Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Benóný Arn-órsson fæddist á Húsavík 25. sep- ember 1927. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 15. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Arnór Kristjánsson verkamaður á Húsavík, f. 2.6. 1900, d. 3.12. 1976, og kona hans Guð- rún Elísabet Magn- úsdóttir, f. 23.11. 1899, d. 1.4. 1983. Systkini Ben- ónýs eru: Sigríður Matthildur, f. 19.5. 1926, Herdís Þuríður, f. 27.11. 1929, Kári, f. 4.7. 1931 og Hörður, f. 26.7. 1933. Benóný kvæntist hinn 27.12. 1950 Valgerði Jónsdóttur, f. 1.12. 1929. Börn þeirra eru: Hrönn, f. 15.10. 1947, d. 16.3. 2004, Jón Friðrik, f. 27.7. 1949, sambýlis- kona Bryndís Pétursdóttir, f. 22.6. 1970, Guðrún Arnhildur 7.6 1952, gift Jakobi Kristjánssyni, f. 18.3. 1946. Arnór, f. 13.8. 1954, kvæntur Ragnheiði Þórhalls- dóttur, f. 29.12. 1970, Friðrika Sigríð- ur, f. 13.8. 1956, Bergþóra, f. 2.4. 1958, gift Istvan Kekesy, f. 14.11. 1955 og Hörður Þór, f. 25.6. 1963, kvæntur Freydísi Önnu Arngrímsdóttur, f. 16.4. 1964. Barnabörn og barnabarnabörn Benónýs og Val- gerðar eru nú sex- tíu og sex. Benóný og Val- gerður hófu bú- skap, á Hömrum í Reykjadal S-þing., í félagi við foreldra Valgerðar 1952 og hafa búið þar síðan. Á yngri árum stundaði Benóný sjómennsku, frá Húsavík og Sand- gerði, og hélt því áfram fyrstu árin meðfram búskapnum. Hann var einnig sláturhússtjóri Kaup- félags Þingeyinga um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þá var hann varaþingmað- ur fyrir Alþýðubandalagið og síðan Samtök frjálslyndra og vinstri manna á árunum 1967– 1974 og sat á Alþingi sem slíkur. Benóný sat í hreppsnefnd Reyk- dælahrepps frá 1962 – 1998 þar af sem oddviti í sextán ár. Þá sat hann í skólanefnd Framhalds- skólans á Laugum um árabil og var þar formaður í nokkur ár og í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, síðar Rarik, frá 1991-2006. Auk þessa gegndi Benóný fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit- arfélagið. Útför Benónýs verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdafaðir minn Benóný Arnórs- son er látinn. Þetta er ekki það sem ég hugsaði mér þegar ég sótti þig á spítala um páskana. Þá sagðir þú að þú myndir treysta þér í Hvalfjörð á svona góð- um bíl. Þú talaðir um það við Val- gerði þína að þið ættuð að kaupa ykk- ur svona bíl. Við áttum eftir að gera svo margt og ég er ekki tilbúinn í þessi lok. En takk samt, þú varst alltaf einstakur, ljúfur, flottur og geðgóður og leystir allra vandamál. Þetta skarð verður ekki brúað held ég. Gunný mín, ég og börnin höfum misst mikið. Takk Benni. Ég fæ ekki fullþakkað kynni mín og tengdir þær hafa gert mig að betri manni. Takk Benni, mikið væri heimurinn betri ef væru fleiri eins og þú. Elsku tengdamamma og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að gæta okkar allra. Jakob Kristjánsson. Elsku afi. Mikil voru þau forréttindi að fá að dvelja eins mikið með þér og ég fékk. Það eru ekki allir sem hafa átt afa sem spurði í tíma og ótíma: ,,Jæja nafni, er sinnep í því?