Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 29
✝
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
STELLA ÁRNADÓTTIR,
Miðtúni 7,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 19. júní, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Böðvar Jónsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR
meinatæknir,
Laugavegi 132,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 26. júní kl. 15.00.
Guðbjörg Jónsdóttir, Ægir S. Guðlaugsson,
Elna Katrín Jónsdóttir, Jón Ingi Eldon Hannesson,
Arnþór Jónsson, Nanna Baldursdóttir,
Jónas Jónsson, Bryndís Lárusdóttir,
Bjarni Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og
mágur,
HILMAR J. HAUKSSON,
Kóngsbakka 10
og Aflagranda 20,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut, fimmtudaginn 14. júní.
Útför Hilmars verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag,
mánudaginn 25. júní kl. 13.00.
Monika Blöndal,
Sara Hilmarsdóttir,
Haukur Steinn Hilmarsson,
Svava J. Brand,
Þórunn Helga Hauksdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Björn Torfi Hauksson, Laufey Birkisdóttir.
✝
Engillinn okkar,
SUSIE RUT EINARSDÓTTIR,
Hverafold 142,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
26. júní og hefst athöfnin kl. 15.00.
Einar S. Hálfdánarson, Regína G. Pálsdóttir,
Diljá Mist Einarsdóttir,
Páll Fannar Einarsson,
Sindri Snær Einarsson,
Páll Friðriksson, Susie Bachmann.
✝
Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HERDÍS HELGADÓTTIR,
Tómasarhaga 55,
áður Eyjabakka 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
26. júní kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á að láta Geðhjálp njóta þess.
Skúli Helgason,
Hrafn Helgi Styrkársson,
Sveinbjörn Styrkársson, Willy Johannes,
Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson,
Snorri Styrkársson, Kristrún Ragnarsdóttir,
Unnur Styrkársdóttir, Sveinn Bragason,
Herdís Styrkársdóttir, Jón Ágúst Reynisson
og barnabörn.
Fleiri minningargreinar um Önnu
Sigurbjörgu Jónsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Anna Sig-urbjörg Jóns-
dóttir fæddist á
Nesi í Flókadal í
Fljótum í Skaga-
firði 12. janúar 1921
og hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ási í
Hveragerði að
morgni 20. júní sl.
Foreldrar hennar
voru Jón Stefánsson
frá Nesi, f. 1894,
d.1964, og kona
hans, Halldóra Sig-
urbjörg Jónsdóttir,
f. 1884, d. 1954. Systkini Önnu
eru: 1) Stefanía, f. 12.3. 1925. 2)
Björn, f. 26.10. 1925. 3) Arnbjörg,
f. 6.1. 1928, d. 12.8. 2004. 4) Óskar
Sigurjón Björnsson, f. 24.11. 1917,
d. 18.11 1995, Óskar var uppeld-
isbróðir Önnu. Anna Sigurbjörg
giftist Friðriki Rósmundssyni, f.
24.6. 1919, d. 27.2. 1995, á sum-
ardaginn fyrsta árið 1943. Eign-
uðust þau 5 börn og þau eru: 1)
Stefán, f. 12.2. 1943, kvæntur
Ágústu Högnadóttur, f. 14.3.
1944. Börn þeirra eru a) Anna, f.
26.7. 1964, gift Oddi Sigurðssyni,
f. 10.10. 1966, og eiga þau saman
þrjú börn, Ágústu Dúu, f. 31.8.
1992, Sigurð Kalman, f. 25.2. 1998
og Hugin Jarl, f. 12.1. 2001. b) Jón
Högni, f. 27.8. 1968, sambýliskona
hans er Stefanía Ársælsdóttir, f.
16.5. 1974, þau eiga saman dótt-
urina Ingunni Önnu, f. 30.11.
Lilju Björgu, f. 2.4. 1991 og eiga
þau saman Dagnýju Rún, f. 8.11.
