönnum að sprengja, sem falin hefði verið í veg- kanti, hefði verið sprengd með fjar- stýrðum búnaði þegar mennirnir óku fram hjá. Yfirmenn spænska hersins sögðu hins vegar að annað- hvort hefði verið um jarðsprengju eða sprengjugildru að ræða. SÞ hafa frá 1978 haft friðargæslu- lið, UNIFIL, í Líbanon til að fylgjast með landamærunum að Ísrael og koma í veg fyrir átök milli Hizbollah og Ísraela. Fjölgað var mikið í gæsluliðinu eftir stríðið í fyrra og eru nú liðlega 11.000 manns í því, þar af um 1100 Spánverjar. Hizbollah- samtök sjíta í Líbanon ráða lögum og lofum á svæðinu. Samtökin for- dæmdu tilræðið í gær. „Þessi árás hefur það markmið að ýta undir öryggisleysi í Líbanon, einkum í suðurhluta landsins,“ sagði Hizbollah. Spánverjar sögðust ekki myndu fækka í liði sínu í S-Líbanon. Reuters Hættuslóðir Spænskir friðargæsluliðar í Suður-Líbanon sinna særðum fé- lögum sínum eftir sprengjutilræðið sem banaði sex þeirra í gær. Sex gæsluliðar féllu í Líbanon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.