“ Enn þann dag í dag hef ég ekki hugmynd um hvað þú áttir við en eitt er víst að oft spunnust langar og góð- ar umræður í kjölfar þessarar spurn- ingar. Tíminn sem við áttum saman eitt sinn er amma tók þátt í sláturtíð á Húsavík gleymist seint, enda lærði ég þá að okkur nöfnum var allt fært og líka að hræra skyr og sjóða egg. Hef ég ekki fengið betri egg síðan. Það hefur alla tíð verið mér mikið kappsmál að standa mig vel fyrir afa og gera afa stoltan. Og ekkert var betra en að fá hrós frá afa. Það var nefnilega þannig með afa að hann gat hrósað manni með málrómnum ein- um eða bara með því að hreyfa auga- brúnirnar á sérstakan hátt. Og þótt afi væri sjálfur hógvær maður var hann mjög stoltur af sínu fólki, það fann maður alltaf. Íþróttir voru afa mikils virði (líka vinnufriðurinn) og notaði hann hvert tækifæri til að senda mann hlaupandi út á tún, eða út í móa. Setningar eins og ,,nafni, hlauptu fyrir mig út í löngu og taktu ullina af gaddavírnum“ eða ,,farðu fyrir mig upp á brún og gáðu hvort þú sérð kindur“ hljómuðu alveg rök- réttar þegar maður var yngri enda hefði afi aldrei farið að senda mann erindisleysu. Nú, svo voru saklausar spurningar eins og „hvort ykkar hleypur hraðar?“ oft kveikjan að miklum kapphlaupum milli mín og Völlu frænku þótt við vissum bæði að hún var sprettharðari á stuttum vegalengdum en ég á þeim lengri. Svo var náttúrlega augnaráðið sem maður fann í gegnum sængina þau skipti sem illa gekk að sofna og afi kom inn til að sussa á okkur frænd- systkinin, við vorum fljót að læra að það var nóg að afi sussaði einu sinni því annars varð augnaráðið beitt. En elsku afi, þín verður sárt saknað af mér og minni fjölskyldu enda tókust góð kynni með þér og konunni minni, henni Elínborgu. Finnbogi Páll fékk lítið að kynnast þér enda rétt orðinn tveggja ára en Birna Valgerður fékk að kynnast þér meira og þótti mjög gaman að heimsækja löngu og langa í Hamra. Við munum alltaf minnast þín. Sárt þykir mér að hafa ekki get- að fylgt þér til grafar en eitt hef ég lært og það er að lífið heldur áfram þó maður þurfi að kveðja ástvin. Hugurinn er með þeim er misst hafa. Benóný Arnór Guðmundsson og fjölskylda. Mörg orð koma upp í hugann þeg- ar við minnumst afa Benna. Höfðingi, húmoristi, pólitískur hugsuður, hug- sjónamaður, leiðtogi og mannvinur eru meðal þeirra ásamt svo mörgum, mörgum öðrum. Það er svo margs að minnast, svo margra góðra hluta. Hvernig hann tók alltaf öllu með jafnaðargeði, sama hvaða prakkara- strik við krakkarnir höfðum afrekað. Við minnumst hans einstaka hláturs, sem hann var svo sannarlega óspar á. Hvernig hann hafði einstakt lag á að láta hvern einstakling njóta sín og finnast hann vera alveg sérstakur. Yngri meðlimir fjölskyldnanna minn- ast afa „mola“ því alltaf mátti ganga að því vísu að afi ætti smá brjóstsyk- ur til að gauka að þeim. Og allir ætt- liðir minnast hins einstaka lags sem hann var vanur að humma með okkur í fanginu þegar eitthvað bjátaði á. Mannvinur var hann, unni öllu fólki og aldrei heyrðist hann segja styggð- aryrði um nokkurn mann. Alltaf gát- um við leitað til hans ef eitthvað bját- aði á í okkar lífi. Hann leysti öll vandamál sem við bárum upp við hann og stóð alltaf með stórfjölskyld- unni í öllu því sem á daga hennar dreif. Alltaf sá hann björtu hliðarnar á lífinu sem lýsir sér kannski best í einni af hans uppáhaldssetningum, „nú er sólin komin upp í Öxarfirði“, sem hann greip gjarnan til þegar honum þótti sem þeir sem í kringum hann voru væru orðnir helst til svart- sýnir. Afi á fallegum júlímorgni í sólskin- inu á tröppunum á Hömrum er mynd sem verður greypt í huga okkar á meðan við lifum. Því einhvern veginn er alltaf sól í kringum hann í huga okkar. Því viljum við kveðja okkar