1997. c) Anna Birna, f. 29.12 1973,
gift Kristófer Ingimundarsyni, f.
24.12. 1975, börn þeirra eru: Guð-
rún Lilja, f. 3.5. 1999, Sigurjóna, f.
28.4. 2001, og Birna Sólveig, f.
26.10. 2002. Anna Birna átti fyrir
Óla Þór, f. 3.3. 1993, d. 20.12.
1994. d) Friðrik Sveinn, f. 7.7.
1981, í sambúð með Sunnu Björk
Guðmundsdóttur, f. 21.5. 1987,
Friðrik á fyrir eina dóttur, Fann-
eyju Söru, f. 26.3. 2001. 4) Sveinn,
f. 2.2. 1953, hann á eina dóttur,
Huldu Katarínu, f. 25.2. 1994. 5)
Friðrik, f. 5.8. 1961, kvæntur Þór-
eyju Guðlaugsdóttur, f. 3.1. 1964.
Börn þeirra eru: a) Elísabet Jóna,
f. 18.6. 1986. b) Guðrún Ósk, f.
30.1. 1994. c) Rakel Rós, f. 1.1.
1996.
Anna flutti ung að árum frá
Nesi í Flókadal að Hvammkoti við
Hofsós og bjó þar ásamt for-
eldrum sínum þar hún hóf búskap
með manni sínum að Efra-Ási í
Hjaltadal og bjuggu þau þar í 3 ár
en fluttu þaðan að Gröf á Höfð-
aströnd, bjuggu þar í tvö ár þar til
Friðrik veiktist af lömunarveiki,
þá fluttu þau hjónin á Hofsós og
keyptu lítið hús sem heitir Sæland
og þar bjuggu þau í 21 ár. Á Hofs-
ósi vann Anna utan heimilis, að-
allega í frystihúsinu á staðnum.
Árið 1968 fluttu þau til Hvera-
gerðis, þar bjuggu þau í Kletta-
hlíð 8 fyrstu árin og byggðu sér
síðan hús í Borgarhrauni 6 og áttu
þar fagurt heimili. Þegar Friðrik
lést flutti Anna að Dvalarheim-
ilinu Ási þar sem hún naut ein-
stakrar umhyggju frábærs starfs-
fólks. Lengst af starfaði Anna á
Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.
2004, fyrir á Jón
Högni Stefán Inga, f.
2.7. 1993 og Patrik
Emil, f. 20.4 1995.
Stefanía á fyrir Rún-
ar Elís, f. 4.8. 1994.
c) Eyrún, f. 17.10.
1977, maki Eiríkur
Tómas Marshall, f.
16.5. 1974, þau eiga
saman Bergdísi
Klöru, f. 30.4. 1998.
d) Guðni Davíð, f.
11.1. 1982. 2) El-
ísabet, f. 8.1. 1945,
maki Vigfús Sig-
valdason, f. 8.7. 1940, d. 14.4.
1995. Börn þeirra eru: a) Friðrik
Helgi, f. 2.7. 1963, í sambúð með
Elínu Bjarnadóttur, f. 28.4. 1968,
barn þeirra er Friðrik Mar, f.
14.3. 2007, fyrir á Friðrik Árna
Rúnar, f. 8.12. 1997. b) Sigríður
Vigdís, f. 31.7. 1965, gift Rúnari
Marteinssyni, f. 10.4. 1963. Börn
þeirra eru: Vigfús Fannar, f.
13.11. 1989, og Elísabet Alla, f.
16.3. 2003. 3) Björn, f. 25.11. 1947,
giftur Lilju Ólafsdóttur, f. 20.9.
1950. Börn þeirra eru: a) Ólafur
Steinar, f. 9.1.1970 kvæntur Berg-
þóru Ástþórsdóttur, f. 13.3. 1967,
Bergþóra átti fyrir Elísabetu
Ástu, f. 14.4. 1987, og eiga þau
saman börnin Björn Þór, f. 22.2.
