Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 18
Nýstárlegir ferðamöguleikaraukast í sífellu og með vaxandiumferðarþunga hafa menning-
arþyrstir ferðalangar fundið sér nýjar
leiðir til að komast um höfuðborgir
heimsins og er ein af þeim að nýta línu-
skauta til ferðalaga.
New York er ein af þeim borgum sem
er vel til þess fallin að nota línuskauta til
að komast á milli staða eða til að ferðast
um borgina. Miðgarður, eða Central
Park, er t.d. draumaparadís skautafólks
því garðurinn sem er tæplega 150 ára
gamall er risastór, 3,5 ferkílómetrar að
stærð og er tilvalið að skauta á stígnum í
kringum garðinn en hann er tíu kílómetra
langur. Eina reglu þarf þó að hafa í huga
á stígnum í kringum Miðgarð því ætlast
er til þess að gestir skauti hringinn rang-
sælis og er það gert til að draga úr slysum
á stígnum.
Stræti New York-borgar eru líka góð
fyrir skautafólk og gera skautarnir ferða-
löngum kleift að komast mun hraðar yfir
annars fremur torfæra borg þar sem um-
ferðaröngþveiti og mannmergð getur
reynst mörgum um megn.
Öryggið mikilvægt
Þegar ferðast er á línuskautum verður
öryggið að vera í fyrsta sæti. Hjálmur er
nauðsynlegur. Í Miðgarði hafa orðið
banaslys á meðal skautafólks sem án und-
antekninga hefði verið hægt að afstýra ef
hjálmur hefði verið notaður. Eins er
nauðsynlegt að nota ljós og endurskins-
merki þegar kvölda tekur enda mikil um-
ferð í borginni. Ferðalangar á línu-
skautum þurfa líka að vera varir um sig
gagnvart hjólreiðafólki, skokkurum og
öðrum á skautum því það eru ekki bara
bílarnir í umferðinni sem eru hættulegir.
Að lokum má benda á að einnig er
hægt að fara í skipulagðar línu-
skautaferðir um borgina og það gæti ver-
ið skynsamlegt að nýta slík boð til þess að
kynnast borginni í rólegheitum.
Ferðast á línuskautum
Morgunblaðið/Einar Falur
Umferð Á Manhattan getur verið hentugt að skoða sig um á línuskautum enda lítið vit í því að
nota bíla til að komast á milli staða. Miðgarður bíður líka upp á stór græn svæði og þar er mikið
af stígum og er meðal annars 10 kílómetra hringur í kringum garðinn.
TENGLAR
...........................................................
http://www.skatecity.com/nyc/where/
|mánudagur|25. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Er skynsamlegt að eiga dollara
á gjaldeyrisreikningi eða borgar
sig kannski bara að geyma evr-
urnar heima? »20
fjármál
Fjölskyldan kolféll öll fyrir Tolla
þegar hann kom á heimilið en
þar hefur hann síðan lifað eins
og blómi í eggi. »21
gæludýr
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Ég er bara að vinna og þaðer gaman og skemmtilegt.Núna erum við að látasand í holurnar hérna á
vellinum. Við tínum líka rusl, sópum
gangana og tökum til í klefunum,“
sagði Jón Þorri Jónsson í samtali við
Daglegt líf, sem kíkti við á Valsvell-
inum einn blíðviðrisdaginn í vikunni.
Jón Þorri var þá ásamt þeim Ísak Óla
Sævarssyni og Helga Guðjónssyni að
sanda gamla Valsvöllinn svo Vals-
strákarnir gætu æft fótbolta án þess
að detta niður um holurnar. Þre-
menningarnir eru í Vinnuskóla fyrir
ungt fólk með þroskahömlun sem er
nú í fyrsta skipti starfræktur á veg-
um Hins hússins. Vinnuskólinn er
starfræktur í formi starfsþjálfunar og
eru ungmennin, sem eru yfir tuttugu
á aldrinum 16 til 20 ára, farin að
starfa á ýmsum vinnustöðum vítt og
breitt um borgina. „Við höfum fengið
frábærar móttökur hjá fyrirtækjum
og það hefur gengið vel að koma ung-
mennunum inn í þessi störf. Við-
brögðin hafa því verið mjög jákvæð
og allir eru voðalega ánægðir,“ segir
Gígja Heiðarsdóttir, sem ásamt Júlíu
Beerman, er umsjónarmaður með
vinnuskólanum. „Hingað til hefur
ungmennum með þroskahamlanir að-
eins staðið til boða að vinna á Mikla-
túni frá þrettán ára til tvítugs á með-
an önnur ungmenni eru bara í
unglingavinnunni á aldrinum 13-15
ára. Okkur langaði að breyta til núna
og gefa einstaklingum með þroska-
hamlanir á aldrinum 16 til 20 ára
tækifæri til að kynnast hinum al-
menna vinnumarkaði hægt og ró-
lega.“
Afgreiðslustörfin vinsælust
Krakkarnir mæta kl. 8.30 á morgn-
ana í Hitt húsið og fara svo þaðan
með strætó á sinn vinnustað í fylgd
starfsmanns frá Sérsveit ÍTR sem
aðstoðar þau við að læra. „Í byrjun
fórum við í vettvangsferðir í fyrirtæki
til að gera okkur grein fyrir því hvar
hægt væri að bera niður og svo fór
ákveðinn tími í að kynnast krökk-
unum og ræða við forsvarsmenn fyr-
irtækja, sem hafa tekið mjög vel í
þetta. Auk vallarsvæðis Vals eru ung-
mennin m.a. að vinna í Bónus, Vest-
urbæjarlauginni, World Class, Echo,
Kjarnavörum, Ásgarði og við að
flokka og bera út póst. Einn af okkar
mönnum gerðist aðstoðarmaður
sendibílstjóra sem reyndist vera hans
draumastarf, en ætli megi ekki segja
að afgreiðslu- og þjónustustörf af
ýmsum toga séu vinsælust meðal
þeirra flestra.“
Að sögn Gígju þarf ef til vill að út-
vega fleiri störf þar sem fleiri vilja
komast að í vinnuskólanum.
„Gaman að vinna“
Bíltúr Vallarstjórinn Gestur Svansson, sem hér er ökumaður fjórhjólsins, segist vera með góða starfskrafta við að laga og fegra vallarsvæðið.
Samvinna Egill Ólafur Strange er leiðbeinandi þremenninganna Jóns
Þorra Jónssonar, Ísaks Óla Sævarssonar og Helga Guðjónssonar.
Morgunblaðið/RAX
Holufylling Það er eins gott að hafa réttu græjurnar í verkunum.