ástkæra vin og afa, með tveimur er- indum úr ljóði Bubba Morteins, Kveðju: Þar sem englarnir syngja sefur þú. Sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú. Að ljósið bjarta skæra. Veki þig með sól að morgni. Veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. Elsku amma, megi allar góðar vættir styðja þig og styrkja í þinni sorg. Benóný, Friðrik, Þórdís, Anný og fjölskyldur. Elsku afi Benni. Við gleymum aldrei þegar við læst- umst inni í borðstofuherberginu og héldum að við kæmumst aldrei út, líf- ið væri á enda, en þá komst þú og bjargaðir okkur. Þú varst alltaf bjargvætturinn okkar! Við gleymum aldrei þegar þú varst að labba heim af túninu og við buðum þér far en þú sagðist fara létt með að skokka heim. Og auðvitað stóðstu við það, þar sem þú misstir þetta orð út úr þér og skokkaðir því alla leið. Þú stóðst alltaf við orð þín! Við gleymum aldrei ráðleggingum þín- um, aldrei gafstu okkur ástæðu til að fara ekki eftir þeim. Þér óhlýðnuð- umst við ekki. Þú munt ætíð eiga alla okkar virð- ingu! Við gleymum aldrei þegar þú hrasaðir með hjólbörurnar, en stóðst strax upp og hélst áfram eins og þér einum var lagið. Þú varst alltaf sá sterki, kletturinn okkar! Við gleymum aldrei áhugan- um sem þú sýndir okkur sama hversu ómerkilega hluti við vorum að segja þér. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta og vildir fá að vita meira. Þú tókst okkur eins og við erum og varst alltaf svo stoltur af okkur! Við gleymum aldrei glettninni í augun- um, prakkaraglottinu og smitandi hlátrinum sem var engu líkur. Það var alltaf stutt í gleðina og einstaka húmorinn þinn. Þú sást björtu og spaugilegu hlið- arnar í lífinu! Þetta eru aðeins örfá brot minninga sem koma upp í huga okkar þegar við lítum til baka á þess- ari kveðjustund. Stundirnar sem við áttum með þér eru ómetanlegar og munu lifa í hjörtum okkar um aldur og ævi. Síðustu daga hefur lagið sem þú sönglaðir fyrir okkur þegar við vorum lítil ómað í hausnum á okkur. Við munum tralla það fyrir okkar börn og dansa með þau eins og þú gerðir. Þau fá að heyra sögurnar af þér og hve einlægur og yndislegur maður þú varst. Afamola munum við geyma í bauk og laumast í þegar til- efni er til og bryðja þá þér til heiðurs! Síðast árið reyndist þér og okkur öll- um erfitt en allar minningarnar vega það upp og lifa sterkar, eins og þú, elsku besti afi okkar. Nú höfum við eignast okkar verndarengil á himn- um, þú situr þar með Hrönn frænku og fylgist vel með okkur. Við munum áfram fá styrk frá þér með því að hugsa til þín og við vonum að þú getir verið stoltur af okkur. Við vitum að þú passar okkur og við reynum að feta réttu leiðina, leiðina þína. Takk fyrir allt, við elskum þig! Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hvíl í friði, elsku afi. Guðrún Sædís (Dúna), Sandra Hrafnhildur, Arna Benný, Gígja Valgerður og Freyþór Hrafn Harðarbörn. Elsku afi minn er búinn að kveðja þennan heim og verður hans sárt saknað. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um afa. Ég var svo heppin að fá að alast upp hjá afa mínum og ömmu frá 5 ára aldri, og hef því fengið að kynnast þeim á margan annan hátt en önnur börn fá að kynnast ömmu og afa. Ég man alltaf eftir því þegar afi bað mig um leyfi til að kalla mig nöfnu. Ég er alnafna ömmu minnar og fannst afa það passa best að þau kölluðu mig bæði nöfnu. Við afi vorum oft að bralla eitthvað saman, og þá tengdist það líka yfirleitt ömmu. Til dæmis ef afi gleymdi að kaupa eitthvað í búð- inni sem amma hafði beðið hann um, og hún hristi hausinn yfir þessari gleymsku alltaf hreint, þá blikkaði afi mig bara og brosti út í annað og sagði líka gjarnan „jaa, nú er sinnep í því“. Afi hafði líka sínar leiðir í því að ná til mín. Ég var gjarnan klifrandi í trjám og uppi á húsþökum þegar ég var krakki en ömmu líkaði það illa og þess vegna gerði ég það helst ef hún sá ekki til. Einu sinni var amma ekki heima og ég þaut að sjálfsögðu upp í tré. Eftir smá stund kom afi út á tröppur og kallaði „nafna, amma þín er í símanum og hún vill að þú farir niður úr trénu.“ Ég smokraði mér niður úr trénu, en skildi samt ekki hvernig amma vissi að ég var að klifra. Við afi vorum oft ein heima á haustin, en þá vann amma í slátur- húsinu og pabbi var mikið að múra út um sveitir. Þá skiptumst við á að elda „steingrím“ og „knetti“ og hafa þessi heiti fylgt mér alla tíð og hafa margir rekið upp stór augu þegar ég segi hvað sé í matinn. Afi minn gaf mér fyrsta hestinn minn, en folaldið mitt hafði dáið rétt eftir fæðingu og til að hugga litla stelpu þá sagði afi að ég mætti eiga folaldið hans í staðinn. Svona var afi alltaf, huggaði og gladdi börnin sín, barnabörnin, barnabarnabörnin og barnabarna- barnabörnin. Elsku afi, þú dansaðir með okkur öll og raulaðir litla lagið þitt sem á eftir að fylgja mér um ókomna tíð og ég mun gera mitt besta í að dansa með litlu stelpuna mína, sem hitti þig því miður aldrei, og ég á eftir að raula lagið þitt. Ég veit að þú tekur göngu núna, með hendur fyrir aftan bak og íbygginn á svip. Ég finn þig strjúka kinnina mína eins og þú gerðir svo oft og veit að þú átt eftir fylgja mér og litlu stúlkunni minni alla tíð. Ég sakna þín afi og mun aldrei gleyma þér. Þín Valgerður Jónsdóttir yngri. Hláturinn ómar úr eldhúsinu. Það er orðið bjart og greinilega flestir vaknaðir. Ég laumast fram og kíki inn í eldhús. Þar situr afi og er að fá sér brauð með rabarbarasultu. Amma stendur við vaskinn og brosir. Ég býð góðan dag og spyr ömmu hvort afi sé aftur í vitlausum buxum. Við skellum öll upp úr. Ég fæ mér vel af rabarbarasultu á franskbrauðið og bít í það um leið og afi klárar síðasta bitann af sinni brauðsneið. Amma kemur með nýlagaðan bleikan par- dus og segist vera búin að sykra hann nóg. Síminn hringir og Valla frænka svarar. Það er einhver kall sem vill tala við afa. Pólitískar spekúlasjónir óma um húsið meðan við Valla borð- um bleika pardusinn á methraða, svo hratt að amma hefur orð á því. Við viljum ekki að afi þurfi að bíða eftir okkur. Smellum kossi á ömmu og svo er haldið út í bíl. Afi keyrir örugglega af stað, við Valla keppumst um hvor á að fá að opna hliðið. Afi hlær að æs- ingnum í okkur. Spjall okkar berst að pólitík, ekki í fyrsta sinn. Afi er nú orðinn nokkuð sannfærður um að hann sé búin innrétta okkur með sterka réttlætiskennd og heilbrigða skynsemi. Við kveðjumst við skúr vinnuskólans og mælum okkur mót seinna um daginn. Blái bíllinn keyrir rólega af stað og við Valla horfum á eftir afa keyra upp á skrifstofu. Við hugsum báðar hve heppnar við séum að eiga svona sterkan, gáfaðan og skemmtilegan afa. Afanum mínum gleymi ég aldrei. Gleðina og væntumþykjuna geymi ég í hjartanu. Góðu orðin og rökræður okkar geymi ég í huganum. Margar góðar stundir með afa er ég svo heppin að eiga í