1991, og Ernu Guðrúnu, f. 7.3
1997. b) Guðbjörg Rósa, f. 8.3.
1971, gift Gísla Unnsteinssyni, f.
20.2. 1971, Guðbjörg átti fyrir
Elsku amma mín, það er víst
komið að kveðjustund og það eru
margar góðar minningar sem koma
upp í kollinn á mér þegar ég hugsa
til baka. Þú varst ein af þeim sem
geta séð það góða í öllum og ein af
þeim heiðarlegustu sem ég þekki.
Mínar bestu minningar um þig eru
þegar ég var hjá þér og afa á sumr-
in, þú varst að vinna á elliheimilinu
og ég fór með þér í vinnuna og var
að skottast í kringum þig og gamla
fólkið og ég hélt í fyrstu að það
byggi bara gamalt fólk í Hvera-
gerði. Þú varst alltaf tilbúin að
gera eithvað skemmtilegt með mér
og það allra skemmtilegasta var
þegar ég fékk að hjálpa þér að
baka sem var ósjaldan, þó að ég
hafi nú kanski þvælst meir fyrir en
hjálpað til. Ég fór líka með ykkur
afa í ferðalög og fékk góða tilsögn
um það hvernig ganga eigi um
landið og náttúruna. Þú varst mikil
blómakona og ég held bara að ég
finni ennþá ilminn úr litla gróð-
urhúsinu þínu þar sem þú ræktaðir
rósirnar þínar sem þú hafðir mikið
dálæti á. Þú hafðir alltaf eitthvað
fyrir stafni og varst óþreytandi að
stússast í garðinum þínum og það
vissu allir þegar haustið nálgaðist
því að þá var Anna litla Jóns komin
útí móa að tína ber.
Elsku amma, þér verður eflaust
vel tekið á nýjum stað og vil ég
biðja þig að knúsa afa og Óla minn
fyrir mig. Hjartans þakkir fyrir
allt.
Þín,
Anna Birna.
Elsku amma mín.
Ó hvað mér finnst ótrúlegt að þú
skulir vera farin frá okkur. Mikið á
ég eftir að sakna þín. En ég má
ekki vera eigingjörn því ég veit
hvað þú þráðir að komast til afa
sem er búinn að bíða eftir þér í 12
ár og rúmlega það.
Við höfum átt svo óteljandi
stundir saman. Það var alltaf svo
gott að koma til þín, alltaf gleði og
stutt í húmorinn.
Þegar ég var lítið trippi fékk ég
oft að vera hjá ykkur afa í Kletta-
hlíðinni. Þá var nú ýmislegt brall-
að. Ég man alltaf þegar þú kenndir
mér að prjóna, þá var ég 5 eða 6
ára gömul, ég á enn sokkana sem
ég prjónaði það sumarið. Svo
fannst mér alltaf svo spennandi
þegar við pökkuðum saman góð-
gæti í körfu og fórum upp í dal með
afa þar sem hann sló tún með orfi
og ljá, við rökuðum og snerum
heyinu, svo var sest niður og góð-
gætið tekið úr körfunni. Margt var
spjallað og ef ég man rétt fórstu
oft með vísur fyrir okkur afa.
Sunnudagsbíltúrarnir með þér og
afa á gamla Renó voru ekkert lítið
spennandi, oft var byrjað á að fara
á Hælið í mat. Svo var rúntað um,
jafnvel með nesti, eða kíkt í heim-
sókn, ósjaldan var endað í Sandvík.
Síðustu ár höfum við gert svo
margt saman. Oft höfum við
drukkið kaffi saman og ég beðið
þig að ljúga í bolla fyrir mig, þá var
nú mikið hlegið og grínast. Oftar en
ekki voru vinkonur mínar með í för.
Ferðirnar sem við höfum farið
saman síðustu ár, bæði stuttar og
langar, eru orðnar ansi margar.
