Morgunblaðið - 25.06.2007, Side 19
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 19
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Og1
fyrir stórar
fjölskyldur
Viltu geta hringt ótakmarkað milli allra
heimasíma innanlands? Vertu með
Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar
í Og1 og sparaðu bæði tíma og peninga.
Farðu á www.vodafone.is, komdu við
í verslun okkar eða hringdu í 1414 og
skráðu þína fjölskyldu í Og1.
Heimasími, GSM, og Internet
allt á einum stað
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
2
1
0
7
+ Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is
Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní–13. júlí.
Ferðatímabil: 17. júlí–10. desember.
Takmarkað sætaframboð.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
66
61
0
6
/0
7
9.900 kr. aðra leiðina
ekki í þörf fyrir neinar
töfralausnir en sú
stund rann samt upp.
Öll sund virtust lokuð,
bankinn var með enda-
laust múður, ekkert
þýddi að biðja um
kauphækkun. Víkverji
var því orðinn alveg
ráðþrota.
Hann leitaði loks í
visku forfeðranna, brá
sér út í döggina, það
var reyndar
óvenjuhráslagalegt
miðað við árstíma en
hann lét sig hafa það.
En ekki reyndist neitt
gagn að þessu. Það
eina sem hafðist upp úr næturrölt-
inu var lungnabólga sem hefði get-
að riðið Víkverja að fullu.
Þetta reyndist því ekki vera ann-
að en gömul, ómerkileg hindurvitni.
Það hlýtur að vera rangt að halda
svona hlutum að heiðarlegu og
grandvöru fólki, fjölmiðlar verða að
gæta sín betur.
x x x
Víkverji hefur hins vegar af-skaplega góða reynslu af
bandarísku fæðubótarefni, Vow!,
sem aldrei er auglýst í fjölmiðlum,
aðeins fáir útvaldir komast yfir það.
Hann komst yfir efnið fyrir ein-
skæra tilviljun, vegna mistaka var
hringt í hann en ekki allt annan
mann sem átti fá að prófa efnið. En
sölumaðurinn sem hringdi var svo
hugulsamur að leyfa Víkverja að
bætast í þann litla hóp Íslendinga
sem fá að njóta. Áhrifin eru ótrú-
leg, einkum á meltingu og greind,
skapið verður líka miklu léttara en
ella. Enda sagði sölumaðurinn að
vísindamenn hefðu rannsakað efnið
vandlega og allir orðið mjög hrifnir.
Þeim er allavega betur treystandi
en gömlum hégiljum.
Víkverji var lengiákafur bar-
áttumaður fyrir því að
halda við gömlum sið-
um og hefðum, honum
fannst alltof mikið um
að nútímafólk tæki
ekki nægilegt mark á
því sem forfeðurnir
sögðu. En fyrir nokkr-
um árum varð hann
fyrir óþægilegri
reynslu sem varð til
að snúa honum ger-
samlega.
Hann hafði oft lesið
og heyrt að fólk ætti
að grípa tækifærið á
Jónsmessunótt, þá
gæti maður fengið óskir sínar upp-
fylltar. Nóg væri að fara allsnakinn
út í grasið um nóttina, velta sér
upp úr morgundögginni og óska
sér.
Nú var Víkverji dagsins lengi vel
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
EINSTÆÐAR mæður og feður
segjast almennt vera við verri
heilsu en foreldrar sem eru giftir
eða í sambúð. Þetta eru nið-
urstöður sænskrar doktors-
ritgerðar frá Háskólanum í Upp-
sölum og forskning.no greinir frá.
Ritgerðin bendir einnig til þess að
félagsleg þátttaka foreldranna hafi
áhrif á heilsu þeirra sem og barna
þeirra en einstæðir foreldrar eru
ekki eins virkir félagslega og aðrir.
„Samfélagið ætti að bjóða úrræði
til að auðvelda einstæðum for-
eldrum að taka þátt í félagslífi,“
segir Markus Westin, sem varði
ritgerðina. Hann telur að þannig
megi auka þátttöku foreldranna í
félagslífi og öðrum atburðum í sam-
félaginu sem og auka traust þeirra
til náungans.
Feður betur settir en mæður
Í ritgerðinni er útskýrt á tvo
vegu hvernig félagsleg staða hefur
áhrif á heilsuna. Annars vegar ber
foreldrið sig saman við aðra hvað
varðar stöðu, eignir og fleira og sá
samanburður getur leitt til þess að
viðkomandi skammist sín eða finni
fyrir sektarkennd og öfund. Það
getur aftur leitt til þess að viðkom-
andi taki upp vana og atferli sem
ógnar heilsunni.
Hins vegar hefur lág stéttarstaða
verið tengd líkamlegri streitu sem
hefur áhrif á ónæmiskerfið og þar
með heilsuna.
Westin skoðaði einnig hvernig
giftir foreldrar og einstæðir nýta
sér heilsutilboð og -þjónustu. Nið-
urstöðurnar sýndu að einstæðar
mæður leita síður til lækna en gift-
ar konur og í sambúð, jafnvel þótt
þeim finnist þær þurfa á lækn-
isheimsókninni að halda.
Í ritgerðinni er einnig sýnt fram
á að einstæðir feður hafa það al-
mennt betra félagslega en ein-
stæðar mæður og að feðurnir eru
tilbúnari til að leita til lækna en
mæðurnar. Þetta getur stafað af
því að feðurnir eru betur settir
fjárhagslega en mæðurnar. Ein-
Reuters
Samhengi Félagsleg staða foreldra hefur áhrif á heilsu þeirra og barna.
Einstæðir
foreldrar
heilsuveilli
stæðir feður eru þó ekki eins
heilsuhraustir og giftir feður og í
sambúð.
Loks virðist vera samhengi milli
þess hvort foreldrar eru einstæðir
eða ekki og þess hversu gott al-
mennt heilsufar barna þeirra er.
Westin telur hægt að stuðla að
bættu heilsufari barnanna með því
að styðja við félagslega þátttöku
foreldra þeirra.
Rannsókn Westins byggist á
tveimur spurningarkönnunum sem
lagðar voru fyrir fjölda sænskra
foreldra árin 2001 og 2003.