minningum mínum. Minningum um afa sem kom alltaf fram við mig sem jafningja, sýndi mér virðingu og ást, lét mig vita hve stoltur hann var af mér. Afi minn var mikill maður með stórt hjarta og gáf- aðan huga. Ég mun sakna hans sárt þó að ég viti að hvíldinni sé hann feg- inn eins og staðan var orðin. Elsku afi, ég skal hugsa vel um ömmu og kjósa rétt – sakna þín. Arnrún Halla Arnórsdóttir. Þrátt mér reynist tímans tafl tæpt þó máti forði leikjum ræður óþekkt afl, oft er skák á borði Vel mér ganga þykir þá, þegar bjarga peði, sé þó löngum eftir á annað meira í veði. Á leikjum haft ég hefi gát, hólminn aldrei flúið. En þó ég verjist þrái ég mát, – þá er taflið búið. (Guðmundur Guðmundsson) Nú er hann afi Benni farinn. Við munum sakna hans mikið. Það hefur alltaf verið gott og gam- an að koma í Hamra og spjalla um íþróttir og fótboltann. Langafi var sterkur maður með hendur fyrir aftan bak og gekk um gólf með mola í vasanum. Alltaf til í að spjalla, hlæja og skemmta sér. Elsku amma Valla, amma Gunný – systkini og fjölskyldur, verið sterk því hann vakir yfir okkur öllum áfram. Þórhallur Valur og Arnór Heiðar Benónýssynir. Benni á Hömrum var einn af þess- um mönnum sem gott var að eiga að, hvort heldur í hlut áttu börn eða full- orðnir. Hann var óáreitinn og kurt- eis, en glaður og hlýr í viðmóti. Sam- ræðufús var hann og hafði gaman af rökræðum. Stjórnmálin áttu hug hans, en þó hann hefði ákveðnar meiningar í þeim efnum og ætti hags- muna að gæta, þá virti hann málstað og skoðanir annarra. Hann var góður hlustandi og aldrei hávaðasamur. Fríður var hann, sviphreinn og bauð af sér góðan þokka. Eðliskostir Benna, og sú lífssýn sem hann tileinkaði sér, komu sér áreiðanlega vel í þeirri þröngu sam- búð sem hann bjó lengi við með tengdaforeldrum sínum, afa mínum og ömmu, Jóni og Friðriku á Hömr- um, og um nokkurt skeið mági sínum Jóni Aðalsteini. Búskapurinn var sameiginlegur og húsakynnin einnig. Var þá oft þröngt setinn bekkurinn eftir að börnin voru orðin 7 og oftar en ekki sumardvalarbörn og ein- hverjir gestkomandi. Fjölskylda Hamrafólks er stór og vinahópurinn ekki síður. Þar kom ég og fjölskylda mín mjög við sögu, enda ófáar stund- irnar sem ég átti og naut á uppvaxt- arárunum með þessu mínu kæra frændfólki. Aldrei man ég eftir neinu öðru en glaðværð og virðingu í sam- skiptum fólksins, – aldrei neinum hnökrum. Þegar ég lít til baka dáist ég að ljúflyndi Benna í því sambandi. Fyrir allar þær dýrmætu minningar og þá miklu gestrisni og hlýju sem ég og mitt fólk hefur ætíð notið á Hömr- um er ég ævinlega þakklátur. Í því á Benni stóran hlut. Ég hygg að Benni hafi verið far- sæll og lítt umdeildur í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum bæði fyrir nærsamfélag sitt og þjóðina alla: sat í hreppsnefnd og var oddviti um langt árabil og á Alþingi sat hann um skeið. Ótaldar eru allar þær nefndir, stjórnir og ráð sem hann sat í. Af öllu þessu gekk hann af áhuga og árvekni enda var hann félags- málamaður af eðli og hugsjón. Ég kveð Benna á Hömrum með virðingu og miklu þakklæti fyrir allt sem hann vann og var, og þá ekki síst mér og mínum. Blessaðar séu allar góðu minningarnar honum tengdar. Blessaður sé hann í faðmi Guðs um eilífð. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Benóný Arnórsson  Fleiri minningargreinar um Ben- óný Arnórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.