Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 36

Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 36
Gamanmynd um 45 milljónir manna án heilsugæslu í ríkasta sam- félagi veraldar … 37 » reykjavíkreykjavík Meðvituðu flugunni ykkar finnstmjög mikilvægt að standa vörðum mannréttindi. Á föstudags-kvöldið fór hún því í fjólubláan heilgalla og arkaði niður í Iðnó þar sem Sam- tökin ’78 afhentu mannréttindaverðlaun og efndu til veislu. Í Iðnó var margt um manninn og glatt á hjalla. Blöðrur og pappahjörtu í öllum regn- bogans litum prýddu veggi hússins. Dagskrá var skipulögð í anda verðlaunaafhendingar í Hollywood, flugunni til mikillar skemmt- unar. Hún nældi sér í rauðvínsglas, tyllti sér við hliðina á myndarlegum ungum pilti og fylgdist með. Kynnar kvöldsins voru Sigga Birna Vals- dóttir, leikstjóri og leiklistarkennari, og Við- ar Eggertsson leikstjóri. Áherslur þeirra voru skemmtilega ólíkar, Sigga Birna létt og einlæg, en Viðar háfleygur og alvarlegur. Reykjavíkurborg fékk verðlaun fyrir að taka tillit til mannréttinda, ekki bara jafn- réttissjónarmiða, í stefnumótun sinni og Guð- rún Ögmundsdóttir hlaut viðurkenningu fyr- ir framlag sitt til réttindabaráttu samkynhneigðra. Hún var bersýnilega hrærð yfir verðlaununum og hélt hjartnæma ræðu. Að verðlaunaafhendingu lokinni stigu Hara-systur á svið, hrífandi og brosmildar að vanda. Þær voru eins klæddar, í svörtum, háum buxum með axlabönd og hvítum skyrt- um, svolítið í anda kvikmyndarinnar Kabar- ett. Sýnt var brot úr athyglisverðri heim- ildamynd sem verið er að vinna upp úr viðtölum við Elías Mar. Hans var minnst og Viðar Eggertsson las nokkur ljóða hans með leikrænum tilþrifum. Því næst flutti Lay Low þrjú lög. Hún spilaði á kassagítar, söng þýðri röddu og vakti mikla lukku viðstaddra. Á eftir henni spilaði rokksveitin Reykjavík! nokkur lög. Hljómsveitin kynnti sig sem 25% samkynhneigða, þar sem einn af fimm meðlimum sveitarinnar er samkynhneigður, og gert er ráð fyrir því að hin 5% dreifist á aðra í hljómsveitinni. Söngvari sveitarinnar sagði að samkoman í Iðnó væri of virðuleg til að þar væri hægt að spila harðkjarnarokk og lofaði að spila bara lög í rólegri kantinum. Flugan fékk ekki heyrt að staðið væri við það og um tíma óttaðist hún mjög að hljóm- sveitarmeðlimir kynnu að slasa sig þar sem þeir fóru hamförum á sviðinu. Sem betur fer fór þó allt vel að lokum og hin fjölmenna hljómsveit Hjaltalín tók við. Hún magnaði upp töfrandi og sérstakan hljóm með óvenju- legum hljóðfærum og margradda söng. Þegar formlegri dagskrá lauk var boðið upp á veitingar í anddyri Iðnó. Þar var margt skrafað og mikið hlegið. Á meðan var salurinn rýmdur og plötusnúðar komu sér þar fyrir. Svo var slegið upp heljarinnar balli og dansað fram eftir nóttu. Flugan flögraði sæl og glöð heim undir dagrenn- ingu. Morgunblaðið/Eggert Hulda Helgadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Ólöf Arnalds Egill Kalevi Karlsson og Mads Brauer. María Gestsdóttir og Ingigerður Guðmundsdóttir. Ingveldur Einarsdóttir og Ásta Stefánsdóttir. Anna Sveinsdóttir og Hildur Sveinsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Seselía Huld Gísladóttir, Íris Friðriksdóttir og Undína Ósk Gísladóttir. Arnar Björnsson og Kristján Ingi Baldurs. Eva Rún Þorsteinsdóttir, Sólveig Guðrún Að- alsteinsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Þórhildur Guðný Sigþórsdóttir. Kristján Sigurðsson og Berglind Rós Skúladóttir. Flugan … Meðvitað stuð með Samtökunum ’78 … … Hljómsveitin kynnti sig sem 25% samkynhneigða … Hjalti Gunnarsson, Gunnar Karlsson, Ólöf Nordal og Bergur Gunnarsson. Kristín Guðjónsdóttir og Jónína Ögn Jóhannesdóttir. Eggert Leví, Marinó Björnsson, Ragnar Leví og Sigurður Ingvi Björnsson. Morgunblaðið/Eggert Auður Þórhallsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir. » Sumarhátíðin Bjartar næt-ur var haldin í á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. »Útgáfutónleikar hljóm-sveitarinnar amiina í Iðnó. » Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnulék gegn Serbum á Laugardalsvelli. Jakop Magnússon, Karl Sigurgeirsson og Sigríður Jakopínudóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.