Norðurferðirnar standa samt upp
úr. Þú varst svo spennt að fara, við
lögðum alltaf af stað klukkan 7 að
morgni. Ekki brást það að þegar ég
renndi í hlað varst þú komin út á
bekk og farin að bíða eftir okkur.
Stelpurnar mínar voru báðar svo
lánsamar að fá að ferðast með þér
amma mín.
Þú varst svo uppfull af fróðleik
um svo margt sem varð á vegi okk-
ar frá Hveragerði og alla leið norð-
ur til Siglufjarðar. Oftar en ekki
vöknaði þér um augu þegar þú sást
yfir Skagafjörðinn þinn. Ég gæti
endalaust haldið áfram að skrifa um
það sem við höfum brallað saman.
Ég geymi minningarnar um þig um
ókomna tíð í hjarta mínu og reyni
að miðla áfram öllu því sem þú hef-
ur kennt mér elsku amma mín.
Amma mín, þú varst ein sú ynd-
islegasta kona sem ég hef nokkurn
tíma kynnst. Hjartans þakkir fær
allt frábæra starfsfólkið á Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera-
gerði. Ekki hefði ég getað hugsað
mér betri stað fyrir ömmu til að
eyða elliárunum á. Ömmu þótti
óendanlega vænt um ykkur öll.
Þín
Guðbjörg Rósa.
Nú sitjum við hér þrjár saman og
minnumst langömmu okkar Önnu
Jónsdóttur, eða ömmu Jóns, eins og
hún var oftar en ekki kölluð. Við
munum allar eftir ömmu sem frá-
bærri konu sem alltaf var góð við
okkur og alla aðra. Amma átti alltaf
eitthvað gott handa krökkum og
fullorðnum sem komu í heimsókn
og alltaf átti hún hvítu molana með
rauðu röndunum, sem fengu viður-
nefnið ömmumolar hjá sumum af
ömmu- og langömmubörnum.
Þegar Lilja var yngri og áður en
amma fór á hjúkrunarheimilið var
gaman að fara til ömmu og fá að
gista. Og þá var amma ávallt beðin
um að taka útúr sér tennurnar áður
en hún las bók fyrir svefninn og að
sjálfsögðu gerði hún það, því það
var ekkert sem amma gerði ekki
fyrir fólkið sitt.
Það voru margar ferðir farnar til
ömmu Jóns og alltaf var tekið hlý-
lega á móti manni bæði á hjúkr-
unarheimilinu og í litla húsinu með
græna þakinu á Ási. Amma var allt-
af jákvæð og það var í rauninni
aldrei neitt neikvætt hjá ömmu,
hún var alltaf hress.
Ömmu fannst rosalega gaman að
fara í berjamó og tína sér ber og
henni fannst ber mjög góð, þess
vegna voru margar ferðir farnar
með ömmu útí móa að tína ber, svo
var stundum þeyttur rjómi og syk-
ur til þess að smakka berin.
Amma var svakalega hraust kona
og labbaði útum allt eins og ekkert
væri. Ömmu fannst líka alltaf gam-
an að fá gesti og öllum þótti gaman
að fara í heimsókn til ömmu því þar
ríkti alltaf gleði og ánægja og þang-
að var mjög gott að koma. Amma
var yndisleg kona og það er því með
miklum söknuði sem við kveðjum
þig, elsku amma okkar. Minning
þín mun lifa, elsku besta amma
Jóns.
Hvíldu í friði.
Þínar langömmustelpur,
Lilja Björg, Dagný Rún og
Erna Guðrún.
Elsku langamma, okkur langar
að kveðja þig með þessu litla ljóði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þínar langömmustelpur,
Fanney Sara Friðriksdóttir,
Guðrún Lilja, Sigurjóna og
Birna Sólveig Kristófersdætur.
Anna Sigurbjörg
Jónsdóttir